Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979 35 Við fyrstu sýn var næstum að sjá sem allir flóttamenn frá Vietnam væru þarna saman komnir á ströndinni. Þarna bíða flóttamennirnir á hverjum morgni eftir vatnsskammtinum sinum, 25 litrum á fjölskyldu i 3 daga. Hún hafði einhvers staðar náð sér i háifan kjúkiing og var að fórna honum. Þarna hafði fjölskyldufaðir, sem komist hafði alla leið eftir mikla hrakninga, látið lífið fyrir kókoshnetu, sem féll á kollinn á honum úr pálmatré og þar hafði verið sett upp altari til að blíðka máttarvöldin. sonur bar aldraða móður sína með visna fætur, en konan hans og börnin 5 trítluðu á eftir. Sviss hefur nýlega tekið nokkuð af slíku fólki, og nú vilja allir fara til Ameríku, eina landsins, sem þeir þekkja, eða til Sviss. Klukkan 8 um morgun fóru bátarnir af stað með þá 250 lukkunnar pamfíla, sem fengið höfðu hæli í Bandaríkjunum. Allir voru mættir til að kveðja. Hver fjölskylda var kölluð upp, fékk skilriívi sír. r.æld á sig og trítlaði um borð með aleiguna í plastpoka. Elóttafólkið hafði sýnilega fengið áburðarpoka með áletrun frá Malasíu, en flestum hafði tekizt að sauma úr þeim snyrtilegustu tösk- ur og snúa letrinu inn. Þeir voru furðuvel til fara og hreinir. Eink- um voru þetta stórar fjölskyldur með mörg lítil börn. — Allir glaðir, — sagði einn ungi strákur- inn í fjörunni við mig. — Bara ég er dapur. Ég hef verið hér í 7 mánuði og veit um engan sem vill mig. Borða, sofa og þrífa sig En lífið á flóttamannaeyjunni gengur sinn gang. Nokkrir fara. Menn lifa lífinu á sinn frumstæða hátt eins og annars staðar. Það gildir að borða, sofa, drekka og þrífa sig eins og hægt er, og láta ekkert, á sig fá. Ein aðalgata hefur myndazt u.þ.b. tveggja metra breið og þar þrífst verzlun. Að vísu stendur á skilti, að enginn markaður sé leyfður en konur sitja í röðum með varning til að selja, kókakóla, transistortæki, sígarettur og jafnvel matvæli. Einhverjir höfðu skartgripi eða jafnvel fé til að koma sér af stað. Og þeir búa sér til eintrjáninga og róa á nóttinni á móti smyglurun- um, fiskibátum frá Malasíu. Varð- bátarnir eia erfitt með að ná þeim á nóttinni. En varan er dýr og skiptimynt engin. Allt kostar doll- ar, 5 eða 10 malasíudali. Rakari klippir viðskiptavini og kona hef- ur náð í saumavél til að sauma. Aðrir hugsa minna um verald- lega hluti. Þeir biðja sinn guð, hver sem hann er og hver á sinn hátt. Flóttafólkið hefur komið upp guðshúsum. Kaþólskir sem eru um 3000 talsins eiga stóran rimiahjall uppi í brekkunni og haía gert þar altari mcð prentmynd af madonnunni. Prestbýtarakirkjan, sem telur 1000 manns, hefur líka byggt sitt guðshús úr fjölum og presturinn messar tvisvar á dag. Hann rekur skóla og hefur tekið að sér geðveika, sem lágu sinnu- lausir á ströndinni. Hann hafði flúið einn með 17 ára son sinn, en konan varð eftir með tvær dætur, og búddhasöfnuðurinn er stór. Sífellt er fólk að biðja og brenna reykelsi í stóra, opna musterinu við hliðina á kirkjunum tveimur. Ég heimsótti munkana 11 í appels- ínugulu kyrtlunum sínum sem þarna eru. Sat hátíðlega á gólfinu og þeir i kringum mig á meðan bænasöngurinn frá musterinu hljómaði í rökkrinu. Þeir sögðu, að í Víetnam væri búddismanum haldið niðri, ungir munkar væru teknir í herinn, en ef einhver af þeim eldri hefði áhrif, væri fundin ástæða til að setja hann í fangelsi. Þeir fóru á bátum án þess að borga fyrir, því að fólkið bað þá að koma með sér til blessunar. Og nú vilja þeir helzt komast til Kali- forníu, þar sem er stór búdda- söfnuður. — í Víetnam erum við þyrnir í auga stjórnvalda, — sagði elzti munkurinn, og hann verður að rífa burt. I öllum þrengslunum sá ég Kálhausarnir komnir á sinn stað, hálfur eða heill haus eftir stærð fjölskyldunnar. alltaf einhvern að biðjast fyrir á einu götuhorninu. Þar hafði fjölskyldufaðir, sem komizt hafði til eyjarinnar eftir mikla hrakn- inga, látið lífið, er kókóshneta féll á hann ofan úr tré. Þá var altari sett þar upp. Þar brennir fólk reykelsi til að blíðka máttarvöld, svo að þau verndi það gegn ólukku. Ég sá gamla konu með dætur sínar koma með hálfan kjúkling, sem hún hafði einhvern veginn fengið, og fórna á þessu altari. Hún bað og kastaði svo stöfum, en andinn virtist ekki vilja. A.m.k. fór hún döpur í bragði með mat- inn. Flestir á sama báti Við hvert fótmál á eyjunni Pulau Bidong heyrir maður harm- sögur. Ég gekk um. Allir tóku mér vel. Margir tala annaðhvort ensku eða frönsku, svo að ég hætti brátt að hafa túlk. Á einu heimilinu túlkaði fyrir mig Víetnami yfir á ensku, en drengur af kínversku á víetnömsku. Hver fjölskylda tók mér ljúflega, bauð mér inn. Þetta er elskulegt fólk og kurteist. I fyrstu, eftir að flóttamennirn- ir fóru að streyma frá Víetnam í svo stórum stíl, voru það mest Kínverjar, enda leikur enginn vafi á því, að þeim er kerfisbundið gert óvært í landinu. Eiga engra kosta völ og er ýtt úr landi. Þá voru 80% flóttamannanna Kínverjar. En eftir að Kambódíustríðið byrjaði, hefur straumur Víetnama aukizt og eru þeir nú nálægt helmingur flóttamannanna. Mér virtist, að ef til vill væri hægt að segja, að í hópi Víetnama bæri meira á menntuðu fólki, en samt hitti ég á meðal þeirra marga fiskimenn, bílstjóra o.fl. En Kínverjarnir eru ákaflega blandaður hópur, úr öllum stéttum, fátækt fólk og efnaðra. Ég fór frá Islandi með ummæli úr útvarpsþætti, sem ég ákvað að reyna að átta mig á. Einar Ágústsson sagði eitthvað á þá leið, að líklega væri mest af flótta- mönnunum fólk í nokkrum efnum, því að það hefði getað borgað fyrir sig farið. Vafalaust er eitthvað um það. En það er áreiðanlega mis- skilningur, að mestur hluti flótta- fólksins hafi búið við góð efni. Raunar eru börn í meirihluta og þeir, sem eitthvað áttu, hafa misst það. I Víetnam voru frá þeim teknar eignir og atvinna, og þeim gert ókleift að sjá fyrir sér eða láta börn sín fá menntun. Þeir eru hin óæskilega stétt. Og kæmust þeir úr landi með ein- hverja fjármuni, helzt nokkra skartgripi, hafa thailenzku sjó- ræningjarnir í flestum tilvikum hirt þá og öll betri föt. Þetta fólk á ekkert nema lífið og vonina um, að einhvers staðar geti það fundið sér og börnum sínum hæli og búið sér nýtt líf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.