Morgunblaðið - 01.07.1979, Page 23

Morgunblaðið - 01.07.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ1979 23 En meðal þeirra íslendinga sem blaðamaður Morgunblaðsins hitti í Kaliforníu eru hjón sem eru nýflutt út, og eru enn að koma sér fyrir og átta sig á nýjum staðhátt- um. Þetta eru hjónin Gerða Bjarnadóttir og Hörður Guðjóns- son, sem búa í bænum Fallbrook, sem er smábær miðja vegu milli stórborganna San Diego og Los Angeles á Kyrrahafsströnd Kali- forníu. Hörður sagði, að sig hefði alltaf langað til að fara utan og sjá sig um í hinum stóra heimi, og hefði hann loks látið verða af því árið 1976, er hann fór til Alaska, þar sem bróðir hans bjó. Þar var svo staðnæmst í sjö mánuði, eða þar til þau hjónin fluttust búferlum til Kaliforníu. „Ég var nú fyrst án þess að fá nokkra atvinnu hérna," sagði Hörður, „ég byrjaði á því að athuga hvort nokkra vinnu væri að fá hjá húsgagnasmiðum, en það gekk ekki, svo ég fór og reyndi að fá vinnu á bifvélaverkstæði. Svo fór þó, að þegar ég var á leið til vinnu minnar á bifvélaverk- stæðinu, að maður, sem ég hafði beðið um vinnu hjá á húsgagna- verkstæði, beið eftir mér fyrir utan verkstæði sitt og bauð mér vinnu til reynslu í tvær vikur. Hjá honum vann ég siðan í eitt ár, eða þar til ég keypti af honum verkstæðið er hann ákvað að hætta og fara á eftirlaun. Við þetta hef ég síðan starfað og rek húsgagnabólstrunina „Fallbrook Upholstery Shop“ hér í Fallbrook, en fyrirtækið sjálft er orðið 35 ára gamalt." — Er ekki erfitt að flytjast til annars lands og hefja þar sjálf- stæðan atvinnurekstur? — Er ekki það margt ólíkt hér og heima að erfiðleikum valdi í því sam- bandi? „Nei, mér hefur ekki reynst það erfitt að átta mig á viðskipta- og verslunarháttum hér, en það skal raunar tekið fram að bókhaldari sér um allt bókhald og skatta- skýrslu og þess háttar fyrir mig. Hér er auðvelt að koma undir sig fótunum, og auðvelt er að fá lán til kaupa á húsnæði eða til að stofnsetja fyrirtæki. — Alla vega er það auðvelt miðað við það sem þekkist á íslandi! Húsið sem við búum nú í, kostaði til dæmis 45 þúsund dollara, og þar af fengum við 37 þúsund dollara lánaða til 30 ára. Það á að greiðast með jöfnum afborgunum, vextir og afborganir, 306 dollarar á mánuði. Þannig er fólki auðveldað að koma undir sig fótunum þó það eigi ekki stórar fjárfúlgur í byrjun. Fólk hefur það líka gott hérna, enda er þetta fylki í augum flestra Bandaríkjamanna fyrirheitna landið, og hingað vilja margir flytja þegar ellin nálgast. Ýmsir iðnaðarmenn hafa til dæmis 10 til 12 dollara í laun á tímann, sjálfur kvarta ég ekki yfir mínum högum, greiði um 18% í skatta, og reikna mér um það bil 1200 dollara í laun á mánuði. — Nú þá flytjum við einnig eitthvað af peningum hing- að frá Islandi, andvirði eigna sem við áttum þar, og fáum við að flytja hvorki meira né minna en 3000 dollara á ári hingað! Þeir peningar sem maður á heima á Islandi eru því að brenna upp í verðbólgunni án þess að nokkuð verði að gert.“ — Hafið þið ekki iðrast þess að hafa farið hingað, saknið þið ekki „gamla góða Islands"? „Hvað mig varðar, og okkur bæði raunar, þá verð ég að segja það, að ég hef ekki iðrast þess að hafa farið. Hér er auðvelt að lifa, veðráttan er ákaflega þægileg, það er til dæmis hægt að ganga í léttum sumarfatnaði allt árið um kring. Hvað varðar þann hluta daglega lífsins heima á íslandi, sem er að taka víxillán í bönkum og borga af þeim, þá er það óþekkt fyrirbrigði hér um slóðir. Hér fær maður aðeins lán hjá einni stofn- un, og þar er viðkomandi látinn fá eins hátt lán og hann er talinn geta staðið undir eftir að fjárhag- ur hans hefur verið kannaður. Hér ganga menn því ekki á milli bankastjóra og fá lán eða synjun á lánsumsóknum út á andlitið á sér. Okkur líður því ágætlega hérna, en konan saknar þó dálítið vin- anna heima, en vinir sem við höfum eignast hér, veðráttan og margt fleira gerir það samt sem áður af verkum, að ekki kemur til greina að við flytjumst heim til Islands aftur." — Eruð þið í einhverjum skipu- lögðum samtökum Islendinga hér í Kaliforníu? „Já, við höfum sótt fundi hjá félagi íslendinga í San Diego, en það er ákaflega vel starfandi og skemmtilegt félag, og alltaf er gaman að koma þangað og hitta fólk frá íslandi. Þá hafa líka komið til okkar gestir frá íslandi, og eru þeir alltaf aufúsugestir hér hjá okkur, og allir eru velkomnir. Og fyrst ég er að tala við blaðamann hjá Morgunblaðinu, þá er ekki úr vegi að senda öllum heima bestu kveðjur, og félögum mínum heima sendi ég sérstakar kveðjur, og ég get sagt þeim að hér hef ég eignast nýja félaga, og það gengur allt saman mjög vel. — Þeir skilja það sem skilja eiga.“ - AII Nýkomió: frá Detroit Automotive: Driflæsingar í fjórhjóladrifsbíla, framan og aftan. Frá Riveria: Stálvaskar meö áfastri 2ja hólfa gaseldavél. Aqua Flow 12v vatnsdælur m/krana. Gasofnar meö öndun út, fyrir bíla og sumarhús. Litlir gasofnar fyrir tjaldvagna og fellihýsi. Frá Rapido: Fellihýsi, lítiö á vegi, stórt uppsett. Hafið samband við Gunnar Ólafsson eða Sigurð Þorkelsson hjá Panelofnum hf., Kópavogi. Sími 44210. Brldge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Sumarbriddsinn í Hreyfílshúsinu Mjög góð þátttaka var í sumar- spilamennskunni í Hreyfilshús- inu sl. fimmtudag og mættu 36 pör til keppni. Þá komu nokkur pör eftir að keppni var hafin en urðu frá að hverfa. Spilað var í þremur riðlum, einum 16 para og tveimur 10 para. A-riðill: Jón Þorvarðsson — Ómar Jónsson 247 Jón Pálsson — Sigrún Ólafsdóttir 246 Brandur Brynjólfsson — Þórarinn Alexanderss. 239 Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason 237 Meðalskor 210. B-riðill: Guðrún Jónsdóttir — Jóhanna Guðmundsdóttir 142 Birgir Þorvaldsson — Jóhann Jónsson 127 Halla Ólafsdóttir — Þóra Ólafsdóttir 120 Magnús Halldórsson — Magnús Oddsson 115 Meðalskor 108. C-riðill: Haukur Ingason — Hjörleifur Jakobsson 127 Eggert Benónísson — Jóhann Jónsson 120 Ellert Ólafsson — Lárus Hermannsson 120 Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 119 Meðalárangur 108. Næst verður spilað á fimmtu daginn kemur og hefst keppnin klukkan 19,30 stundvíslega. Kynnist eigin iandi í 13 daga fferð Öræfi Kverkfjöll - Sprengisandur Brottfarardagar 8. júlí — 5. ágúst — 22. ágúst Verö kr. 130.000,- Fæöi, leiðsögn og tjaldgisting innifalin í verðinu. Leitiö nánari upplýsinga. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar h.f., Borgartúni 34 Símar 35215, 31388 og 35870 EFÞAÐERFRÉTT- 9) NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU A T H U G I Ð Byggingarverkfræðingar Byggingartæknifræðingar Arkitektar Húsasmiðameistarar Viögerðamenn Húseigendur Verð út í búð í Reykjavík fyrir DC 781 Silicone Þangúmmí 28. 6.1979 A T H U G I Ð Kr. 1.905 með 20 ára ábyrgð Kr. 2.245 án ábyrgðar Kr. 2.385 án ábyrgöar Kr. 2.195 án ábyrgðai DOW CORNING voru fyrstir með silicone DOW CORNING eru stærstir og ffremstir í silicone framleiðslu í heimi DOW CORNING silicone er það mest selda í heimi BIÐJIÐ UM DC 781 þegar ykkur vantar það bezta og ódýrasta Einkaumboð: KISILL H/F Lækjargötu 6b Rvík s. 15960

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.