Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla Sími 83033 Áskriftargjald 3500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 180 kr. eintakiö. Ríkisstjórnin hefur skip- að nefnd til þess að fjalla um olíuvanda okkar íslendinga. Nefnd þessi er skipuð skv. tillögu Geirs Hallgrímssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem sendi forsætisráðherra bréf fyrir rúmri viku, þar sem hann lagði til, að slíkri nefnd yrði komið á fót og bauð fram liðsinni Sjálf- stæðisflokksins í því skyni. Ríkisstjórnin tók tillögu formanns Sjálfstæðis- flokksins þegar í stað vel og féllst á hana. Nefndarskip- an þessi markar þáttaskil í þeim umræðum, sem hér hafa farið fram um olíu- vandann. Bersýnilegt var, að ríkisstjórnin gat ekki áttað sig á hvaða tökum hún ætti að taka þetta vandamál. Formaður Sjálf- stæðisflokksins kom henni til aðstoðar og undirstrik- aði þar með þann vilja Sjálfstæðisflokksins að skapa þjóðarsamstöðu um lausn þessa mikla vanda. í fréttum í fyrrakvöld af þessari nefndarskipan sáu ríkisfjölmiðlarnir hins veg- ar ekki ástæðu til að geta þess, að nefnd þessi væri skipuð skv. tillögu for- manns Sjálfstæðisflokks- ins. Þeir sáu heldur ekki ástæðu til að ræða við tillögumann um niðurstöðu málsins og afgreiðslu þess í ríkisstjórninni. í fréttum hljóðvarps og sjónvarps í fyrrakvöld var ekki getið um það einu orði, hvernig þessi nefndarskipan var til komin. Morgunblaðið dregur ekki í efa, að fréttamenn ríkisfjölmiðla hafi metnað til þess að vinna starf sitt á þann hátt, að öllum aðilum sé gert jafnt undir höfði. Það er vissulega vanda- samt verk en sú skylda hvílir alveg sérstaklega á fréttastofum sjónvarps og hljóðvarps að haga störfum sínum á þann veg, að ekki sé aðfinnsluvert. Því miður er hins vegar verulegur misbrestur á að þetta lán- ist nægilega vel. Þó er það upp og ofan. í þessu tilviki var það ekki mikil fyrir- höfn fyrir fréttamenn sjónvarps og hljóðvarps að gera þessar fréttir þannig úr garði að fyllsta jafnræð- is væri gætt. Eðlilegt var að geta þess í fréttum hvernig þessi nefndarskip- an var til komin og eðlilegt var að birta viðtal við formann Sjálfstæðisflokks- ins ekki síður en viðskipta- ráðherra um niðurstöðu ríkisstjórnarinnar í mál- inu. Þeir sem ábyrgð bera á fréttaflutningi hljóðvarps og sjónvarps verða að gera sér ljóst, að ef þeir tileinka sér ekki agasöm vinnu- brögð í þessum efnum fá þeir smátt og smátt á sig þann stimpil að þeir séu málpípur núverandi ríkis- stjórnar. Morgunblaðið gengur út frá því sem vísu, að starfsmetnaður frétta- manna hljóðvarps og sjón- varps sé svo mikill, að þeir vilji ekki liggja undir slíku ámæli. En þá verða þeir líka að haga vinnubrögðum sínum á þann veg, að ekki sé gagnrýnisvert. Fréttastofur hljóðvarps og sjónvarps hafa mikið vald og þar með starfs- menn þessara fréttastofa. Það er vandasamt verk að fara vel með það vald, sem fólki er trúað fyrir. Mönn- um tekst það misjafnlega. Sumir. kunna ekki að fara með vald og misbeita því. Ríkisfjölmiðlarnir eru al- þjóðareign. Það verður ekki þolað til lengdar að þeim sé beitt sérstaklega til fram- dráttar einum málstað fremur en öðrum, að þeim sé beitt í þágu einnar ríkis- stjórnar en gegn annarri. Fréttaflutningur hljóð- varps og sjónvarps og þá ekki sízt hljóðvarps hefur oft legið undir þungri gagn- rýni. Fréttaflutningur hljóðvarps var mjög gagn- rýndur á tímum þorska- stríðsins síðasta. Frétta- flutningur hljóðvarps lá einnig undir gagnrýni á síðasta ári í sambandi við þau hörðu átök, sem þá fóru fram á vinnumarkaðn- um og á hinum pólitíska vettvangi. Það er kominn tími til, að þeir sem bera ábyrgð á störfum þessara fréttastofa taki þessa gagnrýni alvar- lega, líti í eigin barm og spyrji sjálfa sig þeirrar spurningar, hvort ef til vill sé ekki hægt að gera betur og gæta meira jafnræðis í fréttaflutningi en gert er. Eru ríkisfjölmiðlar að verða málpípur ríkisstjómarinnar? Rey kj aví kurbréf Laugardagur 30. júní Kosningarétt- ur og kjör- dæmaskipan Eitt stærsta málið, sem úr- lausnar krefst á næstu misserum, er leiðrétting á því ranglæti, sem nú er við lýði í kosningarétti fólks, eftir því hvar það er búsett á landinu og hugsanleg breyting á kjördæmaskipan í tengslum við slíka leiðréttingu. Stjórnmála- flokkarnir geta ekki lengur skotið sér undan því að taka afstöðu til þessa máls. Krafa kjósenda, sér- staklega í Reykjavík og Reykja- neskjördæmi, um umbætur, sem leiði til þess, að þeir verði ekki lengur „annars og þriðja flokks kjósendur", er svo sterk, að útilok- að er fyrir flokkana að leiða hana hjá sér öllu lengur. Þegar svo er komið, að kjósandi í Vestfjarða- kjördæmi hefur rúmlega sexfald- an atkvæðisrétt á við kjósanda í Reykjaneskjördæmi er augljóst, að við slíkt ranglæti verður ekki lengur unað. Leiðrétting á því þjóðfélagslega ranglæti, sem felst í þessu mis- vægi atkvæða eftir kjördæmum er aðalástæðan fyrir því, að Alþingi verður að taka af skarið og gera þær breytingar á kosningarétti og hugsanlega kjördæmaskipan, sem nauðsynleg er. Önnur ástæða er sú, að meðan þetta ranglæti er við lýði gefur skipan Alþingis alls ekki rétta mynd af hugmyndum og skoðunum fólks. Þess vegna er hætta á, að Alþingi taki ákvarðan- ir, ekki sízt í sambandi við fjár- magnsdreifingu, sem ganga þvert á sjónarmið verulegs hluta þjóðar- innar. Þegar svo er komið er sú hætta fyrir hendi, að þessi sami hluti þjóðarinnar, þ.e. þeir sem hafa aðeins yfir að ráða broti úr einu atkvæði, beri ekki lengur það traust til Alþingis, sem er undir- staða og forsenda lýðræðislegra stjórnarhátta okkar. Leiðrétting á misvægi atkvæða er því með viss- um hætti forsenda fyrir því, að við getum með skynsamlegu móti tekizt á við efnahagsvanda okkar. Mál þetta er nú í höndum stjórnarskrárnefndarinnar. Þegar hún var skipuð á ný mun hug- myndin hafa verið sú, að hún fengi tvö ár til þess að skila tillögum um kosningarétt og kjördæmaskipan. Þetta er of langur tími. Stjórnar- skrárnefndin þarf að skila slíkum tillögum strax í haust, einfaldlega vegna þess, að stjórnarfarið í landinu er svo ótraust, að hvenær sem er getur komið til nýrra kosninga. Útilokað er að ganga til kosninga án þess að kjósendur fái tækifæri til þess að dæma um tillögur um leiðréttingu á kosn- ingarétti og hugsanlega tillögur um breytta kjördæmaskipan. Þess vegna þarf að hraða þessum þætti í störfum stjórnarskrárnefndar- innar. Sú spurning hlýtur líka að vakna, hvort það nægir stjórn- málaflokkunum, að um þessi mál sé fjallað á vettvangi stjórnar- skrárnefndar eða hvort ástæða er til að taka upp samráð þeirra í milli á öðrum vettvangi til þess að leggja aukna áherzlu á tillögu- gerð. Reynslan af núverandi kjördæma- skipan Á þessu ári eru tuttugu ár liðin frá því að meiriháttar breyting var gerð á kjördæmaskipaninni í landinu. Um þá breytingu stóðu mjög harðar deilur. Framsóknar- flokkurinn var andvígur kjör- dæmabreytingunni 1959. Sá flokk- ur hefur hingað til verið andvígur öllum breytingum á kosningarétti og kjördæmaskipan, sem stefnt hefur til aukins réttlætis og jafn- ræðis. Áhrifastaða hans í íslenzk- um stjórnmálum hefur byggzt á ranglátri kjördæmaskipan. Sú kjördæmaskipan, sem tekin var upp 1959 hefur reynzt býsna lífs- seig. Segja má, að þrjú megin vandamál hafi risið upp í sam- bandi við þessa kjördæmaskipan. í fyrsta lagi hefur breyting á búsetu í landinu valdið því misvægi at- kvæða, sem að var vikið í upphafi. Kjördæmaskipanin og kosninga- lögin gera ekki ráð fyrir sjálfkrafa breytingum í réttlætisátt, þegar slík þróun verður. Þetta er sá vandi, sem brýnast er að leysa og ástæða til að íhuga, hvort hægt er að finna aðferð til þess að lög- bundnar breytingar verði á vægi atkvæða við slíka þróun búsetu, þannig að ekki þurfi meiri háttar aðgerðir til, þegar allt er komið í óefni. Magnús Torfi Ólafsson vék að þessu atriði í samtali við Morgunblaðið hinn 13. apríl á sl. ári en hann sagði, að „álit hans og mótað álit flokks hans í þessu efni væri, að fundin yrði leið til þess að þingmannatala og kjósendatala héldust í hendur, þannig að óþol- andi misrétti yrði ekki á milli kjördæma samkvæmt fyrirkomu- lagi er samkomulag gæti tekizt um og staðið gæti til frambúðar svo ekki þyrfti að standa í baráttu um það á nokkurra ára fresti að koma sjálfsögðum borgararéttind- um landsmanna í skaplegt horf.“ í öðru lagi hefur verið fundið að því við núverandi kjördæmaskipan, að persónulegt samband þingmanns og kjósanda væri minna en áður og að það fari fyrst og fremst eftir baráttu innan flokkanna um skip- an efstu sæta framboðslista þeirra hverjir yrðu þingmenn fyrir hin einstöku kjördæmi. Til þess að mæta þessari þörf kjósenda fyrir að hafa ríkari áhrif á val ein- stakra þingmanna og frambjóð- enda hafa flestir flokkanna tekið upp prófkjör, sem.eru mismun- andi víðtæk. Áð margra dómi hafa þessi prófkjör a.m.k. eins og þau hafa verið framkvæmd reynzt stórgölluð og mikið íhugunarefni fyrir flokkana, hvernig, og hvort, hægt er að ráða bót á þeim alvarlegu göllum. Geir Hallgrímsson nefndi þenn- an þátt málsins, meiri áhrif hvers kjósanda, í ræðu er hann flutti á Alþingi vorið 1978 er hann sagði: „I þriðja lagi hefur svo verið rætt um möguleika á því að breyta vægi útstrikana og breytinga á kjörseðli eða setja aðrar reglur varðandi listaframboð, þannig að hver kjósandi hefði meiri áhrif á hvaða frambjóðandi yrði kosinn, sem þingmaður í kjördæmi hans.“ Ólafur Jóhannesson vék einnig að þessum þætti málsins í sjónvarps- umræðum haustið 1977 er hann sagði „... og þ. á m. hef ég gert ráð fyrir því, að það yrði tekið til athugunar í vetur, hvort hægt væri að koma fram breytingum í R 61853 þessa átt, sem menn hafa verið að koma fram með hugmyndir um, að reyna að gera kjör persónulegra. Það er það sem menn sakna, eftir að st.ofnað var til þessara fjöl- mennu kjördæma og horfið frá einmenningskjördæmunum, að samband milli þingmanns og kjós- enda sé ekki eins persónulegt og áður.“ I þriðja lagi hefur sá agnúi komið fram á núverandi kjör- dæmaskipan, að þrátt fyrir hana hugsa menn bersýnilega enn, 20 árum síðar, í gömlum kjördæmum eða a.m.k. á grundvelli ákveðinna hluta kjördæmanna. Innan stærri flokkana hafa orðið mikil átök milli héraða innan kjördæmanna um skipan efstu sæta listanna, sem valdið hafa miklum erfiðleik- um og togstreitu. Þrátt fyrir þessa galla hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.