Morgunblaðið - 17.08.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST1979
3
„MfldU þrýstíngur
úr báðum áttum”
segir Eivind Bolle, sjávarútvegsráðherra Noregs, í samtali
við Morgunblaðið, en neitar að kalla deiluna loðnustríð
Jóhannes Tómasson blaóamaður Morgunblaðsins skrlfar frá Osló
— AF REYNSLUNNI af þeim viðræðum. sem við áttum við íslendinKa í
lok júní að dæma, fer ekki hjá þvf að þær viðræður. sem nú fara í hönd,
verða erfiðar, sagði Eyvind Bolle sjávarútvegsráðherra Noregs í samtali
við Morgunbiaðið í Osló f dag. Viðræðurnar hefjast 29. ágúst og sagðist
Bolle reikna með að þeim lyki 1. september. — Best væri að embættismenn
undirbyggju umræðugrundvöll áður en til kasta stjórnmálamanna kemur
og reikna má með því aö tíminn til mánaðamóta verði notaður til þess,
sagði Boile.
Hann var f upphafi samtalsins spurður að þvf á hvað Norðmenn myndu
leggja mesta áherzlu í samningaviðræðunum.
— Við leggjum áherzlu á, að (slendingar skilji hversu mikla þýðingu
200 mflna lögsaga hefur fyrir bæði löndin og aö nauðsynlegt sé að hafa
fulla stjórn á notkun auðlinda innan þeirrar lögsögu. Með því á ég við, að
höfð verði stjórn á því hvort þriðja landið kemur til sögunnar eða ekki, en
að sjálfsögðu hafa Norðmenn og íslendingar forgang.
sízt mikilvægt fyrir íslendinga.
— Hvað vilt þú segja um gagn-
rýni „Noregs Fiskarlag" á veiði-
banninu núna?
— Það er álit „Norges Fiskarlag",
að við ættum að veiða ótakmarkað,
en veiðarnar eru nú stöðvaðar eink-
um af tveimur ástæðum. í fyrsta
lagi af verndunarástæðum og í öðru
lagi viljum við koma til móts við
óskir íslendinga um að ekki séu
stundaðar veiðar þegar viðræður
fara fram.
— Gagnrýnt er að fresturinn
hafi verið of stuttur.
— Já, það hefur verið gagnrýnt
og víst er hann stuttur, en þó gerum
— Við hvers konar skiptingu á
fiskveiðiréttindum munu Norð-
menn sætta sig?
— Það er útilokað fyrir mig að
segja nokkuð um það nú, því um það
munu viðræðurnar við íslendinga
snúast. Ég get þó sagt að meðal
Norðmanna ríkir fullur skilningur á
því hvaða þýðingu loðnan hefur
fyrir íslendinga, en hins vegar
verður að taka það með í reikning-
inn að við erum undir miklum
þrýstingi frá norskum sjómönnum
um að þeir fái að halda því, sem þeir
hafa.
— Hvað með ráðleggingar fiski-
fræðinga?
— Já, þar kemur til enn eitt
atriðið, sem fjalla þarf um, en þeir
hafa í nýrri skýrslu lagt til, að
aflinn fari ekki yfir 600 þúsund
tonn. Við verðum að taka fullt tillit
til skýrslu þeirra. Það er mikilvægt
að fara mjög varlega þegar ákveða
skal leyfilegt magn og er það ekki
Oddvar Nordli forsætisráðherra Noregs kom f opinbera heimsókn til
fslands í ágústmánuði 1976 og var þessi mynd þá tekin við Gullfoss af
Geir Ilallgrímssyni þáverandi forsætisráðherra, Eivind Bolle og
Oddvar Nordii.
Frá viðræðum íslendinga og Norðmanna í Ráðherrabústaönum í
Reykjavík í júnímánuði sl. Frá vinstri Eivind Bolle, Knut Frydenlund,
Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson. (Ljósm.: ól. K. Mag.)
við ráð fyrir, að þeir bátar, sem voru
á leið á miðin, fái tækifæri til að ná
fullfermi áður en þeir halda til
lands, í síðasta lagi á mánudags-
kvöld. Við skiljum vel að dýrt sé að
halda á miðin og fá svo kannski
aðeins lítið af loðnu í skipin. Með
þessu reynum við að gera ráðstafan-
ir til að útgerðirnar verði ekki fyrir
tapi í síðustu veiðiferðinni.
— Nú hefur verið upplýst að
Jens Evensen eigi m.a. að rseða við
Sovétmenn um Jan Mayen-málið,
hvaða þáttur þess snýr að þeim?
— Það er rétt að Evensen á að
ræða við Sovétmenn, en þó er ekki
rétt að kalla það viðræður. Hlutverk
hans er að upplýsa þá og Efnahags-
bandalagslöndin um hverjar séu
fyrirætlanir okkar við Jan Mayen og
í fiskveiðilögsögumálum. Þessi
vinnubrögð höfum við viðhaft áður,
reynt að gefa þessum þjóðum tæki-
færi á að fylgjast með gangi mála og
heyra álit þeirra.
— Er norska ríkisstjórnin undir
miklum þrýstingi, annars vegar
frá fslandi og hins vegar frá
norskum sjómönnum?
— Því er ekki að neita að þrýst-
ingurinn er mikill úr báðum áttum
og auðvitað hefði verið æskilegast
að ná samkomulagi í fyrri viðræðun-
um í Reykjavík. Þá hefði verið
auðveldara að stjórna veiðunum við
Jan Mayen í sumar og þessi vandi
ekki verið fyrir hendi. En nú er enn
brýnna fyrir okkur að semja, ekki
sízt með tilliti til veiða þriðju
þjóðarinnar og ég vona að skynsam-
leg lausn fáist eftir fyrirhugaðar
viðræður.
— Ertu bjartsýnn á að það tak-
ist?
— Já ég er bjartsýnn á að viðræð-
urnar leiði til lausnar, sem báðar
þjóðir megi vel við una, sagði Eivind
Bolle. í lok samtalsins var aðeins
slegið á aðra strengi og Bolle spurð-
ur að því hvort ekki væri erfitt og
tímafrekt að þurfa sífellt að svara
spurningum úr öllum áttum um
þessi málefni.
— Nei ekki svo mjög, svaraði
Bolle og brosti. — Það er mjög
mikilvægt að svara og greina frá
gangi mála, upplýsa fólk um afstöðu
okkar og útskýra málin. Norskir
fjölmiðlar hafa mjög mikið fjallað
um Jan Mayen-málið og gert því
nokkuð góð skil, þó að loðnustríð sé
fullmikið notað orð og of sterkt.
Fólk verður forviða þegar það heyrir
talað um svo alvarlegan hlut eins og
stríð og í þessu tilfelli teljum við alls
ekki að um neitt stríð sé að ræða,
sagði sjávarútvegsráðherra Noregs,
Eivind Bolle, að lokum.
GRUNDIG
20" 4613
Loekkun kr.70.500.
Nú d kr.485.700.
% Útborgun: Mánaðargr.:
20% kr. 97.000 2 X kr. 195.000
30% kr. 146.000 3 X kr. 113.000
40% kr. 195.000 4 X kr. 73.000
50% kr. 243.000 5 X kr. 49.000
60% kr. 292.000 Frjálst innan árs
100% kr. 461.400 (5% staðgr.afsl.)
VEXTIR OG KOSTNAÐLIR EKKI INNIFALIÐ.
• Línumyndlampi. („Black-stripe inline“).
Ný og mjög fullkomin gerð.
• Einingaverk. Einfaldar allar viðgerðir
og gerir þær mögulegar í heimahúsum.
• AFC (sjálfvirk tíðnistilling) og
AGC (sjálfvirk mögnunarstilling).
Þessi atriði tryggja bestu viðtöku
hljóðs og myndar.
• Kalt kerfi. Straumnotkun aðeins lOOw.
(Tækið hitnar minna og endist lengur).
• Framvísandi hátalari. (Superphon).
Gefur betri hljómburð en hátalari á hlið.
• Tónstillir fyrir bassa og diskant.
• Valhnotukassi. Stærð 64 X 42 X 45.
Þriggja ára myndlampaábyrgð og sjö daga skilaréttur á öllum tækjum.
Leiöandi fyrirtæki
á sviöi sjónvarps
útvarps og hljómtækja
Þrostur Magnússon
VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10.SÍMI: 27788 (4 LÍNUR).