Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 210. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Mannakjöt í frystinum hjá Bokassa segir nýi forsetinn Myrtur ásamt lífverði Palermo — 25. september — AP CESARE Terranova, dómari i Palermo og fyrrum þingmaður kommúnista, var myrtur ásamt lifverði sínum í morgun. Að sögn sjónarvotta voru árásar- mennirnir tveir og komust þeir báðir undan. Skömmu eftir að atburður þessi átti sér stað var hringt til blaðsins II Messag- gero og sagt að „Nýja Palermo- reglan“ hefði „líflátið Palermo- böðulinn, Terranova“. Ítalska lögreglan kannast ekki við sam- tök með þessu nafni, en Terra- nova var annálaður fyrir bar- áttu sína gegn Mafiunni, og er ekki talið útilokað að meðlimir glæpahringsins hafi verið hér að verki. Terranova er niundi dómarinn, sem myrtur er á ítaliu á fáum árum. AP-símamynd Bokassa Bangui — 25. september — Reuter. DAVID DACKO, sem nú situr á forsetastóli í Miðafríku-lýðveld- inu, skýrði frá þvi i dag, að mannakjötsbitar hefðu fundizt i frysti i einum bústaða Bokassa. hins sjálfskipaða keisara, sem steypt var af stóli á dögunum. Dacko sagði þó, að sannanir lægju ekki fyrir um að Bokassa, sem ríkti í landinu í 14 ár, hefði lagt sér mannakjöt til munns. Dacko bar til baka yfirlýsingar frá í gær þess efnis, að Bokassa hefði verið dæmdur til dauða og að Miðafríku-lýðveldið hygðist taka upp stjórnmálasamband við Suður-Afríku, og sagði hér hafa verið um að ræða brandara. I Frakklandi hafa gagnrýnisraddir vegna stuðnings frönsku stjórnarinnar við hinn nýja forseta Miðafríku-ríkisins gerzt æ háværari. Bent er á, að framkoma Dackos sé vægast sagt sérkennileg og að vart sé við því að búast að hann bregðist við af ábyrgð. Onafngreindir embættismenn í París segja, að franskir hermenn hafi fundið um 200 líbýska „ráðgjafa" í Miðafríku-ríkinu. Gromyko á Allsherjarþingi SÞ: Cyrus Vance Sameinuðu þjóðunum, 25. september. AP. ANDREI Gromyko utanrík- isráðherra Sovétríkjanna hvessti sig í ræðustóli Alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna í dag og krafðist viðurkenningar á því, að ásakanir um sovézkar bar- dagasveitir á Kúbu væru reistar á fölskum forsend- um, og að málið yrði látið niður falla. Sagði Gromyko, að hér væri um að ræða áróðursherferð, um leið og hann tók fram að Sovétrík- in mundu ekki líða íhlutun í málefni sín. Aðeins á þeim grundvelli gætu samskipti Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna batnað. Viðræður Gromykos og Cyrus Vance utanríkisráð- herra Bandaríkjanna um Kúbu-ágreininginn hafa ekki borið árangur, og haft er eftir bandarískum stjórnar- fulltrúum að Sovétmenn séu ósveigjanlegir í þeirri af- stöðu sinni að 2—3000 Sovét- menn á Kúbu séu hernaðar- legir þjálfarar, sem engin ástæða sé að flytja á brott, en ekki bardagasveitir, eins og Bandaríkjastjórn heldur fram. Sömu heimildarmenn segja, að láti sovézka sendi- nefndin ekki af þessum mál- flutningi á næsta fundi á fimmtudag, séu hverfandi líkur á því að Bandaríkj- aþing staðfesti SALT-II samninginn. Gromyko Carrington: Stutt í sjálfstæðis- viðurkenninguna SameinuAu þjóAunum — 25. sept. — AP. CARRINGTON, utanríkis- ráðherra Breta, lýsti því yfir í ræðu á Allsherjar- þingi SÞ í dag, að væntan- lega gætu Bretar viður- kennt sjálfstæði Zimb- abwe-Rhodesíu innan skamms, en slík viðurkenn- ing grundvallaðist sem kunnugt væri á því að lýð- ræðislegur meirihluti færi með stjórn landsins. Carr- ington kvaðst ekki vanmeta þær hindranir, sem enn stæðu í vegi fyrir samkomu- lagi í Rhodesíu-deilunni, en þrátt fyrir þær væri full Guinness verðlaunar McCartney Lundúnum — 25. september — AP. ÚTGEFENDUR metabókar Guinness hafa ákveðið að veita Paul McCartney sér- stök verðlaun sem „færasta tónskáldi og tónlistartúlk- anda allra tíma“, að þvi er ritstjóri bókarinnar, Norris McWirther, skýrði frá í dag. „Svo oft og svo lengi hefur McCartney verið getið í Guinness-metabókinni, að okkur finnst hann vera orð- inn þar fastur liður," sagði ritstjórinn um leið og hann sagði metframmistöðu tón- listarmannsins meðal annars fólgna í því að á árunum 1962 til 1978 hefði hann samið 43 lög, sem öll hefðu selzt í meira en milljón eintökum, hann hefði hlotið 60 gullplöt- ur og talið væri að „albúm" hans hefðu selzt í yfir 100 milljón eintökum. ástæða til bjartsýni, ekki sízt vegna sveigjanleika af hálfu stjórnarinnar í Salis- bury og leiðtoga skæruliða á Rhodesíu-ráðstefnunni síðustu daga. Muzorewa forsætisráð- herra, sem í dag fór til Austurríkis til viðræðna við Kreisky kanslara, sagði í dag, að afleiðingarnar af því að afnema ekki neitunarvald hvíta minnihlutans hefðu getað orðið hrikalegar. Dav- id Mukome, utanríkisráð- herra Rhodesíu, sagði að 1 friðarviðræðurnar væru að komast á það stig, að unnt yrði að efna til nýrra kosn- inga í landinu innan skamms. Khomeini vill keisarann „áfæti” Milanó — 25. september — AP. „ÉG VIL ekki að hann verði drepinn í útlöndum. Ég vil fá hann hingað, af því að verði hann drepinn erlendis þá eru þau gífur- legu auðæfi, sem hann fór m,eð úr landi, tapað fé. Það væri þá frekar að ég bæði fyrir heilsu hans,“ segir Ayatollah Khomeini í viðtali við Milanó-blaðið Corriere Della Sera um leið og hann vísar á bug staðhæfingum um að byltingar- stjórnin í Iran hefði gert út lið til að ráða keisarann og fjölskyldu hans af dögum. I viðtalinu segist Khomeini vilja, að keisarinn verði dreginn fyrir rétt í íran og látinn svara til saka fyrir „fimmtíu ára glæpafer- il“. Kúbu-málið verði látið niður falla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.