Morgunblaðið - 01.07.1979, Page 18

Morgunblaðið - 01.07.1979, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 Náð Guðs 3. sunnudagur eftir Trinitatis Pistillinn 1. Pét. 5,6—11: En Guð allrar náðar, sem hefur kallað yður fyrir samfélagið við Krist til sinnar eilífu dýrðar, mun sjálf- ur, er þér hafið þjáðst um lítinn tíma, fullkomna yður, styrkja og öfluga gjöra. Hans er mátturinn um aldir alda. Amen. YFornt tákn, sem merk- ir föðurfaðm Guðs, sem hann breiðir móti börnum sínum. Guðspjallið Lúk. 15,1 — 10: (dæmisögurnar um hið týnda, sem finnst)... þannig segi ég yður, verður gleði hjá englum Guðs yfir einum syndara, er gjörir iðrun. Úr frœðum Lúthers: Skírnin í þriðja lagi Hvernig fær vatn gjört svo mikla hluti? Svar: Vatn gjörir það sannarlega ekki heldur Guðs orð, sem er með og hjá vatninu, og trúin, sem treystir því orði Guðs. Því að án Guðs orðs er vatnið algengt vatn og engin skírn. En með Guðs orði er það skírn, það er: náðarríkt lífsins vatn og laug hinnar nýju fæðingar í Heilögum Anda, svo sem Páll postuli segir í bréfinu til Títusar, 3. kap. 5.—8.v: Guð frelsaði oss fyrir laug endurfæðingarinnar og endurnýjunar Heilags anda, sem hann úthellti yfir oss ríkulega fyrir Jesúm Krist, Frelsara vorn, til þess að vér, réttlættir fyrir náð hans yrðum í voninni erfingjar eilífs lífs. Það orð er satt! í f jórða lagi Hvað merkir þá slík vatnsskírn? Svar: Hún merkir það, að hinn gamli Adam í okkur á að deyja fyrir daglega iðrun og yfirbót, með öllum syndum og vondum girndum, og aftur á móti daglega að koma fram og rísa upp aftur nýr maður er iifi að eilífu í réttlæti og hreinleik fyrir Guði. Hvar stendur það skrifað? Svar: Páll postuli segir í bréfinu til Rómverja í 6. kap. 4.v: Vér erum greftraðir með Kristi fyrir skírnina til dauðans, til þess að eins og Kristur var uppvakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins, svo skulum vér og ganga í endurnýjungu lífsins. Fyrir hálfum mánuði birtist hér grein undir þessari yfirskrift og var kveikja hennar samnefnt leikrit Leikfélags Reykjavfkur. í þessari grein verður haldið áfram hugleiðingu um þessa spurningu, en með öðrum hætti. Það sem þú ert... Segja má að vera okkar öll og viðhorf séu svar við þessari spurningu: Er þetta ekki mitt líf? Hvort sem okkur er það meðvitað eða ekki svörum við þessari spurningu dag hvern með lífsháttum okkar, viðhorf- um til manna og málefna og viðhorfinu til okkar sjálfra. Spurningin, eða öllu heldur svar- ið við henni, skiptir öllum mönn- um í tvær meginfylkingar. Ann- ars vegar eru þeir sem trúa því að maðurinn sé háþróað dýr sem hafi í sér fólgna möguleika til farsældar eða ófarnaðar fyrir sjálfan sig og meðbræður sína og skynsemi til að greina þar á milli. Sem slíkur þurfi hann ekki að standa neinum skil gerða sinna nema eigin samvisku og því samfélagi manna sem hann er hluti af. Hins vegar eru þeir, sem trúa þvf að maðurinn hafi algjöra sérstöðu í sköpunarverk- inu, það er, að hann sé skapaður af Guði til samfélags við hann og sé þar með ábyrgur gagnvart þeim Guði sem skapaði hann og léði honum lífið. Nokkur dæmi skulu tekin. Húmanisminn í daglegu tali er orðið húman- ismi notað um það sem einkenn- ist af tillitssemi, kærleika, um- burðarlyndi o.s.frv. Hér verður orðið ekki notað í þessari al- mennu merkingu heldur sem heiti á þeirri lífsskoðun sem hefur á sér það megineinkenni að líta á manninn sem hina æðstu viðmiðun. Þannig verður það maðurinn sem setur tilver- unni markmið og gæðir hana innihaldi. Maðurinn er þannig frjáls til að móta líf sitt og nmhverfi og óháður öðru en eigin vitsmunum og vilja. í manninum sjálfum er að finna það sem þarf til að greina gott frá illu, rétt frá röngu og allt sem máli skiptir fyrir samfélag manna innbyrðis og samskipti manna og annarra þátta náttúr- unnar. Þegar maðurinn er sjálf- um sér og innsta eðli sínu trúr leiðir það til farsældar. Margt af sálfræðilegum kenningum sam- tímans á sér rætur í þessari trú, þessu viðhorfi til mannsins. Marxisminn Marxisminn hefur víða átt auknu fylgi að fagna, einkum meðal ungs fólks. Auðvelt er að greina ákveðinn skyldleika marxisma og húmanisma að því er tekur til viðhorfanna til mannsins. Maðurinn, velferð hans og hamingja í daglegu lífi og starfi, er í brennidepli. Fram- kvæmd marxismans í hinum kommúnísku ríkjum er hins vegar með þeim hætti víðast hvar, að skyldleikinn við húman- ismann er horfinn og grundvall- ar mannréttindum misboðið. Það sem einkennir fyrst og fremst síðari skrif Marx og hinnar marxísku hreyfingar í samtímanum er þýðing hinna ytri aðstæðna og einkum og sér í lagi skipan hagkerfisins fyrir velferð mannsins. Kjarni máls þeirra er, með nokkurri einföld- un, sá að í raun og veru sé það ekki maðurinn sjálfur sem er orsakavaldur þess sem aflaga fer heldur samfélagsaðstæðurnar, misskipting auðs og valda. Orsök hins illa liggur þannig utan mannsins— í þjóðskipulaginu. Réttlæti og hamingju mann- kyns, sem er hið endanlega takmark, er unnt að ná með breyttu þjóðskipulagi. Öreigarn- ir — hinn vinnandi maður — er einn þess megnugur að koma réttlátri skipan á, það er hinu stéttlausa þjóðfélagi. Sem hinn vinnandi maður finnur einstakl- ingurinn sjálfan sig er hann nýtur arðs eigin handa og kemst í hið rétta samband við náttúr- una og umhverfi sitt sem hann er hluti af. Eingöngu með því að losna þannig úr viðjum firring- arinnar er maðurinn frjáls og fær um að sýna samstöðu og sanna umhyggju fyrir náunga sínum. Trúarbrögðin eru afleiðing hins óréttláta skipulags, huggun hins kúgaða eða tæki í höndum valdastéttanna til að viðhalda óréttlætinu. Þau verða því óþörf þegar hinni réttlátu skipan hef- ur verið komið á í þjóðfélaginu. Einstaklings- hyggjan Fáein orð undir þessari fyrir- sögn, enda þótt einstaklings- hyggjan sem slík sé ekki afmörk- uð stefna eða lífsskoðun þótt hún sé snar þáttur í lífsskoðun margra. Því hefur af sumum verið haldið fram að setja megi jafnaðarmerki á milli einstakl- ingshyggju og kristins dóms. Það er að vísu satt að kristin trú metur einstaklinginn, frelsi hans og sjálfstæði mikils. Sú einstakl- ingshyggja sem markast af því að ég hugsa fyrst og fremst um mig er kristnum dómi framandi. Einstaklingshyggju kristin- dómsins er miklu nær að kalla einstaklingsumhyggju. Hið kristna viðhorf Viðhorf hins kristna manns og svar hans við spurningunni: Er þetta ekki mitt líf ?, birtist skýr- ast í upphafi trúarjátningarinn- ar. Þar segir: Ég trúi á Guð föður almáttugan, sakpara himins og jarðar. Með þessum orðum játar kristinn maður: Ég trúi því að Guð hafi skapað mig! í því felst að ég á mig ekki sjálfur. Mér hefur verið gefið líf og því markaður tilgangur og stefna af skapara mínum. Aðeins þegar ég lifi í samfélagi við hann og að vilja hans er ég sannur maður. Orsök þess sem aflaga fer í lífi manna og þjóða er samkvæmt þessari trú sú að ég — maðurinn — hef valið að lúta öðrum vilja en Guðs, tekið drottinvaldið í eigin hendur. Til þess var maðurinn tældur og af því vali er hann fjötraður. Sú staðreynd, að maðurinn kýs að lúta sjálfum sér fremur en Guði knýr hinn kristna mann til að halda áfram að játa trú sína og í þetta sinn trú sína á Jesúm Krist sem frelsara. Björgun mannsins er þess vegna ekki fólgin í eigin aðgerðum heldur kemur hún frá Guði í Jesú Kristi. Og enda þótt kristinn maður hljóti að keppa að betra og réttlátara samfélagi manna er takmarkið fyrst og fremst endurlausn mannsins til sam- félags við Guð. í játningunni á Guð sem skapara og Jesú sem frelsara felst svar hins kristna manns við spurningunni: Er þetta ekki mitt líf? Þessi játning gerir manninn ábyrgan gagn- vart Guði að því er tekur til samskipta hans við aðra menn og umgengni við náttúruna og gæði hennar. Það er umhugsunarefni þegar rányrkja og ofneysla eru þau vandamál sem efst eru á baugi. Kærleikur Guðs í Jesú Kristi sem endurleysir, skuldbindur mig jafnframt til að elska og bindast Guði og mönnum í kærleika. Ég trúi Að lokum er rétt að leggja áherzlu á að viðhorf mitt til eigin lífs og annarra er grund- vallað á trú. Vísindaleg svör við veru mannsins eru ekki til þegar dýpst er skoðað. Þess vegna er húmanistinn trúaður á getu mannsins, marxistinn trúaður á þjóðskipulagið sem lausn á vanda mannsins og hinn kristni maður trúaður á Guð sem skap- ara og Jesúm Krist sem endur- lausnara. sp. Biblíu- lestur Vikuna 1,—7. júlí vikuna 1.—7. júlí Sunnudagur 1. júlí Lúk. 15: 1-10 Mánudagur 2. júlí Lúk. 15: 11-32 Þriðjudagur 3. júlí Róm. 1: 1—23 Miðvikudagur 4. júlí Róm. 3: 9-31 Fimmtudagur 5. júlí Róm 4: 13-25 Föstudagur 6. júli Róm. 5:1-11 Laugardagur 7. júlí Róm. 5:12-21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.