Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 23 árunum og entist ævilangt. Þá var ég innan við þrítugt, ólífsreyndur unglingur og hafði varla annað gert en að hita skólabekkina. En ég fann ekki fyrir neinum aldurs- mun, og Magnús víst ekki heldur, því að hann lét mig aldrei finna fyrir því, að ég væri neinn græn- jaxl, sem ég þó að vísu var. Og þannig hélzt þetta þau 45 ár, sem við áttum eftir að eiga meira og minna sálufélag saman. Það var einungis um eitt skeið, sem við hittumst sjaldnar en ella, en þá var ég fluttur til Vest- mannaeyja, en við áaumst þá við eina eða tvær jarðarfarir. Þá sagði Magnús við þá síðari: „Jæja, séra Þorsteinn minn, þá er hér svo komið að það kostar hvorki meira né minna en mannslát til þess að við getum hitzt.“ Svona gat hann verið hnittinn í orðum, þegan hann vildi það við hafa. Og ekki var hann síður hnittinn í bundnu máli, en hann gerði víst margar ferskeytlur dag- lega og oft löng kvæði um allt mögulegt, sem þó tók huga hans, en hélt því ekki til haga sem skyldi. Til marks um hagmælsku hans er hér lítil saga. Hann hafði einu sinni sem oftar farið á sjó með Skógarnessmönnum, en vinur hans einn hafði ekki komið nósru tímanlega til þess að fá að fljóta með þeim. Þar sem sá hinn sami átti þarna í vörinni bát, lét hann sig hafa það að ýta einn úr vör og róa til fiskjar. Þegar Skógarnessmenn voru lentir, sáu þeir, hvar þessi maður nálgaðist land. Og var þá komið töluvert brim, en lending erfið. Datt þeim ekki annað í hug en að þarna yrði dauðaslys. En strax og bátinn bar inn í brimgarðinn tók ólagið hann og bar hann alla leið í land á réttum kili. Gekk þá Magn- ús að sjóhetjunni og mælti fram þessa stöku: „Gifta fylgir göfgum anda. geymist enn f mundum lag. Velkominn til vorra stranda. víkingur með hetjubrag* Magnús var einn í hópi fimm mannvænlegra systkina, fæddur 31. marz 1883 í Stóru-Þúfu í Miklaholtshreppi í Hnappadals- sýslu og voru foreldrar hans Sig- urður bóndi Kristjánsson og kona hans Guðríður Magnúsdóttir frá Skógarnesi syðra. Nokkru síðar fluttist Magnús með foreldrum sínum að Skógar- nesi, þar sem hann ólst síðan upp í glöðum systkinahópi til 26 ára aldurs, en þá festi hann ráð sitt og kvæntist 25. nóvember 1909 Ásdísi Sigurðardóttur, sem síðan varð annáluð ljósmóðir og hjálparhella mörgum, sem áttu við sjúkdóma að stríða en þá var erfiðara að ná til læknis en nú er. Fyrstu tvö búskaparárin bjuggu þau í sambýli við foreldra Magn- úsar í Skógarnesi, en fluttu svo til Miklaholts, sem þá var kirkjustað- ur. Þau hjónin Magnús og Ásdís áttu saman fimm börn: Sigurð, sem lengi var blaðafulltrúi Loft- leiða. Fyrri kona hans var Anna hjúkrunarkona Guðmundsdóttir, en hann missti hana eftir fárra ára sambúð. Nú er hann kvæntur Dýrleifu Ármann. Annað barn þeirra var Kristín, sem giftist Gunnlaugi vélstjóra Jónssyni og eru þau bæði látin og var fráfall Kristínar öllum mikið harmefni. Þriðja barn þeirra er Guðríður, sem giftist Róbert A. Ottóssyni, sem nú er látinn. Hann var síð- ustu ár ævi sinnar söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar og kunnur lista- maður. Fjórða barnið er Þórður, kenn- ari hér í Reykjavík. Fyrri kona hans var Hrefna Bjarnadóttir frá Ólafsvík, en þau skildu samvistir. Síðasri kona hans er Sigurlaug Sigurjónsdóttir. Fimmsta og yngsta barnið er Ingibjörg, gift Magnúsi Jónssyni frá Mel, fyrrverandi fjármálaráð- herra, nú bankastjóra. Eftir 28 ára búskap í Miklaholti fluttu þau hjónin til Reykjavíkur og bjuggu þar nær óslitið, lengst í sambýli við Guðríði dóttur sína og mann hennar dr. Róbert A. Ottósson að Hjarðarhaga 29, unz hann lézt fyrir fáum árum. Þegar til Reykjavíkur kom gjörðist Magnús starfsmaður Áfengisverzlunar ríkisins. Hann var starfsmaður þess fyrirtækis fram yfir sjötugs- aldur. Strax er Magnús hóf búskap í Miklaholti varð hann forystumað- ur í sveitarstjórnarmálum Mikl- hreppinga, sat í hreppsnefnd í 27 ár og í 10 ár gegndi hann oddvita- störfum. Auk þess var hann for- maður skólanefndar og sömuleiðis formaður sóknarnefndar og sem kirkjuorganisti þjónaði hann um 30 ára skeið. Margt fleira væri hægt að telja upp, en þetta nægir til að sýna, hver sveitungar hans sýndu honum mikla tiltrú, enda mun óhætt að fullyrða að hann setti mikinn svip á sveit sína. Hann var maður í hærra meðal- lagi, fríður sýnum, hreinn og bjartur yfirlitum og að innræti, gáfaður, en yfirlætislaus, skemmt- inn en hóflega hlédrægur. Hann fylgdi vel fram öllum sínum mál- um, sem hann hafði hug á, en gjörði sér jafnframt far um að vera sanngjarn, því að hann var maður sáttfús og drengur hinn bezti. Hann hefði sjálfsagt kosið annað ævistarf en búskapinn. Samt varð hann með beztu bænd- um heima í héraði, vinsæll og virtur. Á búskaparárum þeirra Ásdísar og Magnúsar hófust samtök um að flytja sóknarkirkjuna í Miklaholti þangað, sem talið var að hún yrði meira miðsvæðis. En þetta var þeim hjónum mikið sorgarefni. Gátu þau ekki hugsað sér að staðurinn yrði rúinn öllum helg- um dómum. Fór þó svo að kirkjan var flutt að Fáskrúðárbakka, þar sem hún stendur nú. En af þessu risu miklar deilur, sem ekki verða raktar hér, enda flestum að mestu gleymdar með því að ný kirkja var byggð í Miklaholti undir forystu Magnúsar og bróður hans, Þor- leifs, sem þá var hreppstjóri á Þverá í Eyjahreppi. En Magnús stóð ekki einn. Hann átti konu, sem af öllum var talin mikil skapfestkona, sem aldrei var eitt í dag og annað á morgun. Þótt þau hjónin væru að mörgu leyti ólík, áttu þau það sameiginlegt að líkjast í því, sem bezt var. Einn vina þeirra hjóna og nágranni, Ingólfur Kristjánsson, rithöfund- ur, lýsir þeim á eftirfarandi hátt: „En fyrir því þykist ég hafa traustar heimildir, að Ásdís og Magnús í Miklaholti hafi notið óskoraðrar virðingar og trausts meðal samtíðarfólks síns og verið talin meðal ágætustu hjóna byggðarlagsins. Og ljúft er mér að minnast þess, hve ástsælir ná- grannar þau voru bæði foreldrum mínum og fósturforeldrum og svo hygg ég að verið hafi um aðra nágranna beggja megin hrepps- marka Miklaholtshrepps og Eyja- hrepps." Þetta er fögur mannlýsing. Og þetta eru þeir mannkostir, sem gjöra hvern garð fraægan, þar sem þeir eru til húsa, já bæði lönd og heilar þjóðir þar sem þeir setja svip sinn á landslýðinn. Hvert það land, sem geymir og varðveitir gengin spor feðranna á sér „heil- aga jörð“. Og margir hafa þeir verið og eru, sem hafa af alhug tekið undir með skáldinu, sem kvað þetta: „og lífið unga frjóvi fær / hjá fornum bautasteinum", já, trúa því, að það hvíli sönn helgi yfir hverjum þeim stað, sem geymir ævispor okkar ágætustu forfeðra og að frá þeim stafi blessun á allt mannlíf, sem þar hrærist hverju sinni, en þannig komst að orði einn af nýlátnum höfuðklerkum þessa lands: „Mað- urinn er musteri. Hann er must- eri, sem er í byggingu. Hann er musteri, sem jarðlífið endist ekki til að ljúka byggingu sinni á.“ Það er þessi trú á hlutverk mannsins, sem byggir landið, að það hljóti að geyma fótspor feðr- anna og skapa „heilaga jörð“, sem vegna verkanna í lifandi lífi, skili blessun sinni til hinna ungu, sem nú eru að fagna nýjum degi — eru að hefja sína örlagaríku musteris- byggingu, sem ekki er af höndum gjörð, heldur himinsins náðargjöf, sem töfrar fram hið góða, fagra og fullkomna, en það eru þær dyggð- ir, sem einar megna að ljúka þeirri byggingu. Það var þessi trú Magnúsar í Miklaholti og Ásdísar konu hans á það, að ekki mætti leggja Mikla- holtskirkju niður,-því að Miklaholt geymdi gengin spor góðra manna, langt aftur í aldir. Það var engin hindurvitnatrú. Það var trú að það, að ekki mætti hrófla við slíkum sporum með því að flytja hið fornhelga musteri frá Mikla- holti og virða það að engu. Byggja varð nýtt musteri, sem að vísu væri með höndum gjört, en vitnaði samt engu að síður til sannleika þeirra trúar, sem þolir að bíða ósigur, en standa samt sem sigur- vegari mitt í ósigrinum. Nú skil ég hvers vegna Magnús í Miklaholti fékk að lifa svo langa ævi, sem raun varð á. Það var af því, að hann var líkur manni, er byggði hús, gróf og fór djúpt og lagði undirstöðuna á bjargi, og er vatnsflóð kom, skall beljandi læk- urinn á því húsi, en fékk hvergi hrært það, vegna þess, að það var vel byggt. „Og með þessu skal ég sýna yður, hverjum hver sá er líkur, sem kemur til mín og heyrir orð mín og breytir eftir þeim“, sagði Jesús, er hann hóf máls og talaði um hinn sanna byggingar- meistara. En það var mest fyrir áhrif Magnúsar að allar kirkju- deilur þögnuðu. Miklaholtskirkja var lögð niður sem sóknarkirkja en vegleg kirkja var byggð á hinum gamla grunni. Ég þakka langa og góða sam- fylgd. Þorsteinn L. Jónsson. Super fatamarkaðurinn heldur áfram Verdiö ótrúlega lácjt Geriö góö kaup Opiö 1—6 SUPER FATAMARKAÐUR SÍSÍ Frakkastíg 12 návcjjniif Étgcfdir sækjum við í Barnastéfar, moHnpdfl Suöurlandsbraut flltfttgttiiIiIaftUh símanúmer RITSTJOR 10100 AIIGIÝQINfíAR' 22480 m ici ® Jrlt # IJI« i Im I *m ll# L m 83033 ?tl orminliTnb i ít # ♦ m ■m 9 Sék 9999M EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.