Morgunblaðið - 17.08.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 17.08.1979, Síða 1
32 SÍÐUR 187. tbl. 66. árg. FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Stjarna Indiru fer hækkandi Nýju Delhi, 16. áfcust. Reuter. STJARNA Indiru Ghandi fer nú ört hækkandi á Indlandi. í skoðanakönnun, sem birt var í dag í vikuritinu „Indland í dag* kom fram að Indira nýtur nú mun meiri vinsælda en Charan Singh forsætisráðherra. Aðeins 29% þeirra er spurðir voru studdu Singh en hins vegar naut Indira stuðnings 48% þeirra er spurðir voru. Jagjivan Ram hlaut enn verri útreið en Singh, en hann hefur stefnt að forsætis- raáðherraembætti — hann hlaut stuðning aðeins 14% þeirra er spurðir voru. Kosningar eiga að fara fram á Indlandi 1982 en flokkur Indiru hefur undanfarið sýnt því aukinn áhuga að kosning- ar fari fram þegar á næsta ári. Hinn mikli stuðningur við Indiru Ghandi kom á óvart því í skoðanakönnun, sem fram fór í apríl, hlaut hún stuðning aðeins 22% þeirra er spurðir voru. Þá virðast Indverjar hafa fyrirgefið Indiru er hún lýsti yfir neyðar- ástandi í landinu. Af þeim er spurðir voru sögðu 64% að stjórn Indiru á því tímabili hefði verið betri en er Janatabandalagið var við völd. Möguleikar Charan Singhs á að mynda stjórn jukust í dag þegar marxistar (cpi-m) ákváðu að styðja stjórn hans. Flokkur Indiru hefur enn ekki gefið svar um það hvort hann muni styðja stjórn Charan Singhs. Færeyjar: Útvarpa „poppi og klámi” Moskvu. 16. ígúst — Rcuter. ÓLÖGLEGAR útvarpsstöðvar eru víða starfandi og útvarpa poppi og klámi. að þvf er sovéska kvöldblaðið Vecher- naya Moskva skýrði frá í dag. Blaðið varaði þá við, sem senda út, og sagði þá eiga á hættu að hljóta fangelsisdóm fyrir. Blað- ið vitnaði til 24 ára verka- manns, sem dæmdur var f 2 ára fangelsi fyrir að útvarpa slfku efni. Utsendingarskilyrðum mikil- vægra stöðva, eins og flug- stjórnar er hætt vegna hinna ólöglegu útsendinga, að því er blaðið sagði. Jafnframt hvatti blaðið foreldra til að banna sonum sínum að setja upp sjó- ræningjastöðvar, og kalla þær nöfnum eins og Satan, Troika og Júpíter. Gamla stjórnin var endurvakin Frí fréttaritara Mbl. í Þúrahðfn. 16. ágúst. NÝ STJÓRN hefur verið mynduð í Færeyjum. Sósíaldemókratar Fólkaflokkurinn og Rcpúblikanar hafa komið sér saman um, að endurvekja stjórnarsamstarfið, en samstarf þessara þriggja flokka flosnaði upp í sumar. Skrifað var undir nýjan stjórnarsáttmála sfðdegis í dag og þar lýsa flokkarnir því yfir að þeir muni starfa á sama grundvelli. Málamiðlun var náð um ferjumál- ið svonefnda. í stjórnarsáttmála flokkanna segir að „flokkarnir séu einhuga um að kanna möguleika á smíði nýrrar ferju í færeyskri skipa- smíðastöð". Stefnt skuli að því að ferjar verði tekin í notkun 1983. Samþykkt var að festa kaup á ferju á stærð við Smyril. forsætisráðherra. Sjaldgæft er að þau sjáist saman en Singh stendur nú mjög í skugga Indiru. Líf stjórnar hans hvílir á stuðningi hennar og nú nýtur hún mun meiri vinsælda en hann. Símamynd AP. Henning Christophersen, utanríkisráðherra Dana: Hagsmuna Græn- lands verði gætt Frá fréttaritara Mbl. f Kaupmannahöfn. 16. ágúst. „VIÐ HÖFUM fylgst náið með deilu íslendinga og Norðmanna um Jan Mayen og ég lagði sérstaka áherzlu á það við Benedikt Gröndal, utanrfkisráðherra, að Danir mundu f hvfvetna gæta hagsmuna Grænlendinga og þess að þeir yrðu ekki hlunnfarnir,“ sagði Henning Christophersen, utanrfkisráðherra Dana eftir viðræður við Benedikt Gröndal f Kaupmannahöfn f gær. Benedikt er nú í opinberri heimsókn f Danmörku og ræddi hann við Christophersen f gær. Benedikt skýrði Christophersen frá afstöðu Islendinga til Jan Mayen málsins og áhyggjum ís- lendinga af loðnustofninum við Jan Mayen. Loðnuveiðar Norðmanna hefðu gengið mjög vel og ofveiði stofnsins væri íslendingum áhyggjuefni. Á fundi með fréttamönnum í Kaupmannahöfn í dag sagði Bene- dikt að stefna íslenzku ríkisstjórn- arinnar væri lítt sveigjanleg. Hann sagði að Islendingar hefðu neitað að deila hinu umdeilda svæði með Norðmönnum, annað væri „póli- tískt sjálfsmorð hverjum stjórn málamanni á íslandi". Á fundinum sagði Benedikt, að hann ætti ekki von á deilum við Færeyinga, og að þeir þyrftu ekki að óttast það að þeir yrðu hlunn- farnir. Benedikt sagði að íslending- ar hefðu ekki á móti því að aðrar þjóðir tækju sér 200 mílna efna- hagslögsögu og deilan við Norð- menn snerist um hvað íslendingar fengju í staðinn. Rétturinn til nýtingar hafsbotnsins er eitt þeirra atriða, sem Benedikt Grön- dal nefndi á fundinum með frétta- mönnum í Kaupmannahöfn. Ó1 áttbura 3 drengi og 5 stúlkur en ein þeirra er látin Napólí, 16. ágúst — Reuter, AP. KONa í Napólf, Pasqualina Chianese Anatrella, ól í morgun áttbura í Napólí — fimm sflkur og þrjá drengi. Börnin fæddust tveimur mánuðum fyrir tfmann. Stúlkuharn. minnsta barnið, lést tæpum 10 klukkustundum eftir fæðinguna. Hún vó aðeins 450 grömm og hjarta hennar hætti að slá áður en tókst að koma henni f súrefnistjald. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni öll. Nú finn ég fremur til sársauka að áttburar fæðast, en móðirin tók hormónalyf svo hún gæti orðið þunguð. Aður höfðu flest fæðst sex börn — og Pasqualina ól sjálf sexbura fyrir þremur árum en öll dóu. „Við þráum að eignast barn,“ fagði maður hennar. „Þegar Pasqualina átti sexburana þá fylltist ég fögnuði — en þau dóu en gleði. En þið megið ekki mis- skilja mig — ég er svo hræddur um að þau deyi einnig,“ bætti hann við og átti erfitt með að hemja tilfinningar sínar. Fæðingin í Napólí stóð í aðeins tuttugu mínútur. Fyrirfram hafði aðeins verið búist við fjórburum og fæðingin undirbúin í samræmi Fjögur barnanna í súrefnistjaldi. Sfmamynd ap. við það. „Fæðingin gekk vel og það var auðvelt að taka á móti þeim vegna þess hve lítil þau voru,“ sagði Salvatore Scala, sem tók á móti börnunum. Þyngsta barnið vó aðeins 1.1 kíló en stúlkan sem dó var léttust, aðeins 450 grömm. Nicola Bertolini, einn læknanna, sagði við fréttamenn, að móðirin væri vel á sig komin líkamlega en bætti við: „henni líður mjög illa andlega þar sem hun er svo hrædd um að missa þessi einnig.“ Hann sagði að tvö þyngstu börnin ættu „nokkra möguleika" á að lifa. Árið 1974 fæddust sexburar í S-Afríku og eru þeir einu sexbur- arnir, sem hafa lifað. Tvívegis áður hafa sexburar fæðst á Italíu en í bæði skiptin hafa öll dáið — Pasqualina átti sexbura fyrir þremur árum og á Sardiníu fædd- ust í fyrra sexburar en öll börnin létust.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.