Morgunblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1979 fMtojpntlirlgtfeifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiösla hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarssón. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aöalstræti 6, sími 22400. Sími 83033 „Launráð í V onbrigðaskarði” Tómas Árnason, fjármála- ráöherra, sagði í þing- ræðu í desembermánuði sl., að þingflokkar stjórnarliðsins hefðu „skuldbundið sig til“ að fylgja ákveðinni stefnu í ríkisfjármálum, sem fram væri sett í fjárlögum ársins 1979, auk þess sem fjárlögin væru „samin með það fyrir augum að þau myndu að öðru leyti vinna gegn verðbólg- unni, verða hagstjórnartæki í þeirri baráttu", eins og ráðherrann komst að orði. Höfuðeinkenni þessarar stefnu í ríkisfjármálum sagði ráðherrann þessi: • 1. Tekjuafgangur fjárlaga 1979 yrði rúmlega 6 V2 milljarður króna — eða 3,3% af ríkisútgjöldum. Þar að auki hefur ríkisstjórnin heimild til að skera ríkisút- gjöld niður um einn milljarð króna, sem hækkar ráðgerðan tekjuafgang ríkissjóðs 1979 í 7*4 milljarð króna. „Ég mun ganga mjög ríkt eftir því að þessi samþykkt verði fram- kvæmd og gefa háttvirtu Alþingi skýrslu um ..sagði fj ármálaráðherrann. • 2. Fjárlagaafgreiðslan „á að tryggja", eins og ráðherra orðaði það, „hallalausan rekstur ríkissjóðs á fyrstu 16 mánuðum stjórnartímans. Greiðsluafgangurinn á næsta ári (1979) gengur til þess að greiða upp þá skuld sem stofnað var til með fyrstu efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar í haust“, sagði hann ennfremur. Þessi höfuðeinkenni stjórn- arstefnunnar í ríkisfjár- málum, sem stjórnar- flokkarnir skuldbundu sig til að framfylgja: hallalaus ríkisbúskapur, tekjuafgangur á fjárlögum og niðurgreiðsla samningsbundinna skulda ríkissjóðs við Seðlabanka um 7 milljarða króna, eru löngu að engu orðin líkt og fyrir- heitið um lækkun verðbólgu niður fyrir 30% á árinu. Nú er ekki talað um 7 milljarða tekjuafgang, heldur 7 til 10 milljóna fjárvöntun ríkissjóðs til að ná endum saman og markmiðum stjórnarflokk- anna í ríkisfjármálum. Alþýðublaðið segir jafnvel í leiðara í gær að ráðuneytin hafi ekki einu sinni skilað tillögum um lögákveðinn sparnað þeirra sjálfra, sam- kvæmt fyrirmælum laga um stjórn efnahagsmála frá sl. vori. „Það getur vart talist gott fordæmi af hálfu ríkis- valdsins að neita að fara að lögum", segir þetta stjórnar- málgagn. Fjárhagsvandi sá, sem nú er höfuðverkur ráðherra og ríkisstjórnar, nær ekki aðeins til ríkissjóðsins heldur vel- flestra stofnana innan ríkis- geirans. Verðbólgan, sem haldið hefur áfram að tútna út, öfugt við fyrirheit stjórnarinnar, hefur aukið á þann rekstrarvanda, sem samanskroppnar fjárveiting- ar á fjárlögum og á stundum vanhugsuð verðlagning á þjónustu hafa valdið. Ýmsar ríkisstofnanir standa því frammi fyrir ærnum fjár- hagsvanda, sem bætist við vanda ríkissjóðs, þegar dæmi ríkisbúskaparins er skoðað í heild: jafnvel þær stofnanir sem sízt skyldi eins og Tryggingastofnunin og ríkis- spítalarnir. Vegagerð ríkis- ins, Rafmagnsveitur ríkisins, skólakerfið og raunar fleiri ríkisstofnanir eiga við sama vanda að stríða. Fjárhags- vandinn, sem til staðar er, eftir aðeins eins árs setu núverandi ríkisstjórnar, er því verulega meiri en fjár- vöntun ríkissjóðsins eins og segir til um. I ljósi þessara staðreynda allra, verður heldur djúpt á fögru fyrirheitunum í hinni „nýju stefnu" í ríkisfjár- málum, er gumað var af í skammdeginu í vetur: halla- lausum ríkisbúskap, milljarða tekjuafgangi ríkissjóðs og samsvarandi skuldagreiðslu til Seðlabankans, sem auk þessa áttu að virka sem verð- bólguhemill. Þessi skamm- degis mannalæti hafa ekki þolað sólarljós hinnar bitru reynslu, sem nú blasir við. Þess vegna þinga stjórnar- flokkarnir nú, rétt í þann mund er skattskrár ársins koma fram um nýjar skatta- aðferðir, viðbótarálögur á al- menning í einhverju formi, rétt eins og gerðist á haust- dögum á liðnu ári. Þessi mynd minnir óneitanlega á ástandið 1974, í endaðan feril þáver- andi vinstri stjórnar, þegar ríkissjóður og ríkisstofnanir steyttu á skeri óráðsíu í ríkis- fjármálum. Strandsiglingin, sem þá tók 3 ár, gengur hinsvegar mun hraðar fyrir sig nú. Þegar stjórnarflokkarnir þinga nú um viðbrögð í vanda getur enginn þeirra leynt löngun til að yfirgefa sökkv- andi stjórnarfleyið. Kosn- ingaóttinn einn heldur stjórn- arliðinu saman. Þeir sitja nú á vanefndum og vandræðum og reyna að koma sök hver á annan. Ástandinu á stjórnar- heimilinu verður e.t.v. bezt lýst með heiti einnar af þeim kvikmyndum, sem nú gengur í höfuðborginni: „Launráð í Vonbrigðaskarði". Gashylkjum komið fyrir í — Þyrla Landhelgisgæslunnar notuð við flutningana Vitinn á Rauðanúp séður úr lofti. Þyrlan sækir gashylkin um borð í varðskipið. ÞEGAR skyggja tekur þarf að kveikja á vitum landsins, en þeir eru allir ljóslausir yfir hásumar- ið. Vitarnir eru flestir gasvitar og eru hlaðnir upp með gashylkj- um. Þegar vorar eru gashylkin tekin úr þeim og þau hlaðin. Logtími þeirra vita, sem eru norðar en 65° 30’N er frá 1. ágúst tii 15. mai, en það er Glettinganes að austan og Bjargtangar að vestan. Logtími vitanna fyrir sunnan er frá 15. júlí til 1. júní. Mikil vinna er samfara þessum gashylkjaflutningum úr og í vit- ana, því flestir vitar landsins eru þannig staðsettir að erfitt er að komast að þeim. Þeir eru langt frá mannabyggðum og engir vegir liggja að þeim. Því þarf að fara í þá frá sjó. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar er oftast notuð við þessa flutninga nú orðið, en áður var allt flutt á bátum og tók það langan tíma og mikið erfiði, því hylkin eru engin léttavara. Hvert hylki er um 120 kíló að þyngd og mjög illa lagað til flutnings með handafli í fjörum og klettum. Að meðaltali eru um 6 hylki í hverjum vita og allt upp í 17. Setja þarf hylki í um það bil 107 vita, en nokkrir nota rafmagn. Þrátt fyrir það eru venjulega höfð eitt til tvö hylki þar til vara. Alls eru um 700 hylki í þessum vitum, en vitar landsins eru um 117 talsins. Þá eru ekki taldar með baujur í Faxaflóa og Breiðafirði, en þær eru allar með 4 gashylki hver og eru nokkuð margar. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar þegar varðskipsmenn af Tý fóru í vitana frá Vestmannaeyjum að Rauðanúp. Mjög gott veður var og gekk verkið vel. Fiugmenn á TF-Gró voru Björn Jónsson og Hermann Sigurðsson, en skip- herra á Tý var Sigurður Árnason. Myndirnar tók Jón Páll Ásgeirs- son. Varðskipsmenn fara um borð í erlend fiskiskip AÐ UNDANFÖRNU hefur veriö gert talsvert af því að fara um borð í erlend fiskiskip hér við land, en þau hafa verið mjög mörg að undanförnu, eða um 30 færeýskir bátar, 4 belgískir, en lítið um norska báta. Einnig var einn lúðubátur við Suðurströndina. Þessar myndir voru teknar núna í vikunni, þegar varðskipsmenn af Tý fóru um borð í skipin við SA-land og mældu veiðarfæri þeirra. Myndirnar tók Jón Páll Ásgeirsson. Farið um borð í færeyskan handfærabát á Lónsbugt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.