Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 13
I MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 13 hefðu verið orðnar of litlar. Eig- andi þess er Barðinn h.f. í Kópa- vogi sem auk Ljósfara á annað skip. Náttfara. sem einnig var endurbyggt á sama stað 1977. Endurbyggingin var boðin út síðastliðið haust og tilboðin opnuð 15. desember. Þá kom í ljós að tilboð Ongva Mek. Verksted var langlægst og jafnframt var við- gerðartíminn stytstur. Strax 15. desember taldi hið norska fyrir- tæki, að ef það fengi skipið til viðgerðar um mánaðamót mars-apríl yrði það tilbúið 23. júlí. Verkinu var lokið 22. júlí og stóðust allar kostnaðaráætlanir. Endurbyggingin kostaði 5.414 millj norskrar krónur sem er um það bil 380 milljónir íslenskra króna. Fulltrúi norska fyrirtækisins, Marvin Longva að nafni, sýndi ,3kipið er orðið eins og nýtt“ „Skipið lestaði um 350 tonn af loðnu fyrir breytinguna, en kem- ur til með að lesta um 550 tonn eftir hana,“ sögðu bræðurnir Júlfus og Pétur Stefánssynir í samtali við Morgunblaðið. En þeir eru nýkomnir heim með skipið Ljósfara RE 102 sem fyrir- tækið Longva Mek-Verksted í Haugsbygda í Noregi hefur endurbyggt. Þeir bræður létu mjög vel af skipinu sem væri orðið eins og nýtt eftir þessar breytingar og voru mjög ánægðir með viðskiptin við hið norska fyrirtæki. Skipið var lengt um 6 metra, skipt var um aðalvél og ljósavél, skipt um rafkerfi, settar í það hliðarskrúfur, smfðuð ný brú og dekkhús svo nokkuð sé nefnt. Skipið er 14 ára gamalt, og sögðu þeir bræður að vélar þess Bræðurnir Júlfus og Pétur Stefánssynir ásamt Norðmanninum Marvin Longva, sem stendur á milli þeirra bræðra. Ljósfari f baksýn. Ljósm. Mbl. EmiKa. blaðamanni Morgunblaðsins endurbæturnar sem orðið hafa á skipinu, ásamt þeim Júlíusi og Pétri, í gær. Hann sagði að góð aðstaða væri fyrir slíkar viðgerðir i skipasmíðastöðinni í Haugs- bygda, sem er lítið þorp nokkru fyrir sunnan Álasund í Noregi. Við stöðina störfuðu um 40 manns, en alls væru íbúar í Haugsbygda um 500 talsins. Það væri því mjög mikilvægt fyrir stöðina að skila verkefnum sínum fljótt og vel til þess að fá næg verkefni, undir því væri afkoma byggðarinnar í Haugsbygda komin. Marvin sagði að stöðin myndi vinna að fjórum yfirbyggingum hliðstæðum þeirri á Ljósfara á þessu ári auk smærri verkefna. En mikill áhugi væri á auknum viðskiptum við íslendinga. Simdlaugin í Árbæ opin almenningi NÚ í ágústmánuði verður skóla- sundiaugin í Árbæ opnuð al- menningi til afnota. sem hér segir: \ Laugardaga og sunnudaga kl. 8.00—16.00 og virka daga frá kl. 14.00 — 19.00, nema mánudaga, en þá er lokað. Opnunartími Laugardalslaugar- innar lengdur Einnig hefur verið ákveðið að lengja opnunartíma Sundlaugar- innar í Laugardal um helgar. Verður opið laugardaga og sunnu- daga til kl. 20.30 í ágúst og september. Er þetta nýja fyrirkomulag haft til reynslu og er ástæða til að hvetja almenning ti' að notafæra sér þessa auknu þjónustu í sund- stöðum borgarinnar, segir í frétt frá íþróttaráði Reykjavikur. Skrá um rann- sóknir í landbún- aði 1900-1965 — í staÖ afmælisveizlu RANNSÓKNASTOFNUN landbúnaðarins hefur sent frá sér rit, sem ber heitið skrá um rannsóknir í land- búnaði, tilraunaniðurstöður 1900—1965. Skrá þessa hefur Guðmundur Jónsson, fyrr- verandi skólastjóri á Hvanneyri, tekið saman og hefur hún að geyma yfirlit yfir nær 1300 tilraunaniður- stöður, stutta lýsingu á niðurstöðunni og tilvitnunun til heimildarrits. Rit þetta er alls 428 blaðsíður er það gefið út í 600 eintökum. Björn Sigurbjörnsson, for- stjóri rannsóknastofnunar landbúnaðarins, segir í for- mála fyrir ritinu, að árið 1975 hafi Rannsóknastofnun land- búnaðarins átt 10 ára afmæli og hefði stjórn stofnunarinn- ar þá íhugað á hvern hátt ætti að minnast afmælisins. Akveðið hefði verið að hafna veizluhöldum og biðja þess í stað Guðmund Jónsson um að taka saman þetta yfir- lit yfir allar landbúnaðar- rannsóknir á íslandi, sem birst hafa upplýsingar um frá upphafi og fram til þess að rannsóknastofnun land- búnaðarins tók til starfa árið 1965. Er hugmyndin með þessu riti, að sögn Björns, að létta búvísindamönnum könnun tilraunaniðurstaðna og reyna þannig að koma þannig í veg fyrir að tíma og fjármunum sé eytt í og afla vitneskju um það sem áður er þekkt. Ritið er til sölu hjá Bóka- verzlun Sigfúsar Eymunds- sonar í Reykjavík. Guðmundur Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.