Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.09.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1979 39 Æfingin stóð yfir í um það bil klukkustund og er henni lauk hélt hópurinn til búningsherbergja. Ég gekk yfir til Keegans og kynnti mig. — Frá íslandi, sagði Keegan, það er eitt þeirra fáu landa í Evrópu sem ég hef ekki heimsótt, það er mér tilhlökkunarefni að koma þangað. Keegan tjáði mér að hann væri mjög upptekinn og ætti ekki gott með að spjalla við mig um morguninn, en sagði mér að hinkra og ræða við sig eftir að hann hefði lokið við að klæða sig. Eftir skamma stund var hann kominn og sagðist hafa hugsað málið og stakk upp á því að við mæltum okkur mót á rólegum veitingastað í hádeginu. Það kom mér strax á óvart hversu vel hann tók mér og hversu ræðinn og viðmótsgóður hann var. Rétt fyrir kl. 12 þennan sama dag sátum við svo saman á veitingastaðnum og Keegan hafði pantað fyrir okkur snæðing. Hann var greinilega vel kynntur og þeir voru ekki ófáir sem stoppuðu við borðið og báðu um eiginhandar- áritun þennan tíma sem við stöldruðum þarna við. — Ég byrjaði á því að spyrja Keegan að því hvernig væri að j leika í Þýskalandi eftir að hafa verið alla sína tíð í enskri knatt- spyrnu og hver væri helsti munur- inn á því að leika í þessum tveimur löndum. — Munurinn er mikill. Það er ekki hægt að bera saman ensku og þýsku knattspyrnuna. Æfingar, leikaðferðir og leikurinn sjálfur er svo allt öðruvísi. Þýsk knatt- spyrna er mjög góð, sennilega sú besta í heimi. Ég er sannfærður um að hvergi eru jafn mörg sterk lið í 1. deildarkeppni og hér. Víðast hvar svo sem í Hollandi og Beigíu, Ítalíu, Spáni og víðar eru þetta 5—7 lið mjög sterk en úr því fer gæðum liðanna að hraka verulega. Það er einna helst á Englandi sem hægt er að gera samanburð. — Það var mikil breyting fyrir mig að koma og leika hér, og eins og öllum er sjálfsagt kunnugt gekk mér ekki vel í byrjun, en erfiðleikarnir voru þó meiri utan vallar en á vellinum sjálfum. Það sem háði mér mest var að ég talaði ekki þýsku og gekk illa að ná sambandi við félaga mína í liðinu og fleiri. Og eins og alltaf þegar fólk kemur í nýtt umhverfi tekur það sinn tíma að aðlagast. En nú er þetta orðið mjög gott. Konan mín kann vel við sig hér og mér hefur verið tekið með kostum og kynjum. Ég sakna rétt einstöku sinnum félaga minna í Englandi, og eins móður minnar en hún átti heima við sömu götu og ég heima í Liverpool. En ég fæ oft tækifæri til að skreppa heim og get því ekki kvartað. Keegan hélt áfram. — Eitt er það þó sem maður kemst ekki hjá að sakna og það er sú mikla og góða stemning sem er á áhorf- endapöllunum í Englandi. 30 þús- und áhorfendur þar skapa meiri stemningu en 50 þúsund í Þýska- landi. Þar er sungið og fylgst með leiknum af mikilli tilfinningu. Áhorfendur eru líka í nánari snertingu við leikinn, þar eru ekki hlaupabrautir umhverfis knatt- spyrnuvellina eins og hér. Áhorf- endur sitja svo gott sem við hliðarlínurnar og eru miklu nær leikmönnum og því sem er aC gerast. Það hefur mikið að segja. Eí við sigrum Val vinnum við keppnina Ég spurði Keegan um lið HSV og hverja möguleika hann teldi það eiga í Evrópukeppni meistara- liða og eins í deildarkeppninni. — Með smáheppni verðum við bæði Evrópumeistarar og Þýska- landsmeistarar, sagði Keegan, og bætti við: Það er mín innsta sannfæring. Við erum með ákaf- lega gott lið um þessar mundir, þar er hvergi veikur hlekkur. Vörnin er sterk, góðir tengiliðir og framherjar, sem skora mikið af mörkum. Og loks það, sem er mikilvægt, góður þjalfari. Vissu- lega verður róðurinn þungur í Evrópukeppninni, en ef við vinn- um Val þá sigrum við, sagði Keegan og hló. Að öllu gamni slepptu þá væri það óskadraumur minn að fá að mæta Liverpool í úrslitaleik meistarakeppninnar. Ég spurði Keegan að því hvort atvinnumenn legðu hart að sér í leikjum við áhugamannalið eins og t.d. Val. — Við tökum alla leiki alvar- lega, það eru gerðar miklar kröfur til okkar og þær verðum við að uppfylla. Ég reyni ávallt að gera mitt besta, og á því er enginn munur hvort ég leik við Val eða Liverpool. Oft eru veikustu and- stæðingarnir hættulegastir. TÖk- um sem dæmi hér í deildarkeppn- inni, þá er það kappsmál allra liða að sigra meistarana. Hverjir sigra í ensku deildar- keppninni í ár skaut ég inn í? — Að mínu mati koma aðeins tvö lið til greina, Liverpool og Notting- ham Forest, Liverpool er með betra lið, e.t.v. er ég svolítið litaður sagði Keegan og brosti, en þar sem góð byrjun hefur sitt að segja gæti allt eins farið svo að Forest sigraði. Hér í Þýskalandi er það Bayern Munchen sem kemur til með að veita okkur mesta keppni. Hvernig er að vera heimsfræg stjarna, og umsetinn blaða- mönnum og ljósmyndurum alla tíð, ónáðaður af undirskriftasöfn- urum og sífellt krafinn um stór- leik? Er ekki hætta á að þetta stigi manni til höfuðs? — Jú, vissulega er hætta á því. Það lærist að vera frægur. Fyrir mig kom frægðin hægt og sígandi, og ég varð að hafa fyrir henni með mikilli vinnu. Ég er af fátæku fólki kominn og og það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan ég hafði ofan í mig og á með því að bursta knattspyrnuskó leikmanna og hreinsa búningsherbergin. Vissu- lega getur það verið á stundum þreytandi að vera sífellt undir smásjá, en það venst eins og annað. Það er ekki síður mikil- vægt að standa' sig í lífsbaráttunni en á leikvellinum. Lífið er hörð samkeppni. Er ekki hreinasta þrælkun að vera atvinnumaður í knattspyrnu? — Vissulega getur það verið erfitt, en það verður að hafa það hugfast að við berum mikið úr býtum. Við æfum tvisvar á dag og svo eru þetta einn til tveir leikir á viku. Við veröum að vera komnir í rúmið ekki seinna en kl. 11 á hverju kvöldi og algjörrar reglu- semi er krafist. Á sama tíma og ungt fólk á okkar aldri stundar diskótek og skemmtir sér í ríkum mæli förum við þess á mis. Öll bestu árin fara í það að leika knattspyrnu. Fyrir mig persónu- lega hefur það verið mjög ánægju- legt. Sama hvort um var að ræða í 4. deild með Scunthorpe þar sem ég hóf feril minn, svo að ég tali nú ekki um Liverpool, eða nú hér í Hamborg. Ég elska að leika knatt- spyrnu. Nú hefur þú sungið inn á hljóm- plötu, hefur þú hug á að verða poppstjarna? Nú var Keegan aug- sýnilega skemmt. — Jú, rétt er það, ég hef gefið út eina litla hljómplötu og satt að segja hefur það komið mér á óvart hversu vel hún hefur selst. Þetta er þannig til komið að vinir mínir í hljómsveitinni Smokey sömdu fyrir mig tvö lög og léku undir fyrir mig. Var upptakan hreinasta skemmtun, og nú er ákveðið að gefa út aðra plötu á næstunni. Hefur platan heyrst á íslandi? spurði Keegan, og þegar ég tjáði honum það var hann yfir sig undrandi. — Knattspyrnan hefur ennþá forgang, bætti Keegan svo við. Ég spurði Keegan því næst um keppnistímabilið sem væri fram- undan, ræddi við hann um meiðsl- in sem hafa háð honum og spurði hann loks að því hvað tæki við er samningur hans við Hamburger SV rynni út eftir keppnistímabil- ið. — Síðasta keppnistímabil var mitt besta frá því að ég hóf að leika knattspyrnu, og ég vona að framhald verði á því. Það er rétt að ég hef átt við smávægileg meiðsli að stríða en er óðum að ná mér og get fullvissað þig um það Þórarinn Ragnarsson rœðir við knattspyrnumann Evrópu Kevin Kecgan að um það leyti er ég leik á íslandi verði ég kominn á fulla ferð. Ég hef farið mér hægt að undanförnu til þess að ná mér að fullu. Það er ljóst að ég mun leika með landsliði Énglands á Wembley á móti Dön- um í næstu viku (nú er sá leikur afstaðinn og Keegan átti stjörnu- leik og skoraði eina mark leiks- ins), ég er í stöðugu sambandi við Ron Greenwood og hann ætlar að nota mig þrátt fyrir að ég sé ekki búinn að ná mér að fullu, ég er í um það bil 85% æfingu um þessar mundir. — Það er rétt að samningur minn rennur út eftir keppnistíma- bilið, um áramótin mun ég hefja viðræður við forráðamenn Ham- burger SV um áframhald hjá liðinu. Hvað verður er ekki gott að segja. Samt get ég upplýst þig um það að ég kem ekki til með að leika með ensku félagsliði aftur. Þá hef ég takmarkaðan áhuga á að leika í Bandaríkjunum þrátt fyrir svim- andi há tilboð þaðan. í besta falli gæti ég leikið þar yfir sumartím- ann í þrjá mánuði eða svo. Ég get hugsað mér að leika á Spáni, Ítalíu, Frakklandi, já jafnvel á íslandi eftir því hverjir borga best. — Ég get vonandi helgað landsliði Englands krafta mína sem lengst. Landslið okkar er betra núna en það hefur verið mörg undanfarin ár, og ég á von á því að okkur takist áð ná góðum árangri í Evrópukeppni landsliða sem nú stendur yfir, og jafnframt vona ég eindregið að okkur takist að vera í eldlínunni í næstu heimsmeistarakeppni sem fram fer á Spáni. Keegan, nú ert þú átrúnaðargoð ungra drengja um allan heim og þar á meðal á íslandi. Getur þú gefið ungum knattspyrnumönnum holl ráð og sagt þeim hvernig þú fórst sjálfur að ná takmarki þínu? — Já, það get ég gert með mikilli ánægju, og láttu það koma fram um leið að ég sendi þeim öllum mínar bestu kveðjur, og að ég hlakki til að fá að koma og leika fyrir þá knattspyrnu. Fyrst af öllu vil ég segja það að maður má aldrei i láta hugfallast. Aldrei að missa sjálfstraustið, álit ein- hverra vissra manna er ekki álit heimsins. Þegar ég var ungur hafði ég mikinn áhuga á knatt- spyrnu en ég var ósköp smár, og þótti ekki líklegur til stórræða. Ég komst ekki í skólaliðið en fékk þó stöku sinnum að vera með og lék þá í marki. En það var auðvelt fyrir andstæðingana að skjóta yfir mig, og það gekk ekki. Þegar ég var 11 ára sagði íþróttakennarinn mér að ég yrði að reyna að leika úti á vellinum, og ég æfði mig kappsamlega og lagði ekki árar í bát þótt oft gengi illa. Já, ég æfði og æfði. Þegar hinir strákarnir voru farnir heim, var ég oft og iðulega einn eftir og hélt áfram. Ég var staðráðinn í því að ná langt. Þetta kom svo smátt og smátt. En það þurfti mikinn sjálfsaga. Um það leyti sem ég varð 15—16 ára gamall og jafn- aldrar mínir voru farnir að reykja og jafnvel drekka bjór, fara út að skemmta sér, sat ég heima. Ég lét það ekki eftir mér að fara út að dansa. Ég var staðráðinn í því að ná settu marki. Og það tókst, en trúðu mér, það tókst ekki átaka- laust. Ég lét það ekki hafa áhrif á mig þegar ég var ungur þótt mér væri sagt að ég yrði aldrei knatt- spyrnumaður. Nú var tíminn farin að hlaupa frá okkur, Keegan þurfti að sinna ýmsum erindagjörðunr áður en hann héldi á eftirmiðdagsæfing- una hjá liði sínu. Ég þakkaði Keegan fyrir spjallið og færði honum litla bók um ísland að gjöf, hann fletti bókinni og sagði. — Ég hlakka til að koma til íslands og leika fyrir fólkið, og hitta það þetta er forvitnilegt land. Skilaðu kveðju til landa þinna og segðu þeim að ég muni leggja mig allan fram og leika eins og ég best get þegar ég leik á móti Val. Með þessum orðum kvaddi þessi ein- staklega viðkunnanlegi knatt- spyrnumaður mig. Eftir á fannst mér ég hafa verið að rabba við gamlan kunningja, framkoma Keegans og viðmót var hreint út sagt einstakt. — þr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.