Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979 Var dæmdur í leikbann ótiltekið Á FUNDI agancfndar KSÍ í fyrrakvöld voru tekin fyrir 62 mál og haía aldrei fyrr verið tekin fyrir jafn mörg mál í nefndinni á einum fundi að söt;n Friðjóns B. Friðjónssonar for- manns nefndarinnar. Eitt þeirra mála sem fjallað var um var brottrekstur Þorvalds Þórssonar markvarðar Stjörn- unnar af leikvelli í leik liðsins við Grindavík, en Þorvaldur lenti þá í handalögmálum við dómara leiks- ins. Var Þorvaldur dæmdur í ótiltekið leikbann og verður mál hans tekið fyrir á ný síðar og mun þá fara fram munnlegur mál- flutningur í þvi. Skýrsla hafði ekki borizt vegna leiks Vals og Fram s.l. mánudag en þeir tveir leikmenn, sem bókað- ir voru þá, eiga yfir höfði sér leikbann, Grímur Sæmundsen, Val, tveggja leikja bann, og Pétur Ormslev eins leiks bann. - SS. Hinn sterki miðvörður Róbert Agnarsson Víkings reynir markskot á móti Þrótti. Stigunum var skiptbróðurlega ÞRÓTTUR og Víkingur mættust í 1. deildinni á Laugardalsvellin- um í gærkvöldi og liðin deildu bróðurlega stigunum, skoruðu eitt mark hvort. Leikurinn skipt- ist alveg í tvennt, Þróttarar sóttu allt hvað af tók í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik snerist dæmið við og sóttu þá Víkingarnir án af- láts. Strax á 2. mínútu s.h. fengu Þróttarar fyrsta tækifærið þegar Páll Ólafsson átti skalla að mark- inu en Róbert Agnarsson bjargaði á línu. Allan hálfleikinn voru Þróttararnir mjög ágengir við mark Víkings og varð Diðrik markvörður oft að taka á honum stóra sínum, t.d. varði hann tví- vegis hörkuskot frá Halldóri Ara- syni. Það var því kaldhæðnislegt að þegar Þróttarar loks skoruðu mátti skrifa markið á reikning Diðriks. Sverrir Brynjólfsson átti fyrirgjöf frá hægri á 35. mínútu inn í vítateig Víkings af 40 metra færi. Boltinn sigldi fram hjá Þróttur — Víkingur 1:1 fjölmörgum leikmönnum inni í teignum og loks framhjá Diðriki og í netið. Furðulegt mark. í seinni hálfleiknum voru Vík- ingarnir mun ákveðnari og sóttu nú kröftuglega. Gerði Lárus • Oddur Sigurðsson og Sigurborg Guðmundsdóttir hlutu sérstök verðlaun karls og konu fyrir þau afrek sem mest komu á óvart. Hér sjást þau með verðlaunagripina. Ljósm. Friðrik Ó. Þróttur: Óiafur Olafsson 2, Rúnar Sverrisson 2, Úlfar Hróarsson 3, Jóhann Hreiðarsson 3, Sverrir Einarsson 2, Ársæll Kristjánsson 2, Sverrir Brynjólfsson 2, Páll Ólafsson 2, Halldór Arason 2, Ágúst Hauksson 2, Baldur Hannesson 1, Þorgeir Þorgeirsson (vm) 1. Víkingur: Diörik Olafsson 2, Helgi Helgason 2, Magnús Þorvaldsson 2, Ómar Torfason 2, Róbert Agnarsson 3, Jóhannes Bárðarson 2, Hinrik Þórhallsson 1, Gunnar Örn Kristjánsson 1, Lárus Guðmundsson 3, Gunnar Gunnarsson 2, Heimir Karlsson 2, Óskar Þorsteinsson (vm) 2. Dómari: Kjartan Ólafsson 2. Guðmundsson mikinn usla í vörn Þróttara og það var hann sem lagði grunninn að jöfnunarmarki Víkings á 21. mínútu seinni hálf- leiks. Hann lék sig þá vel í gegnum vörn Þróttar hægra megin og gaf boltann út í vítateiginn til Heimis Karlssonar. Heimir sendi boltann áfram fyrir markið til Óskars Þorsteinssonar, kornungs nýliða í liði Víkings og hann skoraði örugglega af stuttu færi. Eftir markið voru Víkingarnir mjög nálægt því að bæta við marki en Þróttarvörnin og Ólafur mark- vörður sáu til þess að Þróttur stóðst pressuna og hélt öðru stig- inu. Jafntefli voru réttlát úrslit í þessum leik. Beztu menn Þróttar voru þeir Jóhann Hreiðarsson og Úlfar Hróarsson bakvörður en beztu menn Víkings voru Lárus Guðmundsson og Róbert Agnars- son. Í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 25. júlí, íslands- mótið 1. deild, Þróttur—Víkingur 1:1(1:0). Mark Þróttar: Sverrir Brynjólfs- son á 35. mínútu. Mark Víkings: Óskar Þorsteins- son á 66. mínútu. Áminningar: Lárus Guðmunds- son og Rúnar Sverrisson bókaöir. Áhorfendur: 411. ________________________— SS Staðan í 1. deild í knattspyrnu er nú þessi: 10 6 2 2 18-5 14 10 5 3 2 21-11 10 4 4 2 16-9 10 5 2 3 19-13 10 4 3 3 13-8 1Ó 4 3 3 13-12 10 3 2 5 14-20 KR Valur Keflavík Akranes Vestm Víkingur Þróttur KA Haukar 10 2 2 6 12-23 10 1 1 8 7-25 13 12 12 11 11 8 6 3 • íslenski landsliðshópurinn í frjálsum íþróttum sem tók þátt í Kalott-keppninni í Bodö í Norður Noregi um síðustu helgi. Ljósm. Friðrik ó. Markhæstu leikmenn: Atli Eðvaldsson Val.........6 Ingi Björn Albertss. Val....6 Pétur Ormslev Fram .........6 Sveinbj. Hákonarson Akr ....6 Sigþór Ómarsson Akr ........6 IR vann Val ÞRÍR leikir fóru fram í Islands- mótinu í handknattleik utanhúss í gærkvöldi. í karlaflokki vann ÍR lið Vals 25:23 og Víkingur vann Þrótt 27:24. í kvennaflokki vann Víkingur FH 11:10. Leikið er í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.