Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979 19 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Afgreiósla Sími 83033 Mótmælendur í f elum Ierlendum fréttum Morgunblaðsins í fyrradag vóru tvær, sem hér verður lítillega staldrað við. Sú fyrri greindi frá því, að víetnamskir hermenn hefðu myrt 85 flóttamenn, þar af 45 börn, þegar bátur flóttafóíks strandaði á Spratly-eyju í Suður-Kínahafi. Hin síðari upplýsir, að sovétsmíðaðar MIG-orrustuþotur afganska flughersins hafi varpað napalmsprengjum á varnarlaust flóttafólk. Atburður sá gerðist í Pakítahéraði, örfáa kílómetra frá landamærunum, og hefur verið staðfestur af sjúkrahússheimildum. Víet-Nam er sem kunnugt er land með kommúníska stjórnarhætti og í nánum tengslum við Sovétríkin. Afganistan á landamæri að Sovétríkjunum og lýtur vaxandi áhrifum þaðan. Þar ríkir nú borgarastyrjöld og er sovézkum vopnabúnaði beitt gegn þjóðfrelsisöflum þar í landi. Hvar eru nú þeir mótmælendur um allan heim, þ.á m. hér á íslandi, sem háværast mótmæltu á sinni tíð bandarískum styrjaldaraðgerðum í Indókína? Er valköstur eftir sovézka napalmsprengju e.t.v. þóknanlegri róttæklingum en eftir bandaríska? Helgast barnamorðin í Suður-Kínahafi e.t.v. af því, að gjörandinn vinnur verk sín undir merkjum hamars og sigðar? Tíu milljarða vöntun Matthías A. Mathiesen, fv. fjármálaráðherra, benti á það við afgreiðslu fjárlaga í desember sl., að á skorti um 10 milljarða króna til þess, að sextán mánaða markmiði vinstri stjórnarinnar í ríkisfjármálum yrði náð. Ef marka má þær tölur, sem frá ráðherrum koma nú um greiðsluhalla ríkissjóðs og fjármagnsvöntun, er sýnt, að vandinn kemur heim og saman við viðvaranir fyrrv. fjármálaráðherra. Stefnuleysi stjórnarflokkanna, fálm, og fuður í ríkisfjármálum hefur leitt til stærri vanda í ríkisgeiranum öllum en dæmi er um áður í sögu íslenzka lýðveldisins. Afleiðingarnar hafa sagt til sín í öllum kimum samneyzlunnar, þ.á m. í heilbrigðisþjónustunni og tryggingakerfinu. Og ekki bætir úr skák, að sýnt er, að ríkisstjórnin hyggst fara sér hægt í viðbrögðum og úrbótum enda veit hún ekki sitt rjúkandi ráð vegna ósamkomulags og innbyrðis tortryggni. Ríkisstjórnin lofaði hallalausum ríkisbúskap í lok 16 mánaða starfstíma, þ.e. frá valdatöku sinni til ársloka 1979, lækkun verðbólgu niður fyrir 30% á líðandi ári og varðveizlu kaupmáttar almennra launa. Óþarfi er að gera því skóna hvern veg til hefur tekizt, enda vesaldómur stjórnarliðsins svo að segja áþreifanlegur öllum lands- mönnum. Fleiri mættu á eftir fylgja Lífeyrissjóður verzlunarmanna birti nýverið heilsíðu- auglýsingu í dagblöðum, sem hafði að geyma vel fram settar upplýsingar um stöðu sjóðsins og alla starfsþætti. Þessi starfsaðferð er lofsvert dæmi um heilbrigða upplýsingamiðlun frá stofnun, sem margra hagur er bundinn við, til sjóðsfélaga og raunar alls almennings í landinu. Þessi nýjung er til eftirbreytni fyrir aðra lífeyrissjóði, lánastofnanir og stærri fyrirtæki, sem margir hluthafar eiga aðild að. Forystumenn verzlunarmanna hafa í mörgum efnum bryddað upp á lofsverðum nýjungum í faglegri starfsemi viðkomandi félaga. Hér hafa þeir enn brotið ísinn í þá veru að koma á nánari tengslum við hina almennu félaga um leið og upplýsingaskyldu er fullnægt á lofsverðan hátt. FRÁ MÖN: Eftir Elínu Pálmadóttur Eyjan Mön? Hvað vissi maður um hana eftir daga víkinganna? Jú, Jón Oddsson, útgerðarmaðurinn íslenzki í Hull, sem á stríðsárunum sat í fangabúðum á eyjunni Mön, keypti sér þar jörð — tvær frekar en eina — og gerðist bóndi á þessari eyju í 12 ár eftir stríðið, áður en hann settist í helgan stein heima á íslandi og dó hér áttræður að aldri. Sá hinn sami Jón Oddsson, skipstjóri, sem íslendingum er svo vel kunnur af ævisögunni, sem Guðmundur Hagalín skráði eftir honum og nefndi „í Vesturvíking“. En hvað ætli hafi orðið um búgarðinn hans á Mön, Ballomoor eða Mýrar, eins og hann kallaði hann sjálfur, sem þessi íslendingur hafði lagt svo mikið í að byggja upp og hafði svo miklar áhyggjur af að sleppa af hendinni, þegar hann seldi og flutti til íslands? Eða um Hereford-nautgriparæktina, sem hann hafði komið upp, og dindillaga fjárstofninn á búinu? í skyndingu var bókin gripin í Borgarbókasafninu kvöldið fyrir brottför til Manar, og lesnir kaflarnir um Manardvöl Jóns á Lundúnaflugvelli, meðan beðið var eftir flugvél til Manar um kvöldið. Því heitið að reyna að finna búgarðinn Ballomoor og ljúka frásögninni um það, hvernig fór um búið og hvernig þar væri umhorfs nú. Ekki olli það vandkvæðum að finna búgarðinn Ballomoor, eitt af þekktustu búunum á eynni, sögðu þeir sem spurðir voru í bænum Douglas. En það væri hinum megin á eynni, 1 — 2 mílur fyrir sunnan bæinn Peel. Og daginn eftir renndu í hlað á Ballomoor Islendingar, sem ferðamálaráð eyjarinnar hafði sett bíl undir, og fylgdarmaður í skoðunarferð um eyna. Heimir Hannesson, formaður ferðamálaráðs, og Birna Björnsdóttir, kona hans, voru meira en fús til að láta það eftir blaðamanni Morgunblaðsins að leita uppi Ballomoor. Ballomoor er glæsilegt hús, sem blasir við, þegar beygt er heim trjágöngin. Mun glæsilegra en við höfðum átt von á. Og til hægri mátti sjá hlöður og útihús, sýni- lega gamalbyggt, en heyrðist í vélum úr nútíma landbúnaði. Hús- freyja kom til dyra, þegar kvatt var dyra, og bauð blaðamanni frá íslandi alúðlega í bæinn, í raun- inni áður en hún vissi erindið. — Húsbóndinn, herra Ander- son? Nei, hann var ekki á staðn- um. Hann er það aldrei, sagði hún og hló við. Rétt að tekst að láta hann mjólka kýrnar á sunnudög- um. Ekki að furða, því Anderson á Ballomoor hefur ærið að starfa utan heimilis. Hann er þingmaður á Manarþingi, og sem slíkur m.a. formaður framkvæmdaráðs eyjar- innar, sem ekki er stjórnað af ríkisstjórn og ráðherrum, heldur eru það ráðin sem fara með stjórn hinna ýmsu mála. Húsfreyja átti þó von á honum heim síðar þenn- an laugardag, — venjulega skilar hann sér um helgar — og vildi endilega að við biðum eftir hon- um. En því varð ekki við komið. • Horfði á kindurnar með glaðri athygli Jón Oddsson hafði sýnilega haft rétt fyrir sér, þegar hann með þungum huga hafði ákveðið að selja búgarðinn sinn og leizt svo vel á tengdason eins nágranna síns við fyrstu sýn að hann vildi • Úr fangabúðum í búskapinn Þarna hafði Jón Oddsson spáð rétt í manninn. Frú Ire Anderson mundi vel eftir Jóni. — Hann hlýtur að hafa verið ákaflega vel að manni og sterkur sagði hún. Fólk sem vann hjá honum segir frá því, að hann hafi þegar hann fór um hagana að líta eftir gripun- um, getað tekið upp kind hinum megin við garðinn, lyft henni yfir og borið hana á öxlinni heim, ef eitthvað var að. Og þótt hann væri hrjúfur í framkomu, þá hefur hann haft viðkvæmt hjarta, og þótt vænt um skepnurnar sínar. Það síðasta sem hann sagði við mig var: „Og gleymdu nú ekki að gefa köttunum," en kettina skildi hann eftir hjá okkur. Enn er búið stórt á Ballomoor, ennþá stærra en þegar Jón Odds- son var þar. Nú eru nýttar saman þrjár jarðir. Jón hafði meðan Bóndinn og þingmaðurinn Andersen var ekki heima, en kona hans og sonur tókuljúílega á móti ókunnum Islendingum i dyrunum á Ballomoor. ættingjar Andersens hjónanna, sem höfðu keypt hana, svo nú hafa þau jarðirnar báðar, auk hinnar þriðju. Bústofninn hefur samt að nokkru breytzt. Jón ræktaði naut- gripi af Here-fordkyni til kjöt- framleiðslu og lét kálfana ganga undir kúnum, en nú eru komnar í staðinn 130 mjólkandi kýr í fjósi, mjólkurframleiðsla í stað nauta- kjötsframíeiðslu. En kindurnar af hinu dindillaga Manarkyni eru þar enn, nær 500 fjár. Á Mön eru um 100 þúsund kindur, sem ganga mest í heimahögum allt árið, en þarf að sinna mikið um sauðburð- inn, sem er í febrúarmánuði. En um helmingur landsins er undir akuryrkju. Ræktað bygg og hafr- ar, kartöflur, fóðurrófur og fóður- næpur, auk fóðurkáls til að fita dilka áður en þeim er slátrað. í sama land er sáð 3 ár í röð, seinasta árið sáð höfrum, akurinn svo valtaður og því næst sáð í hann grasfræi með miklum smára og í suma fóðurkáli. Þegar Jón Oddsson var bóndi á Mön ræktaði hann allt þetta og hafði um tíma býflugnabú að auki. Hann hafði alltaf vinnumenn til hjálpar. Nú eru á búi Andersons-hjón- anna á Ballomoor sex menn að störfum. Tveir uppkomnir synir eru í skóla og hjálpa til á sumrin. Var annar þeirra að störfum í gripahúsum, þegar okkur bar að garði. Sagði húsfreyja að það væri nikil hjálp, einkum í fjarveru þingmannsins. Andersensfjölskyldunni þótti merkilegt að heyra um það að þeirra væri getið í íslenzkri bók og Islendingar vissu svo margt um búgarð þeirra. Höfðu þau heyrt að Jón væri látinn, og einnig hefðu Etel kona hans og Magnús, kjör- sonur þeirra, látist í Bretlandi. Kváðust þau hafa velt því fyrir sér, hvernig á því gæti staðið að fangi í breskum gæslubúðum í stríðinu hefði getað keypt svo góða jörð, og tvær frekar en eina, og komið sér upp bústofni. Hefur raunar fleirum þótt með ólíkind- um, hvernig þessi fátæki drengur vestan af Sæbóli á Ingjaldssandi, með dugnaði sínum og kjarki, efnaðist. Fór til sjós með Bretum og varð skipstjóri á breskum togurum. Átti loks sjálfur nokkra togara og gerði út frá Hull, þegar heimsstyrjöldin braust út. Þá tóku trúa honum fyrir honum. Þessi maður, sem verið hafði í Suður-Afríku, var harður í samningum um kaupin á búgarðinum. „Hann hafði í hyggju að kaupa jörðina og húsin handa tengdasyni sínum," segir Guðmundur Hagalín í bókinni. „Þeir komu báðir og skoðuðu jörðina og húsin mjög vandlega og þóttist Jón sjá á unga manninum, að honum léki því meiri hugur á þessu stórbýli, sem hann skoðaði það nánar. En sá gamli lét ekkert uppi, hvorki í svip né orðum." Ekki vildi hann greiða það sem Jón taldi sig þurfa fyrir jörðina og kvaddi." Tengdasonurinn horfði svo sem spyrjandi á eftir honum og flýtti sér síðan að kveðja. En MmnLsmerki um að hér hafi búið íslendingur hann leit um öxl, áður en hann hafði náð gamla manninum." Jóni þótti mjög leitt að ekki skyldi semjast með honum og heim- komna Afríkufaranum. „Og tengdasonurinn, — Jón hafði heyrzt, að hann væri bóndasonur og mesti efnismaður. Honum leizt líka vel á hann, og hann hafði tekið eftir- því, þegar þeir voru að skoða landið, sem nautgripirnir voru á, að ungi maðurinn horfði á W Á Baliomoor eru 500 kindur ai hinu dindiilanga Manarkyni. þá með aðdáun. Jón þóttist einnig hafa séð, að hann virti kindurnar fyrir sér með glaðri athygli. Og hrifinn hafði hann verið af jörð- inni og húsakostinum," skrifar Guðmundur Hagalín. „Jón gat auðvitað ekki tryggt framtíð jarðarinnar um langan aldur, en hann vildi gjarnan selja hana manni, sem honum þætti ekki líklegur til að níða hana niður, og hann taldi nokkurn veginn víst, að þessi maður mundi ekki gera það.“ Svo fór að samningar tókust. Gömlu mennirnir þjörkuðu góða stund. Jón lýsti dásemdum þessa höfuðbóls og lagði áherzlu á, hver ósköpin af peningum og vinnu hann væri búinn í það að leggja og hinn hristi höfuðið yfir rentunum af kaupverðinu — ekki hugsanlegt að jörðin mundi geta skilað þeim. Jón þokaði sér niður á við, sagðist mest gera það vegna þess að sér litist svo vel á tengdason gamla mannsins, þar eð sér væri ekki sama hver þessa jörð hreppti og sá gamli hækkaði sig talsvert. Loks mættust þeir og ákváðu að fara næsta dag til lögfræðings og gera kaupsamning. Þetta var um sumarmálin 1955. hann var í fangabúðunum látið Etel konu sína kaupa tvær jarðir. Auk Ballomoor jörðina Balloca- llin, sem hann kallaði Karlsstaði, þar eð ballo þýðir hús eða heimili. Honum var sleppt úr fangabúðun- um áður en stríðinu var lokið og settist þá að á Ballocallin. En tók síðan báðar jarðirnar undir, og hafði þá 240 hektara land er hann gat losað stærri jörðina. Síðar seldi hann Ballocallin, og það voru Jón Oddsson um tvítugt. Hann var sterkur maður og vel að manni. Bretar allan skipakost landsins til hernaðarþarfa. En öruggara þótti að hafa Jón Oddsson, sem var tortryggilegur útlendingur og hafði meira að segja verið á félagaskrá samtakanna Breska sambandið, er hliðhollt þótti Þjóð- verjum, í gæslu meðan á stríðinu stæði, ásamt öllum öðrum er tortryggðir voru. En eftir að loftárásir tók að herða yfir Englandi, voru fangarnir fluttir út í eyjuna Mön og geymdir þar til stríðsloka í fangabúðum skammt frá bænum Peel á vesturströnd- inni. Þar hafði í snarheitum verið skeilt upp gaddavírsgirðingu í kringum smáhýsi á brekkubrún- inni ofan við bæinn, sem á friðar- tímum voru leigð sumargestum. Þangað var safnað saman var- hugaverðum Bretum og all- mörgum erlendum mönnum, sem taldir voru brezka ríkinu hættu- legir. • Slæ aldrei neitt nema nótur Þarna voru fleiri góðir vinir Islendinga. Þjóðverjar þeir sem dvalið höfðu á íslandi, þegar maður og framtakssamur og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann efnaðist einkum af smygli, eins og margir frægir Manarbúar frá þeim tíma, er það átti við. Hann keypti vörur af frönskum og hollenzkum smyglurum, en eignaðist brátt skip, sem hann lét sigla til meginlandsins, kaupa þar vörur og smygla þeim til Manar eða beint til Englands. Hann varð stórauðugur er fram liðu stundir og efldist að áhrifum og völdum, var aðlaður og fylgdi sæti á þingi Breta. Er því í frásögnum Manar- búa ávallt kallaður sir George Moor. Þótti frú Anderson á Ballo- moor merkilegt að aðvífandi ís- lenzkur blaðamaður skyldi kunna skil á sir George, en sá fróðleikur var að sjálfsögðu úr ævisögu Jóns Oddssonar. Stórhýsi það sem George Moor lét reisa á Ballomoor brann upp úr miðri 19. öld, en af rústunum má sjá að þar hefur fremur verið höll en hús. Var þá reist þar myndar- legt íbúðarhús úr höggnum steini og stóð enn, er jörðin komst í eigu Jóns Oddssonar. Þar eru þrjár stofur, níu svefnherbergi, stórt eldhús og búr, snyrtiherbergi og bað. Rafmagn var þar og vatns- lagnir og rotþró mikil fyrir skolp- lagnir. En stór ávaxtagarður um- hverfis frá dögum Georges Moor, og hlaðinn í kring þriggja metra hár veggur úr höggnum steini. Þarna höfðu verið gripahús stór og fimm bústaðir vinnuhjúa, en var allt í niðurníðslu er Jón kom þangað, og ræktun og ræktunar- mannvirki mjög úr sér gengin. Milli heimsstyrjaldanna átti búskapur erfitt uppdráttar á Mön sem annars staðar, því rutt var inn í Bretland ódýrum land- búnaðarafurðum frá samveldis- löndunum, og hag breskra bænda hrakaði ár frá ári. Hrökluðust menn af jörðum sínum og allt gekk úr sér, hús, tún, akrar girðingar og skurðir á votlendum jörðum. Ástandið var verst á stórbýlunum, sem þurftu að geta borgað vinnukrafti. Á síðari styrjaldarárunum breyttist þetta, lítið barst að frá öðrum löndum af matföngum, eins og við íslendingar þekkjum. íslenzkir sjómenn lögðu mikið á sig við að færa Bretum nauðsynlegan fisk. Jón Oddsson keypti nautgripi af nýjum holdastofni frá Wales, Here-fordnaut, og hlaut víða verð- laun fyrir nautgripi sína á sýning- um. Hann jók sauðfjárstofninn á Ballomoor. Notaði við það ræktunaraðferð, sem þekkt var áður hjá íslenzkum bændum, sem létu mjalta ær sínar í færikvíum á óræktargrundum í útjörðum tún- anna. Á Mön þykir gott ráð til að bæta ræktun að beita sauðfé á túnin, hafa það á afmörkuðu svæði um tíma og flytja svo á annað. Það teðjar þá völlinn, en skerðir hins vegar ekki rætur gróðursins. Og lélegt tún verður að frjósömum töðuvelli, svo að segja samtímis því, sem grasið breytist í ket og góðan áburð. Jón Oddsson lét líka gera upp íbúðar- húsið, öll herbergi uppi og niðri, mála utan og innan. Og hann lét smiði gera við bústaði vvinnu- fólksins og byggja tvo nýja úr hlöðnu grjóti. Og að lokum bæta öll gripahús. Það var því ekki að undra, þótt honum væri ekki sama um það hver við tæki og hvað um býlið yrði. Um vinnuhjúahúsin nýju sagði hann: „Svo ætlast ég þá til, að sérstaklega þessi hús verði í framtíðinni minnismerki þess, að hér hafi búið íslendingur.“_ Fyrir fáum vikum gekk undir- ritaður blaðamaður úr skugga um að á Ballomoor er gott minnis- merki um að þar hafi búið íslendingur. Og að eftirkomendur hans hafa haldið áfram að gera Ballomoor að því höfðingjabýli, sem það á uppruna til. Þar gat að líta bylgjandi kornakra og breiður af káli og kartöflugrasi, búfé á beit, hlaðna garða og snyrtilega umgengni. - E.Pá. Jón Oddsson Manarbóndi með tvo heimalinga á miðmyndinni. Bretar hernámu það, voru þar líka í haldi. Einn þeirra var píanó- leikarinn Carl Billich, sem fékk sent Morgunblaðið og harðfisk, spjallaði við Jón á íslenzku og efndi til hljómleika fyrir fangana. Hafði Billich, að sögn Jóns, gert gys að hugmyndum Breta um þá hættu, sem Bretaveldi gæti af honum stafað og sagt: „Þeir ættu að vita, að hvernig sem stríðinu lýkur, er ég staðráð- inn í að fara aftur til Islands og búsetja mig þar — ég hrósa happi yfir að þurfa aldrei að slá neinn eða neitt nema nótur á hljóðfæri." Og það gekk eftir, svo sem alkunnugt er, Carl Billich er búinn að slá margar nótur á íslandi síðan, öllum til yndisauka. Það mun þó allóvenjulegt að fangi taki svo miklu ástfóstri við landið, þar sem honum er haldið í fangabúðum, að hann vilji helst setjast þar að og vinna því það sem hann má, eins og Jón Oddsson gerði. En eyjan Mön er yndislegur staður, grösug vel og jarðvegur frjósamur, en loftslag milt, meðal- hiti kaldasta mánaðar 6 stig og þess heitasta 15 stig. Og það fyrsta sem Jón Oddsson sá, þegar hann kom þar í fangahópnum siglandi á Lady of Man eftir dvöl í fangaklefum í Bretlandi var hin sex hundruð metra háa bunga Snæfells, sólmistruð í bláum grunni. Og þegar hann losnaði sumarið 1943, þremur árum eftir að hann var handtekinn, settist hann þarna að og tók að yrkja jörðina og gera við hálffallna garða, en land á Mön er marg- hólfað frá fornu fari með grjót- görðum. Hann felldi spillistein innvirðulega í garð eins og Steinar bóndi á íslandi. Gerði hann báðum jörðunum sínum til góða, fyrst Ballocallin og síðan Ballomoor, lagði sig allan fram um að búskapurinn á hinu gamla höfuð- bóli yrði því og starfsmetnaði hans sjálfs samboðinn. • Búið stórt á Ballomoor‘ Ballomoor hefur frá fornu fari verið mikilsvirt bújörð á eyjunni Mön. Þýðir Ballomoor heimili Moors, enda hét sá maður, sem gerði jörðina að höfðinglega hýstu stórbýli George Moor. Þar eð moor þýðir mýri og jörðin mýrlend, kallaði Jón Oddsson býlið Mýri. George Moor hafði verið gáfaður Það er íalleg aðkoma að íbúðarhúsinu á Ballomoor. þegar ekið er upp trjágöngin í hlaðið. Liósm. E.Pá. Vinnuhjúahústaðirnir, sem Jón lét reisa á búgarðinum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.