Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979 5 Drögum fremur úr framkvæmdum en að auka álögur — segir bæjarstjóri Seltjarnamess Á FUNDI bæjarstjórnar Seltjarnarness 19. júlí sl. voru reikningar bæjarins og fyrirtækja hans 1978 til síðari umræðu. Reikning- arnir bera með sér þá viðleitni bæjarstjórnar að halda útgjöldum innan ramma fjárhagsáætlunar og má segja að það hafi í öllum aðalatriðum tekizt, segir í frétt frá bæjar- stjóra. Rekstrarútgjöld bæjarsjóðs fóru 13,2% fram úr áætlun miðað við 9,9% 1977, sem telja verður viðunandi miðað við ríkjandi um tíma fremur en vera með margt í takinu í senn. Hefði þannig árið 1976 verið lögð aðal- áherzla á gatnagerð og væri yfir 80% gatna bæjarins lagður bundnu slitlagi, en helztu fram- kvæmdir á síðasta ári hefðu verið við heilsugæzlustöð, bókasafn og tónlistarskólabyggingu auk áframhaldandi gatnagerðar. Sigurgeir sagði það vera stefnu bæjaryfirvalda að draga fremur úr framkvæmdahraða en auka álögur á bæjarbúa, — við viljum ekki ganga það nærri gjaldendum að það ofgeri þeim, sagði Sigur- geir og þótt við drögum úr ein- hverjum fjárfestingarfram- kvæmdum þá reynum við að draga ekki úr þjónustuframkvæmdum. Ljósni. Mbl. Kristján. Landbúnaðarmálin voru til umræðu á fundi sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu á þriðjudagskvöld. í ræðustól er Steinþór Gestsson, fyrrverandi alþingismaður. Bændafundurinn í Grímsnesi: Verulegur samdráttur í hey- feng — niðurskurður í haust Á Seltjarnarnesi er nú í smiðum heilsugæzlustöð. Sjálfstæðisfélögin í Árnessýslu héldu síðastliðið þriðjudagskvöld fund um landbúnaðarmál á Borg í Grímsnesi. Á fundinum fluttu þeir Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Steinþór Gestsson, fyrrverandi alþingismaður framsöguræður og að þeim loknum fóru fram almennar umræður og frummælendur svöruðu fyrirspurnum fundarmanna. Fundarstjóri var Gunnar Sigurðsson Seljatungu og fundarritari Olafur Helgi Kjartansson, Selfossi. í máli þeirra bænda, sem töluðu á fundinum kom fram að það, sem af væri árinu hefði verið bændum erfitt. Útlit væri fyrir að heyfeng- ur yrði vart nema % eða helming- ur miðað við meðalár. Ljógt yæri að af þessum sökum þyrftu bænd- ur að fella hluta af bústofni sínum og mætti því búast við miklu framboði á kjöti í haust. þaj leiddi aftur til þess að þörfin fyrir útflutningsbætur stórykist og seinna meir væri hætta á að kjötskortur segði til sín hérlendis. Fram kom hjá ræðumönnum að árið í fyrra hefði verið bændum hagstætt fjárhagslega og þeir hefðu verið tekjuháir, enda kæmi það vel fram á skattseðlunum, sem bændur væru að fá þessa dagana. Á þessu ári hefði skortur á útflutningsbótafé gert bændum erfitt fyrir og væri talið að tekju- tap meðalbóndans af þessum sök- um svaraði til rúmrar einnar milljónar króna. Létu margir ræðumanna í ljós ugg um að bændur gætu ekki staðið í skilum með greiðslur á sköttum sínum þetta árið. Ekki vegna þess að þeir væru ekki skilvísir menn heldur yrðu tekjur þeirra í ár mun minni en á sl. ári vegna erfiðleika í sölumálum landbúnaðarins og mun meiri tilkostnaðar við bú- skapinn í harðindunum í vor og minni afurða. ástand efnahagsmála, segir í frétt bæjarstjóra og segir síðan: Sú stefna bæjarstjórnar Sel- tjarnarness að leggja á útsvar án álags og gefa 20% afslátt á fasteignagjöld hafði það í för með sér að um verulegan samdrátt var að ræða í framkvæmdum bæjarins og varð bæjarstjórn að fresta milli ára mörgum verkefnum, fremur en að stofna fjárhag bæjarins í tvísýnu. Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri sagði í samtali við Mbl. að jafnan hefði verið lögð á það áherzla að hafa í gangi færri verkefni og ljúka þeim á skömm- Börkur hf. hæsti gjald- andi í Hafn- arfirði í FRÉTTATILKYNNINGU skattstjórans í Reykjancsum- dæmi um framlagningu skatt- skrár og hæstu gjaldendur op- inberra gjalda í umdæminu féll niður nafn gjaldhæsta félagsins í Ilafnarfirði. En það er Börkur h.f. sem greiðir samtals um 145 milljónir 688 þúsund krónur í skatta og önnur opinber gjöld. Gjöldin sem Börkur h.f. greið- ir skiptast í stórum dráttum þannig, að fyrirtækið greiðir 118 milljónir 525 þúsund krónur í tekjuskatt, 9 milljónir 328 þús- und í eignaskatt og 8 milljónir 378 þúsund krónur í aðstöðu- gjald. Börkur h.f. er því fjórði gjald- hæsti aðilinn í umdæminu. ís- lenskir aðalverktakar greiða rúmar 614 milljónir, íslenskur markaður greiðir tæpar 172 milljónir og Islenska Álfélagið greiðir með framleiðslugjaldi sínu allt að 500 milljónum króna í opinber gjöld á þessu ári. Patti Smith Patti Smith er af tónlistargagnrýnendum talin ei af upphafsmönnum nýbylgjurokksins og ein áhrifamesti listamaður á því sviði Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri Sími 84670 Sími 18670 Sími 12110 Við vorum að taka upp nýja sendii af síðustu plötu Patti Smith „Wave“ sem af mörgum er álitin ein merkasta plata þessa árs. Patti Smith Group

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.