Morgunblaðið - 17.08.1979, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979
VÍSISRALLIÐ hólst í Kær. en það er lengsta bflarall sem fram hefur farið hér á landi. Þátttakendur eru 21
0« eru tveir keppendur í hverjum bfl. Fyrsti bfllinn var ræstur af stað kl. 16:00 í gær og var ekið norður í
land til Sauðárkróks þar sem bflarnir voru í nótt. f dajf li«>fur leið þeirra til Húsavíkur þar sem þeir verða í
nótt. Þaðan aka þeir sfðan f fyrramálið suður Sprenxisand ojí um Suðurland, gista aðfararnótt sunnudagsins
á Laugarvatni og koma til Reykjavfkur á sunnudag.
Það eru dagblaðið Vísir og Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavfkur sem standa fyrir keppninni.
segir forsætisráðherra um friðun Torfunnar
Á FUNDI ríkisstiórnarinnar í
gærmorgun gerði Olafur Jóhann-
esson bókun um Bernhöftstorfu-
málið. í samtali við Mbl. f gær
vildi hann ekki greina nákvæm-
lega frá bókun sinni, en fram
hefur komið að forsætisráðherra
„Til að geta
unnið aftur
næsta sumar”
SIGURBÁTURINN í sjórallinu
frá f sumar hefur nú verið
augiýstur til sölu. Við spurðum
Bjarna Sveinsson, eiganda
Ingu, hvers vegna hann vildi
losa sig við gripinn. — Það er
einfalt, sagði Bjarni. — Það er
til að geta unnið örugglega
aftur næsta sumar.
— Ég er að fá mér nýjan
Flugfiskbát, sem verður meira
styrktur og með kraftmeiri vél.
Sá á að ganga allt að 54 mílum
og þá mega þeir fara að vara sig.
Ingan er í toppstandi og í alla
staði frábær bátur, en mann
langar alltaf í eitthvað stærra.
Ég reikna með að fá 6 milljónir
fyrir Inguna, en býst við að sá
nýi leggi sig á ekki undir 15
milljónir með vél og öllum
tækjum, sagði Bjarni Sveinsson
og sagðist vera einn þeirra 12,
sem þegar hefðu tilkynnt þátt-
töku í sjóralli næsta sumar.
telur að Alþingi eigi að fjalla um
þetta mál og einnig telur hann að
f ríkisstjórninni hafi ekki verið
meirihluti fyrir ákvörðun
menntamálaráðherra um friðun
Torfunnar.
— Kjarninn í þessari deilu, ef
deilu skyldi kalla, er hvort það sé
Alþingi sem eigi að taka ákvörðun-
ina, sagði Ólafur í gær. — Ég held
því fram, að bíða eigi ákvörðunar
Alþingis.
— Það ákvað á sínum tíma,
1954, að þarna skyldu staðsettar
skrifstofur Stjórnarráðsins. í til-
efni af 50 ára afmæli Stjórnar-
ráðsins var gefin út fréttatilkynn-
ing um það efni frá ríkisstjórninni
og síðan voru í fjárlögum allar
götur frá 1954 til 1968 fjárveiting-
ar til þessa, að einu ári undan-
skildu.
— Með fyrirspurn, sem Þórar-
inn Þórarinsson gerði 1968, spurð;
ist hann fyrir um bygginguna. í
svari þáverandi forsætisráðherra
kom ekkert fram, sem andmælti
henni og þá kom engin rödd fram í
aðra átt. Síðan hafa ekki fengizt
samþykktar á Alþingi ályktanir,
sem ætlað er að breyta þessari
staðsetningu skrifstofa Stjórnar-
ráðs. Þetta er í rauninni mergur-
inn málsins, sagði forsætisráð-
herra að lokum.
Reknetaveiðarn-
ar mega hefjast
annan laugardag
ÁKVEÐIÐ hefur verið að sfldveiðar
í reknet megi hefjast 25. ágúst
næstkomandi, en um 65 bátar hafa
sótt um leyfi til veiðanna. Sfldveið-
ar í hringnót hefjast væntanlega
20. september nk.
Bíða ákvörð-
unar Alþingis
Þungur róð-
ur hjá skák-
mönnunum
ÞEIM Guðmundi Sigurjónssyni og
Margeir Péturssyni vegnaði báðum
heldur illa í skákum sínum á
mótinu í Gausdal í gær.
Margeir tapaði fyrir Ravikumar
frá Indlandi í skák þar sem Margeir
var með unnið tafl á tíma, en lék illa
af sér og tapaði skákinni. Á heims-
meistaramóti unglinga á dögunum
vann Margeir Indverjann örugglega.
Guðmundur tefldi við Kaiszauri frá
Svíþjóð og hafði heldur verri stöðu
þegar skákin fór í Dið.
Efstir og jafnir með 4 vinninga
eru þeir Romanishin, Karlsson frá
Svíþjóð og Indverjinn Ravikumar.
Rainbow
Warrior enn
í rólegheitum
RAINBOW Warrior lét í gærdag
reka rétt undan Hvalfirði.
Önnur kvennanna, sem hraðbátur
frá Warrior lét í land í Reykjavík í
fyrradag, hélt af landi brott í gær.
Voru báðar konurnar skráðar í
áhöfn skipsins, en til að fá afskrán-
ingu af erlendu skipi hér þarf
sérstakt leyfi frá Dómsmálaráðu-
neytinu. Önnur konan var sögð veik,
en við rannsókn aðstoðarborgar-
læknis fannst engin óeðlilegur
krankleiki. Sú sem sögð var sjúk hélt
af landi brott í gærmorgun, en hin
konan, blaðamaður að atvinnu, er
gnn í Reykjavík.
Vegagerð ríkisins:
Unnið að lagningu varan-
legs slitlags á þjóðvegi
víða um land í sumar
UNNIÐ er að lagningu varanlegs slitlags eða „klæðningar“ á þjóðvegi
og vegarkafla víða um land í sumar, að því er Jón Birgir Jónsson
yfirverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins sagði í samtali við Morgun-
blaðið. Meðai annars er nú unnið að lagningu slitlags í Tíðaskarði, og
var veginum þar lokað um tfma af þeim sökum.
Af öðrum framkvæmdum af
þessu tagi sagði Jón Birgir að
mætti nefna slitlagslagningu á
veginn á Garðsskaga milli Sand-
gerðis og Garðs, og þá Eyrar-
bakkaveg niður frá Selfossi, um
það bil tveir km. Enn má nefna
Suðurlandsveg frá Landvegamót-
um austur að Rauðalæk, en einnig
hefur verið lagt nokkuð af til-
raunaköflum, svo sem á Þingvöll-
um, á Hafnarveg og á veginn til
Ólafsfjarðar og Dalvíkur, frá vega-
mótunum á Þelamörk, um það bil 7 1
kílómetra.
Einnig verða tilrauna-
kaflar lagðir í Borgarfirði og á
Snæfellsnesi og einnig í Grímsnesi
og undir Eyjafjöllum ef tíðarfar í
haust leyfir. Þessir vegarkaflar
eru að sögn Jón Birgis lagðir með
svonefndu „ottadekk" slitlagi, sem
kennt er við stað í Noregi þar sem
það var fyrst reynt, eins konar
ódýr klæðning. Sagði Jón Birgir
þetta efni hvorki vera olíumöl né
malbik, en ef setja ætti þessi efni
upp í gæðaröð, þá væri hún sú að
dýrasti og besti vegurinn væri
steyptur vegur, þá kæmi malbik,
olíumöl og loks „ottadekk" klæðn-
ingin.
Auk framantaldra verkefna
sagði Jón Birgir að unnið væri að
brúarsmíði á Holtavörðuheiði,
byggingu Borgarfjarðarbrúarinn-
ar og svo yrði vegalagning á
norðausturlandi eitt stærsta verk-
efni Vegagerðarinnar eftir að sam-
þykkt var að verja 600 milljónum
króna til vegagerðar þar vegna
hafíss.
Tveir nýir prófessor-
ar við Lagadeildina
TVEIR prófcssorar hafa nýlega verið skipaðir við Lagadeild Iláskóla
íslands. en það eru þeir Björn Þ. Guðmundsson og Stelán Már Stefánsson.
Aðalkennslugreinar Björns Þ. Guðmundssonar verða á sviði persónu-. erfða-
og sifjaréttar. en Stefáns Más Stefánssonar á sviði réttarfars. Undanfarið ár
hefur Björn Þ. Guðmundsson verið settur prófessor við Lagadeildina í stað
Gauks Jörundssonar sem verið hefur í leyfi. Aðrir umsækjendur auk Björns
voru þau Guðrún Erlendsdóttir lektor og dr. Páll Sigurðsson dóscnt. Einnig
sótti um það embætti Stefán Már Stcfánsson sem dró umsókn sína til baka
þegar hann var skipaður í prófessorscmbætti á sviði réttarfars. En um það
embætti sóttu auk Stefáns þeir Björn Þ. Guðmundsson og dr. Páll
Sigurðsson.
Stefán Már Stefánsson er fæddur
19. október 1938 í Reykjavík. Hann er
sonur hjónanna Stefáns Jakobssonar
og Guðrúnar Guðjónsdóttur. Stefán
varð stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1958 og lauk embætt-
isprófi frá Lagadeild Háskóla íslands
árið 1964. Framhaldsnám stundaði
hann í Noregi, Þýskalandi og ísrael.
Stefán Már Stefánsson hefur verið
borgardómari í Reykjavík síðan 1970.
Hann er kvæntur Kristínu Ragnars-
dóttur og eiga þau þrjú börn.
Björn Þ. Guðmundsson er fæddur
13. júlí 1939 á Akranesi, sonur hjón-
anna Guðmundar Björnssonar og
Pálínu Þorsteinsdóttur. Hann varð
stúdent frá Menntaskólanum á Akur-
eyri árið 1959 og lauk embættisprófi
frá Lagadeild Háskóla Islands árið
1965. Hann starfaði sem fulltrúi
yfirborgardómarans í Reykjavík
1966—1972, en það ár var hann
skipaður borgardómari í Reykja'vík.
Björn Þ. Guðmundsson er kvæntur
Þórunni Bragadóttur og eiga þau tvö
börn.
ÁRNI Snævarr fyrrverandi ráðu-
neytisstjóri í Iðnaðarráðuneytinu
lést af hjartabilun á sjúkrahúsi f
Kaupmannahöfn sfðastliðinn mið-
vikudag. Árni var fæddur 27. aprfl
1909 á Húsavfk og var því sjötugur
að aldri er hann lést.
Árni varð stúdent frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1930 og lauk prófi í
byggingaverkfræði í Dresden 1935.
Árið 1941 stofnaði Árni, ásamt
öðrum, Almenna byggingafélagið í
Reykjavík. Árni vann að undirbún-
ingi að og framkvæmdum við ýmis
mannvirki og má þar nefna virkjun
Irafoss í Sogi, Andakílsvirkjun,
Aburðaverksmiðjuna í Gufunesi og
Sementsverksmiðjuna á Akranesi.
Árni Snævarr sat um langt skeið í
stjórn Verkfræðingafélags íslands,
var formaður Skáksambands íslands
1947—52 auk fjölmargra annarra
trúnaðarstarfa, sem hann gegndi.
Eftirlifandi kona Árna er Laufey
Bjarnadóttir Snævarr.
Stefán Már Stefánsson
Árni Snœvarr látinn
Mjög góð sala hjá
Snorra Sturlusyni
SKUTTOGARINN Snorri
Sturluson frá Reykjavík
seldi afla sinn í Hull í gær
og fyrradag og fékkst
mjög gott verð fyrir afl-
ann, sem var að mestu
leyti þorskur, en einnig
nokkur ufsi.
Samtals seldi Snorri 217.8
tonn og fengust rösklega 92
milljónir króna fyrir aflann.
Meðalverð var því 424 krónur
og er mjög gott miðað við
hversu miklum afla var land-
að. Skipstjóri á Snorra Sturlu-
syni er Ólafur Örn Jónsson.
Skuttogarinn Erlingur úr
Garði selur afla sinn í Þýzka-
landi á mánudag, aðallega
karfa og ufsa. Verður Erlingur
fyrsti togarinn til að selja á
þessum markaði í nokkurn
tíma.