Morgunblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979
17
rita fyrir veturinn
Hér sést þyrlan koma með gashylki að vitanum.
Loksins þarf að nota handafl til að draga hylkin inn í vitann. Þá dugir
ekki annað en að taka á honum stóra sfnum, þvf hvert hylki er um 120
kfló að þyngd.
Ljósm.: Jón Póll ÁsKeirssun.
Norskur línubátur við suðurströndina.
Varðskipsmenn um borð í belgíska skipinu Pelagus að
mæla vörpu þess.
MORGUNBLAÐIÐ sncri scr í gær til talsmanna stjórnmáia-
flokkanna og spuröi þá álits á þcim tillögum. scm Matthías
Bjarnason lagöi fram í landhclgismálancfnd á mánudaginn um
Jan Maycn-málió. cn í tillögunum cru valkostir um norska cða
samciginlcga norsk/íslenzka útfærslu við Jan Maycn og
hclmingaskipti á gögnum og gæðum ísjó og hotni.
Samningaviðræður
við Norðmenn verði án
taíar teknar upp aftur
— segir Geir Hallgrímsson
„ÞESSAR tillögur Matthíasar
Bjarnasonar f landhelgisnefnd-
inni eru í samræmi við stefnu
Sjálfstæðisflokksins í þessum
málum og við leggjum höfuð-
áherslu á, að samningaviðreeð-
ur verði án tafar teknar upp að
nýju við Norðmenn.“ sagði Geir
Hallgrfmsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Hann sagði nauðsynlegt að
engum tíma yrði kastað á glæ til
að koma í veg fyrir að loðnu-
stofninum yrði eytt og að aðrar
þjóðir væru að veiðum á þessum
slóðum. Það gæti stefnt efna-
hags- og fiskveiðihagsmunum
okkar í hættu.
Geir var spurður að því hvort
hann teldi vera grundvöll fyrir
breyttri stefnu í Jan Mayen-
málinu frá þeirri stefnu sem
mörkuð var í viðræðum Islend-
inga og Norðmanna í Reykjavík.
Geir sagði: „Þetta er ekki breytt
stefna af hálfu Sjálfstæðis-
flokksins. Það eru einungis opn-
aðir nýir möguleikar sem gætu
skapað grundvöll að samkomu-
lagi.“
Of hörð afstaða okkar
í ráðherraviðræðunum
— segir Steingrímur Hermannsson
„Ég hef alltaf talið að lausn á
þessu Jan Mayen-máli hlyti að
vera samkomulag við Norð-
menn. Ég get ekki séð hvernig
við á annan máta getum tryggt
nauðsynlegar takmarkanir á
fiskveiðum þar. í ráðherravið-
ræðunum sem hér voru haldnar
var tekin að sumu leyti harðari
stefna af hálfu okkar Islend-
inga en f þessu felst og haldið
fram töluvert stfft af sumum.
Ég tel sjálfsagt að okkar fær-
ustu sérfræðingar um hafrétt-
armál láti í ljós álit sitt á þvf
hvað þeir telja að við getum
komist langt með rétta kröfu
okkar f þessu máli. Mfn skoðun
hefur alltaf verið sú, að þetta
mál hljóti að leysast með sam-
komulagi og við eigum að
stefna að því,“ sagði Steingrím-
ur Hermannsson, dómsmála-
ráðherra og formaður Fram-
sóknarflokksins.
Spurður að því hvort hann
teldi vera grundvöll fyrir
breyttri stefnu Islendinga í Jan
Mayen-málinu frá því sem var í
viðræðunum í Reykjavík, sagði
Steingrímur: „Ég held að í raun
og veru sé aðstaðan ekkert
breytt og að þetta hafi legið
fyrir þegar viðræðurnar fóru
fram.
En það má segja að með
þessum viðræðum hafi fengist
upplýsingar sem menn geta þá
betur byggt á um afstöðu Norð-
manna."
Allar tillögur eru
verdar íhugunar
— segir K jartan Jóhannsson
„ÉG TEL að allar tillögur séu
verðar íhugunar og ég hef verið
að velta þessum málum fyrir
mér að undanförnu,“ sagði
Kjartan Jóhannsson sjávarút-
vegsráðherra. Hann sagði að
tillögur Matthíasar Bjarnason-
ar hefðu verið ræddar í land-
helgisnefndinni á mánudag, en
menn þyrftu tfma til þess að
átta sig á öllum hliðum málsins.
Kjartan var spurður að því
hvort hann teldi grundvöll vera
fyrir breyttri stefnu íslendinga í
Jan Mayen-málinu frá því sem
var í viðræðunum við Norðmenn
í Reykjavík og svaraði Kjartan:
„Ég hef ekki tekið endanlega
afstöðu um þá hluti, enda veit ég
ekki hvort það sem Matthías
Bjarnason eða aðrir eru með í
þessum efnum, feli í sér breytta
stefnu eða ekki,“
Þá var Kjartan spurður að því
hvort Jan Mayen-málið hefði
komið til umræðu á Hafréttar-
ráðstefnunni sem nú stendur
yfir í New York og svaraði hann
því til að honum væri ekki
kunnugt um það.
Y f ir vegud sky nsemi
ráði ferðinni en
ekki stundarupphlaup
— segir Ólafur Ragnar Grímsson
„MATTHÍAS Bjarnason lagði
rfka áherzlu á það, að þær
hugmyndir sem hann setti fram
f landhelgisnefndinni væru
trúnaðarmál, svo ég tel ekki
rétt að ræða þær ítarlega opin-
berlega fyrr en hann kýs sjálf-
ur að gera grein fyrir þeim
opinberlega. Enda er í þessum
hugmyndum að finna ýmislegt
sem að mfnum dómi kynni að
skaða málstað fslands, ef fréttir
af því bærust til Noregs,“ sagði
Ólafur Ragnar Grfmsson for-
maður framkvæmdastjórnar
Alþýðubandalagsins.
„Það virðist sem nokkur
taugaveiklun hafi gripið um sig
hjá ákveðnum öflum, en í þessu
máli eru svo miklir hagsmunir í
húfi í bráð og lengd að það er
mjög nauðsynlegt að yfirveguð
skynsemi ráði ferðinni en ekki
stundarupphlaup,“ sagði Ólafur.
,Mín skoðun er sú að málstaður
Islands hafi styrkzt mjög á
síðustu vikum. í fyrsta lagi er
það orðin útbreidd skoðun í
Noregi að Norðmenn eigi engan
sjálfsagðan rétt til einhliða út-
færslu við Jan Mayen. í öðru lagi
er ljóst að norsk stjórnvöld
munu takmarka afla norskra
loðnuskipa og íslenzk og norsk
stjórnvöld fylgjast í sameiningu
með veiðunum. í þriðja lagi er
komið í ljós að sögusagnir um
hættuna á því að aðrar þjóðir
væru að koma þarna inn með
stóra loðnuflota eiga ekki við rök
að styðjast. Fyrir nokkrum vik-
um var sagt að sá floti kæmi í
byrjun júlí. Hann er enn ókom-
inn og þau skip, sem þarna eru
að veiðum, veiða að mestu aðrar
tegundir en loðnu.
Þau réttindi sem íslendingar
geta gert tilkall til á Jan Mayen-
svæðinu eru það mikilvæg, bæði
í nútíð og framtíð, að sú skamm-
sýni, sem mér fannst því miður
setja nokkurn svip á hugmyndir
Matthíasar, má ekki ráða ferð-
inni.
Það skal þó tekið skýrt fram
að í skjali Matthíasar var boðið
upp á ýmsa valkosti og ekki
ljóst, hvort hann í raun og veru
fylgdi þeim öllum, enda tók hann
skýrt fram, að ekki væri um
tillögur Sjálfstæðisflokksins að
ræða.“