Morgunblaðið - 01.07.1979, Side 17

Morgunblaðið - 01.07.1979, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 Á tindi Snæ- fells á MÖN Forsetahjónin voru í síðustu viku í opinberri heimsókn á Mön og tóku þar þátt í hátíðahöldum í tilefni 1000 ára afmælis þings Manarbúa. Mön og ísland eru talin eiga ýmislegt sameiginlegt í fornum arfi sínum og er oft nefnt í sambandi við það að örnefni eru svipuð. Mön á t.d. sitt Snæfell og má á annarri myndinni hér sjá forsetahjónin, dr. Kristján Eldjárn og frú Halldóru Eldjárn á tindi Snæfells ásamt Charles Kerrvish forseta þings Manar. Á hinni myndinni eru forsetahjónin að skoða rúnaletur. að sá flokkur, sem fengið hefði 5% atkvæða eða meira af samanlögð- um gildum atkvæðum í öllum kjördæmum kæmi til álita við úthlutun uppbótarsæta enda þótt hann hefði ekki fengið kjördæma kosinn þingmann. I þessu sam- bandi benti Jón Ármann Héðins son á, að í kosningunum 1953 hefði Alþýðuflokkurin fengið einn kjördæmakosinn þingmann, en hefði svo ekki verið, hefðu rúm- lega 15% atkvæða fallið dauð og í kosningunum 1974 hefði flokkur- inn einnig aðeins fengið einn kjördæmakosinn þingmann og þá hefðu rúmlega 9% atkvæða fallið dauð, ef flokkurinn hefði ekki náð þessum eina kjördæmakosna þingmanni. Þriðja frumvarpið og kannski það veigamesta kom frá Oddi Ólafssyni. Hann lagði til í fyrsta lagi, að Reykjaneskjördæmi yrði skipt í tvennt, Suðvesturlands kjördæmi, í öðru lagi, að þing- mönnum Reykjavíkur yrði fjölgað úr 12 í 14 og í þriðja lagi að uppbótarþingsæti yrðu 4 í stað 11. I frumvarpi Odds Óiafssonar er gert ráð fyrir því, að hin tvö nýju kjördæmi væru hvort um sig 5 þingmanna kjördæmi. Skiptingu Reykjaneskjördæmis hugsaði Oddur sér á þann veg, að í Suðvesturlandskjördæmi yrðu Garðabær, Kópavogur, Seltjarn- arnes og Kjósarsýsla en í hinu nýja Reykjaneskjördæmi yrðu Hafnarfjörður, Gullbringusýsia, Grindavík, Njarðvíkur og Kefla- vík. I framsöguræðu setti Oddur Ólafsson m.a. fram eftírfarandi rök fyrir tillögum sínum: „Með þess- um breytingum næst mjög aukinn jöfnuður í vægi atkvæða á milli landshluta, þannig að á eftir úthlutun uppbótarþingsæta verð- ur munurinn minni en 1:2 á vægi atkvæða. íbúar á bak við hvern þingmann verða svipaðir að fjölda í Reykjavík, Reykjanesi, Suðvest- urlandi og Norðurlandi eystra. Mjög þolanlegúr mismunur verður á milli Reykjavíkur og Suður- lands, svo að aðeins verða þrjú fámennustu kjördæmin þar sem munurinn er verulegur. Annmarki þessarar breytingar er sá, að erfiðara verður að fá jöfnuð milli flokka þar eð uppbót- arsætum fækkar svo mjög. En tvennt ber að hafa í huga, þegar um þetta atriði er rætt. í fyrsta lagi að sú óánægja, sem hefur verið undanfarin ár í vaxandi mæli, hefur verið einkum varð- andi fjölda þingmanna í hverju kjördæmi og það hve mismunur á fjölda íbúa á bak við hvern þingmann er gífurlegur. Svo kem- ur það einnig til, að þessi tillaga tryggir betur en áður var, þing- sæti smæstu flokkanna, þar eð þingmönnum úr Reykjavík fjölgar úr 12 í 14, en það gefur nokkuð sterkari líkur til þess að fá mann á þing en áður var.“ Frumvarp Odds Ólafssonar fékk umtalsverðan stuðning í Reykja- neskjördæmi. Þannig lýstu Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og Jón Guðmundsson, bóndi á Reykjum í Mosfellssveit, stuðningi við það í samtölum við Morgun- blaðið í apríl í fyrra. Hins vegar taldi Garðar Sigurgeirsson, þáver- andi bæjarstjóri í Garðabæ, að skipting kjördæmisins ætti að vera önnur, þannig að Hafnar- fjörður, Garðabær og Bessastaða- hreppur yrðu í sama kjördæmi, og Gunnar Sveinsson, kaupfélags- stjóri í Keflavík, taldi að skipta ætti Reykjaneskjördæmi í þrjú kjördæmi og Suðurnesin ættu að vera sérstakt kjördæmi. Hann taldi einnig koma til álita að skipta Reykjavík í tvö kjördæmi. Athafna er þörf Hér hafa verið raktar þær tillögur, sem fram komu á Alþingi sl. vor og viðbrögð við þeim. Sjálfsagt hafa einhverjar fleiri hugmyndir komið fram í umræð- um þar og annars staðar. Þannig er óhætt að fullyrða, að einhverjir hafi látið sér detta í hug, að fjölga einfaldlega þingmönnum og nota fjölgunina til þess að rétta hlut Reykjavíkur og Reykjaness. Rökin gegn fjölgun eru annars vegar þau, að almenningur muni ekki sjá þörf fyrir aukinn fjölda þing- manna og hins vegar að ekki séu til stólar í þingsölum fyrir fleiri þingmenn en þar eru nú. Þá hafa einhverjir látið sér detta í hug þá leið að fækka þingmönnum hinna fámennari kjördæma og færa þau þingsæti til Reykjavíkur og Reykjaness. Slík tillaga fengi áreiðanlega góðar undirtektir hjá fólki almennt en líklegt er að eitthvað mundi heyrast frá þeim kjördæmum sem yrðu fyrir fækk- uninni og frá þeim þingmönnum, sem þar eiga hluta að máli og stuðningsmönnum þeirra. Aðalatriði málsins er þó það, að koma verður undirbúningi að um- bótum á þessu sviði á þann rekspöl, að tillögur verði lagðar fyrir Alþingi á næsta hausti eða vetri, þannig að þingið geti fjallað um nauðsynlegar breytingar á kosningarétti og . jafnvel kjördæmaskipan í vetur. Þing- menn verða að skilja, að reiði almennings í þessum tveimur kjördæmum á suðvesturhorni landsins er orðin svo mikil yfir hlutskipti þeirra í kosningum, að óhjákvæmilegt er að þessu máli verði veittur forgangur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur að jafnaði verið í forystu fyrir þeim breytingum, sem stefnt hafa í réttlætisátt í kjördæmaskipun og kosningarétti. Sjálfstæðisflokkur- mn á mest fylgi sitt í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi. Kjósendur í þessum tveimur kjördæmum vænta forystu Sjálfstæðisflokks- ins í þessu stórmáli. kjördæmaskipanin frá 1959 orðið lífseig og enginn vafi er á því, að hún var stórkostleg umbót frá því fyrirkomulagi, sem tíðkaðist áður en hún var tekin upp. Það breytir ekki því, að nú er orðið nauðsyn legt og tímabært að gera á henni eða kosningarétti ákveðnar breyt- ingar. Hvada tillögur hafa komiö fram? Vorið 1978 komu fram á Alþingi þrjár tillögur, sem varða þessi mál. Tillöguflutningur þessi bar þessi merki, að óþolinmæði gætti meðal einstakra þingmanna yfir því, hversu seint gengi að fá fram tillögur um breytingar til þess að leiðrétta verstu agnúana á núver- andi skipan. Fjórir þingmenn úr Reykjavík og Reykjaneskjördæmi fluttu frumvarp sem fól í sér tvær breytingar á núgildandi laga- ákvæðum um uppbótarþingsæti. Þetta voru þingmennirnir Ellert B. Schram, Jón Skaftason, Guð- mundur H. Garðarsson og Ólafur G. Einarsson. Tillaga þeirra var sú, í fyrsta lagi að hlutfallstala við útreikning uppbótarþingsæta yrði felld brott og í öðru lagi að fleiri en einn frambjóðandi hvers flokks gæti hlotið uppbótarþingsæti í sama kjördæmi. í kosningunum 1974 hefði þessi skipan mála ekki breytt þingmannatölu flokkanna. hins vegar hefðu átta uppbótar- þingsæti komið í hlut Reykjavíkur í stað fjögurra. Sú gagnrýni kom fram á Alþingi á þessa tillögu, að hún gæti haft gagnstæð áhrif við það, sem henni væri ætlað. Segja má, að Ólafur Jóhannes- son hafi lýst fylgi við grundvallar- atriði frumvarpsins. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið 13. apríl 1978: „Persónulega hef ég alltaf verið á móti þessu fyrirkomulagi að hlutfallstölur ráði uppbótar- mönnum. Það var náttúrulega ennþá ankannalegra meðan fyrri kjördæmaskipan gilti, en ég tel það enn óeðlilegt. Svo að ég er því persónulega fylgjandi, að uppbót- arsætin væru flutt á fjölbýlustu svæðin.“ Þau rök hafa verið færð fram fyrir þessari tillögu, að hún væri fljótvirkasta og einfaldasta leiðin til þess að leiðrétta það misvægi atkvæða, sem nú er orðið að hróplegu ranglæti. Á Alþingi vorið 1978 kom einnig fram frumvarp frá Jóni Ármanni Héðinssyni, sem stefndi að því að fella niður það lagaákvæði, að flokkur yrði að fá kjördæmakos- inn þingmann til þess að koma til greina við úthlutun uppbótar- þingsæta. Vildi flutningsmaður,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.