Morgunblaðið - 26.07.1979, Side 11

Morgunblaðið - 26.07.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JULl 1979 Takk fyrir afmæl- isgjöfina K jartan —K ved ja f rá N orðf irðingi inda á kjörum ríkisstarfsmanna eins og t.d. verðtryggðan lífeyr- issjóð, sem kostar ríkið milljarði á ári hverju. í nýjum bandarískum reglum er þetta atriði (fringe benefit) látið vega 20.4% í sam- anburði á kostnað framkvæmda frjálsra verktaka og ríkisins hvað laun snertir. Þannig er allt í þessu ríkiskerfi, það veit enginn hvað neitt kostar í raun og veru. Vegamálastjóri heldur því jafnframt fram að Vegagerðin hafi aðstöðu um allt land til að sjá um viðhald og aðra þjónustu við vegfarendur. Þeir sem þessa þjón- ustu annast geta gert meira og því séð um nýbyggingar um leið. Ef nýbyggingar væru boðnar út þyrfti engu að síður að standa undir kostnaði við mikinn hluta þessarar aðstöðu. Þessi staðhæfing er með þeim vinsælustu hjá stofnunum ríkisins og hefur jafnan verið. Orð vega- málastjóra bera það með sér að hægt er að draga úr starfsemi Vegagerðarinnar. Eg er ekki í nokkrum vafa um það að flestir hugsuðu þannig fyrir 1960, að Hitaveita Reykja- víkur væri ein fær um að sjá um hitaveituframkvæmdir. Þá komu menn sem höfðu þor til að söðla um. Vissulega fengu starfsmenn H.R. vinnu hjá verktökum. Það á að minnka aðstöðu Vega- gerðarinnar, sem þá verður hæfari að taka sveiflum eins og þeim sem hafa verið á undanförnum árum. Verktakar geta snúið ser að öðrum framkvæmdum eins og t.d. hafn- argerð eða virkjanagerð þegar vegagerð er í lágmarki þ.e.a.s. ef stjórn landsfeðranna verður með skaplegum hætti. Vegamálastjóri minnist á brúargerð. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um það en frjálsir verktakar eru færir að sjá um það eins og annað ef aðstæður skapast. Hins vegar hefur brúargerð verið svo til eingöngu í höndum Vega- gerðarinnar einhverra hluta vegna. Það er hægur vandi fyrir verktaka að ráða til sín hluta af brúarsérfræðingum Vegagerðar- innar, þegar Vegagerðin fer að bjóða út. Það er ekkert svo serstakt við brúargerð að aðeins starfsmenn á launum hjá ríkinu geti framkvæmt það en ekki aðrir. Þess má geta að þegar alþjóða- stofnanir lána fé til stórfram- kvæmda á íslandi er það allajafna skilyrði að boðið sé út. Hvers vegna? Væntanlega vita þeir aðil- ar, sem fást við fjármögnun mannvirkja víða um heim hvað þeir eru að gera. Hvers vegna skildu þeir krefjast útboða og nákvæmra úttekta á verkum? Það virðist sem örlað hafi á þeim skilningi hjá sumum ráða- mönnum að nauðsynlegt er að hafa sterkan, frjálsan verktaka- iðnað, sem fer að dafna við eðlileg skilyrði. Því miður eru skilyrðin ekki til staðar nema þá helzt gagnvart erlendum aðilum, ríkis- stofnunum og ræktunarsambönd- um. Um allan hinn vestræna heim er verktakaiðnaður með stærstu iðngreinum og viðurkenndur sem slíkur. Framleiðni er jafnframt meiri en hér. Jafnvel stofnana- kerfi Austur-Evrópu hafa frjáls verktakafyrirtæki, en eitt þeirra, eins og við vitum, byggði eftir alþjóðlegu útboði Sigölduvirkjun (Verktakafyrirtækið Energopro- ject frá Júgoslavíu). Nú er tækifæri í náinni framtíð að koma þeirri reglu á að Vega- gerðin bjóði jafnan út megnið af framkvæmdum sínum. Því er fagnað að Vegagerðin hyggist á næstunni í það minnsta bjóða út þá aukningu sem verður á fjárveitingum til vegagerðar. Reykjavík, 20. júlí 1979 Othar Örn Petersen hdl. framkvæmdastjóri Verktakasambands íslands Kæri Kjartan ráðherra (sjávar- útvegs), ég ætla að senda þér smá kveðju sem Norðfirðingur. Eins og þú virðist vita eigum við Norðfirð- ingar dálítið sérstakt ár í ár. Kaupstaðurinn sem stendur við fjörðinn okkar, Neskaupstaður, er nefnilega 50 ára. Og okkur finnst öllum sem hér búum eða erum héðan við eiga afmæli í ár. í dag var ég á labbi niðrá bryggju og þá datt mér þú skyndilega í hug. Sól var og máfarnir sveimuðu í kjöl- far lítillar trillu sem sigldi inn bláan fjörðinn, berandi fisk í bú. Og skömmu síðar kom einn okkar myndarlegu skuttogara hlaðinn gjaldeyri í mynd fisks. Mér varð litið yfir bæinn, nýmáluð húsin í tilefni af afmælinu. Mörg í smíð- um, kát börn í leik í görðum, vandaðir bílar silast um malbik- aðar götur. Ég leit aftur út á sjóinn þar sem skuttogarinn skar hafflötinn. Og mér varð ljóst hvaðan allir þeir peningar sem þetta gróskumikla líf byggðist á voru komnir. Og það var þá sem mér datt nafn þitt í hug. Ég sá fyrir mér greindarlegan mann við stórt skrifborð. Fyrir framan hann var hafsvæðið kringum ís- land dregið upp og inná það snyrtilega teiknaðir fiskistofnar. En einhvern veginn festist mynd- in ekki í huga mér. Togarinn sem öslaði sjóinn var sterkari. Ég hugsaði með mér hve erfitt væri að kortleggja þá ólgandi vatnshít sem hann sigldi á, það ógnfjöl- breytta líf sem þar svamlar. Og einnig hve erfitt væri að meta það kraftaverk samstilltra handa og huga sem dregið hafði lífsbjörgina inn í þetta skip sem þarna sigldi. En mynd raunveruleikans hvarf, aftur komst þú. í þetta skipti varstu búinn að stilla upp litlum bátamódelum á stóra skrifborðið þitt. Þessi módel mynduðu hring í kringum landið. Ég sá þig bæta tveimur við fyrir utan fjörðinn þaðan sem þú ert fæddur en svo sá ég mér til mikillar skelfingar að þú veltir einu um koll í mynni fjarðarins míns. Þótti mér þú farinn að leika þér dálítið ógæti- lega. Hugsaði með mér að þetta hefðirðu nú gert af því staðurinn minn á afmæli í ár, þú viljað ýta einu gamla skipinu okkar til hlið- ar og gefa okkur nýtt. Varð mér litið á skipið sem öslaði inn flóann, það hafði komið örlítið nær, svo ég sá nú ryðblettina sem voru á því. Þetta var þá gamla skipið okkar, 12 ára. Mér hlýnaði um hjartaræturnar, þú myndir af rausn og höfðingsbrag gefa okkur nýrra og glæsilegra skip, svo við gætum haldið áfram að smíða ný hús, kaupa vandaða bíla og fólkið fyrir sunnan að fara til útlanda og klæða sig í nýjustu fötin. En nú var skyndilega skipt um veður þarna á bryggjunni, tekið að hvessa og ýfa fjörðinn, sólin horf- in inn í gráan skýjafald. Er ég gekk heim á leið hugsaði ég með mér; ég verð nú að skrifa honum Kjartani bréf fyrir hönd Norðfirð- inga og þakka honum fyrir afmæl- isgjöfina. Á meðan slíkar gjafir eru okkur gefnar þurfum við ekki að óttast þó hann hvessi. Styrkir, órýðgaðir stálbitar nýrra og ný- legra fleytna munu sjá um að sjómenn vorir komist út á hin úfnu höf og dragi björg í bú. Enn einu sinni takk fyrir Kjartan, gjafar þinnar verður lengi minnst á Neskaupstað. ólafur M. Jóhannesson. ENGLAND — 23 ára karlmaður óskar eftir að skrifast á við kvenmann. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er og upplýsingar um áhugamál o.fl. Alan Klapproth 354 Seaside Eastbourne Sussex England. r V • V \ >v enna vinir // Reyfarakaup.. Kr. 8-900.000.-lægra verð Toyota Cressida | | ■ . CuAlr oAolne Hardtop Eyðir aðeins ca. 9,5 I á 100 km. Toyota Corolla ^ ■ ■ PvAir aAoine Liftback Eyðir aðeins ca. 8 I á 100 km. Betri kaup gerir enginn í„hröðu gengissigi“ Vegna sérstaklegra hagkvæmra samninga fáum við nokkra af þessum stórglæsilegu bílum á sannkölluðu tækifærisverði. 8-900.000-kr. lægra verðá bíl. TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI 44144 KÓPAVOGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.