Morgunblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979 Þurfum að fylgjast vel með Jan Mayen-svæðinu — segir Steingrúnur Hermannsson „VIÐ þurfum að fylgjast vel með því sem þarna gerist og til þess þarf Land- helgisgæslan að vera sterk og vel búin. Þetta er langt í Kröfluvirkjun; Orkavæntan- legeftirhelgi „ÞETTA miðar í áttina og við reiknum mcð að setja í gang og prófa tækin á morgun,“ sagði Gunnar Ingi Gunnars- son verkfræðingur í Kröflu- virkjuninni í gær þegar Mbl. leitaði frétta. „Það fylgja þessu ýmsar stillingar sem tekur tíma að framkvæma, en upp úr helgi má reikna með að virkjunin verði farin að ganga snurðu- laust og við gerum ráð fyrir að um verði að ræða 5—6 mega- wött.“ Nú eru um 15 starfsmenn á Kröflusvæðinu að vinna að gangsetningu virkjunarinnar. burtu og við þurfum þá ekki að selja Fokkerana eins og sumir eru að leggja til, enda tel ég það vera hina mestu fjarstæðu," sagði Steingrímur Her- mannsson, dómsmálaráð- herra, þegar Morgunblaðið bar undir hann ummæli Helga Hallvarðssonar skip- herra í blaðinu í gær. En Helgi sagði að nauðsynlegt væri að hafa varðskip við 200 mílna mörkin á svæð- inu suöur af Jan Mayen. „Jú, jú. Ég held að það verði að fylgjast vel með þessu svæði,“ sagði Stein- grímur. „Til þess þarf Landhelgisgæslan að vera öflug og það er tómt mál hjá okkur að vera að tala um hálfgerða landvinninga þar ef við ætlum ekki að styrkja hana og efla.“ Urskurður sakadóms Reykjavíkur; Skilyrdi til fram- sals f yrir hendi Úrskurðurinn kærður tilHæstaréttar í SAKADÓMI Reykjavíkur var í gær kveðinn upp sá úrskurð- ur, að fyrir hendi þættu skil- yrði til þess að framselja ís- lendinginn, sem situr í gæzlu- varðhaldi í Reykjavík og dómstóll í Gautaborg í Svíþjóð hefur krafizt að verði framseld- ur vegna fíkniefnamálsins, sem þar er í rannsókn. Frá þessu máli sagði í Mbl. í gær. Lög- maður mannsins hefur áfrýjað úrskurðinum til Hæstaréttar. íslendingurinn, sem er tæplega þrítugur, hefur setið í gæzlu- varðhaldi í 40 daga eða síðan hann var handtekinn á Kefla- víkurflugvelli er hann var að koma frá Svíþjóð. Gæzluvarð- hald mannsins rennur út í dag og er talið líklegt að það verði framlengt. í þessu máli reynir í fyrsta skipti á það hvort skil- yrðum laganna frá 1962 um framsal sé fullnægt. Ágúst Jónsson fulitrúi við sakadóm Reykjavíkur kvað upp úrskurð- inn. í 2. grein laga um framsal sakamanna til annarra Norður- landa frá 1962 segir svo: „íslenzkur ríkisborgari verður því aðeins framseldur 1) að hann hafi verið búsettur tvö síðustu árin, áður en brot var framið, í því landi, sem framsals óskar, eða 2) að þyngri refsing en 4 ára fangelsi liggi við brotinu eða samsvarandi broti eftir íslenzkum lögum.“ í rökstuðningi fulltrúans, sem kvað upp úrskurðinn, kemur fram að liður 1) á hér ekki við. Hins vegar komi til álita hvort skilyrði til framsals felist í lið 2). I fíkniefnalögunum sé há- marksrefsing 2 ár en hins vegar segi í 173. grein almennu hegn- ingarlaganna að hámarksrefs- ing vegna stórfelldra fíkniefna- brota sé fangelsi allt að 10 ár. Sum þau brot sem umræddur íslendingur sé grunaður um geti fallið undir hegningarlögin og því séu að mati fulltrúans fyrir hendi skilyrði til framsals. Dómsmalaráðuneytið mun taka endanlega ákvörðun um það hvort framsalið verður heimilað. Nýja flugbrautin í Surtsey með tveimur vélum á. Ruddu flugbraut með rekadrumb í Surtsey FYRIR skömmu var rudd flug- braut í Surtsey, um 80 metra löng, og var hún gerð með því að dráttarvél dró stóran rekadrumb á sandinum fyrir sunnan Fjallið eina. Dráttarvélin er höfð í Surtsey vegna borana en verið er að kanna þar móbergsmyndun og hita. Meðfylgjandi myndir tók Karl Sæmundsson af fyrstu flugmönnunum sem lentu á nýju brautinni og yfirlitsmynd sem sýnir brautina ekki langt frá Pálsbæ í Surtsey. Karl Sæmundsson fór út í Surtsey til þess að hressa upp á Pálsbæ, m.a. setja tvöfalt gler í glugga og dytta að einu og öðru, en hann hefur frá upphafi Surtseyjar- ferða verið með í ráðum og leiðöngrum. Flugbrautin er mjög gljúp, en eins hreyfils Supur-Cub-vélar geta vel lent þar. Fyrstu flugmennirnir sem lentu á nýju brautinni. Frá vinstri: Stefán Jóhannsson og Guðmundur Hilmarsson. Póst og síma vantar yfir 300 milljónir — Ný hækkunarbeiðni lögð fram fyrir 1. nóvember GREIÐSLUERFIÐLEIKAR Pósts og síma voru taldir nema milli tvö og þrjú hundruð milijóna króna samkvæmt greiðsluáætlun sem gerð var fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan, að þvf er Guðmundur Björnsson yfir- maður hagdeildar Pósts og síma tjáði Morgunblaðinu í gær. Sagði Guðmundur þá greiðsluáætlun hafa verið miðaða við talsvert minni hækkanir á rekstrar- útgjöldum en komið hefðu á daginn, og mætti þvf búast við að þessi tala hækkaði nokkuð. Guðmundur sagði að fyrrnefnd greiðsluáætlun hefði verið gerð eftir síðustu gjaldskrárhækkun, og ekki væri að vænta nýrrar hækkunarbeiðnar fyrr en 1. nóvember næstkomandi. Hvað sú hækkunarbeiðni yrði há sagðist Guðmundur ekki geta sagt til um, sakir þess hve mikil óvissa ríkir í launa- og verðlagsmálum. Það væri einnig erfitt að segja til um hve miklar tekjur yrðu það sem eftir er ársins, en búast mætti við einhverjum samdrætti. Sagði Guðmundur að ekki þyrfti miklar breytingar til að um stórar upphæðir yrði að ræða, þar sem um svo gífurlega háar upphæðir væri að tefla. Nefndi hann sem dæmi að tekjur Pósts og síma af póst- og símagjöldum næmu um 15 milljörðum króna á ári. Því þyrfti ekki að verða samdráttur um nema 1% til að upphæðin í krónum talið væri orðin 150 milljónir króna. Skattskrá Austurlands lögð fram á mánudag: Gjöld einstaklinga hækka um 79% enfélaga um SKATTSKRÁ Austurlandsum- dæmis verður lögð fram á mánu- dag. Gjöld á 6.439 einstaklinga f umdæminu eru að þessu sinni samtals 4 milljarðar 675 milljón- ir 442 þúsund krónur, en voru f fyrra á 6.219 einstaklinga 2 milljarðar 611 milljónir 398 þús- und krónur. Hækkun milli ára nemur 79.04%. Gjöld á 405 félög í Austurlandsumdæmi nema 1 milljarði 445 milljónum 140 þús- und krónum en voru 967 milljón- ir 939 þúsund á 400 félög í fyrra. Sú hækkun er 49.3%. Heildarálagningin í umdæminu er því samtals 6 milljarðar 120 milljónir 583 þúsund krónur, en var í fyrra 3 milljarðar 579 millj- ónir 338 þúsund krónur og er hækkunin því 71% á milli ára. Tekjuskattur á einstaklinga er 1 milljarður 122 milljónir 844 þús- und og hefur hækkað um 97.3% en tekjuskattur á félög er 426 millj- ónir 654 þúsund og hefur aðeins hækkað um 26 milljónir frá fyrra ári, en ástæða þess er sú að 139 félög greiða tekjuskatt í ár og hefur fækkað um 27 félög frá fyrra ári. Ekki er unnt að birta nöfn hæstu gjaldenda í umdæminu fyrr en skattskrá þess hefur verið lögð 49% fram, en meðaltekjur einstaklinga í nokkrum efstu sveitarfélögum umdæmisins skiptast þannig: Sveitarfélög Millj. kr. Fj. einst. Höfn í Hornaf. 4.158.613 595 Neskaupst. 3.935.417 805 Stöðvarhr. 3.834.071 149 Seyðisfj. 3.787.106 483 Egilst. 3.751.697 455 Eskifj. 3.739.155 479 En þrátt fyrir þessa erfiðleika sem væru fyrir hendi sagði Guð- mundur að ekki yrði um teljandi erfiðleika að ræða í rekstri fyrir- tækisins, en þó væri hugsanlegt að erfiðleikum gæti orðið bundið að greiða laun, standa skil á sölu- skatti og viðskiptaskuldum erlendis. Þá væri einnig hugsan- legt að mæta hluta greiðsluerfið- leikanna með niðurskurði á þjónustu, en mikill vafi léki þó á því hvort sú leið yrði farin. JNNLENT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.