Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 6
KEVN
Það var þokuslæðingur og rigningarsuddi í loftinu þegar ég keyrði í
gegnum Hamborg í byrjun septembermánaðar og var ferðinni heitið á
æfingasvæði Þýskalandsmeistaranna í knattspyrnu, Hamburger Sv.
Æfingasvæðið er í útjaðri borgarinnar. Það tók mig rúman klukkutíma
að komast á staðinn. Ég ætlaði mér að vera mættur tímanlega þennan
morgun og þar sem morgunæfingin hefst stundvíslega kl. 9 var ég
mættur rétt rúmlega átta. Tilgangur minn var sá að reyna að ná
sambandi við knattspyrnumann Evrópu, Kevin Keegan, og fá hann til
þess að veita mér viðtal svo og að forvitnast um hagi liðsins og ræða við
þjálfara þess.
Kevin Keegan er nú einn launahæsti atvinnuknattspyrnumaður í
heimi, og þarf þó nokkuð til. Tekjurnar sem hann fær frá félagi sínu eru
himinháar, en eru þó ekki þær einu sem hann hefur. Kevin hefur gert
samning við íþróttavörufyrirtækin Patrick og Mitre og fær árlega
milljónir í tekjur frá þeim. Þá er hann á sérstökum samningi við blöð í
Englandi sem hafa forgang að viðtölum við hann, hann hefur sungið inn
á hljómplötu sem selst hefur vel og gefið honum góðar tekjur. Hverjar
heildartekjur hans eru veit enginn nema hann sjálfur og lögfræðingur
hans, en ekki er talið ólíklegt að þær nemi tugum milljona á ári. Þá er
enginn knattspyrnumaður jafn umsetinn af Ijósmyndurum og blaða-
mönnum, það var því ekki laust við að það væri skrekkur í mér að fara
að ónáða kappann og biðja um viðtal fyrir Morgunblaðið.
Æfingasvæði Hamburger-Iiðsins eru hin glæsilegustu og æfingavell-
irnir fjölmargir, aðstaða öll er líka eins og best gerist. Skömmu eftir að
ég kom á æfingasvæðið fór hver glæsikerran að streyma inn á
bílastæðin íkring. Þarna komu öll nýjustu módelin af Mercedes Bens og
Porsche. Það var alveg Ijóst að þeir voru ekki auralausir leikmennirnir
hjá Hamborg. Enda borga fá félög í Þýskalandi Ieikmönnum sínumjafn
vel. Þarna kom hver landsliðsmaður Þýskalands á fætur öðrum,
Memmering, Kaltz, Kargus og Hartvig,' allir heilsuðu þeir kumpánlega
og voru léttir í lund. Kannski ekki nema von, lið þeirra hafði unnið
stórsigur um helgina á heimavelli, burstað Herthu Berlin 5—1.
Virðulegur eldri maður, rólegur í fasi kom þarna eins og hinir í
glæsivagni, og var það þjálfari liðsins, Zebec. Ég gaf mig á tal við hann,
kynnti mig og sgaði honum frá erindinu. Hann var augsýnilega vanur
því að vera ónáðaður af blaðamönnum, hann sagði að sér væri ekki vel
við að blaðamenn trufluðu æfingar með myndatökum og spjalli við
leikmenn, það yrði að gerast eftir æfinguna, en þar sem ég væri kominn
langan veg kvaðst hann ætla að gera undantekningu með það í huga, að
lið hans væri á leið til íslands. Um það leyti og ég var að ræða við Zebec
kom Keegan og flýtti sér sem mest hann mátti til búningsherbergjanna,
þar sem hann var að verða of seinn á æfinguna.
Þessi morgunæfing hjá liðinu var ekki erfið, það lá vel á leikmönnum,
þeir glettust hver við annan og höfðu greinilega gaman af öllu því sem
þeir gerðu.