Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.08.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1979 21 Kristín Guðmundsdótt- ir — Minningarorð Fædd 10. júlí 1916 Dáin 28. júlí 1979 Kristín Guðmundsdóttir lést á gjörgæsludeild Landakotsspítal- ans eftir langvarandi og þjáning- armikil veikindi, en þar hafði hún dvalið síðan 8. maí. Aðstandendur hennar höfðu fylgst náið með líðan hennar allan tímann og mun seint úr minni líða það þrek og æðruleysi sem henni var gefið. Alúð sú og nákvæmni, sem fjöl- skylda hennar sýndi í veikindum Kristínar ber öðru fremur vott um hin sterku bönd, sem hún var tengd fjölskyldu sinni. Kristín var fædd í Reykjavík og átti þar heima lengstan hluta ævi sinnar, að Hverfisgötu 66A. Þar hafði hún búið manni sínum Páli Kristinssyni og börnum þeirra vistlegt og glæsilegt heimili við þröngar aðstæður. Á síðastliðnu ári keyptu þau sér nýja íbúð að Trönuhólum 14 og voru langt komin með að ljúka henni, þegr Kristín veiktist. Börn þeirra hjóna eru: Helga, gift Þóri B. Eyjólfs- syni, húsasmið og Kristinn, bif- vélavirki, giftur Gerði Sigurðar- dóttur. Barnabörnin eru 4. Við hjónin höfum haft mikil kynni af þeim Kristínu heitinni og Páli um tuttugu ára skeið. A heimili þeirra ríkti alla tíð rausn- arskapur, velvild og hlýja í við- móti við þá, sem að garði bar. Áttum við þar marga ánægju- stund, sem við fáum seint þakkað og þá ekki síður í sumarhúsi þeirra að Iðu. Sár harmur er því ríkjandi að Trönuhólum 14 við fráfall húsmóðurinnar, sem gætti að öllu og öllum og lét það ætíð vera sitt fyrsta og síðasta að gæta vellíðanar fjölskyldanna. Einkum verður söknuðurinn sár fjörgam- alli móður hennar, sem dvalið hefur á heimili þeirra hjóna alla tíð, og eftirlifandi manni hennar. Við hjónin getum aldrei full- þakkað þá alúð og vináttu, sem við nutum frá hinni horfnu húsmóður og heimili hennar. Ég kveð Kristínu, Guð leiði hana og aðstandendur sem eftir lifa Sigrún og Eyjólfur Á heiðríkum hásumardegi hitt- umst við fyrst. Þau bjuggu í tjaldi við Brúafossa, hún og unnusti hennar, Páll Kristinsson. Hann hafði verið sendur að sunnan til þess að undirbúa Iaxaklak. Nú var hann kvaddur í síma, og fór ég á fund tjaldbúa með kvaðninguna. Hún varð fyrir svörum, því að hann yar með veiðistöngina við ána. Ég virti hana fyrir mér, meðan hún hljóp til hans léttstíg og hnakkakert. Hún var þéttvaxin og þrekleg, dökk á brún og brá, en þó björt í andliti, lyfting í hárinu og fór vel. Heimleiðis fékk ég far með „Stuttmalli", en svo var bíll- inn nefndur. Bílstjórinn lék við hvern sinn fingur og bauð í nefið, þegar upp komst, hver var farþeg- inn. Þannig hófust þau kynni, sem lengi hafa verið okkur hjónum ljúfust allra. Kristín og Páll eða „Pallistína" eins og kunningjar þeirra kölluðu þau í gamni, voru svo samhent og samhuga, að manni kemur hann í hug þegar hennar er minnzt. Þau fluttu með sér hvort fyrir sig, og bæði saman, ferskan sunnanandvara inn í logn- mollu hversdagsleikans. Þau voru öllum þeim ólík sem við umgeng- umst þar nyrðra, áhyggjulaus eins og fuglar himins, náttúrubörn, sem nutu útivistar og farandlífs. En þegar haustaði að, gerðist kaldsamt að hafast við í tjaldi á kambinum við Laxá. Þá leituðu þau húsaskjóls á Grenjaðarstað og var ekki og fengist, að þröngt væri á þingi og þvottahús kæmi í eldhúss stað til að byrja með og síðar matreitt í kaldri kompu á prímus og kom ekki að sök. Ekki batnaði aðbúnaðurinn eftir að þau fluttust frá Grenjaðarstað. Fyrst var hafst við í klakhúsinu, tjaldað á milli með striga, síðan í kjallara stöðvarstjórahúss, en loks var byggt yfir þau hús, þar sem heitir á Kambi. Þar fæddist þeim dóttir vorið 1940, en sonur níu árum síðar í Reykjavík. George E. Howser —Minningarorð Kceðja frá samstarfsmönnum. I dag verður til moldar borinn George E. Howser, Bandaríkja- maður sem dvalið hefur hálfa æfina hér á landi. Svo lengi sem eistu starfsmenn muna hefur George verið starf- andi á Keflavíkurflugvelli, fyrst við uppbyggingu flugvallarins og síðan við ýms störf á vegum varnarliðsins. Lengst af starfaði George við birgðastofnun varnarliðsins og er enginn lastaður þótt sagt sé að fáir hafi verið honum jafnfærir í hans sérgrein. Mun nú skarð fyrir skildi hjá mörgum sem leituðu ráða hjá honum í viðureign sinni við „kerf- ið“, en fáir rötuðu þá villugjörnu vegu betur en hann. George rækti störf sín af ein- stakri alúð og trúmennsku, og fram á síðasta dag var það talið til tíðinda ef hann mætti ekki til vinnu, þótt sjúkur væri. George var vel liðinn jafnt af yfirmönnum sínum sem sam- starfsmönnum, enda sérstaklega greiðugur og fórnfús maður, sem vildi hjálpa öllum ef mögulegt var. Hann var maður stefnufastur og Sonur okkar og bróöir RAGNAR BJARNI STEINGRÍMSSON veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunnl í Hafnarflröi b 3 áaúst kl 10.30. þeim sem vildu minnast hans er bent á SÍBS og aörar líknarstofnanlr. Steingrímur Gunnarsson Hjördís Þorsteinsdóttir, íris Randversdóttir, Randver Randvarsson, Lára Björk Steíngrímsdóttir, Margrét Hildur Steingrímsdóttir, Rafnar Steingrímsson. Kristín Guðmundsdóttir var borinn og barnfæddur Reykvík- ingur og ólst upp hjá móður sinni Guðrúnu Helgadóttur og Helga afa sínum á Hverfisgötu 66a, en faðir hennar, norðlenzkur að ætt, andaðist í spönsku veikinni 1918, þegar hún var á þriðja ári. í þessu húsi áttu þau Páll og Kristín heimili sitt uppi á lofti. Þar var gestum tekið opnum örmum, hvenær sem var og hvernig sem á stóð, það þurfti ekki að gera boð á undan sér. En ekki er nema hálfsögð sagan. Páll átti sér veiði- rétt austur við Iðu, og þar reistu þau sér sumarbústað, sem varð með árunum svo fullkominn að búnaði öllum, að af bar. Þar réð Kristín ríkjum með reisn og prýði. Þangað var gott að koma og gleðjast með glöðum, enda gömlum vinum fagnað af hjartan- legri alúð, því að hún Stína Palla var trygglynd með afbrigðum, nærgætin um annarra hag og svo rausnarleg að hélt við ofrausn á stundum. Á nýársnótt 1976 eyðilagðist íbúð þeirra af eldi frá næstu íbúð. Björguðust þau naumlega úr brunanum. Fluttust þau þá ásamt móður Kristínar til Helgu dóttur sinnar og dvöldust þar, meðan svipast var um eftir nýjum sama- stað. Varð þá fyrir valinu ófullgert hús í Trönuhólum, tilbúið undir tréverk. Var nú öllum frístundum varið til þess að fullkomna þetta framtíðarheimili og ekkert til sparað, að það gæti orðið sem þægilegast. Síðastliðið sumar fluttu þau í húsið, þegar búið var að ganga frá til fulls herbergi því, sem Guðrúnu móður Kristínar var ætlað, þótt annars væri margt enn ógert. Fjölskyldu- tengslin höfðu ávallt verið mjög sterk, nú verða þau enn nánari undir einu og sama eigin þaki: Páll og Kristín og móðir hennar, dóttirin Helga með eiginmanni sínum Þóri og dætrum þeirra tveim, og sonurinn Kristinn leggur þar hönd að verki flesta daga, enda þótt hann búi annars staðar með Gerði eiginkonu sinni, syni þeirra og dóttur. Og fram- tíðin blasti við sjónum. En enginn má sköpum renna. Banamein hafði búið um sig, sjúkrahúsvist afráðin og upp- skurður óumflýjanlegur. Vikum saman var vakað og beðið fyrir bata. Vinirnir mörgu, vandamenn sem vandalausir, fylgdust með daglegri líðan. En allt kom fyrir ekki. Að morgni dags fyrir viku var hún liðin. Blessuð sé minning Kristínar Guðmundsdóttur, gefi henni Guð á himni líf lofi betra. Þorgr. V. Sigurðsson framfylgdi ætíð sannfæringu sinni, þó aldrei af hörku. I dag eru liðin 21 ár síðan hann gekk að eiga eftirlifandi konu sína Lilju Hjartardóttur og hafði hann oft orð á að það hefði verið sitt mesta gæfuspor, enda reyndist hún honum ástrík eiginkona og mikill stuðningur í erfiðleikum hans. Reistu þau heimili að Stekkjarkinn 3, Hafnarfirði og áttu saman þrjú börn, en hann átti eina dóttur af fyrra hjóna- bandi. Samstarfsmenn Georgs E. Howsers á Keflavíkurflugvelli senda eiginkonu hans og fjöl- skyldu innilegustu samúðarkveðj- ur á þessari stundu. + Konan mín, HELGA SIGFUSDÓTTIR, Brekkugötu 10, Akureyri lést í Landspítalanum 2. ágúst. OddurJónsson. Móöir okkar. + ODDNÝ ÁRNADÓTTIR, lést 2. ágúst. Esjubergi, Sigríöur Gísladóttir, Bergpóra Gísladóttir. t Fósturfaöir okkar JÓHANN PÁLSSON, Þrastarhóli, Stöövarfirði, lést aö heimilí sínu 2. ágúst. Börnín. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi HELGI ÞÓRARINSSON, Æöey, lést á Borgarspítalanum miövikudaginn 1. ágúst. Guörún Lárusdóttir, börn, tengdadætur og barnabörn. + Hjartkær eiginmaöur minn og faðir okkar, SIGURJÓN MAGNUSSON, framkvæmdautjóri, Erluhólum 3 er látinn. Sigrún Björnsdóttir og börnin. + Móöir mín SVAVA BLÖNDAL, Lynghaga 1, andaöist aöfararnótt 1. ágúst. Ingólfur Blöndal. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, GEORGS E. HOWSER, Stekkjarkinn 3, Hafnarfirói, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfirði kl. 16 í dag, 3. ágúst. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Lilja Hjartardóttir Howser og börn. + Maöurinn minn, GUÐMUNDUR S. JÚLÍUSSON, stórkaupmaður, Nesvegi 76, sem lézt af slysförum aö kvöldi 26. júlí, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, míövikudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Hulda Þorsteinsdóttir. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför bróöur okkar JÓNS ÁRNASONAR, Stóra-Ármóti. Sérstakar þakkir til stjórnar Búnaðarsambands Suöurlands fyrir 1 aö sjá veglega um útför hans. Sigriöur og Ingileif Ai * «ji< r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.