Morgunblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979 Réttarhöld yfir norskum hrefnuveiðimönnum á ísafirði IsafirAi 26. júlf LAUST íyrir kl. 23 í fyrrakvöld var haft samband við bæjar- fógetaembættið á ísafirði og bent á, að norskur hrefnubátur er kom til hafnar á ísafirði þá um kvöldið væri með hrefnukjöt á dekki. Töldu fróðir menn að kjöt þetta væri það nýlegt að ólfklegt væri að hrefnurnar hefðu verið skotnar utan íslenzkrar land- helgi. Guðmundur Sigurjónsson fulltrúi bæjarfógeta fór um borð ásamt lögreglumönnum og toljverði. Á grundvelli viðræðna við skip- stjórann og könnun aðstæðna um borð þótti rétt að hefja formlega rannsókn vegna máls þessa. Fór hún fram í beinu framhaldi af þessu og stóðu réttarhöld til kl. 5 næsta morgun. Dómkvaddir voru tveir menn til að láta í ljós álit sitt á aldri kjötsins á dekkinu. í Köflóttar skyrtur Pylotskyrtur margar geröir og litir. Margir litir. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ W* stuttbuxur/ skyrtur. Skyrtumarkaður 3.900. Tilboðsverð kr. Austurstræti 10 gærmorgun var svo ákveðið að höfðu samráði við rannsóknarlög- reglu ríkisins og á grundvelli rannsóknarinnar að hætta frekari rannsókn. Skipstjóri bátsins bar fyrir rétti, að hrefnur þær, sem á dekki væru, hefðu verið skotnar fyrir þremur sólarhringum í hafinu milli Noregs og íslands. Báturinn var á leið til Grænlands til hrefnuveiða en kom við á Isafirði til að taka skipverja. Að áliti dómkvöddu mannanna var kjötið á dekkinu af þremur hrefnum á dekkinu ekki eldra en 20 tíma gamalt. Úlfar. Óvenju mikið umselí Breiðafirði UNDANFARNA daga hafa menn hér veitt því athygli, að óvenju mikið er um sel hér úti af Stykkis- hólmi við eyjar skammt undan landi. Ef tillit er tekið til þess, að fiskveiði hefur minnkað hér eru menn að gera því skóna, að sel fari nú fjölgandi hér um slóðir og sé nú ekki vanþörf á að fiskifræðingar fari að athuga þetta nánar með það í huga hversu mikið selurinn étur af fiski sem er að vaxa upp. Þá er því ekki að leyna að svart- fugl og annar fugl er mikið í ungfiskunum og hlýtur þetta að hafa áhrif á viðkomu fisksins og miðað við ástand fiskstofnana eins og þeir eru í dag hlýtur að vera brýnt mál að réttir aðilar bregði við og athugi sem fyrst þessi mál svo komist verði að réttri niðurstöðu. Fréttaritari Miklibær: Þórsteinn Ragnars- son kjörinn lög- mætri kosningu SUNNUDAGINN 22. júlí sl. fór fram prestskosning í Miklabæj- arprestakalli í Skagafjarðarpróf- astsdæmi. Umsækjandi var einn, sr. Þórsteinn Ragnarsson, settur prestur að Miklabæ. Atkvæði voru í gær talin á skrifstofu biskups. Voru á kjörskrá 212, 151 kaus og hlaut umsækjandinn 146 atkvæði. Auðir seðlar voru 5 og var kosningin lögmæt. Þórsteinn Ragnarsson lauk guð- fræðiprófi frá Háskóla íslands haustið 1978 og var í október sama ár settur prestur að Miklabæ. Er hann sonur hjónaiina Herdísar Helgadóttur og sr. Ragnars Fjal- ars Lárussonar. Kona hans er Elsa Guðmundsdóttir og eiga þau tvær dætur. BG flokkurinn legg- ur land undir fót ísafirdi 27. júlf BC-FLOKKURINN á ísafirði er að því leyti ólíkur öðrum flokkum að hann þekkir ekki gengisfall og semur lög sem fólkið sækist eftir að fara eftir. Líklega á flokkurinn gengi sínu því að þakka að hann leggur fyrir sig músík en ekki stjórn- mál. Ástæðan fyrir því að fólkið vill fara eftir þeirra lögum er einfaldlega sú, að flokksmennirn- ir leggja fyrir sig dansmúsík frekar en hljómleikamúsik og skammast sín ekkert fyrir það. Enda ekkert pælt í að reyna landvinninga í vesturveg eins og margir frábærir í „bransanum" að sögn þeirra flokksbræðra. Stafirnir BG standa ekki fyrir „framsókn og komma“ eins og fólk gæti haldið, heldur eru það upphafsstafir foringjans Baidurs Geirmundssonar, en hann hefur verið með danshljómsveitir að mestu samfleytt í 20 ár ásamt Karli bróður sínum. Aðrir í hljómsveitinni nú eru: Rúnar Vilbergsson trommur, Samúel Einarsson, bassi, Óíafur Guðmundsson, gítar og söngur, og Svanfríður Arnórsdóttir, söngur. Hljómsveitin ferðast um landið í sumar, hefur leikið bæði norðan- lands og vestan. Nú um helgina verða þau með þrjá dansleiki. í Stykkishólmi á föstudag, Húna- veri á laugardag og Hreðavatni á sunnudag. Um verzlunarmanna- helgina verða þau í Hnífsdal, þar sem þau gera ráð fyrir miklum fjölda ferðamanna á tjaldstæðum ísfirðinga í Tunguskógi. Eins og áður sagði þekkja þeir ekki gengisfall og er svo tíl alltaf fullt hús þar sem þeir leika. Og það verða sko enginn bráðabirgðalög hjá BG-flokknum í sumar. Úlfar. Ljósmynd: Jón Páll AnKeirsson. Norðmenn kanna Rússana Norsk stjórnvöld láta fylgjast náið ekki síður en íslendingar með ferðum sovézks fiskiskipaflota á miðunum milli íslands og Jan Mayen, en þessi mynd sýnir norska gæzluflugvél fljúga yfir varðskipið Tý á 200 mílna mörkunum ANA af Langanesi í siðustu viku. en á þeim slóðum hafa Rússarnir aðallega haldið sig. Landhelgisgæzlan flaug ekki yfir veiðisvæðið í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.