Morgunblaðið - 17.08.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 17.08.1979, Síða 32
FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1979 á ritstjórn og skrifstofuí 10100 Sími á afgreiöslu: 83033 JW*r0unb!nl>il) Viðræðurnar hefjast i Reykjavík 29. ágúst: Loðnuafiinn gæti náð 120 þúsund 1. ÁKVEÐIÐ hefur verið að formleííar samningaviðræður íslendinga og Norðmanna um Jan Mayen haldi áfram í Reykjavík 29. ágúst næstkom- andi. Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra sagði í gær að verið væri að athuga möguleika á því. að Hans G. Andersen hafréttarfræðingur yrði í Reykjavík meðan viðræðurnar við Norðmenn færu fram. Eins og fram hefur komið verður Matthías Bjarnason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í viðræðunefndinni. Af hálfu Alþýðubandalagsins tekur ólafur Ragnar Grímsson þátt í viðræðunum og líklegt er að ráðherrarnir Bcnedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson taki báðir þátt í þeim. Ekki hefur verið ákveðið hver verður fulltrúi Framsóknarflokksins, en í gær var talið að það yrði Þórarinn Þórarinsson, svo fremi sem fundi Hafréttarráðstefnunnar 1' New York yrði iokið. Kjartan Jóhannsson var spurður að því í gær hvort íslenzk stjórnvöld myndu greina öðrum þjóðum frá viðhorfum íslendinga áður en við- ræðurnar hefjast, eins og Jens Even- sen hefur verið falið að kynna Sovétmönnum og ríkisstjórnum Efnahagsbandalagslanda af hálfu Norðmanna. — Eg tel ekki að við þurfum að hlaupa til annarra þjóða til að spyrja þær ráða í þessum efnum eða til að tilkynna þeim áform okkar. Málið verður undirbúið með venjulegum hætti af hálfu Utanríkis- og Sjávarútvegsráðuneyt- anna, sagði Kjartan Jóhannsson. í Noregi hafa bæði Norges Fiskar- lag og Samtök útgerðamanna beint þeim tilmælum til sjómanna við Jan Mayen, að þeir virði reglugerðir, sem stjórnvöld ákveði. Um leið vinna þessi samtök að því, að fá stjórnvöld til að breyta ákvörðun sinni þannig, að þeir bátar, sem látið hafa úr höfn á hádegi á laugardag, megi fá fullfermi í skip sín áður en þeir halda heim á leið. Norsk stjórnvöld hafa hins vegar tilkynnt íslending- um að loðnuveiðarnar verði endan- lega stöðvaðar á Jan Mayen-svæðinu frá og með næstkomandi mánudegi. í gærkvöldi hafði verið tilkynnt um 76 þúsund tonna loðnuafla við Jan Mayen. Ef norsk stjórnvöld leyfa að bátarnir taki fullfermi gæti loðnuaflinn samtals orðið 120 þús- und tonn. Reiknað er með, að um helgina verði ákveðið hvort breyting verður á fyrri tilkynningum stjórn- valda. N epalkonungur gistir ísland um næstu mánaðamót BIRENDRA Bir Bikram konung- ur Himalajaríkisins Nepal mun koma til íslands þann 31. ágúst næstkomandi á leið sinni til Hav- ana á Kúbu. Mun konungurinn gista hér eina nótt ásamt föruneyti sfnu, en með honum í förinni verða milli 40 til 50 manns, að þvf er Pétur Thorsteinsson sendiherra tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gærkvöldi. Birendra Bir Bikram konungur millilendir hér á leið sinni á ráð- stefnu í Havana, en hana sækja fulltrúar ríkja sem standa utan bandalaga. Hingað kemur konung- ur á einkaþotu sinni frá Amster- dam í Hollandi, og heldur héðan áleiðis til Kúbu með millilendingu í Kanada. Að sögn Péturs Thor- steinssonar hafa þegar verið gerðar ráðstafanir með að útvega konungi gistirými, og mun hann dvelja á Hótel Sögu og Hótel Holti ásamt föruneyti sínu. Konungur mun síð- an aftur gista ísland á leið sinni heim frá Kúbu, tíu dögum síðar. Ekki er gert ráð fyrir að Nepals- konungur hitti neina íslenska ráða- menn á för sinni, og hann greiðir sjálfur allan kostnað vegna dvalar sinnar hér á landi. Þau voru hin spökustu. folöldin tvö, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa hlýlegu mynd, enda sólskin f haga og prútt á völlum. Einn helzti áhrifamað- ur S-Arabíu í leyfi hér FAISAL prins af Saudi-Arabíu kemur til íslands f sumarleyfi í byrjun september. Mun hann dvelja hér að minnsta kosti 2—3 vikur, að sögn starfsmanns úr konungshirð- inni í Saudi-Arabíu, Salim A. Yones, sem verið hefur hér undan- farna dega að undirbúa komu Faisals. Yones sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að Faisal prins myndi koma hingað ásamt eiginkonu sinni og fjórum börnum. Með í förinni verða ritari hans og barnfóstrur, auk öryggisvarða. Hann sagði að Faisal hygðist nota tímann vel, ferðast um landið og njóta fegurðar þess og hreinleika. „Við reyndum að fá einbýlishús undir prinsinn og fylgd- arlið hans, en því miður virðist ekkert liggja á lausu á þessum árstíma," sagöi Yones. „Ég hef rætt við yfirmenn Hótels Sögu og Hótels Loftleiða og mun prinsinn að öllum líkindum verða á öðru hvoru þessara hótela, þann tíma sem hann dvelur hér, en frá því er ekki að fullu gengið.“ Yones sagðist hafa ferðast nokkuð um til að skoða, meðal annars farið í flugferð yfir Reykjavík og nágrenni. Hann sagðist hafa sagt prinsinum að landið væri eins fallegt og Reykjavík eins hrein og þeir hefðu heyrt. Faisal hlakkaði því mjög til komunnar. Hann sagði að Ingólfur Guðbrandsson væri honum til ráðu- neytis um skipulag dvalar Faisals prins. Faisal er 47 ára gamall og sonur Faisals fyrrverandi konungs sem myrtur var af frænda þeirra fyrir nokkrum árum. Khalid konungur í Saudi-Arabíu er náfrændi hans, og Saud bróðir hans er utanríkisráð- herra. Sjáifur er prinsinn einn virtasti og valdamesti meðlimur konungsfjölskyldunnar og ekki ólík- legur erfingi krúnunnar. En í Saudi-Arabíu velur konungurinn arftaka sinn úr röðum konungsfjöl- skyldunnar. Faisal er lögfræðingur að mennt og sérfræðingur á sviði þjóðaréttar, hann stundaði nám sitt í Cambridge. Fyrstu skipin á leið á loðnumiðin: Ekkert ákveðið með vemdunaraðgerðir FYRSTU loðnubátarnir halda í dag á loðnumiðin, en loðnuveiðar mega hefjast á mánudaginn. Reiknað er með að 50—60 skip fari á loðnuveiðarnar, en fyrstu Bonny slapp naumlega úr Ermarsundsóveðrinu: Hjátrú skipverja bjargaði þeim „HEFÐUM við ekki verið svona hjátrúarfull og beðið með að leggja upp þar til að morgni 13. ágúst, þá hefðum við verið á miðju Ermarsundinu, þegar óveðrið skall á og efast ég um, að ég væri þá að tala við ykkur núna,“ sagði Gunnar Þórðarson skipstjóri á Bonny í samtali við Mbl. í gær, en hann og eiginkona hans Kristín Hálfdánsdóttir voru hætt komin úti fyrir strönd Frakklands f mannskaðaveðrinu er gerði þar s.I. mánudag. „Þetta var önnur tilraun okkar til að komast yfir Ermarsundið", sagði Gunnar. „í fyrra skiptið lögðum við upp eftir hádegi þ. 8. ágúst, en urðum að snúa við vegna haugasjós og storms, og komust þá til baka til Englands við illan leik og biðum þar síðan eftir góðri spá. Að kvöldi 12. ágúst var spáð blíðviðri daginn eftir. En þar sem við erum hjátrúarfull, að hætti sjómanna, vildum við ekki leggja upp á mánudegi og því síður þar sem það var 13. dagur mánaðarins. Við lögðum því upp strax á sunnu- s Þessi mynd er tekin af Kristínu og Gunnari um borð í Bonny skömmu áður en þau lögðu upp frá Reykjavíkurhöfn í Miðjarðarhafsferð sína. - Ljósm. Mbl. Ól.K.M. dagskvöldinu og gekk allt vel þar til á mánudeginum er við áttum eftir 15 mílur ófarnar til Frakk- lands. Þá skall óveðrið á. Það er erfitt að lýsa í orðum hvernig þetta var, en ölduhæðin var 40 fet og öskrandi rok og allt eftir því. I kringum okkur var aragrúi skerja, við misstum einnig út siglingaljós- in og urðum að snúa frá landi til að lenda ekki á skerjunum, sem varla voru nema 100 metrar á milli. Okkur tókst að koma ljósunum í Iag og komast til hafnar, og hafa áreiðanlega góðar vættir verið okkur innan handar á þeirri stundu." Gunnar sagði að þau hefðu dag- inn eftir komið að skútu á hvolfi og séð 400—500 tonna bát, sem strandað hafði á skeri skammt frá þeim stað, er þau hefðu verið á, er óveðrið skall á. Hann sagði í lok samtalsins: „Við leggjum yfirleitt alltaf af stað að morgni, bæði til að vera úthvíld og eins til að nýta dagsbirtuna. Hjátrúin bjargaði okkur — hún er e.t.v. ekki eintóm bábilja." dagana má reikna með að skipin verði við loðnuleit. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa fiski- fræðingar lagt til að á haustvertíð- inni í ár og næstu vetrarvertíð fari aflinn ekki yfir 600 þúsund tonn úr íslenska loðnustofninum. Kjartan Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra var spurður að því í gær hvort gripið verði til einhverra takmarkana á haustloðnuveiðunum í ljósi niðurstaðna nýjustu rann- sókna fiskifræðinga. — Fiskifræðingar taka það sér- staklega fram í nýjustu skýrslu sinni, að nauðsynlegt sé að halda áfram rannsóknum og tala um að það verði gert í september, sagði Kjartan. — Ég hef áhuga á að það verði gert og held að það gildi um þetta, kannski frekar en margt annað, að ákvarðanir verða ekki teknar langt fram í tímann. Ef um einhverjar takmarkanir verður að ræða á haustvertíðinni, þá geri ég ekki ráð fyrir að það verði fyrr en að loknum rannsóknum í september og október, sagði sjávarútvegsráð- herra. Darmstadt á Dohmbanka SJÖ þýzkir togarar voru í gær að veiðum á Dohrnbanka, rétt utan miðlínu milli íslands og Græn- lands. Þeirra á meðal var togarinn Darmstadt, sem staðinn var að meintum ólöglegum veiðum fyrr í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.