Morgunblaðið - 17.08.1979, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiðsla
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjðrn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aðalstrieti 6, sími 22480.
Sfmi 83033
Áskriftargja
ild 3500.00 kr. é ménuöi innanlands.
lausasölu 180 kr. eintakið.
Victor
Korchnoi
Markaðshy ggj an
í Bandaríkjunum
Sama óróa og ópols vegna aukinna ríkisafskipta hefur gætt á
sfðustu árum í Bandaríkjunum og í ríkjum Vestur-Evrópu. Skattborg-
arar hafa risiö upp, neitaö aö greiöa kostnaöinn af „félagslegri"
Þjónustu, sem sé bæöi dýr og slæm, og er skemmst að minnast
sigurs peirra í Kaliforníu. Margir hagfræðingar hafa einnig gagnrýnt
„velferöarríkiö“ bandaríska, segja, aö allar opinberu herferðirnar
gegn fátækt og misrétti, sem farnar voru á sjöunda áratugnum í
Bandaríkjunum, hafi veriö tilgangslausar, alls ekki bætt kjör
fátæklinga eöa rétt hlut peirra, heldur aöeins aukiö vald skriffinna og
skömmtunarstjóra ríkisins. Þeir segja, aö markaösöflin séu miklu
skjótvirkari og mikilvirkari til kjarabóta alls almennings en ríkiö.
Landflótta Sovétmaður, Victor Korchnoi, stórmeistari í
skák, var staddur í Reykjavík sl. miðvikudag þeirra
erinda að ræða við Friðrik Ólafsson, forseta FIDE. Leiða
má að því líkur, að umræðuefni þeirra hafi fyrst og fremst
verið þvinganir stjórnvalda í Sovétríkjunum gagnvart
þessum landflótta skáksnillingi og tilraunir hans til að fá
fjölskyldu sína frá Sovétríkjunum, en um þau mál hefur
Friðrik Ólafsson fjallað sem forseti FIDE. Korchnoi sagði
í viðtali við Mbl. í gær, að hann hefði miklar áhyggjur af
fjölskyldu sinni í Sovétríkjunum, sérstaklega þó syni
sínum, sem hann sagði ofsóttan af stjórnvöldum þar í landi
og hefði þess vegna farið huldu höfði í tæpt ár. „Ég vona
samt, að allt fari vel og bind vonir við það, að Friðrik
Ólafsson muni koma hér góðu til leiðar,“ sagði Korchnoi í
samtalinu.
Það er rétt að staldra við tvö mannréttindaatriði í þeirri
fréttafrásögn, sem hér hefur verið vitnað til. í landi eins og
okkar, þar sem allt að þriðjungur þjóðarinnar fer utan
árlega, og ferðafrelsi er flokkað með frumréttindum
hverrar manneskju, kemur það undarlega fyrir sjónir, að
hægt skuli að halda fjölskyldu sundraðri gegn vilja hennar,
og meina eiginkonu og börnum að fylgja maka og föður, ef
hugur þeirra stendur til. Þvílíkir persónufjötrar falla ekki
að íslenzkum hugsunarhætti eða þjóðareðli, þótt hluti séu
af annars konar þjóðfélagsgerð en okkar. Hitt atriðið sker
þó ekki síður í augu, að ungur maður fer huldu höfði í
heimalandi vegna ofsókna stjórnvalda, sem eiga rætur í
því einu, að almenn viðhorf föður hans og valdhafa fara
ekki saman. Slíkt getur ekki gerzt nema í harðsvíruðum
lögregluríkjum.
Þessar staðreyndir, sem heimsókn Korchnoi til íslenzks
forseta FIDE draga fram í dagsljósið, minna okkur á, að
minnihluti mannkyns og þjóða býr við lýðræði og
mannréttindi í vestrænum skilningi þeirra hugtaka. Þær
hljóta einnig að hvetja til að lýðræðisþjóðirnar varðveiti
sameiginlega þjóðfélagsgerð þegnréttinda og mannhelgi.
Þjóðfélagsgerð okkar hefur að vísu ýmsa annmarka, en
þann höfuðkost að geta þróazt frá þeim og til fegurra
mannlífs á friðsaman hátt fyrir meirihlutaáhrif á
vettvangi frjálsrar skoðanamyndunar, tjáningarfrelsis og
almennra, leynilegra kosninga.
Sérstaða Islands í skákheiminum, sem ekki þarf að
orðlengja um, veldur því, að hingaðkoma og erindi Victors
Korchnois hljóta að vekja alþjóðarathygli og almanna-
viðbrögð. Heilbrigð réttlætiskennd getur ekki unað því, að
hann fari erindisleysu í liðsbón í slíku mannréttindamáli.
Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, heldur að sjálfsögðu þann
veg á þessu máli, sem staða hans og aðstæður segja til um.
Hann hefur hvarvetna komið fram til góðs í skákheimin-
um. En til þess verður jafnframt að ætlast, að íslenzk
stjórnvöld láti málið til sín taka eftir tilætluðum leiðum,
og fylgi því eftir sem verða má.
I þessu sambandi er rétt að minna á baráttu hérlendra
aðila, m.a. stjórnvalda fyrir því, að píanósnillingurinn
Ashkenazy fengi föður sinn í heimsókn til íslands. Sovézk
stjórnvöld þráuðust lengi vel við þeim manneskjulegu
tilmælum en létu um síðir undan. Ekki er minnsti vafi á
því, að þrýstingur utan frá hefur haft margháttuð holl
áhrif í Sovétríkjunum þegar málefni einstaklinga, sem þar
hafa átt undir högg að sækja, hafa fengið nógu víðtækan
utanaðkomandi stuðning. Ef mannréttindamál Korchnoi-
fjölskyldunnar, sem nú hefur leitað stuðnings hér á landi,
verða tekin upp með hliðstæðum hætti og krafti, höfum við
a.m.k. lagt okkar lóð á vogarskálina, mannúðarmegin.
Almenningur í landinu þarf að sjá svo um, að íslenzk
stjórnvöld komist ekki hjá því að leggja sinn skerf af
mörkum til þess að leysa vanda þessa iandflótta
skáksnillings.
Ný skoðun:
markaðshyggja
Sumir Bandaríkjamenn hafa
misst trúna á það, að ríkið geti
gegnt einhverju hlutverki betur en
einstaklingar á frjálsum markaði,
og segja jafnvel, að ríkið sé
ónauðsynlegt! Þannig hefur kom-
izt á óvænt bandalag með róttæk-
um séreignarsinnum og stjórn-
leysingjum, orðið til ný skoðun á
stjórnmálum — að stjórnmál séu
til einskis — sem nefna má
„markaðshyggju". (Bandaríkja-
menn nefna þessa skoðun „radical
capitalism" eða „anarcho-capital-
ism“.) Einn þessara markaðs-
hyggjumanna er dr. David Fried-
man. aðstoðarprófessor við Vir-
ginia Polytechnic Institute and
State University og höfur bókar-
innar The Machinery of Freedom,
sem kom út 1973 og aftur 1978.
Hann er málshefjandi á málþingi
Félags frjálshyggjumanna laug-
ardaginn 18. ágúst í Leifsbúð
Hótel Loftleiða, en það verður
haldið frá kl. 10—18.
Markaðshyggjumenn eru ekki á
sama máli og frjálshyggjumenn,
sem telja, að ríkið sé nauðsynlegt
til þess að gæta öryggis borgar-
anna, bæði réttaröryggis og ör-
yggis um lágmarksafkomu, og að
einstaklingsfrelsið verði að vera
innan takmarka laga og velsæmis.
Fremstu frjálshyggjumenn tutt-
ugustu aldarinnar í Bandaríkjun-
um eru sennilega Austurríkis-
mennirnir Ludwig von Mises og
Friedrich A. Hayek, sem báðir
flúðu nazismann í Evrópu, og
Milton Friedman (faðir Davids),
en allir voru þeir prófessorar í
hagfræði. (Hayek og Friedman
eru hættir háskólakennslu vegna
aldurs, en von Mises er látinn.)
Kenning þeirra þriggja um hlut-
verk ríkisins er svipuð kenningu
frjálslyndra manna (líberalista)
nítjándu aldarinnar, þótt mörg
rökin fyrir henni hafi breytzt og
hún verið löguð að nýjum tíma.
Segja má, að markaðshyggjumenn
taki undir rök von Misess, Hayeks
og Friedmans fyrir markaðskerf-
inu og gegn miðstjórnarkerfinu,
en noti þau miklu víðar, gangi
miklu lengra í átt að einstak-
lingsfrelsinu.
í hópi markaðshyggjumanna er
dr. Murray Rothbard, prófessor
við New York-háskóla, sennilega
þekktastur, en í þeirri kennslubók
í hagfræði, sem kennd er í Við-
skiptadeild Háskóla íslands, segir:
„Margur efasemdamaðurinn, sem
hefur eytt nokkrum stundum í að
lesa markaðshyggjurit eins og For
á New Liberty eftir Murray
Rothbard, hefur sannfærzt um
það, að lögmál einkarekstursins
má nota miklu víðar en honum
hafði áður komið í hug.“ Þessi bók
Rothbards kom út 1973.
Hagfrœðiprófessorinn Ludwig
von Mises færöi rök fyrir frjáls-
hyggju og gegn sósíalisma í
tveimur meginritum sínum,
SOCIALISM (1936) og HUMAN
ACTION (1949).
Skoðun Davids
Friedmans
Markaðshyggjumenn eru mjög
afdráttarlausir. David Friedman
segir í bók sinni: „Meginhugmynd
okkar er sú, að menn megi lifa því
lífi, sem þeir kjósa. Við höfnum
með öllu þeirri hugmynd, að menn
verði að vernda fyrir sjálfum sér
með valdi. í óskalandi okkar eru
engin lög til gegn fíkniefnum,
fjárhættuspili eða klámi og menn
ekki skyldaðir til þess að nota
öryggisbelti við bifreiðaakstur.
Við höfnum einnig þeirri hug-
mynd, að einn maður eigi heimt-
ingu á einhverju frá öðrum —
öðru en því að fá að vera í friði. í
óskalandi okkar eru engar ríkis-
reknar tryggingar. Menn, sem
kjósa að hjálpa öðrum, gera það
sjálfir, en afla ekki fjár til þess
frá skattborgurunum með hótun-
um. Menn, sem kjósa afkomu-
öryggi í ellinni, kaupa ellitrygg-
ingar af einkafyrirtækjum."
Flestir telja þessar skoðanir
markaðshyggjumanna sennilega
ómannúðlegar, en David leiðir rök
að því í bókinni, að einstakling-
arnir — ekki sízt fátæklingar —
geti miklu betur sinnt óskum
sínum í séreignarkerfi en sam-
eignarkerfi og það sé því í raun-
inni mannúðlegra. Hann gagnrýn-
ir tilraunir bandaríska ríkisins til
tekjujöfnunar og segir, að þær nái
síður en svo tilgangi sínum, hafi
jafnvel þveröfugar afleiðingar.
Hann notast við rannsóknir sagn-
fræðinga og hagfræðinga eins og
T.S. Ashton, Yale Brozen, George
Stigler og Milton Friedman, en
þær sýna, að kjör almennings
bötnuðu við iðnbyltinguna, að
heimskreppan um 1930 var fremur
vegna of miklar hagstjórnar en of
lítillar og að flestar eða allar
Nóbelsverðlaunahafinn og
frjálshyggjumaðurinn Friedrich
A. Hayek samdi bókina THE
ROAD TO SERFDOM (1944), en
útdráttur hennar hefur komið
út á íslenzku: LEIÐIN TIL
ÁNAUÐAR (1946 og 1978).
„félagslegar" aðgerðir hafa mis-
tekizt. Hann er jafnákafur stuðn-
ingsmaður frjálss atvinnulífs og
frjálss einkalífs.
Friedman deilir á sósíalismann
í bók sinni. Hann segir: „Flestar
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979
17
tegundir sósialisma fela það i sér,
að fullt samkomulag sé um eitt
markmið. Allir eiga að vinna
saman að dýrð þjóðarinnar, heill
almennings eða einhverju öðru, og
allir eiga að vera sammála um
það, hvert þetta markmið sé.
Vandi hagfræðinnar, sem er
venjulega sagður sá að ráðstafa
takmörkuðum lífsgæðum í þágu
ólíkra markmiða, er ekki til.
Hagfræðin er einungis talin glíma
við þann tæknilega vanda, hvernig
bezt megi nota ráðstöfunargæðin í
þágu hins eina markmiðs. En í
skipulagi einkarekstursins er gert
ráð fyrir því, að menn setji sér
ólík markmið og að stofnanir verði
að taka tillit til þess.“ Og hann
bendir á eitt umhugsunarefni
fyrir sósíalista. „Menn, sem
dreymir um sósíalisma, leiða
sjaldan hugann að þeim mögu-
leika, að allir hinir neyði fremur
dreymendurna til að fylgja sér að
markmiðum sínum en öfugt.
hvað sem er. En ef matarbirgðun-
um er dreift til hundrað manna,
getur enginn þeirra fengið mig til
þess að gera mjög mikið. Ef einn
þeirra reynir það, get ég náð betri
samningum við einhvern annan
þeirra."
Friedman gerir greinarmun á
því, sem sé framkvæmanlegt nú til
þess að takmarka ríkisvaldið og
virkja markaðsöflin, og hinu, sem
sé hugsanlegt í framtíðinni. Og að
sögn hans er margt hugsanlegt í
framtíðinni, sem öðrum en mark-
aðshyggjumönnum kemur senni-
lega á óvart, svo sem að allir
skólar, vegir og sjúkrahús verði í
einkaeign og að lögregla og her
verði rekin af einkafyrirtækjum,
en ekki af ríkinu, menn kaupi sér
vernd, en séu ekki skattlagðir
hennar vegna! (Athuga ber, að
hann segir, að þetta sé hugsan-
legt, en ekki, að það sé fram-
kvæmanlegt.) Segja má, að mark-
aðshyggjumönnum sé ekkert það
heilagt, sem ríkið gerir nú.
Gagnrýni
frjálshyggjumanna
Frjálshyggjumenn í Bandaríkj-
unum hafa margir deilt á mark-
aðshyggjumenn, segja, að þeir séu
blindir hatursmenn alls ríkisvaids
og gangi allt of langt í áttina að
einstaklingsfrelsinu, leggi of
mikla áherzlu á frjálslyndi, en of
litla á heilbrigða íhaldssemi. Þeir
telja markað'shyggjumenn ekki
skilja nægilega vel þá hættu, sem
sé af glæpamönnum, hryðjuverka-
mönnum og kommúnistum — ekki
skilja lífsnauðsyn sterkra varna,
bæði innanlands og utan. (Mark-
aðshyggjumenn hafa efazt um
þessa nauðsyn varna og eru sumir
jafnvel einangrunarsinnar, á móti
afskiptum Bandaríkjamanna af
þessarar greinar. Þær eru til
marks um það, að nýtt líf hefur
hlaupið í stjórnspekina í Banda-
ríkjunum. Og rökræðurnar hafa
færzt af vettvangi ríkisafskipta-
sinna á vettvang einkaframtaks-
manna: Ekki er lengur spurt,
hvort. heldur hvernig á að draga
úr valdi ríkisins.
Grein Friedmans um
íslenzka þjóðveldið
íslendingar hafa þó sennilega
mestan áhuga á því, sem David
Friedman hefur ritað um íslenzka
þjóðveldið 930—1262. Hann reit
greinina Private Creation and
Enforcement of Law: a Historical
Case í marzhefti tímaritsins The
Journal of Legal Studies 1979,
sem lagadeild Chicago háskóla
gefur út. í þessari grein ræðir
hann um réttarkerfi þjóðveldisins
og segir: „Þjóðskipulag Islendinga
Nóbelsverðlaunahafinn og
frjálshyggjumaðurinn Milton
Friedman samdi bókina CAPI-
TALISM AND FREEDOM (1962).
Hann hefur rannsakað rækilega
misheppnaöa hagstjórn banda-
ríska ríkisins.
George Orwell er eina undantekn-
ingin, sem ég man eftir." Og hann
segir: „Valdið minnkar, þegar því
er dreift. Ef einn maður á allar
matarbirgðirnar, getur hann feng-
ið mig til þess að gera næstum því
Dr. Murray Rothbard, prófessor
við New York-háskóla, er mjög
umdeildur, enda róttækur
markaðshyggjumaöur, sem
gengur miklu lengra en frjáls-
hyggjumenn í átt að einstakl-
ingsfrelsi.
David Friedman, sem er máls-
hefjandi á málpingi Félags
frjálshyggjumanna á morgun,
laugardag, hefur samið bókina
THE MACHINERY OF FREE-
DOM og grein um íslenzka
pjóðveldið.
Dr. David Friedman, aöstoðar-
prófessor við Virginia Poly-
technic Institute and State Uni-
versity og sonur Miltons Fried-
mans, er fremur markaös-
hyggjumaöur en frjálshyggju-
maður í hefðbundnum skiln-
ingi.
stjórnmálum í öðrum löndum.)
Frjálshyggjumenn segja einnig,
að markaðshyggjan sé óraunhæf
og að hið hreina markaðskerfi sé
einungis líkan eða viðmið, en eigi
ekki að vera skurðgoð. ^
Um það efast frjálshyggumenn
þó ekki, að spurning markaðs-
hyggumanna: „Er ríkið nauðsyn-
legt?“ — kemur að kjarnanum og
að henni ber að svara með rökum.
Ári eftir útkomu bóka Davids
Friedmans og Murrays Rothbards
kom út bókin Anarchy, State and
Utopia eftir frjálshyggjumanninn
Robert Nozick, prófessor í heim-
speki við Harvardháskóla. Nozick
leiðir rök að því í henni, að
lágmarksríkið — réttarríkið í
skilningi frjálshyggjumanna —
brjóti ekki þann sjálfsákvörðun-
arrétt einstaklinganna, sem
stjórnleysingjar og markaðs-
hyggjumenn hafi áhyggjur af.
Hann segir, að Friedman verji
markaðshyggjuna af „miklum
þrótti", þótt hann sé ekki sam-
mála honum. Að dómi margra
fræðimanna svarar Nozick mark-
aðshyggjumönnum mjög vel, en
bók Nozicks hefur líklega vakið
meiri athygli en nokkur önnur um
stjórnspeki síðustu árin. Fridreich
A. Hayek segir (í formála hinnar
þýzku útgáfu bókar Nozicks), að
hún og tvær aðrar bækur, A
Theory of Justice eftir John
Rawls og On Human Conduct
eftir Michael Oakeshott, séu
merkustu nýjungar í stjórnspeki í
áratugi.
Allar þessar rökræður eru að
minnsta kosti til marks um þann
óróa vegna aukinna ríkisafskipta
sem minnzt var á í upphafi
Frjálshyggjumaðurinn Robert
Nozick, prófessor í heimspeki
við Harvard-háskóla, svarar
markaðshyggjumönnum mjög
vel í bók sinni, ANARCHY,
STATE, AND UTOPIA (1974).
á miðöld hefur nokkur mjög sterk
sérkenni. Það er næstum því eins
og það hafi verið reist af einhverj-
um brjáluðum hagfræðingi til
þess að láta á það reyna, hvar
einstaklingarnir sjálfir gætu
gegnt frumskyldum ríkis. Mann-
víg var einkamál og kostaði gjald,
sem goldið var ættingjum hins
vegna. Lög voru sett af þingi, þar
sem þingsætin (goðorðin) voru
markaðsvara. Framkvæmd laga
var í einu og öllu mál einstakling-
anna. Og þó stóð þetta sérkenni-
lega þjóðskipulag í þrjár aldir, og
þjóðlífið var, að því er virðist, í
mörgu til fyrirmyndar. Borgar-
arnir voru frjálsari og stöðumun-
ur minni vegna kyns og ættar en í
öðrum löndum á miðöld, og bók-
menntasköpun íslendinga hefur,
þegar miðað er við mannfjölda,
með nokkrum rökum verið borin
saman við sköpun Aþenubúa í
fornöld."
Friedman segir, að eitt skilyrði
fyrir þessu þjóðskipulagi hafi ver-
ið, að valdinu var dreift, goðorðin í
eign margra. Hann bendir á það
að líklega hafi ekki fleiri verið
vegnir hlutfallslega á íslandi á
þjóðveldisöld en nú í Bandaríkjun-
um, og ræðir galla kerfisins ræki-
lega, svo sem þann að þeir voru
varnarlitlir, sem lítið áttu undir
sér. Hann segir í greinarlokin:
„Hvað sem segja má annað um
réttarkerfið íslenzka, vitum við
eitt: Það stóðst í þrjú hundruð ár.
Og til þess að það stæðist, varð að
leysa innan þess þau vandamál,
sem felast í kerfi, þar sem fram-
kvæmd laganna er mál einstak-
linganna. Verið getur, að þær
jausnir sé nú ekki hægt að nota, en
þær eru þó enn áhugaverðar."
Frá Minn-
ingarsjóði
dr. Victors
Urbancic
STJÓRN Minningarsjóðs dr.
Victors Urbancic hefur beðið
Mbl. að birta eftirfarandi:
Minningarsjóði dr. Victors Ur-
bancic hefur frá upphafi verið
ætlað það hlutverk að stuðla að
bættri þjónustu við sjúklinga á
sviði tauga- og heilaskurðlækn-
inga. Hefur hann á umliðnunr
árum m.a. styrkt lækna eða hjúkr-
unarfólk til sérnáms á þessu sviði,
veitt fé til kaupa á sérfræðiritum
o.fl., en í fyrra ákvað stjórn
sjóðsins að veita fjárhæð sem
fyrsta stofnframlag til kaupa á
rannsóknartæki, sem á íslensku
hefur verið nefnt tölvusneið-
myndatæki og grein var gerð fyrir
í fréttauka ríkisútvarpsins nú
fyrir nokkrum dögum með viðtali
við sérfróðan lækni um þessi tæki,
Örn Smára Arnaldsson.
Eins og þar kom fram hafa tæki
þessi valdið byltingu í rannsókn-
um á heila og raunar fleiri líffær-
um og rutt sér mjög til rúms
erlendis, t.d. í nágrannalöndum
okkar. Tæki þessi eru mjög af-
kastamikil, en hins vegar afar dýr,
og hefur af þessum sökum ekki
verið keypt slíkt tæki hingað til
lands enn sem komið er, en sjúkl-
ingar, sem rannsaka hefur þurft,
orðið að sæta ófullkomnari rann-
sóknum hér heima eða fara til
útlanda til rannsókna, sem er
bæði kostnaðarsamt og mikið álag
á sjúklinginn, sem kunnugt er.
Sjóðurinn setti sér það mark í
fyrra að hefja herferð með fjár-
söfnun til að flýta fyrir því, að
þetta þjóðþrifamál komist í höfn
svo fljótt sem kostur er. í því
Dr. Victor Urbancic.
skyni veitti stjórn sjóðsins fyrsta
framlag í fyrra, svo sem áður er
rakið, kr. 160.000, en auk þess
söfnuðust kr. 100.000 til viðbótar
þegar í stað meðal velunnara
sjóðsins og almennings. Eru fram-
lög enn að berast, og má þar fyrst
og fremst nefna myndarlegt fram-
lag Þjóðleikhússkórsins, sem dr.
Urbancic stjórnaði áður fyrr, enda
er kórinn stofnaðili að sjóðnum.
Nú í ár hefur enn verið veitt
framlag af fé sjóðsins til þessa
máls, kr. 100.000.
En betur má, ef duga skal.
Hugmyndin með þessu framlagi er
fyrst og fremst sú að ýta við bæði
stjórnvöldum og almenningi í
þessu þarfa máli, eins og fram
kom í áðurnefndu fréttaviðtali.
Menn skyldu minnast þess, að það,
sem þeir leggja af mörkum fyrir
aðra í þessu skyni nú, getur komið
þeim sjálfum til góða síðar. —
Framlögum er veitt móttaka í
Bókaverslun ísafoldar, Austur-
stræti 10, og Bókaverslun Snæ-
bjarnar, Hafnarstræti 4. Geta má
þess, að framlög til sjóðsins eru nú
frádráttarbær til skatts, enda sé
framvísað kvittun fyrir framlag-
inu.
F.h. stjórnar MinninnarsjiWins:
Þorateinn Sveinsaon
formaAnr.