Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ 1979 Smalamennskur og rúnings- réttir hafa að undanförnu staðið yfir hjá bændum í Ölfusi. Á föstudaginn var Hellisheiði smöiuð, Hengladalir á laugar- dag og á mánudag var síðan smalað að Húsmúlarétt og það fé er þangað kom rúið. Hús- múlarétt er skammt frá Kol- viðarhóli, og þangað hafa bændur úr Ölfusi löngum smalað því fé sem er vestan Hellisheiðar og Hengils. Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins voru í Hús- múlarétt á mánudaginn, er smalamenn komu að með safn- ið, og fylgdust með því er féð var rúið. Talið barst einnig að sprett- unni á túnum heima fyrir, og bar mönnum saman um að hún væri með lélegra móti. Aðeins væri byrjað að slá á örfáum bæjum í Ölfusi, en þess væri þó sennilega ekki langt að bíða að sláttur hæfist almennt, alla vega ef góðviðrið héldist. Ætla a<) heyja á Forunum f sumar Það er gott merki þess að illa hefur sporttið í Ölfusi, þegar bændur ræða um að heyja í Ölfusforunum, en þar er oft mikið og kraftmikið gras þó illa spretti á túnum. Áður fyrr voru Forirnar nýttar af öllum bæjum sem áttu rétt á slægju þar, og þá var enginn svo mikill búskussi að hann nýtti ekki slægjur sínar þar. Eru raunar ekki mörg ár síðan bændur hættu almennt að fara í Forirnar eftir að tún- og engjaslætti lauk. Ölfusforirnar hafa þó oft verið erfiðar yfirferðar og þar er stundum svo blautt að bera verður nýslegna störina á herðum sér eða á hestum upp á þurrt þar sem dráttarvélar komast að. Er svæðið enda undir vatni mest allt árið og bleyta því mikil. Dagbjartur í Gljúfur- holti að draga. Sverrir í Litla-Saurbæ beitir klippunum af öryggi er hann losar eina ána við vetrarfeldinn. Féó rann illa vegna hitans Heitt var í veðri þennan dag, og raunar sögðu bændur að þeir myndu ekki eftir svo góðu veðri í vor-eða sumarsmalamennsku. alla þrjá dagana hafði verið sól og hiti. Þetta gerði það hins vegar að verkum, að féð rakst illa, og var því komið seinna að réttunum en venja er til. Þá urðu hestar smalamanna einnig fyrr uppgefnir, og jafnvel harðduglegustu smalahundum var greinilega brugðið, og sýndu þeir rollunum mun minni áhuga en venjulega. Á móti kom þó, að hitinn gerði það einng að verk- um að kindurnar hlupu minna um, og var því auðveldara að hemja safnið fyrir vikið. Þó var ekki meira af þeim dregið en svo, að rétt áður en komið var að réttinni tók allstór hópur sig útúr og hljóp upp Húsmúlann í átt til fjalls, en með snarræði tókst þó að komast fyrir stroku- féð. Þó sögðu þeir Ölfusbændur að mesta furða væri hve lömbin væru væn, en það gæti verið því að þakka hve lengi fé gekk á ræktarlandi í vor, og svo gæti það villt mönnum sýn hve seint er nú rúið. En verði tíðarfar með skaplegum hætti það sem eftir er sumars kváðust þeir ekki kvíða lélegum fallþunga dilka í haust. Safnið er komið í réttina og menn og hestar hraða sér í hressingu og hvíld. Seint rúið og hagi fremur lélegur. Rúningur fór óvenju seint fram að þessu sinni, enda hefur árað illa og kuldar hafa valdið því að gróður kom seint og ekki var unnt að reka fé á afrétt. Ber afrétturinn þess raunar enn merki, að kalt hefur verið, því gróður er í minna lagi, þó nú sé hann óðum að taka við sér. Rúningsréttir undir Húsmúlanum á Ölfusafrétti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.