Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979 _2______________ Rafmagnsveitur ríkisins: Lokað fyrir rafmagn vegna vanskila á Snæ- fellsnesi á mánudag Lokanir hefjast um Suðurland um mánaðamót Reykvíkingar fá innan skamms að sjá þennan strætisvagn aka um götur borgarinnar. Tveggja hæða stræt- isvagn frá London á götur Reykjavíkur Á NÆSTUNNI er væntanlegur til Reykjavíkur rauður tveggja hæða strætisvagn frá London en vagnar af þessari gerð setja mjög svip sinn á umferðina í London. Það er fyrirtækið Kaup- stefnan h.f., sem stendur fyrir því að fá vagninn til landsins og verður hann notaður ítengslum við Alþjóðavörusýninguna, sem haldin verður í Laugardalshöll- inni dagana 24. ágúst til 9. september n.k. Bjarni Ólafsson, framkvæmda- stjóri Kaupstefnunnar sagði í gær að þeir hefðu jafnan í tengsl- um við vörusýningar fyrirtækis- ins reynt að vera með eitthvað, sem sérstaklega vekti eftirtekt og væri einkenni sýningarinnar. Síð- ast hefði það verið stærsti stóll í heimi. Nú hefðu þeir fengið þenn- an 15 ára gamla tveggja hæða strætisvagn frá London og væri hugmyndin að hann yrði í ferðum um borgina. Vagninn væri að vísu gerður fyrir vinstri umferð þann- ig að finna þyrfti leið, sem hann gæti ekið um og tekið farþega upp á einum eða tveimur viðkomu- stöðum en endastöð vagnsins yrði við Laugardalshöllina. Bjarni sagði að þeir ynnu nú að því í samráði við hlutaðeigandi yfir- völd að skipuleggja leið fyrir vagninn. Raforkuframleiðslan þremur MW minni en þegar mest var RAFMAGNSVEITUR ríkisins eru nú að herða mjög innheimtu- aðgerðir vegna mikilla vanskila viðskiptavina fyrirtækisins út um land. Eins og fram kemur ( baksiðufrétt blaðins í dag, voru í gær 350 milljónir króna í van- skilum og á eindaga í dag eru 375 milljónir króna. Hér er þó aðeins átt við vanskil vegna smásölu Rarik. Tvö landssvæði hafa verið í sérstakri úttekt aðalskrifstof- unnar í Reykjavík, Snæfellsnes Kópankeri, 25. júlí. MIKIÐ af rækjuseiðum hefur síð- ustu tvo daga rekið á fjörur hér í nágrenni Kópaskers. Kunnugir menn minnast þess ekki að slíkt hafi áður gerst en verkstjóri rækju- vinnslunnar hér hefur skoðað seið- in og segir að ekki sé um að villast að þetta séu rækjuseiði. Menn geta sér til að ástæða þess sé helst sú að seiðin hafi vegna kulda ( sjónum leitað nær landi ( heitari sjó en síðustu daga hefur vindur gengið ( nokkuð hvassa norðanátt með öldu- gangi. Vetrartíð er hér nánast enn og í byrjun vikunnar var hiti við frost- mark á næturnar en í nótt fór hitinn niður í 5 stig. Aðfaranótt þriðju- dagsins lagði polla hér í sveit. Tún eru hvergi sláandi enn og kartöflu- grös eru rétt að koma upp. Að vísu er komið nokkurt gras á tún, sem hafa Kolmunna- veiði glæðist Eskifirói. 25. júlf. NÓTASKIPIÐ Jón Kjartansson kom í dag með 1000 lestir af kolmunna til Eskifjarðar og er það fyrsti verulegi aflinn, sem skipið fær í sumar. Veiðin hefur glæðst mikið að undanförnu og skipið feng- ið 100 til 200 lesta höl. Munu flest skipin sem eru á veiðum vera búin að fá góðan afla og eru Grindvíkingur og Eldborg væntanleg inn til Eskifjarðar á morgun, Grind- víkingur með 1000 lestir og Eldborg- in með 1300 lestir. Veiðisvæði skipanna er aðailega út af héraðs- flóa. Skipstjóri í þessari veiðiferð á Jóni Kjartanssyni var Sigurbergur Hauksson. Þá kom Seley inn í dag með 100 lestir af sandsíli en í síðustu viku hafði hún landað 150 lestum. — Ævar. „ÉG er á þv( að það eigi engin breyting að verða nú á þeirri stefnu, sem mörkuð var í ráð- herraviðræðunum við Norðmenn í Reykjavík. Það hefur ekkert gerzt siðan, þannig að hafi sú stefna verið rétt þá, er hún einnig rétt nú,“ sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, er Mbl. spurði hann í gærkvöldi álits á atriðum varðandi Jan Mayen, sem Matthfas Bjarnason og Suðurland, og er henni lokið á fyrra svæðinu. Það eru síðustu forvöð að gera skil í dag, því að á mánudag hefjast lokanir á Snæ- fellsnesi og upp úr mánaðamót- unum má gera ráð fyrir að lokanir hefjist um Suðurland. Samkvæmt upplýsingum Snorra Welding í innheimtudeild Rarik, skiptast þær vanskilaskuldir, sem samtals eru 350 milljónir þannig milli landshluta, en samtals eru verið alveg friðuð og þó vart nóg til að bændur hefji slátt. Menn hugga sig við, að í fyrra hófst sláttur ekki fyrr en í ágúst en þá var spretta góð, þannig að ef hlýnaði gæti ræst úr þessu að töluverðu leyti. — Ragnar Forstjóri Al- þjóðaorkumála- stofnunarinn- ar til íslands í BYRJUN næstu viku er væntan- legur hingað tii lands dr. Ulf Lantzke forstjóri Alþjóðaorku- máiastofnunarinnar (Internation- al Energy Agency) ( París. Var honum boðið til viðræðna viö (s- ienzk stjórnvöld að frumkvæði olfuviðskiptanefndar, en auk henn- ar mun hann ræða við iðnaðarráð- herra og fulltrúa viðskipta- og iðnaðarráðuneyta. Ætiunin er að ( þessum viðræðum verði bæði fjall- að um olfu- og orkumái almennt svo og um hugsanleg samskipti íslands og Alþjóðaorkumálastofn- unarinnar (framtfðlnni. Alþjóðaorkumálastofnunin er undirstofnun Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar í París (OECD) og eru öll aðildarríki OECD þátttak- endur í henni að fjórum undantekn- um og er ísland í þeim hópi. Verkefni stofnunarinnar eru margvísleg, þ. á m. samræming stefnu þátttökuríkja á sviði olíu- mála, orkusparnaðar og rannsókna á nýjum orkulindum. Dr. Ulf Lantzke er Þjóðverji 52 ára að aldri. Hann hefur verið aðalforstjóri Alþjóðaorkumála- stofnunarinnar frá stofnun hennar, en var áður yfirmaður orkumála- deildar efnahagsmálaráðuneytisins í Bonn. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur að baki langan feril innan v-þýzku stjórnsýslunnar. í för með dr. Lantzke verður Richard Scott aðallögfræðingur stofnunar- jnnar. _______________ alþingismaður lagði fram á fundi landhelgisnefndar á mánudag- inn, en þar setti Matthfas fram valkosti í þá átt, að íslendingar viðurkenni rétt Norðmanna til útfærslu við Jan Mayen, annað- hvort einhliða eða sameiginlega með íslendingum ásamt með helmingaskiptum íslendinga og Norðmanna á gögnum og gæðum (sjó og hafsbotni. Ólafur sagði, að hann liti á um 40 innheimtumenn um land allt, að Suðurland, sem er Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skafta- fellssýslur eru með í vanskilum 55 milljónir króna, vanskil í Norðurl- andi vestra nema um 63 milljón- um króna, á Austurlandi 75 millj- ónum króna, Vesturlandi 93 millj- ónum króna, Norðurlandi eystra 24 milljónum króna og á Reykja- nesi um 40 milljónum króna. Á Snæfellsnesi, þ.e.a.s. á Hell- issandi, Ólafsvík og í Grundarfirði og nágrenni hefur öllum vanskila- viðskiptavinum Rarik verið til- kynnt að lokanir fyrir rafmagn séu yfirvofandi á mánudag, verði vanskil ekki gerð upp í dag, fimmtudag 26. júlí. Snorri kvað hér aðallega um að ræða frysti- hús, hreppana og ýmsa orkufreka notendur, en hann kvað obba þeirra vanskila liggja hjá opinber- um aðilum eða sveitarfélögunum, fyrirtækjum og stofnunum. Lok- anir hafa verið tilkynntar hjá notendum, sem eiga vanskil að upphæð um 45 milljónir króna, en það er tæplega helmingur vanskilaskuldar notenda á Vestur- landi. Næsta svæði, sem tekið verður fyrir er Suðurland, þar sem van- skilaskuld er 55 milljónir króna. Er verið að gera úttekt á svæðinu og munu vanskilin vera mest í Árnes- og Rangárvallasýslum. Sagði Snorri Welding, að búast mætti við lokunum á þessu svæði um og eftir næstu mánaðamót. Hann kvað lokunaraðgerðir vera að hefjast um land allt og Rafm- agnsveitur ríkisins að herða inn- heimtuaðgerðir sínar. Krafla í gang á ný: Raforkuframleiðsla hefst að nýju við Kröflu í dag, en hún hefur legið niðri frá því 4. júní síðastliðinn. Er áætlað að unnt verði að framleiða um það bil 5 til 6 megawött, en það er nokkru minna en var þegar best lét, á tímabilinu janú- ar til marz síðastliðins, en þá var raforkuframleiðslan 8 til 9 megawött, að því er Gunnar Ingi Gunnarsson staðarverkfræðingur tjáði þessa valkosti Matthíasar sem minnisatriði eða athugunaratriði og hefði Kjartan Jóhannsson, sem gegnir störfum utanríkisráðherra, skýrt ríkisstjórninni frá fundi landhelgisnefndar. Að öðru leyti kvaðst ðlafur ekki vilja tjá sig um einstök atriði, sem Matthías Bjarnason lagði fram á fundinum. Mbl. tókst ekki í gær að ná sambandi við Matthías Bjarnason alþingismann. Morgunblaðinu síðdegis í gær. Gunnar sagði, að sú gufa, sem nú fengist við Kröflu, væri um 20 kílógrömm á sekúndu, en þar af færi helmingurinn til að knýja áfram sjálfa stöðina. Að- eins helmingur nýtanlegrar gufu við virkjunina fer því til raunverulegrar raforkuframleiðslu. Að undanförnu hefur verið unn- ið að því að hreinsa holu 9, en alls eru nýttar 5 borholur á Kröflu- svæðinu. Ástæða þess að nú er ekki unnt að framleiða eins mikið og þegar best lét í vetur sagði Gunnar vera þá, að hola 9 væri ekki eins góð og áður, og væri það raunar eðli allra borhola, að drægi niður í þeim er frá liði. Á mánudaginn var ein aflvéla Laxárvirkjunar stöðvuð vegna við- gerða, og sagði Gunnar Ingi að við það hefði verið miðað að fram- leiðsla við Kröflu hæfist þegar sú vél yrði stöðvuð. Þar er um að ræða stærstu aflvélina, sem raun- ar hefur aldrei fengið nægilegt vatn, en hún hefur framleitt 7 til 9 MW. Sagði Gunnar að nokkuð INNLENT hefði verið rekið á eftir því að hefja raforkuframleiðsluna við Kröflu af þessum sökum, en ann- ars væri þeim ekkert að vanbúnaði að hefja framleiðsluna nú. Væri því ekki um það að ræða að byrjað væri of snemma vegna erfiðleika við Laxárvirkjun. Ákvörð- unfyrir 1. sept- ember? SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið fékk í gær, mun þess ekki að vænta á næstunni að lausn fáist á þeim fjárhagsvanda ríkissjóðs, sem fyrirsjáanlegur er, ætli stjórnarflokkarnir að standa við þá stefnumörkun s(na að reka ríkissjóð hallalausan fyrstu 16 mánuði valdaferils síns. Til þess mun vanta um 7,5 milljarða, verði niðurgreiðslur óbreyttar, en ráðherrar munu sammála um að svo verði. Ráðherrar hafa nú tillögur Tómasar Árnasonar, fjármála- ráðherra, um nýjar og meiri skattaálögur til umfjöllunar. Þó hefur Tómas skýrt frá því opinberlega að hann vænti þess að ákvörðun muni liggja fyrir um tillögur hans fyrir 1. september næstkomandi. Rækjuseiði rekur á fjörur við Kópasker Matthías B jarnason með tillögur um Jan Mayen: Norsk eda sam- eiginleg útfærsla Helmingaskipti á gögnum og gæðum í sjó og botni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.