Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 1
Sunnudagur 16. september ircgpstililfifrifr Bls. 33—56 — þéttustu byggó í heimi Elín Pálmadóttir heimsækir flótta- mannabúðir Víetnama út af Malasíuströnd og lýsir lífinu þar í máli og myndum Grein þessa sendi Elín Pálma- dóttir frá Malasiu 18. ágúst, en vegna tafa á flugi og verkfalls á Mbi. hefur hún beðið birtingar. Kuala Lumpur 18. ágdnt 1979. — Aldrei hafa svo margir ein- staklingar verið saman komnir á svo litlum stað, — var mitt fyrsta viðbragð, þegar ég steig á land á eyjunni Pulau Bidong í Suður- Kínahafi út af austurströnd Mal- asíu sl. miðvikudag. í fyrstu hélt ég, að allir flóttamenn frá Víet- nam hlytu að vera komnir niður á ströndina til að taka á móti bátnum frá Rauða krossinum — sem hér heitir raunar rauði mán- inn — og flytur matvæli út í eyjuna. I þetta sinn voru það mest kálhöfuð fyrir utan einn íslenzkan koll, sem rennt hafði verið niður í bátinn í bænum Tringganu, ásamt kálinu, rétt eins og barni í renni- braut. Kálhöfuðin voru þó mun dýrmætari, þar sem flóttafólkið hafði ekki séð ferskt grænmeti í tvo mánuði, en fékk nú að auki einn ananas á hverja fjölskyldu daginn eftir. En það var hvorki mitt höfuð né kálhöfuðin, sem drógu þennan mannskara á Bidong niður í fjör- una. A tveggja daga dvöl minni á eynni átti ég eftir að læra, að þannig er það alltaf, — varla neins staðar hægt að snúa sér við. Fólkið lifir í slíku nábýli nótt sem dag. 32 þúsund manns á eyju, sem í allt er einn og hálfur ferkíló- metri. þar sem hún rís úr hafi með skógi vöxnum kolli, kemur hún íslendingi aðlaðandi fyrir sjónir. En þegar nær dregur sézt, að allur þessi mannfjöldi getur aðeins komið sér fyrir á sendinni strönd- inni, sem sennilega er ekki stærri en íþróttasvæðið í Laugardalnum. Fyrir mánuði voru þar 42 þúsund manns, en nú hafa ýmsar þjóðir tekið 10 þúsund manns, einkum Bandaríkjamenn. Ekki sér þó högg á vatni. Sumir sem ég hitti voru búnir að bíða þarna í 9 'j ■ ■ j 1 rmmm * m ■ \r> j -' J 1 x | * " '"'"t Efniviðurinn er ekki beysinn, en dugnaðurinn er undraverður. Sum hreysi flóttafólksins eru meira að segja upp á tvær hæðir. mánuði eftir að komast til þriðja landsins. Þetta er eins og mauraþúfa. Vatnið er ódrykkjarhæft, enda fæst það þannig, að fólk grefur holur með berum höndum, eins langt niður og það getur það er notað til þvotta, en drykkjarvatn flutt úr landi. Geysilega erfitt er að koma frá sér rusli og sorpi. í þessum 30 stiga miðbaugshita með sinni hröðu rotnun, er engin leið að koma frá sér úrgangi mannslík- amans á það, sem við köllum viðunandi hátt. Eina leiðin er að klífa upp í snarbratt fjallið eða fara út í sjó. Lyktina leggur sem sé fyrir vitin. En ég hafði þarna aðeins tveggja daga viðdvöl. Aðrir urðu að dveljast þarna í marga mánuði án þess að geta nokkuð að gert. Ekki þarf löng kynni til að fyrsta áfallið víki fyrir aðdáun. Stórkostlegt, hvernig þessu fólki tekst að skapa sér þarna „eins konar líf eins og sr. Le Ngoc Tieu, leiðtogi flóttamannahópsins á eynni, kallaði það. — Við verðum að gera okkar bezta til að lifa af, — sagði hann. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða Rauði krossinn leggja línurnar í gegnum Rauða mánann í Malasíu, flytja mat út í eyjuna og vinna margvíslegt hjálparstarf. ICEM (Intergovernmental Committee for European Migration) og fleiri hjálparstofnanir reyna að finna flóttafólkinu stað og flytja það áfram milli landa. Sjálft hefur flóttafólkið bjargað sér á eynni og skipulagt líf sitt við þessar að- stæður á aðdáunarverðan hátt. Er ekki ofsögum sagt, að þetta er duglegt og vinnusamt fólk. Sjóræningjar hirða allt Til að byrja með þarf sannar- lega mikinn kjark eða örvæntingu til að leggja út á opið Kínahaf á bátskriflum á borð við þau, sem þarna mara, hálfbrotin, í kafi í fjörunni og hafa borið allt upp í 200—300 manns, eða á kænum, sem varla rúma eina fjölskyldu. Vitandi af thailenzkum sjóræn- ingjum með byssur og hnífa, sem bíða eftir því að ráðast á bátana og ræna fólkið öllu, sem því hefur tekizt að hafa með sér til að lifa á, skartgripum, úrum og fatnaði. Konum er oft nauðgað og karl- menn drepnir. Svo til hver einasta manneskja, sem ég talaði við, hafði verið rænd þannig á leiðinni. Um nauðganir voru sem fæst orð höfð. Einnig um meðferð Malasíumanna, sem drógu bátana nær matarlausa og vatnslausa aftur út, eftir að þeir höfðu gefizt upp á sívaxandi flóttamannastraumi í landið, en hann var orðinn um 80 þúsund manns. Flóttafólkið vildi ekki móðga þá, enda tók ég eftir því, að túlkur minn, Hins, varaði það við því. Sumir, sem ég talaði við, höfðu verið rændir þrisvar til fjórum sinnum, eða höfðu sloppið á land í Malasíu vegna þess að bátarnir voru að sökkva undan þeim. Er þeir komust í land eftir 3—4 daga, — þ.e. þeir heppnu, — aðrir eftir allt að tveggja mánaða hrakninga, þá voru þeir fyrst í haldi í Kata Baru, meðan örlög þeirra voru ráðin. Ef Malasíu- menn ákveða að draga þá út, þá er ekkert, sem nokkur getur að gert. Annars eru þeir skráðir hjá Flóttamannahjálp S.Þ. og fluttir í búðir. Af 75 þúsund flóttamönnum í Malasíu eru 32 þúsund á Pulau Bidong. Og þaðan ætlaði íslenzki Rauði krossinn að velja 4—5 fjölskyldur. Það er ekki auðvelt. Enda fór svo að íslenzka flótta- fólkið er valið af annarri eyju, Pulau Tenegh, með 8000 manns. Báða dagana horfði ég á, hvern- ig flóttamennirnir eru kallaðir í opið skýli til viðtals. Öll fjölskyld- an kemur, afi og amma, pabbi og mamma og mörg lítil börn, öll í sínu nýþvegna pússi. Þrír Banda- ríkjamenn voru að veita flótta- fólki viðtöku, og tóku nú margar fjölskyldur, sem lengst hafa beðið. Þeir, og síðar Frakki nokkur, sátu þarna í hitanum í opnu skýli frá því árla morguns og langt fram á kvöld og ræddu við fólkið með túlk sér við hlið. Svo sváfu þeir á borðunum á nóttinni. Kannski á nafnið ísland — Bang Dao á þeirra máli — eftir að hræða svo þetta fólk, sem aldrei hefur heyrt um slíkan stað að vandinn verði ekki eins mikill. — Er bara ís þar? spurðu þeir sem vissu, hvaðan ég var. En líklega vill þetta fólk heldur lenda á köldum klaka en vera áfram í þessu vonlausa víti. Merkilegt samíélag Það er undravert, hvernig flóttafólkið hefur komið sér þarna fyrir. A ströndinni og eins langt upp í hlíðarnar og nokkur leið er að festa spíru, hefur verið komið fyrir trégrindum úr niðurhöggn- um trjám af eyjunni og strengt yfir plast eða eitthvað slíkt. sum hreysin eru á tveimur hæðum. Uppi er bambusgólf tii að liggja á, en niðri eldstæði, samanhróflað borð og bekkir. Bláa plastið, sem Sjá nœstu síðu /.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.