Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979 21 / „Utflutningur iðnaðarvara hefur nær 38-faldast síðan árið 1969” Ur ársskýrslu Utflutningsmiðstöðvar iðnaðarins 1978: Utflutningsmiðstöðin hefur nú starfað í rúman áratug Utflutningur í heild hefur 19-f aldast á sama tímabili Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur nú starfað í rúman áratug. Starfsemin hófst um áramót 1968/69 á vegum Útflutnings- skrifstofu Félags íslenzkra iðn rekenda. Vorið 1971 voru síðan samþykkt lög á Alþingi um Útflutningsmiðstöð iðnaðarins, sem tok til starfa um mitt ár 1971. Á þessu timatili hafa orðið miklar framfarir f iðnaðarvöru- ufflutningi. Sé fyrst litið á þróun útflutningsins sjálfs, þá hefur útflutningur landsmanna í heild aukist ur um 9,5 milljörðum krona 1969 í rúmlega 176 mill- jarða króna 1978, en útflutning- ur iðnaðarvara hefur á sama tímabili aukist úr 973 milljónum króna í tæplega 35 milljarða króna. Útflutningurinn f heild hefur því tæplega 19-faldast á þeim tíma. en útflutningur iðnað- arvara tæplega 38-faldast. Hér munar mestu um útflutning áls, sem nam afið 1968 519 milljónum króna, en var kominn í 23,6 milljarða 1978. Jafngildir það um 13,5% af heildarútflutningi landsmanna og er meira en þriðj- ungur af verðmæti útflutnings hraðfrystra sjávarafurða það ár, svo nærtækt dæmi sé nefnt. Iðnaðarvöruútflutningurinn utan áls hefur hins vegar 25-fald- ast á tímabilinu. Hann nam 454 milljónum króna 1969, en var kominn uppp í 11,2 milljarða 1978, en það jafngildir um 1/6 hluta stærsta útflutningsiðnaðs landsmanna, hraðfrystiiðnaðar- ins, eða tæplega helmingi af álútflutningnum. Hlutfallslegt gildi iðnaðarvöru- útflutningsins í heildarvöruút- flutningnum hefur líka breyst. Það var í upphafi tímabilsins 10,3%, en nam í lok tímabilsins 19,8% af heildarútflutningi. Hæst nam hlutfallið árið 1976, 24%. Stafar þessi hlutfallslega lækkun fyrst og fremst af því, að útflutn- ingur sjavarafurða hefur notið mjög hagstæðrar verðlagsþróunar auk þess sem magn hefur aukist. Hlutfallslegt gildi iðnaðarvöru- útflutningsins utan áls hefur og farið hækkandi. Það nam 4,8% af heildarútflutningi 1969, en 6,3% 1978. Hæst var þetta hlutfall 7,3% af heildarútflutningi 1977. Ullar- útflutningurinn til Sovétríkjanna dróst hins vegar saman um 193 tonn árið 1978. Þrátt fyrir að um verulega aukningu á útflutningi iuðnaðarvara á aðra markaði væri að ræða nægði það ekki til þess að vera hér fyllilega upp á mofi. Aðeins 1% af heildar- útflutningnum sé litið á útflutninginn í heild sinni 1961—1970 á föstu verðlagi kemur í ljós að útflutningurinn tvöfaldaðist á tímabilinu 1961— 1966, síðan komu áfallaárin 1967, 1968 og 1969 þegar útflutningur- inn dróst verulega saman, en 1970 nam hann sama verðmæti og 1966. Sé litið á iðnaðarvöruútflutning- inn 1961—1968 er hann óveruleg- ur, oftast um og innan við 1% heildarútflutningsins. Síðan hækkar hlutfallið um leið og dregur úr útflutningi sjávarvöru og verður um það bil 2% 1967, næstum 3% 1968. Voru síldarárin ekki eins glæst og haldið var? Því hefur oft verið haldið fram, að hin glæsilegu síldarár hafi verið hin stórkostlegustu í út- flutningssögunni. Svo virðist þó ekki vera. Þetta kemur berlega í ljós þegar gripið er til þess ráðs að snúa öllum útflutningi í dollara og er þá kronum breytt í dollara miðað við meðalgengi hvers árs. Þá sést að heildarútflutningur landsmanna hefur rúmlega 6-fald- ast í dollurum á tímabilinu 1969—1978 eða hækkað úr 108 milljónum dollara árið 1969 í 648 milljónir dollara árið 1978, en hafði rétt tvöfaldast á árunum 1961—1970. Þar af hefur útflutn- ingur sjávarafurða farið úr 87 milljónum dollara 1969 í 495 milljónir dollara árið 1978 eða 5,7-faldast í dollurum. Útflutningur iðnaðarvara hefur aukist úr 11 milljónum dollara 1969 itl28 milljónir dollara 1979. Á það matþó benda að útflutningur iðnaðarvara í dollurum 1978, þ.e. 128 milljónir dollara, er 19 mill- jónum dollara hærri en heildar- útflutningur landsmanna í þess- um sama gjaldmiðli árið 1969. OECD-löndin taka við um 70% útflutningsins Þegar litið er atmarkaði fyrir útfluttar iðnaðarvörur kemur í ljós, eins og við var að búast, að OECD-löndin taka við um 70% af útflutningnum, en um 30% fara til annarra landa. Langmesta þýð- ingu hafa í þessu sambandi Efna- hagsbandalagslöndin, sem toku við 43% af iðnaðarvöruútflutn- ingnum 1978, en hafa oft tekið við meiru. í sömu andrá verður að nefna EFTA-löndin, en þangað fóru um 20% af iðnaðarvöruútflutningn- um. I báðum þessum bandalögum njótum við nú allra tollfriðinda og hefur það sitt að segja. Af iðnað- arvöruútflutningnum 1978 fóru um 11% til Austur-Evroþu, en um 5% til Norður-Ameríku. — Þessi hlutföll lita að sjálfsögðu öðruvísi út ef álið er ekki talið með. para þat38% af útflutningnum til EBE-landa, 14% til EFTA-landa, 27% til Sovétríkjanna, 16% til Norður-Ameríku og 4% til ann- arra landa. gn þr^ fyrjr breyttar prósentur vekur athygli hve mikið fór til EBE- og EFTA-landa, þar sem við njótum tollfríðinda gagn- stætt þvi sem er í Norður-Ámer- íku þar sem lagðir eru háir tollar á innflutning ullarvara. Hagstæð gengisþróun 1978 Við útflutning sjávarafurða hef- ur gengið afgerandi áhrif á af- komuna. Sama pldir um útflutn- ingsiðnaðinn. Utflutningsiðnaður hefur aftur á móti engin áhrif á skraningu gengis gagnstætt við sjávarútveginn. Samanborið við árið 1977 hefur þróun gengisins verið iðnaðinum hagstæð árið 1978. Þannig hækkaði verð á dollara um 50% það ár, en hafði einungis hækkað um 12% árið áður. Af þessu má sjá að fátt hafi. haft eins afgerandi áhrif á afkomu ársins 1978 og gengisbreytingar islenzku krónunnar. Útflutnings- miðstöð iðnaðarins 10 ára Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur nú starfað í rtuman áratug. Á margan hátt er nú unnið öðruvísi en í upphafi, enda hefur stofnunin orðið að laga starfsem- ina að ytri aðstæðum, sem sífellt breytast. Þetta kemur berlega í ljós þegar blaðað er í ársskýrsl- um frá upphafi til þessa dags. Með vaxandi útflutningi iðnað- arvara hafa verkefni Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar oprðið fjöl- breyttari og jafnframt hefur starfsemin beinst í ákveðnari far- veg. í upphafi auðkenndist starf- semi hennar af tilraunum með ýmiss konar markaðsaðgerðir, svo sem þátttöku í vörusýningum, kynningum, gerð og frágangi út- flutningspappíra og miðlun við- skiptafyrirspurna. Einnig var lögð áherzia á að byggja upp samvinnu við erlendar stofnanir og fyrir- tæki. Ennfremur einkenndist byrjunartímabilið af ráðgjöf Sam- einuðu þjóðanna sem stóð frá 1971—1974, en aðalskýrsla sér- fræðinga þeirra kom út í júní 1973. Nú síðustu árin hefur starfsemi Útflutningsmiðstöðvarinnar beinst í ákveðnari farveg og liggja til þess margar orsakir. I fyrsta lagi má nefna að það, sem var aðalverkefni hennar fyrstu árin, má nú flokka undir dagleg störf. T.d. er undirbúningur og þátttaka í vörusýningum auðveldari en áð- ur, þrátt fyrir að þeim hafi fjölgað til muna. Ástæðan er einfaldlega sú, að nú er fyrir hendi þekking og reynsla, sem auðveldar alla vinnu. Einnig ber að nefna að útflytjend- ur sj álfir og umboðsmenn þeirra taka nú mun ríkari þátt í undir- búningi vörusýninga. Markaðs- og tæknileg vandamál, eins og gerð útflutningsskjala, sem eitt sinn var álitið vandamál í útflutningi, eru nú leyst með námskeiðum og fyrirlestrum, en þar að auki virð- ist þess konar þekking færast til á milli fyrirtækja nutorðið. í grófumn dráttum má ef til vill skipta 10 ára starfsemi Útflutn- ingsmiðstöðvarinnar í tvö tímabil. Fyrra tímabilið auðkenndist af grundvallaruppbyggingu ásamt vinnu við úrlausn á einfaldari tæknilegum viðfangsefnum í út- flutningsverslun. Tæknileg við- fangsefni eru hér nefnd þau sem snúa að verklegri framkvæmd útflutnings, svo sem flutningar, útflutningsskjöl, innheimtur, um- boðsmannasamningar, og fleira mætti telja. Seinna tímabilið hefst svo fyrir örfáum árum og stendur enn. Þetta tímabil er frábrugðið hinu fyrra að því leyti, að nú er aðalahersla lögð á uppbyggingu útflutningsiðnaðar og þróun markaðskerfa fyrir mismunandi vöruflokka. Fyrra tímabilið er ekki úr sögunni meðan nyír smá- útflytjendur bætast í hópinn, en aðstoðin er öðruvísi og hún miðast við reynslu sem oftast er fyrir hendi. Þannig hefur starfsemin smátt og smátt þróast yfir í það að verða skipulagning á uppbyggingu sjálfrar framleiðslunnar. Sam- hliða er unnið að leiðum til útflutnings. Hér er gerð grein fyrir þróun iðnaðarvöruútflutnings á 10 ára timabili og einnig skiptingunni á rtiilli atvinnugreina. Þar kemur m.a. fram, að hlutur iðnaðarvöru utan áls hefur minnkað úr 7,3% 1977 í 6,3% árið 1978. Sama tafla og að ofan nema hvað öllum upphæðunum er snúið í dollara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.