Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979 Hefði ísland ekki verið numið, ef Haraldur hárfagri hefði þekkt spariskírteini? Hugleiðingar Kínverjinn situr undir strá- hatti sínum og tautar fyrir munni sér: Stjórnir koma og fara. Sama hvað þeir heita, Maó, mandarín, keisari eða kommisar. Allir stefna þeir að því að auka eigin hag á minn kost.nað. Þeir eru allir óvinir mínir, hvað svo sem þeir hjala um velferð mína. Þannig lýsir kunnugur afstöðu hins almenna manns í Kína til stjórnmálamanna. Líti maður til baka yfir stjórn- málasögu íslands sl. aldaþriðj- ung er nokkuð á einn veg. Stjórnir hafa komið og farið. Allar hófu þær feril sinn með því að ætla að leysa efnahagsvand- ann og bæta kjör hins almenna manns. Allar sprungu þær á limminu og sú sem nú situr fer sjálfsagt sömu leið fyrr eða síðar, þegar hún hefur slegið allar hinar fyrri út í verðbólgu og skattahækkunum, okkur al- menningi til hagsbóta. Hvað áttu þessar stjórnir sameigin- legt? Allar voru þær samsteypu- stjórnir sem urðu innbyrðis sundurþykkar og hlupu undan ábyrgðinni í von um að geta logið sig frá atkvæðatapi og tókst það í flestum tilfellum. Allar féllu þær í sama pyttinn að reka ríkissjóð með halla, erlend- um lántökum og seðlaprentun í stað harðneskju sannleikans. Að vísu mismunandi mikið frá 10% viðreisnaráratugsins í 50% framsóknaráratugsins. Skatturinn sem aiiir kyngja Það er dásamlega auðvelt og hlutlaust fyrir eina ríkisstjórn að leysa vandamál sín með verð- bólgu. Hún rennur svo ljúft í fólkið og dreifist á alla og allir borga og halda jafnvel að þeir séu að græða. Og vissulega græddu þeir „lán“sömu, en þeir voru náttúrlega úr röðum út- valdra eins og t.d. Lúðvík, sem græddi 2 báta á því að eiga togara að því sagt er. Það er líka einfalt að lifa ef maður er ríkissjóður og hefur prentvél og þar með sérréttindi til þess að greiða í falsmynt, einn aðila viðskiptalífsins. Svo singur mað- ur bara af og kennir stjórnar- andstöðunni um ófarirnar, ef maður fær ekki þvílíka hvalreka sem eldgos, útflutningsbönn eða olíuhækkanir, sem allir sjá að eru stóráföll. Verðbólga er sú tegund skattheimtu, sem auð- veldast er að fá Islendinga til þess að sætta sig við. Hún er svo hlutlaus og eiginlega engum að kenna. Að minnsta kosti geta allir svarið hana af sér og sínum. Hefði Haraldur hárfagri kunnað ögn fyrir sér í ökónomí hefðu engir íslendingar orðið til, hann hefði bara selt landnámsmönn- um ríkisskuldabréf í stað skatta og svikið svo bréfið, t.d. með verðbólgu. Hann hefði tæplega þurft að fara til Finnlands til þess að láta prenta vitleysuna, hann hefði getað notað land- námsmenn sjálfa við framleiðsl- una og hlúð þannig að atvinnu- vegum þeirra. Með verðbólgunni gengur allt betur. Röflið um of stórt ríkis- bákn dettur útaf eftir hverjar kosningar. Enginn gerir alvar- legar athugasemdir þó slett sé 15 milljOrðum í Kröflu, 7 milljörð- um í Borgarfjarðarbrú án þess að þjóðvegskerfið styttist né brúm fækki, 28 milljörðum í landbúnaðinn á ári (N.B. 10 ár í landbúnaði kosta 280 milljarði) meðan ekki er hægt að leggja olíumöl til Akureyrar fyrir 7 milljarði vegna féleysis. Hvort skyldu menn fremur hafa viljað akfæran veg að og frá síkisbrún- um við Ferjubakka milli Akur- eyrar og Reykjavíkur eða brú á sjóinn við Borgarnes. Nei, það vantaði líklega pylsusölu í Borg- arnes og þeir áttu réttan mann á réttum stað. Verst ef höfnin í Borgarnesi fyllist af sandi vegna brúarinnar. óvinsæl skattlagning Nú ætlar Tómas að bjarga okkur einu sinni enn með því að leggja á okkur nýja skatta, til viðbótar því sem hann gerði á síðasta ári, t.d. með því að hækka söluskattinn. Þegar hann var fundinn upp og lagður á með 3,5% til bráðabirgða er haft eftir Halldóri skattstjóra: Hræddur er ég um að þessi skattur sé ekki til bráðabirgða. Bráðabirgða- ákvæði í sköttum eru bersýni- lega ekki til, sbr. viðlagagjald á söluskatt vegna Vestmannaeyja- gossins sem enn er inni. Tómas skilar því ekki fremur en næsta stjórn mun skila þessum stigum Tómasar. Allt fyrir okkur sjálf að sjálfsögðu. Apparat eins og verðlagsnefnd er svo haft til Halldór Jónsson. sýnis fyrir auðtrúa almenning, sem á að trúa því að verið sé að stýra verðlaginu með því að þessi nefnd ákveði verð á kóki, makaríni, og steypu. Stóru málin sem eru fjármál ríkissjóðs og seðlaprentunin er utan verksviðs apparatsins. Framleiðsluaukn- ing og ný framleiðsla hverfa í skuggann fyrir millifærsluofsa- trú vinstri intellígensunnar, sem hefur eignað sér verkalýðinn. Afleiðing millifærslanna er svo dauði framtaksgetu einstakling- anna, en framkvæmdir allar verða á vegum ríkisins, svo sem þörungaverksmiðja, Krafla, Ála- foss og Siglósíld, sem fær 80 milljónir þegar henni þóknast að fara á hausinn o.s.frv. Því fékk ekki Breiðholt hf milljarð til þess að rétta sig af? Olíumöl vantar líka milljarð og fær hann líklega af því að opinberir eiga í því, — ferskt fjármagn heitir það á félagshyggjumáli og mun tákna fé sem ekki þarf að greiða vexti af. Hvað sagði svo Kínverjinn? Sú hugsun hefur hvarflað að mínum heimska haus, hvort það sé áreiðanlega besta tegund manna sem gefur sig að stjórn- málum. Þeir slakari sitji við störf sín og sjái aðra menn í friði. Hinir háværu og fram- hleypnu hafa í gegnum söguna náð eyrum herra kjósandans, hann virðist vera auðtrúa eða vill láta ljúga að sér. Og skálkar hafa venjulega verið fljótir að finna höggstað á heimskingjun- um. Nú hefur flóðbylgja hinna nýju þingmanna fengið að leika um sali Alþingis í meira en ár. Þetta voru allt saman ungir og ófeimnir menn, sumir vart af barnsaldri og því væntanlega óspilltir og fóru meira að segja að ganga í jakkafötum upp úr upphefðinni. Nú skyldi tekið til hendinni og fjósið sópað. Ekki veit ég hver dómur hæstvirtra kjósenda verður, því ekki verða ungu mennirnir í vandræðum með útskýringar á fyrirbærun- um óðaverðbólga og ringulreið, sem mér finnast nú fara að verða all áþreifanlegir hlutir hérlendis þrátt fyrir hetjulega framgöngu þessara pilta. En margt fer öðruvísi en ætlað er, jafnvel Vilmundur virðist ekki hafa fundið spillinguna, Árna hefur líklega fallið allur ketill í eld þegar hann sá að málin voru bara alvarleg og Ólafur Ragnar sér að þessi vitleysa hlýtur að enda einhversstaðar. Nú þarf bráðum ný slagorð í nýjar kosningar. Þau fara nú að verða vandfundin þegar búið er að lofa öllu og svíkja meira. Maður sér þó Alþýðubandalagið í anda ryðjast fram undir kjör- orðinu: Lækkum okurvextina — herinn burt. Líklega mun þeim takast að sannfæra þjóðina um að verðbólguvaxtastefnan hafi beðið skipbrot, enda tilgangslaus ein sér. En það er nú einmitt listin að slíta hlutina úr sam- hengi og raða sannleiksbrotum þannig saman að úr verði stór- lygi. Þá er maður orðinn þjóð- málaskörungur. Frá mínum bæjardyrum séð sem áhorfanda og þolanda stendur það eitt fast, að verð- bólgan er að verða óviðráðanleg og allt framtak er að drepast útaf í framhaldi af því. Fólk er að gefast upp á vitleysunni og er orðið svartsýnt á framtíðina. En það er nú svona að heimatilbúnu vandræðin eru verstu vandræðin og meðan við veljum okkur for- ystumenn úr millifærsluflokk- unum verður fátt um lífskjara- bætur. Sér enginn launamaður fyndnina í því að verkalýðsrek- endurnir þykkjast vilja kjara- bætur fyrir hann umfram allt, en eru svo pólitískt á móti stórvirkjunum og stóriðju, sem geta þó ein bætt kjörin. Trúir hann því að millifærslur skapi verðmæti? Eg held að athugandi væri fyrir þessa þjóð til þess að frelsast frá sjálfri sér og stjórn- málamönnum sínum að leggja niður íslenska myntútgáfu en taka upp erlendar myntir sem gjaldmiðil í landinu. Þar með yrðu allir að verða ábyrgir gerða sinna og prentvélarleysið myndi gera þjóðlygar útlægar, auk þess sem það myndi spara allt það gallerí, sem fylgir hugtakinu gjaldeyrir. Þá yrðu vextir eðli- legir og verðbólga svipuð og annarsstaðar og ríkissjóður yrði að leysa sín vandamál öðruvísi en með seðlaprentun. Þegar þeim kafla í þjóðarsög- unni lýkur, sem Tíminn kallar réttilega „framsóknaráratuginn" verður gripið til annarskonar stjórnarhátta en við nú höfum, ekki vegna neinnar óskhyggju heldur af nauðsyn. Kerfið er nefnilega sprungið og blekkingin er að verða augljós. Vonandi veljast þá til forustu einhverjir þeir menn sem nenna að reyna að láta eitthvað gott af sér leiða um leið og þeir maka eigin krók fremur en að einskorða sig við það síðara, eins og hætta getur verið á þegar láglaunamenn verða hálaunaráðherrar með bílastyrki. 14.9.1979 Halldór Jónsson verkfr. Búnaðarfélag Reyk- hólahrepps 80 ára Laugardaginn 8. september hélt Búnaðarfélag Reykhóla- hrepps upp á 80 ára afmæli sitt á viðeigandi hátt. Auk heimamanna voru viðstaddir félagar úr búnaðarfélögum Geira- og Gufudalshrepps svo og brottfluttir félagar og mak- ar þeirra. Einnig voru ýmsir framámenn í landbúnaðar- málum viðstaddir. Formaður Búnaðarfélags Reykhólahrepps, Jón Snæ- björnsson bóndi í Mýrartungu, bauð gesti velkomna og sagði í lok ræðu sinnar: „Við stöndum á tímamótum með 80 ár búnaðarfélagsins að baki, en hvað er framundan, þar ætla ég ekki að gerast spámaður. En ég held, að ef hver reynir að skila því sem honum er trúað fyrir í ögn betra standi en hann tók við og við berum gæfu til að vinna saman, þá sigrum við alla erfiðleika og bjartsýn við holdum mót betri tíð blómin þá spretta í haga. Er litum við hjá okkar lauígaða hlíð lofum við komandi daga.u Jens Guðmundsson á Reyk- hólum rakti sögu félagsins og þar kom fram að fyrsti for- maður þess var Benjamín Benjamínsson á Miðhúsum, en hann var tengdasonur Jóns Pálssonar bónda á Miðhúsum, sem var bróðir hins þekkta rithöfundar Gests Pálssonar. Sigríður Játvarðardóttir las „Minningabrot föður síns“, Játvarðar J. Júlíussonar í Miðjanesi. Þá sungu tvær ungar stúlk- ur, Inga Hrefna Jónsdóttir og Bryndís Kristjánsdóttir „Bola- skeið“ eftir Matthías Joch- umsson og síðar tvö lög eftir Guðlaug Theódórsson á Laugalandi í Reykhólasveit við ljóð eftir Stein Steinarr og Davíð Stefánsson. Næst flutti frú Bjargey Arnórsdóttir á Hofstöðum hugleiðingu og Karl Árnason bóndi, Kambi, rakti nokkrar minningar sínar. Þá sýndi Ebeneser Jóns Jensson kennari kvikmynd er hann hafði tekið í Kinnar- staðarétt og þekkti margur þar sjálfan sig. Þá ávörpuðu nokkrir gestir samkvæmið. Þeir voru: Guð- mundur Ingi Kristjánsson, formaður Búnaðarsambands Vestfjarða, Steingrímur Hermannsson, landbúnaðar- ráðherra, Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags Islands, Grímur Arnórsson, formaður Kaupfélags Króks- fjarðar, og Hjörtur Hjálm- arsson, fyrrverandi skólastjóri á Flateyri. Að ræðuhöldum loknum voru borð upp tekin og lék hin kunni hljómlistarmaður Halldór Þórðarson bóndi á Breiðabólsstað í Dölum á harmonikku fyrir dansi og honum til aðstoðar var sonur hans. Hinn almenni félags- maður í Búnaðarfélagi Reyk- hólahrepps þakkar stjórn fél- agsins fyrir ágætt skipulag og ekki síst öllum þeim konum, sem lögðu fram óeigingjarnt starf til þess að hið mikla hóf með súkkulaði og rjómatert- um og alls kyns „bakkelsi" færi hið besta fram. Veisluna munu hafa setið á annað hundrað manns. Miðhúsum, 13. september 1979. Sveinn Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.