Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979 17 Þegar sólin skín glatt hópast fólk út undir bert loft til að sleikja sólskinið. Sumir virðast hafa meiri áhuga á að sleikja sólarolíuna. Hver stund gripin til að skjót- ast út og sóla sig. Þessar stúlkur kunnu ekki sfður að meta sólskinið en aðrir borgar- búar. Erlendir ferðamenn virðast ekki síður kunna að meta góða veðrið en innfæddir, í það minnsta virðast þessir una sér vel. Fáar götur borgarinnar vakna meira til Iffsins en Austurstræti þegar sólin skfn. Þá iðar göngugatan af Iffi og afgreiðslufólk verslana sér sér stundum fært að skjótast út undir vegg og njóta veðurblfðunnar. Mbl. Kristján. Bílasal- ar stofna félag ÞANN 19. júlí 8.1. komu saman til fundar eigendur helstu bifreiöa- sala landsins, sem selja að mestu notaðar bifreiðar og var sam- þykkt á fundinum að stofna Félag bifreiðasala. í lögum félagsins segir aö tilgang- ur þess sé m.a.: 1. Að koma fram fyrir hönd félags- ins í öllum sameiginlegum mál- um, opinberlega og í fjölmiðlum. 2. Að auka samstarf bifreiðasala,- samræma bókhald og veita upp- lýsingar sem að gagni koma, sameiginlega. 3. Að berjast gegn óréttmætum viðskiptaháttum. 4. Að berjast fyrir bættum starfsáð- ferðum og viðskiptaháttum innan starfsgreinarinnar svo að leiði til hagkvæms og arðbærs rekstrar fyrirtækjanna og þau geti búið við fjárhagslegt öryggi á hverjum tíma. 5. Að afla upplýsinga í því skyni að vera aðilum til leiðbeiningar um allt er snertir atvinnurekstur þeirra. 6. Að stuðla að umferðarmenningu og umferðaröryggi eftir því sem í valdi þess stendur. 7. Að láta að öðru leyti til sín taka málefni, sem hafa almenna þýð- ingu fyrir félagsaðila. í fyrstu stjórn voru kjörnir: For- maður Reynir Þorgrímsson, Bíla- kaupum. Meðstjórnendur: Guðfinnur Halldórsson, Bílasala Guðfinns og Kristinn Hjálmarsson, Bílasölunni Skeifunni. Týndi vesk- inusínu UNG stúlka varð fyrir því óhappi á þriðjudaginn að týna veskinu sínu með 30 þúsund krónum í peningum. Hún var með veskið í Iðnaðarmannahúsinu klukkan 17.30 en þaðan fór hún eftir Bergstaðastræti, að Laugavegi 32 en síðan niður Laugaveg og Bankastræti, í gegnum Austur- stræti og að Austurvelli en þegar þangað kom var veskið horfið. Skilvís finnandi er beðinn að skila veskinu til Mbl. eða tilkynna um það í síma 38381 gegn fundarlaun- um. Veskið er spænskt, grænt að lit. Hin nýja véi er búin ágætustu aksturseiginleikum og hér sést hún á ferð í Kópavogi í gær. Með vélinni verður hægt að malbika gangstéttir og götur. Ný malbikunar- vél í Kópavogi Kópavogskaupstaöur hefur fest kaup á nýrri og glæsilegri malbikunarvél sem er nothæf til margra hluta. Einar Þ. Einars- son. flokksstjóri, sem stjórnar vélinni sagði að hún hefði komið til landsins í apríl en hefði lítið verið notuð þar til nú. Hún mun verða notuð til að malbika götur en jafnframt verður hægt að malbika gangstéttir með vélinni. Kaupverð vélarinnar frá Eng- landi var nálægt 20 milljónum. Einar sagði að þetta væri eina malbikunarvélin í eigu bæjarins. í sumar er áætlað að vélin verði notuð við gangstéttargerð á Kársnesbraut, og gatnagerð við Hamraborg og á horni Vogatungu og Hlíðarvegar. Einar sagði mikla bót vera að því fyrir bæinn að eiga þessa vél þar sem hún gæti annað allflestum malbikunarfram- kvæmdum í Kópavogi. I malbikunarflokki Einars er næstum eingöngu ungt fólk, þar á meðal þrjár stúlkur, sem gáfu strákunum ekkert eftir við mokst- ur og önnur störf í veðurblíðunni í gær. Malbikunarflokkurinn í Kópavogi að störfum. Þar er jafnrétti í reynd þar sem stúlkurnar gefa strákunum ekkert eftir við störf sem hingað til hafa talist karlmannastörf — en ekki lengur. (Ljósmynd Mbl. Kristján) Auövitaö getur Bang & Olufsen framleitt tæki eins og allir hinir, en þá hefur þú ekki þennan valkost, sem er Beosystem 2400. ER ÞAÐ? Bæöi magnarinn og plötuspilarinn eru fjarstýröir. Verö: 1.018.500 ■ XarcícJ, 29800 V4JÚOIN Skipholti19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.