Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979 krökkum finnst pizzur oft einkar góður matur, og því er ekki úr vegi að leyfa þeim að útbúa slíkt góðmeti sjálf handa sér og vin- um sínum, þegar mikið stendur til. En hér koma fleiri uppskriftir. . . Pizza með rækjum 200—250 gr. rækjur 15 steinlausar ólífur, en gjarn- an fylltar (1 msk. timjan) (1 msk. oregano) 4—6 dl. rifinn ostur Farið að eins og lýst var í fyrri pizzuþættinum, 2. sept. saman. Hér kemur sýnishorn af slíku. 4 vænir tómatar 15o gr. rækjur 100 gr. sveppir, helzt nýir 10 ólífur 'k lítil dís ansjósur (1 msk. timjan) (1 msk. oregano) 4—6 dl. rifinn ostur Auk þess að raða fyllingunni ofan á tómathræruna, nefndi ég að hægt væri að blanda fylling- unni saman og setja hana þann- ig út á brauðbotninn.Hér mæli ég eindregið með því, að þið skerið tómatana í litla báta, sneiðið hreina sveppina í þunnar sneiðar, skerið ólífurnar í PIZZA Pizza með skinku 200—250 gr. skinka, bezt er að hún sé reykt Vz lítil dós ansjósur (1 msk. timjan) (1 msk. oregano) 4—6 dl. rifinn ostur Pizza með tómötum, rækjum og sveppum Auk þess að hafa eitt aðal- álegg, tíðkast gjarnan í heima- landi pizzunnar að blanda ýmsu tvennt, ansjósurnar í litla bita, blandið öllu saman, ásamt ostin- um og setjið allt á hálfbakaðan botninn eins og nefnt var í fyrri pizzuþættinum. Ég tíni ekki til frekari upp- skriftir af fyllingum, en vísa til upptalningarinnar í síðasta þætti, um hvað væri gjarnan notað á pizzur. Út frá því getið þið útbúið ykkar eigin fyllingar, allt eftir því hvað ykkur lízt bezt. Það eru nokkur atriði, sem rétt er að drepa frekar á en gert hefur verið. í fyrsta lagi eru fyllingarnar miðaðar við, að þær dugi á hálft deigið, sem lýst var í uppskriftinni. I öðru lagi er bezt að benda á, að hér er átt við ansjósur í litlum niðursuðudós- um, en ekki í stórum glerkrukk- um, en þær eru ættaðar frá Norðurlöndunum, og í þeim eru ekki eiginlegar ansjósur. I litlu dósunum eru suðrænar ansjósur í olíu. Þær eru gjarnan vafðar upp með kapers í miðju og eru ágætar. Athugið að verðið er geysilega misjafnt eftir tegund- um. Ég hef ekki orðið vör við annað en að þær ódýrari standi hinum fyllilega á sporði. Einnig er vel hægt að nota þær nor- rænu, en þá þarf ekki nema um fjórar. En þið skuluð prófa ykkur áfram með ansjósurnar, því þær eru mjög saltar, og gefa auk þess óskemmtiegt olíubragð, ef of mikið er af þeim, en góðan saltkeim í hæfilegum skömm- tum. Eins og oft er með svona þjóðarrétti eins og pizzur, eru til ýmsar útgáfur af þeim, og þar er botninn helzt sameiginlegur, því ekki eru alltaf notaðir tómatar eða ostur. Auk þess krydds, sem hér er. nefnt er basil mikið notað og þykir geysigott með tómötum. Þetta getið þið einnig haft í huga við pizzugerðina. Frekari leiðbeiningar held ég að séu ekki nauðsynlegar við pizzugerð. Látið það ekki villa ykkur, þó hér séu höfð mörg orð. Það þarf oft undramörg orð til að lýsa einföldum hlutum. Fyrsta pizzan er eðlilega tíma- frekust, en þá hafið þið líka náð tökum á listinni og allt gengur mun fljótar næst. Og enn og aftur er bezt að endurtaka og undirstrika, að pizzugerð er til- valið fjölskyldufyrirtæki, þar sem allir geta lagt sitt af mörk-( um til að útbúa ilmandi,! ríka og ljúffenga pizzu. Fimleikafélagiö Björk Innritun í alla flokka fimleikadeildar verður mánudaginn 17. sept. kl. 18 til 19 í síma 51385. Stjórnin. Snurpuvír 2%“ 3“ 3Va“. Togvír 1i/2“ i3/4« 2“ 21/4“ 2%“ fyrirliggjandi - hagstætt verö. Jónsson & Júlíusson, Ægisgötu 10, sími 25430. r V. / Kaupmenn — verslunarstjórar! / AVEXTIRIÞESSARIVIKU Avextir til afgreiöslu í dag og næstu daga: Appelsínur Bananar Vínber, græn Melónur, gular Sítrónur Epli, rauð Vínber, blá Ananas. Grapealdin Epli, græn Perur Fást í öllum helstu matvöruverzlunum landsins. AVEXTIR ALLA DAGA Eggert Kristjánsson hf. Sundagöröum 4, sími 85300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.