Morgunblaðið - 01.07.1979, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚLÍ1979
Foreldrar —
hjálpumokkur sjálfir
Nokkrir foreldrar barna sem ekki fá inni á
dagheimilum á vegum Reykjavíkurborgar eru
aö kanna áhuga og grundvöll fyrir stofnun og
starfrækslu sjálfstæös dagheimilis í Reykjavík
fyrir börn á aldrinum 6 mánaöa til 5 ára, þ.e.
dagheimilis sem rekiö yröi án opinberra
styrkja.
Foreldrar sem áhuga heföu á aö vera með eru
beönir um aö leggja umslag meö upplýsing-
um um nöfn sín og símanúmer og aldur
viökomandi barna inn á auglýsingadeild
Morgunblaösins merkt: „Foreldrar — hjálp-
um okkur sjálfir — 3410“ í síöasta lagi
föstudaginn 6. júlí n.k.
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS: Innlauanarverð
1. júlí 1979 Seölabankans
Kaupgengi m.v. 1 árs Yfir-
pr. kr. 100.- tímabil frá: gengi
1968 1. flokkur 3.520.09 25/1 ‘79 2.855.21 23.3%
1968 2. flokkur 3.310.01 25/2 '79 2.700.42 22.6%
1969 1. flokkur 2.459.46 20/2 '79 2.006.26 22.6%
1970 1. flokkur 2.2fc 42 15/9 '78 1.509.83 49.4%
1970 2. flokkur 1.627.77 5/2 ‘79 1.331.38 22.3%
1971 1. flokkur 1.523.77 15/9 ‘78 1.032.28 47.6%
1972 1. flokkur 1.328.44 25/1 ‘79 1.087.25 22.2%
1972 2. flokkur 1.136.70 15/9 ‘78 770.03 47.6%
1973 1. flokkur A 859.79 15/9 ‘78 586.70 46.5%
1973 2. flokkur 791.88 25/1 ‘79 650.72 21.7%
1974 1. flokkur 547.52
1975 1. flokkur 447.70
1975 2. flokkur 341.69
1976 1. flokkur 324.53
1976 2. flokkur 263.54
1977 1. flokkur 244.75
1977 2. flokkur 250.01
1978 1. flokkur 167.08
1978 2. flokkur 131.86
1979 1. flokkur 111.51
VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100.-
1 ár Nafnvextir: 28'/2% 83
2 ár Nafnvextir: 281/2% 74
3 ár Nafnvextir: 281/2% 66
4 ár Nafnvextir: 281/2% 62
5 ár Nafnvextir: 281/2% *) Miöaö er viö auöaeljanlega fasteign 57
Tökum ennfremur í umboössölu veöskulda-
bréf til 1 — 3 ára meö 12—281/2% nafnvöxt-
um.
Höfum seljendur aö eftirtöldum verðbréfum: HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF RÍKISSJÓÐS:
Sölugengi pr. kr. 100
B — 1973 714.10 (10% afföll)
C — 1973 622.29 (10% afföll)
D — 1974 540.00 (10% afföll)
G — 1975 266.15 (10% afföll)
H — 1976 257.75 (10% afföll)
J — 1977 191.61 («o% afföll)
VEÐSKULDABRÉF: Sölugengi pr. kr. 100
1 ár 10 m Nafnvextir 14% 62.74 (Áfallnir vextir)
2 ár 6 m Nafnvextir 16% 73.21 (Áfallnir vextir)
4 ár 4 m Nafnvextir 12% 53.26 (Áfallnir vextir)
5 ár Nafnvextir 15% 37.82
5 ár 3 m Nafnvextir 14% 59.20 (Áfallnir vextir)
5 ár 4 m Nafnvextir 12% 51.81 (Áfallnir vextir)
5 ár 5 m Nafnvextir 13% 51.09 (Áfallnir vextir)
6 ár 10 m Nafnvextir 13% 37.07 (Áfallnir vextir)
6 ár Nafnvextir 14% 40.66
fjéRFErnnCARPÉIAG iflADDf Hfl
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu).
Sími 2 05 80.
Opið alla virka daga frá kl. 9.30—16
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al'íiLYSINGA-
SÍMFNN KR:
22480
Lauren Bacall sendi fyr-
ir fáeinum mánuðum
frá sér ævisögu sína og
komst hún fljótlega í
tölu metsölubóka í
Bandaríkjunum og
Bretlandi. Þessi bók er um
margt ólík aðskiljanlegum ævi-
sögum stjarna og frægra per-
sóna, sem eru sjaldnast mjög
merkilegar, þótt þær geti verið
afþreyingarlestur góður. Nokk-
urn veginn er þó öruggt að allar
bækur af þeirri gerð ná mikilli
sölu, svo óseðjandi er þörf al-
mennings á að fá að vita sem
allra mest um allt sem viðkemur
frægum persónum. Áður töldust
bækur þessarar gerðar til tíð-
inda en nú fer að verða leitun á
frægu fólki sem ekki hefur skrif-
að, er að skrifa eða ætlar að
skrifa endurminningar sínar á
einkar „djarfan og opinskáan"
hátt. Fæstir þessara höfunda
viðurkenna aðrar forsendur en
að bækurnar séu út gefnar vegna
þess „félagslega gildis" sem þær
hafi. Ekki kemur til mála að
viðurkenna að fyrst og fremst
ræður þörfin til að bera sjálfan
sig á torg, þessi knýjandi þörf til
að segja umheiminum allt af
létta og í sem mestum smáatrið-
um. Eitt dæmi um þetta er bók
sem heitir „Mommy Dearest" og
er „átakanleg" lýsing kjördóttur
leikkonunnar Joan Crawford á
móður sinni og kemur þar nú
heldur betur fram önnur hlið á
þessari gæðakonu en sú sem
fjölmiðlar og kvikmyndir bjuggu
til af henni. Önnur er bók
Margaret Trudeau, þar sem mál-
ið snýst um hversu mikla þörf
hún hefur fyrir að vernda einka-
líf sitt og gat ekki afborið að
vera eiginkona forsætisráðherra
Kanada vegna þess hvílík raun
það var að vera stöðugt í sviðs-
ljósinu, en bókin er vitanlega
ekki til annars gerð en velta sér
upp úr umtalinu um sjálfa sig og
draga upp þá mynd sem henni
finnst snjallast að menn hafi af
henni. Þessar verur býsnast oft
mjög yfir því að þær geti ekki
um frjálst höfuð strokið og eru
ósköp sárar yfir þeirri maka-
lausu hnýsni sem lýðurinn sýnir
á högum þeirra.
Bók sú sem í upphafi var að
vikið er með þekkilegri bókum af
þessu tagi. Ög ýmsir gagnrýn-
endur hafa farið um hana lof-
samlegum orðum. Fyrst og
fremst vegna þess að frásagnar-
mátinn er fjarska blátt áfram,
Lauren Bacall er skemmtilega
raunsæ á sjálfa sig og þótt
hispurslaust sé talað er hvergi
reynt að ofbjóða né hneyksla
bara ofboðsins eða hneykslunar-
innar vegna. Bókin vakti auðvit-
að fyrst og fremst athygli vegna
þess, að Lauren Bacall var gift
Humhrey Bogart, sem bæði í
lifanda lífi og þó ekki síður eftir
dauða sinn hefur orðið goðsögn.
Og þó að lífið með Bogart sé
fyrirferðarmikið er þó ýmislegt
annað sem forvitnilegt er að lesa
um.
Bókin er að vísu þriðjungi of
löng og alltof nákvæm og ítarleg,
svo mjög að smáatriðalýsingar
hennar verða stundum verulega
þreytandi. Ef Lauren Bacall
hefði þjappað efni meira saman
hefði það stóraukið gildi bókar-
innar, fyrir nú utan hvað hún
hefði orðið læsilegri. Frásögn
hennar af æsku og uppvexti er
skemmtileg og fróðleg í hvívetna
og lýsingar hennar á hjónabandi
hennar og Humphrey Bogarts
sömuleiðis þótt þarna komi
málalengingar og nákvæmni
sem annars staðar til sögu og
dragi oft úr áhuga lesandans en
kaflarnir um erfið veikindi
Humphrey Bogarts og andlát
hans eru verulega vel skrifaðir
og áhrifamiklir.
Þessi bók hefur þema og það
hefur hana yfir ýmsar „stjörnu-
bækur". Efnalítil Gyðingastúlka
fær kornung áhuga á leiklist,
hún kemst í fyrirsætustörf og er
„uppgötvuð". Fer til Hollywood
og verður ástfangin af stórleik-
aranum Humphrey Bogart, sem
er 25 árum eldri en hún og eftir
mikið japl og jaml og fuður —
hann þarf sem sé að herða sig
upp í að skilja við drykkjusjúka
eiginkonu — giftast þau og lifa í
góðu og gegnu hjónabandi í tíu
ár rétt eins og í ævintýrunum.
En svo veikist hann og deyr og
þá er komið að því að hún verði
að lifa af harmleikinn. Hún
tekur upp samskipti við Frank
Sinatra, sem verða ósköp mis-
lukkuð og síðan giftist hún
leikaranum Jason Robarts og
það verður líka mislukkað. Loks
skilur hún við Robarts og snýr
sér að því að fullum krafti að
geta sér orðstír sem listamaður,
en ferill hennar sjálfrar hafði
mikið til fallið í skuggann meðan
hún var gift Bogart og lengi
eftir. Með stórbrotnum leiksigri
á Broadway slær hún loks í gegn.
Þá er hún komin á miðjan aldur,
en laus undan ímynd Bogarts, að
minnsta kosti ríkir goðsögnin
ekki lengur yfir henni. Hún
getur staðið fyrir sínu, ein og
óstudd, þótt kvíðin og öryggis-
leysi geri vart við sig. Hún er að
minnsta kosti ánægðari en áður
og getur horft til þess sem
framundan er með nokkurri eft-
irvæntingu. Allt er þetta sann-
færandi og einlægt og í heild er
bókin saga hugrakkrar konu,
geðfelldrar og staðfastrar sem
hefur á sextugsaldrinum fundið
sinn stað í tilverunni eftir að
hafa kannski fengið sinn skerf af
of miklu og of fljótt.
h.k.
NYKOMNAR
VÖRtJR
s.s. stofuborö, teborö, kúlubarir,
taflborö, taflmenn og marmaraborö
ww OPIÐ Á LAIM
Havana
OPIÐA LAUGARDÖGUM
Goóheimum 9
Sími 34023