Morgunblaðið - 26.07.1979, Side 10

Morgunblaðið - 26.07.1979, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979 Othar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands: Snæbjörn Jónasson, vegamála- stjóri, ritar grein í Morgunblaðið 7. júlí s.l., sem ber heitið „Vega- áætlun 1979—1982 frá sjónarhóli vegagerðarmanns". Það er ánægjuefni þegar stofnanir eins og Vegagerðin kynna alþjóð vænt- anleg verkefni og gang mála. Flestar stofnanir ríkisins eru starfræktar fyrir almannafé og er okkur öllum nauðsynlegt að kynn- ast meðferð þess fjár. Slíkt getur, líka vakið okkur til umhugsunar um framkvæmdir, oft á tíðum framkvæmdir, sem kosta marga milljarða, stundum tugi milljarða. Væntanlega eru allir sammála um það markmið að gera vegi landsins sem bezt úr garði. Því miður eru ekki til fjármunir til að gera alla hluti strax en það er hlutverk alþingismanna í samráði við Vegagerðina að ákveða hvað gera skuli og hvað ekki. Það vill oft verða svo þegar kemur að því að velja leiðir að settum markmiðum þá skilur leið- ir. „Ekki til verktaka, sem flestir eru afsuð-vesturhorni landsins“. Vegamálastjóri tekur m.a. fram um ástæðu þess að vegagerð er ekki boðin út. „Þetta er ein ástæða, en aðra tel ég þó miklu viðameiri, en hún er sú að eins og er fer það fé sem veitt er til vegagerðar til íbúa þeirra héraða sem unnið er í, en ekki til verktaka sem flestir eru á suð-vesturhorni landsins. Það er útbreiddur misskilningur að Vegagerð vinni fyrir þessu fé með sínum mönnum og sínum vélum og að það gangi beint til hennar. Féð fer til heimamanna, þeir leggja fram vélar, bifreiðar og mannskap, þvitþeir menn sem Vegagerðin leggur til eins og verkstjórar, mælingamenn, verk- fræðingar o.fl. eru einnig heima- menn, sem greiða þar gjöld af sínum tekjum. Vegagerðin leggur til skúra og nokkrar vinnuvélar sem ekki fást á almennum vinnuvélamarkaði, eins og veghefla, malara, hörpur og sérverkfæri. Það hafa komið fram á þingi tillögur um að Vegagerðin verði látin bjóða meira út en verið hefir, en vegna þess sem áður var getið eru þeir þingmenn fleiri sem óskað hafa eftir að heimamenn sætu fyrir vinnunni, ella væri vá fyrir dyrum hjá vinnuvélaeigend- um.“ Þessi útbreiddi misskilningur landsfeðranna að einangra héruð og sveitir landsins hvað snertir verklegar framkvæmdir veldur því að verktakaiðnaður er á sömu heimilisiðnaðarstigum og íbúð- arbyggingar hafa verið mörg und- anfarin ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þegar frjálsir verktakar sjá um stjórnun og framkvæmdir verka víðs vegar um landsbyggð- ina þá leggja heimamenn fram vélar, bifreiðar og mannskap í stórum stíl. Þetta er ekki hægt að hrekja. Peningarnir verða að stærstum hluta eftir í héraðinu. Þá er þess að geta að í héraði þar sem miklar framkvæmdir eru kann að vera óheppilegt að heima- menn fjárfesti um of í stórum og dýrum tækjum. Ráðamenn þjóðar- innar hafa orðið áþreifanlega fyrir barðinu á því að foyrstu- menn héraða krefjast áframhald- andi stórframkvæmda þar sem það sethreinlega ekki hægt að draga úr ofþenslu sem varð. Aðil- ar, sem eiga eina og eina vél eru ekki eins hreyfanlegir milli lands- hluta og verka eins og verktakar, sem þekkingu hafa á stjórnun verka af ýmsu tagi eins og t.d. vegagerð, hafnargerð, virkjana- framkvæmdum o.fl. Það er ekki nema eðlilegt að Vegagerðin sé ein um ýmiss tæki eins og veghefla o.fl. vegna þess að frjálsum verktökum hefur aldrei verið gefinn kostur á að fram- kvæma verk þar sem þessi tæki þarf til. Þetta eru hins vegar ekki haldbær rök fyrir því að bjóða ekki út. Ég skal ekkert fullyrða um atkvæðasmölunarhugarfar þingmannna, sem ekki hafa þjóð- arhag að leiðarljósi. Flestir þeirra huga aðeins að deginum í dag en lítt að þeirri nauðsyn að hafa sterkan verktakaiðnað. Þeir eru sagðir tala um það að vá sé fyrir dyrum heimamanna fái þeir ekki vinnuna gegnum stjórnun Vegagerðarinnar. Væri ekki rétt fyrir þessa garpa á þingi að huga að því að það kann að vera vá fyrir dyrum hjá þeim verktökum, sem hafa framkvæmt stór verk víðs vegar um landið. Má í því sambandi nefna vegagerð út frá Reykjavík og á Suðurlandi, virkjanir og hitaveitufram- kvæmdir víðs vegar um land. Verktakar í jarðvinnu geta flutzt milli verkefna eins og t.d. úr hitaveituframkvæmdum í vega- gerð. Norður á Akureyri hafa stórir norðlenzkir verktakar sinnt hitaveituframkvæmdum með sóma en nú fer þeim að ljúka. Skyldi ekki vera vá fyrir dyrum hjá þeim? Eiga þessir stærri verktakar, sem geta stjórnað verkum, að éta það sem úti frýs og leggjast í hýði eftir geðþótta alþingismanna en eiga aftuí- að vera brúklegir þegar á þeim þarf að halda? „Það kostar það sem það kosta vill“ Ef að líkum lætur hafa þing- menn ekkert spurt um kostnað við þeirra aðferð á framkvæmdum. Enda virðist þeirra skoðun á kostnaði verklegra framkvæmda vera „það kostar það sem það kosta vill“. Ýmsar stofnanir, þar á meðal Vegagerðin, halda þvitoft á lofti að þær framkvæmi ekkert dýrara eða jafnvel ódýrara. Engar fullnægj- andi tölur eru til um slíkt en þær tölur sem þessar stofnanir hafa gefið upp þurfa skýringa við. Ekkert tillit er tekið til þeirra fjármuna, sem ríkissjóður fær aftur í kassann frá frjálsum verktökum en ekki frá vegagerð. Má þar nefna skatta og skyldur og ekki hvað sízt söluskatt. Þá hefur ekki verið tekið tillit til sérhlunn- V egagerð Dr. Magni Guðmundsson: í Morgunblaðsviðtali 7. júlí lét ég svo um mælt, að „tap lánveit- enda og gróða skuldara á verð- bólguskeiði mætti auðveldlega jafna gegnum skattkerfið — án þeirrar röskunar í atvinnu- rekstri, sem vaxtabröltið veidur.“ Ætla ég nú að finna þessum orðum mínum stað. I leiðinni mun ég víkja að grein Tryggva Pálsson- ar og félaga hér í blaðinu. Fyrst dreg ég saman í fáar setningar helztu niðurstöður mín- ar varðandi vaxtabröltið: 1) Beinar vaxtahækkanir eða vaxtahækkanir í formi verðbóta- þáttar eða verðtryggingar á lán- um geta ekki haft nein samdrátt- aráhrif á peningamarkaðinum, meðan ríkisbúið er rekið með halla og sá halli er greiddur með lánum hjá Seðlabanka eða lánum erlendis frá. 2) Þessar vaxtahækkanir valda kostnaðarauka í framleiðslunni og ýta undir verðbólgu, sem mæta verður annars vegar með aukinni skattheimtu ríkis og sveitarfélaga og hins vegar með gengissigi eða gengislækkunum til að halda út- flutningsatvinnuvegunum gang- andi. 3) Ávinningur sparifjáreigenda af vaxtahækkununum eyðist næstum jafn óðum við útþynningu gjaldmiðilsins af ofangreindum ástæðum. 4) Gjaldþol fyrirtækja þverr og samkeppnishæfni þeirra út á við lamast, er vaxtabyrðin verður allt að fjórum sinnum þyngri en í viðskiptalöndum okkar. 5) Jafnframt skerðist greiðslu- geta launþega og kaupkröfur ger- ast óhjákvæmilega háværari, þeg- ar ársvextir af verði meðalstórrar eiginíbúðar eru orðnir hærri en árslaun fyrirvinnunnar á heimil- inu. Ungu fólki reynist nær ókleift að byggja, og landflótti þess blasir við. Allt eru þetta óhrekjanlegar staðreyndir. Hins vegar telur Tryggvi Páls- son og félagi hans (sem ég veit ekki deili á) í Morgunblaðinu 21. þ.m., að af ríkjum latnesku Suð- ur-Ameríku, sem verðtryggðu lán, hafi eitt þeirra (Brasilia) í eitt ár (1973) komið verðbólgu niður í 15%. Milton Friedman lætur þess getið í „Newsweek" 21. jan. 1974, að Brasilíumönnum hafi tekizt á þrem árum að lækka verðbólgu ofan í 30%, ekki 15%. Þarna skeikar allmiklu og verða þeir Tryggvi og Nóbel-hafinn í hag- fræði að gera út um ágreininginn sín á milli. Mergurinn málsins er sá, að verðbólga svellur enn i þessum löndum, sem reynt hafa verðtryggingu lána í 1 'A áratug. Þá heldur Tryggvi því fram, að bindiskyldu viðskiptabankanna sé beitt til að draga úr þenslu. Svo er alls ekki. Hið bundna fé á reikningi Seðlabankans er allt endurlánað af honum til að fjár- magna birgðir afurða o.fl. Bindi- skyldan er því gersamlega óvirk sem hagstjórnartæki. Að Tryggvi skuli ekki gera sér grein fyrir þessu, gefur til kynna, að skilning- ur hans mætti vera meiri. En kokhreystina og drýgindin skortir ekki. Þannig byrja þessir kumpán- ar grein sína með því að skipa sjálfum sér á bekk með hagfræð- ingum („við eins og fleiri hagfræð- ingar"). Nenni ég ekki að tína til fleiri atriði. Grein félaganna er birt undir ruddalegri fyrirsögn og málflutningurinn í heild fremur óvandaður. En mikið virðist við liggja, þegar tveir málaliðar eru gerðir út af örkinni í tilefni örstutts viðtals við mig í Morgun- blaðinu. Sný ég mér þá að skattahliðinni. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að eigendur fasteigna og fastafjár halda sínum hlut í verð- bólgu, en þeir, sem peninga eiga eða skuldakröfur, þola töp. Hefir því verið mjög á loft haldið, að húsbyggjendur, sem aðgang ættu að lánastofnunum, græddu á verð- bólgunni. Áróður í þessa átt hefir gengið svo langt, að nálgast móð- ursýki. Stöðugt er hamrað á verð- hækkun fasteigna, þó að réttara væri að tala um verðlækkun pen- inga, og vaxtaokur er talið allra meina bót. Enda þótt húseigendur haldi sínum hlut í verðbólgu, er naumast unnt að tengja verð- bólgugróða við eiginfbúðir. Að reisa sér þak yfir höfuðið er frumþörf fjölskyldu, eins og matur og drykkur, ekki sízt í köldu og stormasömu landi sem okkar. Það er líka rangt, að eiginíbúðir hafi veri fjármagnaðar að miklu leyti með ódýru lánsfé. Húsnæðis- málastjórnarlán voru einmitt hin fyrstu, sem verðtryggð voru hér- lendis. Bankalán voru af skornum skammti. Eiginíbúðir alls þorra landsmanna eru til orðnar fyrir þrotlaust starf byggjenda, sem margir lögðu nótt við dag. Öðru máli gegnir sjálfsagt um atvinnuhúsnæði. Ýmsir hafa freistast til að festa rekstrarfé í byggingum. Enn aðrir eru taldir hafa séð sér leik á borði að fela verðbólgugróða í steinsteypu. En þeir jöfrar þurfa ekki á lánsfé að halda, og vaxtabreytingar hafa því engin áhrif á þá. Nú er vitað, að einn og sami maður getur verið bæði fasteigna- eigandi og sparifjáreigandi. Spurningin mikla er hins vegar þessi: Ef orðið hafa af völdum veðbólgunnar óeðlilegar eignatil- færslur milli þessara aðila, hví í ósköpunum er skattalöggjöfin þá ekki notuð til jöfnunar, eins og þegar um tekjumisræmi þegnanna er að ræða? Til er skattur, sem gegnir þessu sérstaka hlutverki. Nefnist hann á enskri tungu „Capital gains tax“, og hefi ég vegna skorts á betra orði kallað hann „auðvaxtarskatt". Hann er hluti tekjuskattsins og varðar breytingar á eignaverðmætum. Er hann bæði jákvæður og neikvæður í þeim skilningi, að hækkun á markaðsverði eignar kemur til tekna á framtalið, en lækkun markaðsverðsins til tekjufrá- dráttar. Með sama hætti eiga lántakendur að færa raun-ávinn- ing vegna skuldahjöðnunar af völdum verðbólgu, en lánveitendur — þar með taldir innstæðu- og verðbréfaeigendur — eiga að færa raun-tap. Auðvaxtarskatturinn er að meginreglu einfaldur í sniðum, en er aftur margbreytilegur í fram- kvæmd hjá ýmsum þjóðum. Bandaríkin tóku upp þennan skatt fyrir meira en hálfri öld, en Kanada og flest eða öll EBE-lönd hafa hann nú. Við íslendingar höfum brot þessa skatts í formi skattlagningar á sölugróða eigna, en í ákveðinn tíma eftir kaup þeirra aðeins. Kanadamenn undanþiggja eiginíbúðir auð- vaxtarskattinum, en reikna eigna- auka eða eignatap annars að hálfu til skatts. Þar sem hæsti tekju- skattur innheimtur er 50%, fer auðvaxtarskatturinn aldrei yfir 25%, og greiðslu hans má dreifa yfir árabil. Ekki er mögulegt að gera þessum skatti skil í blaðagrein, enda um langt mál og mikið að ræða. Á hann er hins vegar bent, því að hann er eðlilegri og farsælli lausn en vaxtaokur, sem kyrkir atvinnureksturinn í landinu. Verðtrygging að hluta (partial indexation), sem þó tekur aðeins til langtíma lána og bundinna bankabóka, er af sumum talin geta farið vel með auðvaxtar- skatti. Skuldahjöðnun og skattalöggjöf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.