Morgunblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1979 29 D ^ VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Árna geti á nokkurn hátt talist jákvætt innlegg í baráttuna gegn áfengisbölinu, enda virðist til- gangurinn ekki hafa verið sá. Sæmundur Guðvinsson. • Ofsóknir, eða hvað? Árni Helgason ritar mikið í Morgunblaðið um hin margvísleg- ustu málefni, meðal annars tölu- vert um áfengismál. Árni hefur að mér skilst starfað í stúku í um það bil 50 ár og hefur greinilega mjög ákveðnar skoðanir á áfengismál- inu og er ekkert nema gott eitt um það að segja. En það er eitt við skrif Árna sem er mjög bagalegt, en það er hversu rætinn hann getur oft verið og nánast notar Morgun- blaðið til að ofsækja ákveðna einstaklinga, sem ekki eru honum sammála um margt er varðar áfengismálin. Nú nýlega birtist greinarkorn í Velvakanda, reyndar undirritað Á.H. sem er mjög óvanalegt af Árna að gera, þar sem hann ræðst á Hilmar Helgason, formann SÁÁ með alls konar dylgjum og svívirð- ingum, en Árni virðist ofsækja Hilmar. Var tilefnið viðtal er átti að hafa birst í Alþýðublaðinu (Árni notar auðvitað tækifærið og jós skít yfir Alþýðublaðið, því maðurinn er væntanlega ekki krati), þar sem Hilmar leyfði sér að hafa persónulegar skoðanir á máli er varðaði breytingar á áfengislöggjöfinni. Líklega hefur þetta verið í sama Alþýðublaði, sem Ólafur Haukur Árnason for- maður áfengisvarnarráðs svarar spurningu blaðamanns Alþýðu- blaðsins, sem spyr: „SÁÁ vill heldur fara leið fræðslu en banna“, á þá leið „Já, þetta er nákvæmlega það sama og áfengis- auðvaldið og bruggararnir í Þýskalandi héldu". þetta var ein- kennilegt svar formanns Áfengis- varnarráðs. Nei, í alvöru, ég held að Árni ætti að temja sér vandaðri mál- flutning í framtíðinni vilji hann láta gott af sér leiða í stríðinu gegn áfengisbölinu í landinu, en láta ógert að ofsækja einstaklinga sem ekki eru honum sammála um leiðir að því marki. Mér hefur virst, að svo miklu leyti sem ég hef fylgst með starfi SÁÁ, að þau samtök leggi meiri áherslu á, að starfa raunhæft gegn áfengisvandamálinu, meðal annars með rekstri stofnana fyrir drykkjusjúka, ráðgjöf til þeirra sem eiga við áfengisvandamál að stríða, námskeiðum fyrir fjöl- skyldur áfengissjúklinga og fræðslu um áfengismálin í skólum landsins. Ég hef hins vegar ekki orðið var við þá áráttu hjá SÁÁ, sem virðist hrjá suma, að hafa algildar skoð- anir á öllu er varðar áfengismálin og vera sífellt að álykta um eitt og annað á þeim vettvangi, í stað þess að aðhafast eitthvað raun- hæft. Jón Guðmundsson. Þessir hringdu . . • Rútuferðir og útvarp Ferðalangur hringdi og sagði að við íslendingar værum svo heppnir að stétt íslenskra rútubíl- stjóra væri einstök miðað við kollega sína í öðrum löndum. Hann sagði það vera sína reynslu að bílstjórar langferðabifreiða væru mjög hæfir í starfi og almennilegir. En því miður væru þeir margir með þeim ósköpum gerðir að kunna ekki með útvarp að fara. Ferðalangurinn sagði að þeir væru yfirleitt með útvarpið alltof hátt stillt. Hann kvað það vera erfitt SKÁK Umsjón: Margeir Pótursson Á alþjóðlegu skákmóti í Wrocl- aw í Póllandi fyrir skömmu kom þessi staða upp í skák Júgóslav- anna Gliksmanns og Popovics, sem hafði svart og átti leik. Síðasti leikur hvíts var 11. Rbl—d2? 11. ... Da5!! og hvítur gafst upp, því að hann tapar drottningunni, þar sem 12. Dxa5 gengur ekki vegna 12.... Rc2 mát! Röð efstu manna á mótinu varð þessi: 1.-2. Popovic ogTaimanov, Sovétríkjunum 9lÆ v. af 14 mögu- legum. 3. Petkevich (Sovétr.) 8‘/2 v. 4.-5. Adamski og Pokojovzyk (báðir Póllandi) 8 v. fyrir fólk sem væri að koma úr kyrrðinni á öræfum að koma inn í rútuna og fá alltof hátt stillta músík eða fréttir framan í sig eins og kalda vatnsgusu. Þess vegna sagðist hann vilja koma þeirri ábendingu til rútubíl- stjóra að þeir annaðhvort lækkuðu í útvörpum sínum eða slökktu alveg á þeim. HÖGNI HREKKVÍSI y//t>£56/e AP V&A ... p&z m AWtM&rr/e ! " SlO&A V/öGA £ T/LVERAW Reyfarakaup i ppe' Verð frá kr. 80.585 PRAKTICA vélar og linsur Greiösluskilmálar. Opið laugardaga 10—12. LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 REYKJAVIK SIMI 85811 HEBA heldur viö heilsunni Nýtt námskeið aö hefjast Kvöldtímar tvisvar eöa fjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar — Nuddkúrar — Létt leikfimi o.fl. Leikfimi — Sauna — Ljós — Megrun — Nudd — Hvíld — Kaffi — o.fl. Innritun í síma 42360 — 40935. jálfari Svava, sími 41569. Heilsuræktin Heba, Auöbrekku 53, Kópavogi. Sendum um allt land Sérstakt kynningarverð. ver6 578.800.- Staögr. 556.648.- boðin 29800 s Skipholti19 Kl <bZR zm £/N0rtó/S VÍ4Ó- ns wmi/ vfplw' ,iMA-OZ V<Kl -\IAG VZRKAj: ^OTjKS/MS (Cte %V0 N/?Z>

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.