Morgunblaðið - 17.08.1979, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979
15
SAS kaupir
Boeing 747
SAS flugfélagið hefur nýverið
gert samninga við Boeingflug-
vélaverksmiðjurnar um kaup á
tveimur Boeing 747 Júmbóþot-
um. Vélarnar verða afhentar fél-
aginu í október 1980 og í ársbyrj-
un 1981.
Auk þess hefur félagið gert
óformlegan samning um kaup á
fimm vélum til viðbótar af sömu
tegund til afhendingar 1982—
1984. Sá samningur hefur ekki
verið staðfestur ennþá.
Að sögn talsmanna félagsins
munu hinar nýju þotur einkum
ætlaðar til flugs milli Skandinavíu
og Norður-Ameríku.
Diefenbaker
lézt í gœr
Ottawa 16. ágúst. AP.
JOHN Diefnbaker fyrrver-
andi leiðtogi kanadíska
íhaldsflokksins og forsætis-
ráðherra lézt í Ottawa í dag
83 ára gamall. Banamein Dief-
enbakers er talið hafa verið
hjartaáfall.
Diefenbaker var fyrst kjör-
inn á þing árið 1940 og hefur
verið endurkjörinn allar götur
síðan. Hann var leiðtogi
flokksins í rúman áratug og
flokkurinn náði meirihluta á
þingi 1957 eftir nær tveggja
áratuga stjórn Frjálslynda
flokksins.
í þau fimm ár sem Diefen-
baker var forsætisráðherra
vann hann það sér helzt til
ágætis að reisa efnahag ríkis-
ins við eftir mikla óáran.
Nýr forseti
Nígeríu
London, 16. ágúst. AP.
ALHAJI Shehu Shagari fyrrver-
andi fjármálaráðherra Nígeríu
var í dag kosinn forseti landsins,
sem er hið fjölmennasta í Afríku
að því er fréttir þaðan herma.
Shagari, sem er 54 ára gamall
kennari, var yngstur þeirra sem
sóttust eftir embættinu, en þeir
voru fimm.
Veður
hamlar
leit
17 lík þegar fundin
Playmuuth, Englandi. 16. ágúst. AP.
MIKIÐ óveður gekk yfir suð-
vesturhluta Englands og ír-
lands í dag svo að hætta varð
frekari leit að siglingamönn-
um, sem enn er saknað frá því
fyrr í vikunni þegar mikill
stormur gekk yfir svæðið.
begar hafa fundist 17 lík, en
áhafna níu báta er ennþá
saknað.
Þrettán þeirra sem fundist
hafa eru Bretar, einn er
Bandaríkjamður og einn Hol-
lendingur. Tveir hafa ekki
þekkst. Allir siglingamennirn-
ir sem fórust voru þátttakend-
ur í mikilli siglingakeppni sem
fer fram annað hvert ár á
þessum slóðum.
Þegar veður fór að breytast
til hins verra um miðjan dag í
dag var öllum skipum og flug-
vélum þegar skipað að halda
heim á leið og yfirmaður björg-
unarsveita hersins sagði það
mildi, að ekki skyldu verða
óhöpp hjá flugvélum, sem
margar hverjar eru engan veg-
inn undir það búnar að fljúga í
stormi eins og skall á í dag.
Veður
víða um heim
Akureyri 10 léttskýjað
Amsterdam 18 skýjaó
AÞena 30 heiÓ8kírt
Barcelona 25 léttskýjaó
Berlín 30 heiðskirt
BrUssel 22 heiðskírt
Chicago 20 skýjað
Frankfurt 22 rigning
Genf 21 rigning
Helsínkí 24 heiðskírt
Jerúsalem 28 skýjað
Jóh.borg 16 skýjað
Kaupm.höfn 23 heiðakírt
Lissabon 23 heiðskirt
Las Palmas 22 skýjað
London 21 heiðskírt
Loe Angeles 26 heiðskirt
Madríd 27 heiðakirt
Malaga 27 léttskýjað
Mallorca 25 léttskýjað
Miami 31 skýjað
Moskva 23 heiðskirt
New York 22 heiðskírt
Ósló 17 skýjað
Paris 19 heiöskirt
Reykjavík 10 léttskýjað
Rio de Janeiro 31 skýjað
Rómaborg 32 heiðsktrt
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Tel Aviv 29 akýjað
Tókýó 33 skýjað
Vancouver 20 skýjað
Vinarborg 28 heiðskírt
„Y oung trúði á tilveru-
rétt Palestínumanna”
New York, Beirut, Tel Aviv, 16. ágúst. AP.
Reuter.
„ANDREW Young sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum var neyddur til að
segja af sér einfaldlega vegna
þess að hann trúði á tilverurétt
Palestínumanna,“ sagði Yasser
Arafat í tilkynningu sem
PLO-skæruliðasamtökin sendu
frá sér í kjölfar afsagnar Youngs
í gær.
í tilkynningunni segir ennfrem-
ur að sú aðferð sem beitt var við
að neyða Young til að segja af sér,
jafnist við verstu aðferðir nazista
og væru „ljótt dæmi“ andlegra
hryðjuverka. Síðar í tilkynning-
unni var Young mjög hælt fyrir
afstöðu hans í málefnum Pale-
stínuaraba.
Talsmaður Hvíta hússins sagði í
dag, að eftirmaður Youngs yrði
valinn að vel yfirlögðu ráði, en
ekki í neinum flýti, þannig að ljóst
er að hann mun verða fulltrúi
Bandaríkjanna þegar málefni
Palestínumanna verða til sér-
stakrar umfjöllunar hjá Samein-
uðu þjóðunum í næstu viku. — Þá
var haft eftir Young í morgun að
hann teldi fráleitt að friður kæm-
ist nokkurn tíma á í Mið-austur-
löndum án samráðs við Palestínu-
menn.
og þurfti þess vegna
að segja af sér segir
Yasser Arafat leið-
togi PLO-skæruliða-
hreyfingarinnar
Viðbrögðin vegna afsagnar
Youngs hafa mjög skipst í tvö
horn, ýmist er lýst mikilli
óánægju með hana eða menn lýsa
ánægju sinni og telja hana jafnvel
koma of seint. Flest ríki Afríku,
að Suður-Afríku undanskilinni,
hafa lýst óánægju sinni, enda
hefur Young jafnan tekið upp
hanskann fyrir þau á opinberum
vettvangi. I Israel var lýst mikilli
ánægju með afsögnina og sagt að
hún hefði mátt koma fyrr. Þá er
því sérstaklega lýst yfir í tilkynn-
ingu ísraelsku stjórnarinnar að
þetta mál muni ekki hafa nein
áhrif á sambúð ísraelsmanna og
Bandaríkjamanna.
I óstaðfestum fréttum banda-
ríska blaðsins Atlanta Constituti-
on segir, að ísraelskir leynilög-
reglumenn hafi undir höndum alla
meginþætti samtals Youngs og
PLO-manna, sem leiddi til afsagn-
ar Youngs.
kjarnorkustríði
Hótaði
Hanover, Vestur-Þýzkalandi, 16. ágúst.
Reuter.
NIKITA Kruschev fyrrverandi
leiðtogi Sovétríkjanna hótaði
Vesturveldunum kjarnorku-
strfði, aðeins mánuði áður en
Berlínarmúrinn var reistur 13.
ágúst 1961, að því er segir í
nýútkomnu sagnfræðiriti eftir
bandaríska sagnfræðinginn
Catudal.
Að sögn Catudals bar Krusch-
ev fram þessa hótun við breska
sendiherrann í Moskvu 2. júlí
1961. Hið nýútkomna sagnfræði-
rit sem nefnist „Kennedy og
Berlínarmúrinn", var styrkt af
Volkswagensjóðnum og unnið í
samvinnu við hann.
Catudal segir að ummæli
bandaríska þingmannsins Will-
iam Fulbright hafi leitt til þess
að múrinn var reistur. — Úm-
mælin sem voru höfð eftir
Fulbright í sjónvarpi voru: „Ég
skil alls ekki hvers vegna
Austur-Þjóðverjar loka ekki
landamærum sínum, eins og þeir
hafa fullan rétt til.“
Hugmyndir þess efnis að Ber-
lín yrði skipt í tvennt með múr
voru til umræðu hjá Vesturveld-
unum allt frá árinu 1958 að sögn
Catudals en menn trúðu því
einfaldlega ekki að til þess þyrfti
að koma. Þó hafði sá kvittur
borist til Vesturlanda að
Kruschev hefði þegar teiknað og
látið hanna slíkan múr árið 1960.
Þá segir í ritinu að þremur
dögum eftir að Kruschev bar
fram hótunina hafi einn aðal-
ráðgjafi Kennedys, Arthur
Schlesinger, átt viðræður við
sovéskan diplómat, sem aðeins
var nefndur Kornienko. Enn-
fremur segir Catudal í riti sínu
að Kennedy forseti hefði verið
reiðubúinn til að hætta á stríð til
að verja hagsmuni Vesturveld-
anna í Berlín.
Þetta gerðist 17. ágúst
1978 — Lýkur fyrstu loftbelgs-
ferðinni yfir Atlantshaf er þrír
Bandaríkjamenn lenda við París.
1976 — Um átta þúsund
Filippseyingar farast í jarð-
skjálfta og flóðbylgju sem kom í
kjölfar hans.
1970 — Suleiman Franjieh tek-
úr við af Charles Helous sem
forseti Líbanons.
1969 — Philip Blaiberg, sá
hjartaþegi sem lengst lifði, deyr
í Höfðaborg.
1952 — Kínversk sendinefnd
úndir forsæti Chou En-lais kem-
ur til Moskvu.
1945 — Hollendingar neita að
viðurkenna sjálfstæði Indónesíu.
1926 — Grikkir undirrita vin-
áttusamning við Júgóslavíu.
1912 — Bretar senda frá sér
órðsendingu þar sem þeir biðja
Kínverja að senda ekki herlið í
könnunarferð til Tíbets.
1815 — Napoleon Bonaparte
kemur til St. Helenu.
1786 — Friðrik miklu Prússa-
kóngur andast og við tekur
Friðrik Vilhjálmur II.
Afmæli: William Carey, brezkur
trúboði — Mae West, bandarískt
kyntákn á fyrstu árum aldarinn-
ar — Joseph Dobrovsky, tékk-
neskur spekingur.
Andlát: Robert Blake, sjóliðsfor-
íngi, 1657 — Friðrik mikli
Prússakonungur 1786 — Honoré
de Balzac, rithöfundur, 1850.
Innlent: Bráðabirgðaúrskurður
Álþóðadómstólsins um óbreytt
ástand varðandi fiskveiðar Breta
við ísland 1972 — d. Sveinbjörn
Egilsson 1852 — f. Jón Árnason
bókavörður 1819 — C.S. Klein
(fyrsti íslandsráðgjafi) 1824 —
Fjárnám í búi Skúla fógeta 1774
— Dómur í þriðja málinu gegn
Sölva Helgasyni sem flyzt til
Hafnar 1852 — f. Knud Ziemsen
borgarstjóri 1875 — Gísli Jóns-
son alþm. 1889.