Morgunblaðið - 17.08.1979, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979
7
Aðhlátursefni
landsmanna
Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður
Verkamannasambands-
ins, sendir Þeim Þjóð-
viljamönnum heldur bet-
ur kveðjuna í gær í bréf-
korni til Úlfars Þormóðs-
sonar. Orðrótt segir
hann:
„Kæri Úlfar Þormóðs-
sonl
Það var aldeilis upp á
Þér tippið í Þjóðviljanum
á fimmtudaginn var. Þú
reiðir par refsivöndinn
jafnt yfir réttláta sem
rangláta svo hvín í. Hitt er
svo annað mál, Úlfar
minn, hvort pú hittir alltaf
í mark.
Á ég aö segja Þér Það í
trúnaði, vinur, að Þegar
ég las reiðipistil Þinn,
datt mér í hug slagari
eftir Ómar Ragnarsson
sem ég heyri oft sunginn
í útvarpið. Þessi slagari
heitir „Jói útherji". Við-
lagið er: „Það var Þrumu-
skot“.
Úlfar minn, — láttu
krakkana Þína kenna Þér
textann um Jóa útherja.
Ég er ekki viss um að ég
kunni hann alveg, en ef
óg man rétt vildu Þrumu-
skotin hans Jóa útherja
gjarnan geiga illilega.
Mér líkar stórum illa
við Þig, Þegar Þú flokkar
Þig undir naflaskoðara í
grein Þinni. Ég harðneita
að viðurkenna að Þú sért
í Þeim flokki. Ekki með
Þeim stofukommúnistum
sem verið hafa aö skrifa
að undanförnu í Þjóðvilj-
ann með einkarétt á rót-
tækni. Það er yfirleitt fólk
sem aldrei er hægt að
reiða sig á Þegar mikið
liggur við, hvað þá að Þú
kynnist Því í hinu daglega
stríðandi lífi eða önn
dagsins. Þá er Það í
naflaskoöun.
Ekki ert Þú á kynlífs-
síðu Þjóðviljans sem
lengi er búin að vera
aðhlátursefni lands-
manna og hefur haft mál-
gagn sósíalista aö fífli,
allt of lengi. Meira að
segja er svo langt gengið
aö kynvilla er orðin bar-
áttumál. — Nú, ekki ertu
heldur í Þeim flokkinum,
Þar sem bóhemar og
hassistar í Kaupmanna-
höfn, sem flestir lifa á
atvinnuleysisstyrkjum
sem greiddir eru af
danskri verkalýðshreyf-
ingu, eru dýrkaðir sem
dæmi um fagurt sósíal-
ískt mannlíf með Þeim
endemum að mesta furða
er að unnendur Þjóövilj-
ans skuli ekki ýmist vera
búnir að segja blaðinu
upp eða lagstir í allsherj-
arfyllerí út af Þeim trakt-
eringum sem blaðið hef-
ur boðið lesendum sínum
upp á. Er Þó fátt eitt
nefnt.“
„Fullur
vilji“, en
lítil geta
Forsíða Tímans var
helguð Tómasi Árnasyni í
gær af Því tilefni, að hann
haföi fundið lönd, Þar
sem skattheimtan væri
meiri en hér. Og eins og
Þar kemur fram er fjár-
málaráöherrann mjög
hugsandi yfir Þessu eins
og honum finnist hann
ekki hafa staðið sig nógu
vel í skattheimtunni,
enda segir hann: „Ég get
vel skiliö að fólki Þyki
verra (sic) að Þurfa að
greiða háa skatta en í Því
sambandi vaknar sú
spurning, hvað eru háir
skattar eöa hvort íslend-
ingum er yfirleitt gert að
greiða háa skatta."
Nú veit Tómas Það
allra manna bezt, að síö-
an hann tók viö lykli
ríkiskassans hefur skatt-
heimtan aukizt verulega
frá því sem áður var og
um leið hefur staða ríkis-
sjóðs farið versnandi. Og
við því sér hann ekki
nema eitt ráö, enda snú-
ast ríkisstjórnarfundirnir
um Það núna, hvernig
hægt sé að komast dýpra
ofan í vasa skattborgar-
anna, pví að um sparnaö í
ríkisrekstrinum er vita-
skuld ekki að ræða.
Tómas segir að vísu, að
„mikil áherzla" sé á Það
lögð af „hálfu ráðuneytis
síns“ að halda sparlega á
ríkisútgjöldunum og aö
„fullvíst" sé að ráðherrar
hafi „fullan vilja á aöhaldi
í Þessum efnum. Þó gætti
óneitanlega tregðu í kerf-
inu,“ segir hann. Og Þaö
Þýöir á mæltu máli, að
ráðherrarnir hafa skellt
skollaeyrum við Þeim
niðurskurði á útgjöldum
ríkisíns, sem AlÞingi fól
Þeim að gera í vetur.
Brldge
Bikarkeppni Bridgesambandsins
DREGIÐ hefur verið í 3. umferð bikarkeppninnar og eiga þessar
sveitir að spila saman, fyrri sveit á heimaleik.
Sveit Páls Bergssonar, Rvk. — Sveit Vigfúsar Pálssonar, Rvk.
Sveit Hjalta Elíassonar, Rvk. — Sveit Ingimundar Árnasonar,
Tryggva Bjarnasonar, Rvk.
Sveit Oðals, Rvk. — Sveit Sævars Þorbjörnss., Rvk.
Sveit Sig. B. Þorsteinss., Rvk. — Sveit Þórarins Sigþórss., Rvk.
Einum leik úr 2 umferð er enn ekki lokið, leik sveitar Ingimundar
Árnasonar, AK. við sveit Tryggva Bjarnasonar, Rvk. 3. umferð skal
lokið 26. ágúst n.k. Fyrirliðar sveita, munið að greiða keppnisgjald-
ið.
Fyrsta ljóða-
bók ungs skálds
„KERTALOG í fjarska11
nefnist ný ljóðabók eftir
nítján ára Akureyring sem
nefnir sig Pétur Svarfaðar-
dal.
Þetta er fyrsta ljóða-
bók höfundar. Bókin er 73
blaðsíður og inniheldur
rúmlega 50 ljóð. „Kertalog í
fjarska“ er búin til prent-
unar og gefin út af höfundi
sjálfum.
BIL _
TÆKIN
SEM FARA
SIGURFÖR
Útvarp Segulband
UM HEIMINN
ROA
RS-2B50
Með hagstæðum samningum við
verksmiðjurnar getum við boðið
betta tæki fyrst um sinn á mjög
hagstæðu verði:
109.680
DSTAR
ísetning á staðnum.
Hátalarar og bílloftnet í úrvali
BUÐIN
29800.
Skipholti 19
Allt í
einu tæki
vött
sínus 24
PÍERRE RobERT
Beauty Care — Skin Care
NÝJU SNYRTIVÖRURNAR FRÁ
PIERRE ROBERT.
Andlitssnyrtivörur og fullkomlega ofnæmisprófuð
húðkrem í hæsta gæðaflokki.
Komið og kynnist þessum frábæru snyrtivörum 16.
og 17. ágúst kl. 1—6 í
Verzluninni Bonny
Laugavegi 35.
Ragnhildur Björnsson verður stödd þar, og leið-
beinir um val og notkun Pierre Robert snyrtivara.
Komið, kynnist og sannfærist.
'""'cl&meriókci"
TunguhálsiH, R. Sími 82700
(T PORTISA
29800
Skipholti19
rennur út.
Hremmið tæki á lága veröinu.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐENU