Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979
37
Bridge
eftir PÁL
BERGSSÖN
Sumarspilamennskan hjá
Bridgeíélögunum í Reykjavík
er nú í fuilum gangi ef svo má
að orði komast. Þegar þátttaka
er góð spila á tveim stöðum í
borginni samals 70 til 80 pör á
sama tíma, en það sýnir að
betur má gera í þjónustu félag-
anna við meðlimi sína t.d. með
samvinnu eða tveim spilakvöld-
um á viku.
A dögunum leit ritari þesa
pistils við í Hreyfilshúsinu á
fimmtudagskvöldi og horfði í
dálitla stund yfir öxl eins af
kunnari spilurum landsins.
Suður gaf, austur - vestur á
hættu en hér er áttum snúið til
hagræðis.
Norður
S. KG1052
H. ÁKG4
T. 9
L. KD10
Vestur
S. 943
H. 872
T. DG10832
L. 4
Austur
S. D8
H. D653
T. K
L. Á87632
Suður
S. Á76
H. 109
T. Á7654
L. G95
Sagnirnar voru af flóknara
taginu:
Suður Vestur Norður Austur
P P 1 L P
1 G P 2 L p
2 S P 2 G p
3 T P 3 Grönd, a.p.
Fylgifiskar nákvæmnislaufs-
ins skilja ef til vill eitthvað af
sögnum þessum. Opnunin sagði
frá minnst 16 punktum og svar
suðurs 1 grand lýsti jákvæðri
jafnt skiptri hendi. Norður fór
þá í feluleik þegar hann spurði
um háliti með tveim laufum og
svarið tveir spaðar neitaði fjórlit
í hálit. Þetta var afbrigði af
yfirfærslusögnum en með fjórlit
í spaða hefði suður sagt tvö
hjörtu og tígla með hjartalit.
Hugmyndin með þessu er að
sterkari hendin ráði úrspilinu en
norður skrúfaði fyrir þann
möguleika með hálitaspurning-
unni og hann ákvað síðan, að
lokasögnin yrði þrjú grönd þegar
í ljós kom, að suður átti eitthvað
í tíglinum.
Á sumarbridgekvöldum er
spilaður tvímenningur og hefur
það eflaust haft sín áhrif á
ákvörðun norðurs, Eftir að
vestur spilaði út tíguldrottningu
sá suður, að í þetta sinn yrði
varla um neitt meðalspil að
ræða. Fyndist trompdrottningin
í fjórum spöðum máttu ellefu
slagir heita öruggir svo að nú
var bara að duga eða drepast.
Sum arbridge
Þegar austur skipti í lágt lauf
eftir að hafa fengið á tígulkóng-
inn mátti heita öruggt, að hann
átti ekki fleiri tígla. Slaginn tók
sagnhafi í borði með kóng og til
að kanna viðbrögðin og skipting-
una, spilaði sagnhafi strax lauf-
drottningu og fékk slaginn. Þá
kom aðeins ein íferð til greina í
spaðanum og eftir að hafa tekið
á hjartaás spilaði hann spaða-
gosanum frá blindum og lét
hann fara hringinn. Þegar það
gekk vel jók sagnhafi hraðann og
tók slagi sína.
Að því kom að þrjú spil voru
eftir á hendi og austur átti H. D6
og laufásinn. Staðan var sönnuð,
austur fékk næsta slag á ásinn
en hann varð þá að sætta sig við
að fá ekki á hjartadrottninguna.
Ellefu slagir og toppur í safnið.
Fínu sagnirnar gáfust vel í
þetta sinn. En í sumarbridsinum
nota fáir slíkar sagnvenjur og
fremur lítið um bank í borð til
aðvörunar. Aftur á móti verða
sagnirnar oft hálfgerð latína í
meiri háttar mótum. Frá
íslandsmóti, norður gaf, allir á
hættu.
Norður S. 10 H. 983 T. 9764 L. ÁD1083
Vestur Austur
S. D853 S. K96
H. 6542 H. KDG107
T. 10 T. G32
L. 7542 L. G9 Suður S. ÁG742 . H. Á T. ÁKD85 L. K6
Sjá má, að þrettán slagir eru
upplagðir í tígulsamningi á spil
n-s þó ef til vill sé ekki auðvelt
að melda alslemmuna með
öryggi. Og í sögnum geta menn
stigið sín víxlspor þó gleymt sé
nú hvernig þau voru stigin þegar
spilið kom fyrir. En ektir tvö
pöss opnaði suður á einu
nákvæmu laufi og einn tígull
horðurs var afmelding. Austur
stakk þá inn hjartasögn en aðrar
sagnir eru gleymdar. Þó er víst,
að þær urðu margar og að því
kom, að vestur átti að spila út
gegn sex laufum!
Vestur bað um upprifjun og
skýringar og að þeim fengnum
spilaði hann út hjartasexi. Suður
fölnaði þegar hann sá blindan en
það var ekki eftir neinu að bíða.
Spila varð trompunum og þegar
austur lét gosann í kónginn var
ekkert eðlilegra en að svína
áttunni. Einn niður.
En flóknu sagnvenjurnar geta
, vissulega skilað árangri. Norður
gaf, austur - vestur á hættu.
Norður
S. G87
H. ÁG65
T. DG
Vestur L-K1098 Austur
S- 104 S. D9632
H. D10983 H. K72
T. 965 T. Á43
L G62 e a L. 75
Suður
S. ÁK5 .
H. 4
T. K10872
L. ÁD43
Sagnir tveggja meistara með
spil norðurs og suðurs tókust vel
og sýna hvers konar nákvæmni
og skilningur eru nauðsynleg
þegar notuð eru flókin kerfi.
Norður Suður
1 TíkuII 2 Tfelar
2 Hjörtu 2 Spaðar
2 Grönd 3 Lauf
3 Tfelar 3 Spaðar
4 Lauf 4 Tfelar
4 Hjörtu 4 Spaðar
6 Lauf Pass
Þetta má nú kalla nýtingu í
lagi. Þeir voru komnir í fjóra
spaða eftir tólf sagnir en þá vissi
norður líka hvað hann átti að
gera. Skýringarnar:
1 T: Opnun. hámark 15 p.. ckki minna cn
tvíspil i tígli.
2 T: Ég á tÍKullit, scífði mér meira.
2 H: Jöfn skipting hérna mc>cin. vinurinn.
Ék þarf einskis að spyrja.
2 S: Ég á annan lit og gáð spil, cnda hcfði
ég ekki annars sagt tvo tígia strax.
2 G: Já, ég skil. Viltu vita eitthvað um
tíglana mína? Rcyndar á ég ekkert sér-
stakt þar.
3 L: Jæja gðurinn. hinn liturinn er lauf.
3 T: Fyrirgcfðu. að ég á bara tvo tígla, en
annar cr þó hátt spil.
3 S: Ég á spaða að auki. Hvað finnst þér
um það?
1 L: Nei, úr því ég á gott lauf hcld ég. að
bcst sé að vcra þar.
4 T: Ég á háspil í tfglinum. Átt þú eitthvað
af háspilum?
i i H: Já. já. hér cr eitt.
4 S: Og spaðarnir mfnir cru virkilcga
gððir.
6 L: Jæja. þctta ætti að nægja. Ég held. að
tígulgosinn sé spilið, scm máli skiptir í
hálfslcmmunni.
Og það reyndist rétt. Slemman
vannst auðveldlega en hætt er
við, að margir létu sér nægja
þrjú grönd á þessi spil. Eða
jafnvel reyndu slemmuna í
grandi og myndu tapa henni
eftir útspil í hjarta.
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Clinique
námskeið
ern að hefjast
Leiðbeinandi:
Ingibjörg
Dalberg
SNYRTISTOFA
SNYRTIVÖRUVERSLUN
Bankastræti 14,
sími 17762.
Ef þú stillir hitastýritækið frá Grohe á ákveðið hitastig, helst
stöðugt það hitastig og vatnsrennsli sem stillt var á meðan ekki
er skrúfað fyrir, þannig að þú getur staðið isturtunni óhræddur
um að vatnið verði annaðhvort brennandi heitt eða iskalt.
Það er ekki luxus heldur nauðsyn fyrir alla að hafa
hitastýritæki og þá sérstaklega þá sem eru með börn, þvi það
eru ófá dæmin um það, að börn hafi brennt sig á vatni sem
hefur breytt snögglega um hitastig.
GROHE er brautryðjandi og leiðandi fyrirtæki á sviði blönd-
unartækja.
B.B.BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. (H. BEN. HÚSIÐ)