Morgunblaðið - 26.07.1979, Side 25

Morgunblaðið - 26.07.1979, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979 Guðjón F. Teitsson: Málamiðlun um strand- ferðaskip í N oregi Svo sem nokkuð hefir verið skýrt í grein minni í Morgunblað- inu 19. þ.m. hafa verið miklar opinberar deilur í Noregi um alllangt skeið um endurnýjun svonefndra hraðferðaskipa til fólks- og vöruflutninga meðfram ströndum Noregs. Var ráðgerð smíði 9 skipa til nefndrar þjónustu, og hafði Norsk Skipsforskningsinstitutt gert tvær teikningar, aðra á vegum félag- anna, sem nú gera út skip til nefndrar þjónustu, og hina á vegum norska samgönguráðuneyt- isins. Samkvæmt tillögu útgerðarfé- laganna skyldu umrædd skip vera 4200 br. tonna hvert með fasta- svefnrúmum fyrir 203 farþega, en aðeins 600 dw. tonna burðargetu (innif. olíuforði, ferskt vatn og vistir fyrir skip, áhöfn og farþega) sem sýndi að lítil burðargeta var afgangs fyrir farm. Samt var gert ráð fyrir að hafa mikinn og dýran búnað til lestunar og losunar, svo sem skutdýr til aksturs út og inn, hliðarfarmdyr með lyftum og venjulegt þilfarslestarop að fram- an ásamt krana. Áætlað var, að hvert þessara skipa kostaði sam- svarandi 7538 millj. ísl. kr. og auk þess þyrfti ný hafnamannvirki vegna skipanna í heild samsvar- andi 12438 millj. ísl. kr. til þess að þau nýttust. Skip teiknuð fyrir samgöngu- ráðuneytið áttu ekki að vera nema 2700 br. tonn hvert, með meira farmrými, en aðeins 85 svefnrúm- um fyrir farþega. Þau skip áttu ekki að hafa inn- og útakstursbún- að, en hliðarfarmdyr, aðeins bak- borðs að aftan, ásamt venjulegu þilfarslestaropi og krana á aftur- skipi. Áætlað var að þessi gerð skipa kostaði samsvarandi 5277 millj. ísl. kr. hvert og gætu þau notast við hafnamannvirki, sem fyrir væru. Samkv. uppl. NH & ST boðaði norska samgönguráðuneytið ný- lega til fundar með fulltrúum frá útgerðarfélögum hraðferðaskip- anna og frá félögum með útgerð skipa í styttri strandferðum, og varð þar samkomulag um að hafna báðum áður greindum til- lögum. Fundarmenn virðast þó hafa hallast meira að tillögu samgönguráðuneytisins varðandi vörurými og samkomulag varð um að hafa ekki inn- og útakst- ursbúnað, en hins vegar fleiri farþegasvefnrúm en 85 e.t.v. án þess þó að auka farþegarýmið í heild. þar eð stærð þess hafði verið gagnrýnd miðað við aðeins 85 svefnrúm. Skipuð var nefnd á vegum greindra fundaraðila til að vinna að nánari ákvörðun um gerð umræddra skipa, og var látin í ljós von um að nefndin gæti skilað áliti mjög bráðlega. Eftir það myndi svo málið í heild koma fyrir Stórþingið til ákvörðunar, m.a. í sambandi við ríkisábyrgð, en eng- inn samningur um smíði mun verða gerður fyrr en slík ábyrgð hefir verið veitt. Sýnist umrætt mál hafa fengið heppilega meðferð í Noregi og vera nú komið á skynsamlegan rekspöl. Mætti þetta verað íslend- ingum til nokkurrar íhugunar, þar sem viðvaningur í skipa- rekstri á vegum ríkisins hefir þegar fengið tækifæri til að gösla með verulega opinbera fjármuni tii undirbúnings skipasmiða, sem ekki hefir opinberlega verið lýst, en grunur er um að henti ekki við íslenzkar aðstæður. Guðjón F. Teitsson. Náttúruverndarráð gefur út bæklinga fyrir ferðafólk Náttúruverndarráð hefur gefið út litprentaða vandaða bæklinga fyrir ferðamenn um þjóðgarðana í Jökulsárgljúfrum og Skafta- felli, svo og friðlandið á Horn- ströndum. Jafnframt hafa komið út svonefndar Lesarkir ráðsins, sem fjalla um einstaka þætti í náttúru þessara og fleiri staða, en þessi stórbrotnu svæði eru nú orðin mjög fjölsótt af ferðafólki við það vex líka óánægja þess sem um það fer. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfr- um var stofnaður 1973 með frið- lýsingu jarðanna Áss og Svínadals í Kelduhverfi, sem cru í ríkiseign. Jörðin Ásbyrgi er einnig í eigu hins opinbera og hefur verið í umsjá Skógræktarinnar síðan árið 1928. Þjóðgarðurinn nær með Jökulsá að vestan, frá Dettifossi 580 ferkm. að stærð og tekur til Ilornstranda og norður hluta Jökulfjarða, suður aðSkorarheiði. Á svæðinu eru yfir 40 eyðijarðir og flestar í eigu fólksins, sem síðast bjó þar og afkomenda þess. Friðlandið nær yfir stærsta sam- fellda svæði á íslandi, sem byggt hefur verið, en er nú í eyði, aðeins búið á Hornbjargsvita. Það býr yfir merkilegri og stórbrotinni náttúrufegurð, geymir minjar um merkan þátt í menningar- og byggðasögu landsins og býður upp á fjölbreytta möguleika til úti- veru, náttúruskoðunar og gönguferða. I bæklingnum um Hornstrandir er m.a. getið göngu- leiða, sem nauðsynlegt er fyrir ferðafólk að kunna skil á. Lesörkin um jarðfræði Horn- stranda og Jökulfjarða er eftir Leif A. Símonarson, jarðfræðing og er mjög fróðlegt fyrir þá sem um svæðið fara að hafa hana með. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er elztur, stofnaður 1968. Hann er um 500 ferkm að flatarmáli. Nátturuverndarráð stjórnar hon- um og þjóðgarðsvörður býr í Skaftafelli. Tjaldstæði er á sand- inum neðan við Skaftafells- brekkur, og liggja gönguleiðir þaðan, en engir akvegir um svæðið nema heim á bæina. Á tjaldsvæð- inu er ferðamannaverzlun um á sumrin og fást m.a. heitir réttir. Tvær lesarkir eru út komnar um Öræfasveitina. Nefnist önnur Hérað milli sanda og eyðing þess, eftir Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing og fjallar um Öræfa- jökulsgosið 1362, scm lagði stóran hluta af sveitinni í auðn. Hin lesörkin er um varpfugla í Öræfum, eftir Hálfdán Björnsson, bónda á Kvískerjum, sem hefur síðan 1940 unnið að athugunum á fuglalífi í Öræfasveit. Þar er fuglalíf ákaflega fjölbreytt og þarna koma farfuglarnir fyrst að Suðausturhorni landsins. Lesarkirnar hafa þann kost, að bæði er handhægt að taka þær með sér í ferðalag á staðina, og einnig verða þær með tímanum gott safn greina um náttúru landsins. því, sem ann íslenzkri náttúru. Gegna lesarkirnar fræðilegra markmiði og ítarlegra, en bæði eru bæklingar og Lesarkir mjög handhæg og vönduð í frágangi. Jafnframt hefur ráðið sent frá sér skrá um friðlýsta staði á íslandi, svo og náttúruminjaskrá, sem er listi yfir staði og svæði, sem ráðið telur æskilegt að vernda og e.t.v. friðlýsa síðar með einhverjum hætti. í bæklingunum eru upplýsingar um hin vernduðu svæði, um landslag, jarðsögu, veðurfar, plöntulíf, dýralíf, sögu, göngu- leiðir, náttúruvernd og þjónustu. Þjóðgarðarnir eru þjóðareign, og almenningi veittur aðgangur, með þeim takmörkunum, sem nauðsyn- legar eru til að tryggja verndun þeirra. Og betri umgengni kemur með meiri þekkingu á svæðinu og niður á miðjan sand, um 35 km vegalengd. Flatarmál hans er um 100 ferkm. í Ásbirgi er tjaldstæði og verzlun, þar sem má fá ýmsar veitingar, en stefnt er að því að koma þar upp ferðamiðstöð fyrir þjóðgarðinn. Herðubreiðarfriðland er þekkt sem ein fegursta gróðurvin miðhálendisins, en er mjög við- kvæmt land og í friðlýsingu þess felst m.a. að öllum er frjálst að fara um svæðið og dveljast þar, en ætlast er til að fylgt sé merktum ökuslóðum, tjaldað á merktum tjaldsvæðum, en forðast sé að spilla vatni, skerða gróður og skaða dýralíf. Lesörkina um flóru og gróður Herðubreiðarfriðlands hefur Eyþór Einarsson, grasa- fræðingur og formaður Náttúru- verndarráðs, ritað. Hornstrandafriðland var stofn- að með reglugerð 1975. Það er um EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU óskar eftir blaóburóarfólki 25 Sumar- bústaöa- og húseigendur Björgunarvesti Árar — Arakefar Bátadrekar. Keöjur. Kolanet. Silunganet Kork og blýteinar Lúðulóðarönglar Silunga- og laxalínur. Önglar. Pilkar. Sökkur. • ÍSLENZK FLÖGG Allar stæroir. Flaggstangarhúnar. Flagglínur. Festlar. Sólúr Tjaldljós Útigrill Viöarkol Gasferðatæki Olíu prímusar Steinolía, 2 teg. Plastbrúsar 10 og 25 Itr. Dolkar. Vasahnífar. GARÐSLÁTTU- VÉLAR Garöslöngur og tilh. Slöngugrindur. Kranar. Garðkönnur. Fötur. Hrífur. Orf. Brýni. Eylands-ljár. Greina- og grasklippur. Músa- og rottugildrur. Handverkfæri, allskonar. Kúbein. Járnkarlar. Jarðhakar. Sleggjur. Múraraverkfæri. Bíiskúrslamir Tjöruhampur Plötublý Málning og lökk Bátalakk. Eirolía. Pinotex, allir litir. Fernisolía. Viðarolía. Tjörur, allskonar. Kítti, allskonar. Vírburstar. Sköfur. Penslar. Kústar. Rúllur. Polyfilla-fyllir, allskonar. Polystripa-uppleysir. Vængjadælur Bátadælur v^alor Olíuofnar með rafkveikju Olíulampar Arinsett Físibelgir Ginge- slökkvitæki • Ullarnærfatnaður „Stil-Longs“ Ullarpeysur Feröasokkar Vinnufatnaður Regnfatnaður Gúmmístígvél Vinnuhanzkar ▼ Ánanaustum^ Sími 28855

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.