Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.07.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. JÚLÍ1979 35 Pétur Pétursson vítaspyrnusérfrœðinKur Feyenoord, skorar af öryggi þriðja markið í leiknum f gær úr vítaspyrnu. P. Stephan, framkvæmdastjóri Feyenoord: — Eg var ánægður með leik- inn og sigur Feyenoord. Við tökum þessa ferð til íslands mjög alvarlega og búm okkur undir alla leiki hér af kostgæfni. Leikmennirnir vita að þeir eiga að halda merki Feyenoord á lofti úti á leikvellinum. Þeir aðilar sem tekið hafa á móti liðinu hér á mjög myndarlegan hátt hafa skipulagt ýmsar skoðunarferðir fyrir leikmennina en við höfum því miður orðið að afþakka sumar þeirra, þar sem þær samrýmast ekki nauðsynlegum undirbúningi liðsins fyrir leik- ina. Pétur Pétursson: — Nú lékum við eins og við eigum að okkur en við eigum samt að geta leikið ennþá betur en í kvöld. Við tókum leikinn mjög alvarlega enda hafa strák- arnir gert sér grein fyrir því að það þarf að hafa fyrir hlutunum ef sigur á að vinnast gegn íslenzkum liðum. Ásgeir Sigurvinsson: — Þetta var nokkuð harður leikur en svona er fótboltinn orðinn í dag, það er ekkert gefið eftir. Það er alltaf erfitt að koma svona inn í nýtt lið en mér fannst mjög gaman að leika aftur með mínum gömlu félögum heima í Eyjum. Ég fer strax eftir leikinn til Reykjavíkur og á fimmtudagsmorguninn fer ég svo aftur út til Belgíu. Feye- noord hefur gott lið og það gefur ekkert eftir beztu liðunum í Belgíu. -þr/ss. Enda voru þeir geysilega ákveðnir þegar til leiksins kom og unnu öruggan sigur 4:0 eftir að staðan hafði verið 3:0 í hálfleik. Þrátt fyrir þetta stóra tap áttu Eyjamenn ágætan leik og voru mjög óheppnir að skora ekki a.m.k. tvö mörk. Ásgeir Sigurvinsson lék nú með sínum gömlu félögum í ÍBV í fyrsta skipti síðan 1973 en hann naut sín ekki sem skyldi, þar sem hann var í mjög strangri gæzlu allan tímann. Fyrri hálfleikur var mjög opinn og líflegur og bæði liðin áttu góðar sóknarlotur. Fyrsta mark leiksins kom á 12. mínútu. Pétur Pétursson skallaði þá boltann inn í mark- teiginn og þar var Jan Peters staðsettur og tókst honum að vippa boltanum yfir Ársæl mark- vörð, sem var illa staðsettur og auk þess alls ekki á verði. Rétt áður hafði Ásgeir Sigurvinsson komizt einn inn fyrir en hollenski markvörðurinn kom út á móti og tókst að hirða boltann af tám Ásgeirs á markteig. Mínútu eftir að Hollendingarnir skoruðu kom bezta tækifæri Vestmannaeyinga. Allir áhorfendur sáu boltann í netinu er góð fyrirgjöf kom til Þórðar Hallgrímssonar, sem var einn fyrir opnu marki á mark- teigslínu en Þórður var of seinn á sér og hollenski markvörðurinn bjargaði á síðasta augnabliki. Þarna var synd að Þórður skyldi ekki skora. ÍBV pressaði mjög stíft á Feyenoord á þessu tímabili og átti Ómar Jóhannsson t.d. þrumuskot í þverslá og má segja að þar hafi heilladísirnar bjargað Feyenoord. Annað mark Feyenoord kom á IBV— Feyenoord 16. mínútu eftir slæm mistök hjá vörn ÍBV, ódýrt mark. Pétur Pétursson hirti boltann af tveimur varnarmönnum ÍBV inn í mark- teig og svo gott sem labbaði með hann inn fyrir marklínuna. Þriðja markið kom úr víta- spyrnu á 31. mínútu leiksins. Pétur var kominn inn í vítateig og brunaði að markinu þegar Örn Óskarsson brá honum og víta- spyrna var réttilega dæmd. Pétur framkvæmdi spyrnuna sjálfur og skoraði örugglega með skoti út við stöng. fslendingar geta verið stoltir af þvf að eiga jafn snjalla knattspyrnumenn og þá Pétur Pétursson og Ásgeir Sigurvinsson. Myndin er tekin fyrir leikinn í gærkvöldi. Síðari hálfleikur í síðari hálfleik börðust bæði liðin mjög vel en Feyenoord átti þó meira í hálfleiknum og átti mörg ágæt tækifæri en tókst ekki að skora fyrr en á 70. mínútu leiksins og var þar að verki V.D. Korbut. Skoraði hann af stuttu færi eftir fallegt upphlaup hol- lenska liðsins. Vestmannaeyingar áttu tvö góð tækifæri í síðari hálfleiknum. Kári Þorleifsson átti mjög gott færi á 60. mínútu þegar hann komst einn inn fyrir og skaut góðu skoti af vítateig en beint á markvörðinn. Þá átti Ásgeir Sigurvinsson þrumuskot rétt fyrir leikslok, sem sleikti stöngina utanverða. Hefði það verið mjög verðskuldað að Ásgeir skoraði þarna mark fyrir ÍBV. Liðin Feyenoord lék nú mun betur en gegn Akurnesingum á mánudags- kvöldið. Miklu meiri hraði var í leiknum og mikið um skiptingar. Pétur Pétursson átti snilldarleik og var án efa bezti maður Feyen- oord og jafnframt bezti maður vallarins. Sýndi Pétur þarna svart á hvítu hvers vegna hann er í svo miklum metum hjá stuðnings- mönnum Feyenoord. Þá átti Dan- inn Iwan Nielsen einnig góðan leik. Eyjamenn börðust hetjulega og áttu skilið að skora í það minnsta tvö mörk. Tómas Pálsson, Orn Óskarsson og Óskar Valtýsson voru mjög góðir og Ásgeir átti margar gullfallegar sendingar en naut sín ekki nóg vegna þess hve Hollendingarnir gættu hans. Arnþór Óskarsson dæmdi leik- inn vel en nokkuð erfitt var að dæma hann því bæði liðin léku fast og ákveðið. Veður var hið fegursta og áhorfendur voru vel með á nótunum, og það þarf auðvitað ekki að taka fram að aldrei fyrr hafa jafn margir fylgst með knattspyrnu leik í eyjum og í gærkvöldi. Sagt eftir leikinn Sigur Feyenoord var öruggur en of stór Frá Þórarni Ragnarsisyni blm. Mbl. í Vestmannaeyjum. ÞAÐ VORU um 1800 áhorfendur á knattspyrnuvellin- um við Hástein í Vestmannaeyjum í gærkvöldi sem fylgdust með skemmtilegum leik IBV og Feyenoord. Það var greinilegt í upphafi leiksins að leikmenn hollenska liðsins höfðu fengið skipun um að taka leikinn mjög alvarlega enda kom það á daginn að þeir höfðu afþakkað allar útsýnisferðir í Vestmannaeyjum og eyddu meirihluta dagsins í rúminu til þess að hvíla sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.