Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979 þeir hafa fengið, setur skrýtinn svip á staðinn, þegar maður nálg- ast hann í sólskini. En þegar monsúnveðrin koma i október, mun allt hripleka. Heilu fjölskyld- urnar hrúgast þarna saman. Maður smeygir sér eftir götuslóð- um milli hreysanna, eins og á fjárgötum, allt frá loftleysinu og óþefnum niðri við stöndina upp í svolítinn andvara í fjallshlíðun- um. Þeir, sem þar búa, borga því fyrir það með því að draga vatn og aílt annað upp brattann og koma úrgangi niður. Þarna hefur víetnamska flótta- fólkið komið sér fyrir eins og bezt verður á kosið við erfiðar aðstæð- ur síðan flóttamannastraumurinn til eyjárinnar hófst fyrir alvöru fyrir einu ári. Samfélag þeirra virðist geta verið ýmsum örðum til fyrirmyndar. Flóttafólkið hefur skipulagt sig sjálft. Þeir hafa skipt sér í hópa, sem leysa af hendi öll verk í sjálfboðavinnu, jafnt fólk af kínverskum ættum, sem mun vera um 40%, og Víet- namar auk um 600 Kambódíu- manna. Allir karlmenn hafa verk að vinna. Og fyrri hluta dagsins eru allir önnum kafnir og hafa ærinn starfa. Hópar eru á fleygi- . ferð með plastpokana sína, lykt- andi af sorpinu, á stöngum á milli sín niður að ströndinni, þar sem reynt er að koma þeim út á sjó í prömmum. Aðrir bíða í 2—3 klukkutíma eftir drykkjar- vatnsskammtinum sínum, 25 lítra piastbrúsa á fjölskyldu til þriggja daga. Daglega eru flutt 400 tonn af vatni á bát út í eyna. Þar var nýlega komið upp vatnstanki. Aðrir eru að sækja matarskammt- inn sinn. Til þriggja daga fær hver fjölskylda 32 únsur af hrísgrjón- um, eina dós af sardínum, eina dós af baunum, einn kexpakka, litla dós af nautakjöti, svolítinn sykur, salt, límónaðiduft og þrjá poka af tei. Þeir sögðu þetta nægja, kvört- uðu ekki. Flóttamennirnir sjá sjálfir um löggæzlu og skipta sér upp í varðsveitir, sem fara um allan sólarhringinn. Þjófnaður er nær óþekkt fyrirbæri, enda skildi ég dótið mitt eftir, þar sem allir ganga um og svaf fyrir opnu í sjúkraskýlinu. 15 ráðgjafar sjá um stjórn í búðunum, 14 svæðisstjór- ar, og þeir velja yfir sig leiðtoga eða búðarstjóra og tvo aðstoðar- búðarstjóra. Læknar og heimagerður spítali Spítala hafa flóttamennirnir reist sjálfir, tveggja hæða bygg- ingu úr fjöium. Hún er vel opin, svo að blæs í gegn, vel hönnuð, enda verkfræðingar og arkitektar í hópnum. Þeir hafa jafnvel fengið rimlagler í suma gluggana, og eru mjög stoltir af spítalanum sínum. Nú er verið að byggja við hann. — Þá getum við kannski ein- angrað geðsjúklinga og berkla- sjúklinga, — sagði yfirlæknirinn á spítalanum, dr. Ciao, sem hafði verið frægur taugalæknir i heima- landi sínu. Hann sagði, að allir læknar, sem verið höfðu í hernum, svo og aðrir læknar, er mikils voru metnir fyrir fall Saigon hefðu verið teknir og settir í fangelsi eða svokallaðar „endurhæfingabúðir." Þar þræluðu þeir myrkranna á milli og höfðu lítið að borða. Sjálfur léttist hann um 40 kg. Loks var læknum og verkfræðing- um sleppt, ekki af mannúðar- ástæðum, heldur af því að þeirra þurfti við. — Aðrir rotna þarna enn, — sagði hann. Sjálfur átti hann um það að velja að vinna fyrir nýju valdhafana eða fara r,»eð fjölskylduna í „nýju upp- tyggingarsvæðin„ svokölluðu og rækta jörðina með haka Eftir 5 rri' ■ uði tókst honum aó ná í 10 mi -a bát og flýja með konuna og 5 .rn. Eftir að hafa verið einu sinni hrakinn frá því að taka land í Thailandi, lentu þau í Malasíu. Á eyjunni Pulau Bidong eru fieiri iæknar en á nokkrum stað öðrurn í Suðaustur-Asíu. Fyrir þresnur mánuðum voru þar 100 . iinskir læknar. Nú eru þeir 5 • údsins. Þar í hópi er fyrsti og 1 j igasti hjartaskurðlæknir í Viet- r.am (enginn slíkur er í Malasíu) og sérfræðingar í húðsjúkdómum Tvær voru að fæða á spítalanum nóttina sem blaðamaður Mbl. fékk að liggja þar inni. Annað barnið fæddist fyrir tímann og var svo lítið að það gat ekki lifað án þess að komast i hitakassa. bað dó þarna um morguninn. Börnin vantar ekki — og fjölgar um 60 á mánuði. 55% flóttafólks- ins eru börn. — Hún kemst ekki upp og drukknar hjálparlaust. Maður gerir sig ekki að fífli með því að gera veður út af einni rottu eða pöddu við slíkar aðstæður innan um allt þetta hugrakka fólk. 60 börn íæðast á mánuði í fæðingarstofunni fyrir neðan okkur fæddust tvö börn þessa nótt. Ég gat heyrt fyrsta grátinn gegnum þunnt gólfið. Annað barn- ið var svo agnarlítið, að það dó um morguninn — gat ekki lifað án hitakassa. Þarna fæðast 60 börn á mánuði. — 430 börn, sem hafa komið undir í Víetnam, hafa séð dagsins ljós á þessari eyju, sagði læknirinn við mig. Þau hafa þó Bátskriflin mara í hálfu kafi — og bera þögulan vott um kjark hins hundelta „bátafóiks“. og kvensjúkdómum, þekktur geð- læknir o.s.frv. í fyrstu höfðu þessir læknar ungin tæki og engin meðul til að hjálpa flóttafólkinu, en eftir að franska spítalaskipið var sent til hjálpar í maí s.l., voru öll tæki þess skilin eftir á eynni. Nú kváðust læknarnir hafa röntgen- tæki, rannsóknaraðstöðu og geta framkvæmt minniháttar upp- skurði. Þótt flóttafólkið sé stolt af aðstöðunni, sem það hefur komið sér upp sjálft, þætti hún ekki beysin víða. Þar eru 6o rúm, siegin saman úr viði og sjúklingarnir liggja á fjalabotnum á bylgju- pappa. Rúmið, sem ég svaf í, var með strigabotni, reimuðum með nælonsnæri í grindina. En það var sæmilegur andvari og ég svaf. Þessa nótt voru staddar á eynni tvær aðrar konur frá Norðurlönd- um, önnur dönsk frá UN að skrá fatlaða, en hin sænsk, og var að skrá fylgdarlaus börn fyrir al- þjóðastofnunina „Bjargíð barn- inu." Við fengum þvottapoka, fötu og vatn til að ausa yfir hendur okkar. Um morguninn, þegar ég fór á fætur, var rotta að drukkna í fötunni. — Nú jæja, hugsaði ég. ekki ríkisborgararétt í Malasíu eiga hvergi visst föðurland. En um 55% af flóttamönnunum á eynni munu vera börn. Ég kom á barnadeildina þar sem mæðurnar lágu með börnin sín, flest vegna vannæringarsjúkdóma. Mest er þó um heimangöngusjúklinga, sem standa í löngum röðum allan morguninn til þess að ná tali af læknunum. Þeir segjast fá lyf núorðið. En til allrar hamingju hefur enginn faraldur komið upp á eynni enn sem komið jar í október og allt fer á flot. Á eynni eru um 100 berklasjúklingar, þar af um 20 með smittilfelli. Enn er ekki hægt að einangra þá og þeir verða að dveljast með fjölskyldum sínum, en meðul eru næg. Geðsjúkir eru mesti vandinn. Þeir eru um 30 talsins og fer fjölgandi, því ekkert land tekur við slíku fólki. 1500 foreldralaus börn Annar stór vandi eru „fylgdar- lausu börnin" svokölluðu. Það eru unglingar, flestir á aldrinum 14—18 ára, sem foreldrarnir hafa sent eina af stað. Höfðu þeir ekki haft efni á að sjá stálpuðum börnum farborða og trúað því, að bezt væri fyrir þá að flýja land. Oft eru þessi börn send með vinum eða öðrum, sem síðan hafa verið teknir til þriðja landsins og því orðið ein eftir. Eða komu ein síns liðs. Þau eiga foreldra einhvers staðar, þannig að ekki er hægt að ættleiða þau og fáir vilja taka ábyrgð á unglingi til margra ára. Foreldrarnir sáu oft engin önnur úrræði. Stundum hefur móðirin orðið eftir í Víetnam vegna þess að faðirinn er í fangelsi eða vinnubúðum og hún vill bíða átekta. Ég hitti tvítuga stúlku, sem hafði komið með 14 ára gamlan bróður sinn. Móðirin hafði getað náð saman fé með sauma- skap til að senda eldri bróður þeirra á undan, og hún vissi ekkert, hvað af honum hafði orðið. Nú beið móðirin ein eftir fréttum af afdrifum föðurins. Nokkur lönd hafa reynt að taka við slikum börnum. Sviss og Belg- ía komu upp sérstöku námskeiði fyrir nokkra drengi um 60 talsins er búa við þessar aðstæður. Kate Tiborn frá alþjóðasamtökunum „Bjargið barninu", sem var að reyna að skrá umkomulaus börn á eynni, sagði, að þau myndu vera um 1500 talsins nú. Þeim fjölgar stöðugt, þar sem fáir vilja taka við þeim. Fjórir drengir stóðu á ströndinni og veifuðu til okkar, þegar við fórum. Þeir hafa varla verið eldri en 14 ára. Allir höfðu þeir komið með vinafólki eða ættingjum, sem höfðu fengið dval- arleyfi annars staðar og farið þangað. Bæklaða fólkið á líka mjög erfitt. Danska stúlkan, sem var að reyna að skrá það, átti í miklum erfiðleikum vegna þess að fjöl- skyldurnar reyna að fela það, og telja að vitneskjan um það geti valdið því, að þær komist síður til annarra landa. Þó hafa fjölskyld- urnar ekki skilið bæklaða ætt- ingja sína eftir heima. Ég sá fjölskyldu, þar sem afinn var lamaður og amman gat varla gengið. Og þegar 250 manns, sem höfðu fengið dvalarleyfi í Banda- ríkjunum, lögðu af stað, sá ég að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.