Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 169. tbl. 66. árg. FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þessi drengur skemmti sér í sundlaugunum í Reykjavík í gær eins og fjöldi annarra borgarbúa, sem nutu góða veðursins og sleiktu sólina. ‘ (Ljósm. mm. r»x). Egyptum afhent land- svæði á Sínaískaga DC-IO nauð- lenti Cleveland. Ohio, 25. júlí. AP. DC-10 ÞOTA frá United Airlines fluj'félaginu nauðlenti á flugvellin- um í Cleveland í kvöld eftir að flugstjórinn hafði drepið á einum hreyfli vélarinnar vcjcna mikils titrings. sem fram kom í honum. 172 farþegar voru með vélinni, en engan mann sakaði og vélin lenti heilu og höldnu. Ekki er ljóst hvað olli titringnum í hreyflinum undir öðrum væng vélarinnar, en rannsókn hófst jafnskjótt og vélin var lent. Carter útnefnir seðla- banka- stjóra Washington — 25. júlí AP — Reuter CARTER Bandaríkjaforseti hefur útnefnt Paul A. Volcker í embætti aðalbankastjóra bandarfska seðla- hankans í stað G. Williams Millers, sem tekur við embætti fjármálaráð- herra. Volcker er nú yfirmaður umdæmisseðlabankans f New York. Embætti aðalbankastjóra seðla- bankans er talið eitt hið valdamesta í Bandaríkjunum, enda hefur bank- inn völd til að ákveða breytingar á peningamagni og þar með vöxtum á eigin spýtur án íhlutunar annarra stjórnvalda. Hefur bankinn um langan aldur haft veruleg áhrif á alla efnahagsstjórn í landinu. Volcker, sem er 51 árs að aldri, var aðstoðarfjármálaráðherra í stjórn Nixons á árunum 1969—74, en áður var hann bankastjóri í Chase Man- hattan bankanum í New York í fjögur ár. Skotárás á PLO leiðtoga Cannes, 25. júlí. Reuter, AP. ZUHAIR Mohsen. einn leiðtoga frelsishreyfingar Palestínu. PLO, varð fyrir skotárás fyrir utan aðsetur sitt f Cannes í Frakklandi um miðnættið í nótt og liggur þungt haidinn á sjúkrahúsi. Er honum tæpast hugað líf. Skrifstofa PLO í París sendi frá sér tilkynn- ingu i' dag, þar sem Ísraelsríki er sakað um að bera ábyrgð á þessum atburði, en franska lögreglan telur að árás þessi kunni að hafa verið gerð í hefndarskyni fyrir töku Palestínuaraba á egypzka sendiráð- inu í Tyrklandi á dögunum. Bir Nasseb. Sínaí, New York, 25. júlí. AP, Reuter. ÍSRAELSMENN létu í dag af hendi 6400 ferkflómetra svæði í Sínaíeyðimörkinni og tóku Eg- yptar þar við stjórn, eins og ráð er fyrir gert í friðarsamningi ríkjanna. Tólf ár eru nú liðin frá því að ísraelsmenn lögðu þetta land undir sig, en svæði þetta er skammt frá Abu Rudeis olíulind- unum, sem Egyptum var skilað á árinu 1975. Samkvæmt friðar- samningi ísraels og Egypta- lands. sem undirritaður var í marz sl. eiga ísraelsmenn að láta af hendi mestan hluta Sínaí- skaga í áföngum á 25 mánuðum. Á landsvæði því, sem nú var afhent Egyptum, búa um fjögur þúsund Bedúínar, sem margir hverjir hafa stundað vel launuð störf í ísrael, en verða nú að hætta því og hefja störf í Egypta- landi. Samt er talið að flestir þeirra séu ánægðir með að vera nú að nýju undir egypzkri stjórn. Engir fulltrúar úr gæzluliði Sameinuðu þjóðanna á Sínaí- skaga voru viðstaddir athöfnina, þegar fáni ísraels var dreginn niður, en fáni Egyptalands dreg- inn að húni í staðinn. Öryggisráð S.Þ. hefur ákveðið að framlengja ekki dvöl liðsins í Sínaí og ísraelsmenn hafa hafnað tillög- um Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna um að óvopnaðar eftir- litssveitir á vegum S.Þ. verði I framvegis staðsettar milli sveita ísraels og Egyptalands. Viðræður eiga sér nú stað milli Bandaríkj- anna og ísraels um málið, en Bandaríkjamenn skuldbundu sig | Nýju Delhi — 25. júlí — AP. EKKI sér enn fyrir endann á stjórnarkreppunni á Indlandi, en frestur sá sem Reddy forseti landsins gaf Desai fráfarandi forsætisráðherra og Singh fyrr- um ráðherra 1 stjórn hans, til að sanna að þeir nytu meirihluta- fylgis í þinginu, rann út í dag. Báðir báru þeir fram iista með 279 nöfnum, enda þótt aðeins sitji 538 þingmenn í indverska þing- inu. Er ljóst að nöfn nokkurra þingmanna eru á báðum listun- um og einnig eru þar nöfn ýmissa þingmanna. sem lýst hafa sig óháða. Ekki er búizt við því að Reddy forseti taki ákvörðun um hvorum hann felur stjórnar- myndun fyrr en eftir 1—2 daga. Bæði Desai og Singh virtust í samkomulaginu frá því í marzmánuði til þess að sjá til þess að fjölþjóðlegt gæzlulið yrði á svæðinu jafnvel þótt sveitir Sameinuðu þjóðanna hyrfu á brott. vissir um sigur í þessari baráttu í dag, en stjórnarkreppan hófst, þegar stjórn Desais sagði af sér 15. júlí, er sýnt var að hún myndi felld á vantrausti í þinginu. Síðan hafa látlausir samningar þing- flokka og einstakra þingmanna staðið yfir og hefur verið hart barizt um stuðning ýmissa smá- flokka og flokksbrota. Singh skráði á lista yfir stuðningsmenn sína 75 þingmenn Kongressflokks- ins, sem er í stjórnarandstöðu, og einnig 73 þingmenn úr flokksbroti Indiru Gandhi, sem áður tilheyrði Kongressflokknum. Þykir mjög vafasamt að hinir tveir armar Kongressflokksins geti sameinast undir stjórn Singhs. Sósíalistar, sem einnig eru á lista Singhs, hafa einnig hafnað öllu samstarfi við Indiru Gandhi. Flugafsláttur þingmanna felldur niður í Noregi Osló. 25. júlí. Frá fréttaritara Mbl. Jan-Erik Lauré. VERÐSTÖÐVUNIN í Noregi hefur gert flugfélögunum, sem þar starfa, SAS, Braathen SAFE og Wideröe, erfitt fyrir, þar sem yfirvöld hafa ekki heimilað far- gjaldahækkanir þrátt fyrir auk- inn reksturskostnað. Flugfélögin hafa nú ákveðið að mæta þessum vanda með því að hætta að veita ráðherrum, þingmönnum og yfirmönnum í hernum 50% afslátt á farmiðum. Ekki er vitað hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa, en talið er að hún muni leiða af sér nokk- urra milljóna norskra króna útgjaldaauka fyrir ríkið. Flug- félögin hafa vísað á bug tilgátum um að þau séu með þessari ákvörðun að reyna að ná sér niðri á yfirvöldunum fyrir að hafa staðið gegn fargjalda- hækkunum. Mikil óvissa á Indlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.