Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 S jálfstædismenn á móti íbúðarbyggð í Laugardal og við Suðurlandsbraut „VIÐ, FULLTRÚAR Sjálfstœðisflokksins i skipulagsnefnd, lýstum andstöðu okkar við því að taka þessi svæði til íbúðarbygginga og óskuðum eftir að afgreiðslu yrði frestað, svo að okkur gæfist tóm til að leggja fram bókun þar sem við gerðum grein fyrir skoðunum okkar. Tillaga vinstri flokkanna biður því afgreiðslu i skipulags- nefnd,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, er Mbl. leitaði upplýsinga hjá honum um hvað liði meðferð skipulagsnefndar á hugmyndum á þéttingu íbúðarbyggðar i Reykjavikurborg. „Á vegum Þróunarstofnunar hefur að undanförnu verið unnið að athugunum á íbúðarbyggingum á auðum svæðum innan borgar- markanna og hefur athyglin eink- Féllaf svöl- um hótels í Búlgaríu STÚLKAN sem lést af slysförum i Búlgariu á laugardaginn, hét Ester Hafdis Jónasdóttir, 19 ára gömul. Hún var til heimilis að Engjavegi 16 á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk í gær hjá utanríkisráðuneytinu varð slysið með þeim hætti að Ester féll fram af svölum hótelsins sem hún bjó á og beið bana. Ekki er enn vitað nánar um tildrög slyssins. Hótelið sem Ester bjó á nefnist Hotel Moskva, og er á baðströnd á sumarleyfisstað í Búlgaríu, en hin látna var þar á ferðalagi á vegum Ferðamiðstöðvarinnar. íslendingar hafa ekki sendiráð í Búlgaríu, og því hefur sendiráðinu í Sovétríkjunum verið falið að fylgjast með rannsókn málsins. um beinst að fimm svæðum. Þau svæði eru: í Fossvogi, nálægt Borgarspítala; við Öskjuhlíðar- skóla; á Laugaráshæðinni; við enda Laugardals, vestan við Glæsibæ og íþróttahús T.B.R. og svæðið milli Miklubrautar, Skeið- arvogs og Suðurlandsbrautar. Athugunum þessum er ekki lokið, en á fundi í skipulagsnefnd fyrir rúmlega hálfum mánuði lögðu fulltrúar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknar- flokks fram tillögu þess efnis að taka nú þegar tvö þessara svæða til deiliskipulagningar með það fyrir augum að byggja þar íbúðar- hús. Þessi tvö svæði eru svæðið við enda Laugardals, vestan við Glæsibæ og T.B.R.-húsið í átt að Laugardalshöll og svæðið milli Miklubrautar, Skeiðarvogs og húsaraðarinnar, sem stendur norðan við Suðurlandsbraut, en tilheyrir Gnoðarvogi. Tillaga þessi bíður, eins og ég sagði í upphafi, afgreiðslu vegna okkar óska.“ — En hvað með hin svæðin? „Að því er snertir svæðið á Laugarásnum þá er beðið eftir umsögn Náttúruverndarráðs, en á háhæðinni eru verðmætar náttúruminjar. Að því er svæðið við Öskjuhlíð snertir þá hefur menntamálaráðuneytið nú óskað eftir lóðarstækkun fyrir Öskju- hliðarskólann, en sú stækkaða lóð myndi ganga inn á það svæði, sem fyrirhugað var að taka til íbúðar- byggðar. Viðræður þurfa því að fara fram við menntamálaráðu- neytið um það mál. Varðandi svæðið við Borgarspítalann er það að segja, að endanleg afmörkun lóðar spítalans hefur ekki farið fram og meðan það hefur ekki gerst er illmögulegt að afmarka endanlega það svæði, sem hugsan- lega gæti komið þar til íbúðar- byggðar." Þessi mynd er af svæðinu við Suðurlandsbraut, þar sem vinstri meirihlutinn i borgarstjórn vill að byggð verði ibúðarhús, en sjáifstæðismenn eru á móti. Herstöðvaandstæðingar; Fá ekki leyfi til fundar- halds á KeflavíkurfLugvelli en boða til fundarins eftir sem áður „LEYFI HEFUR ekki verið veitt, og verður ekki veitt,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri á Kcfla- víkurflugvelli i samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, er hann var spurður hvort miðnefnd herstöðvaandstæðinga yrði heimilað að halda útifund á flugvallarsvæð- inu. Þorgeir kvaðst hafa sent skeyti til herstöðvaandstæðinga í gærmorgun, þar sem þeim hefði verið tilkynnt framangreind ákvörðun. Lögreglu- stjóri sagði að sér hefði aldrei borist nein beiðni um leyfi til fundarhalds á flugvallarsvæðinu. Hins vegar hefði sér borist tilkynning á mánudag frá herstöðvaandstæðingum, þar sem skýrt hefði verið frá því, að ákveðið hefði verið að halda fundinn. Tilkynn- ingu þessa sagði hann hafa verið senda í símskeyti, dagsettu á föstu- dag, en sér hefði hún borist á mánudagsmorgun. Helgi Ágústsson hjá varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins hefur sagt að fundir af þessu tagi hafi aldrei verið leyfðir innan flugvaliar- svæðisins, en væntanlega sé ekkert því til fyrirstöðu að halda fundinn utan girðingar, með leyfisýslumanns. Ásmundur Ásmundsson, verkfræð- ingur og formaður miðnefndar her- stöðvaandstæðinga, hafði þetta um málið að segja er blaðamaður Morg- unblaðsins ræddi við hann í gær- kvöldi: „Við bregðumst þannig við þessari ákvörðun lögreglustjórans, að við höldum við okkar aðgerðir eins og upphaflega var áformað. Við bendum á það, að almenningi hefur verið hleypt stjórnlaust inn á fundi sem haldnir hafa verið með velvilja her- stjórnarinnar eða utanríkisráðuneyt- isins eða hvers þess er þar stjórnar. Reglum hefur þá ekki verið beitt, ef einhverjar eru, en nú dúkka upp reglur, skyndilega, þegar halda á fundi sem ekki njóta þessa velvilja. Þetta sýnir það, að ekki er hægt að túlka þetta öðruvísi en geðþótta- ákvörðun, og ekki er gætt þess almennt viðurkennda atriðis að sam- ræmi skuli ríkja er lögum og reglum er framfylgt. Þessi boð og bönn eru án allra útskýringa, og í skeyti lögreglustjórans bannar hann fund- inn án útskýringa. Komið er í ljós, að þessar reglur, sem settar hafa verið á vallarsvæðinu, eru til þess að þeir geti deilt og drottnað." Ásmundur kvaðst ekki vita til þess að áður hefði verið farið fram á það að halda fund á flugvallarsvæðinu. En fundur þessi væri skipulagður til þess að fylgja eftir þeim aðgerðum sem efnt var til í Sundahöfn í Reykjavík, er mótmælt var komu flota Nato. M Kaupmáttarskerðingin: „Hörmuleg niðurstaða fyrir láglauna- og millitekiufólk” Morgunblaðið hefur leit- að álits fjögurra fulltrúa launþega og spurt þá, hvað þeir vilji segja um kaupmáttinn í ljósi þeirra hækkana, sem orðið hafa undanfarið, m.a. á land- búnaðarvörum. Svör þeirra fara hér á eftir. Verðhækkanirnar hrikalegar og ógnvekjandi Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, félags iðnverkafólks, sagði eftirfarandi: — Það ber að vísu að viður- kenna, að sumt hefur verið efnt að nokkru sem stjórnarflokkarnir lofuðu og verður þá að hafa í huga, að þeir hafa ekki verið ýkja lengi með stjórnartaumana. En hitt er þó öllu alvarlegra, hvað margt er laust í reipunum og annað farið gjörsamlega úr böndum, saman- ber kaupmáttinn, en hann er nú 9,9% minni en hann var í júní 1978. Þá var kaupmáttur verka- mannalauna 118,8%, en er nú kominn niður í 108,9%. Og það raunalega er, að allar horfur eru á, að hann komi til með að hraðminnka og muni verða orðinn allverulega lægri frá því sem nú er, þegar líður nær árslokum. Verðbólgunni átti að koma niður í 30%, en allar líkur benda nú til, að hún geti farið í allt að 60%. Viðbrögð fulltrúa launþega — Verðhækkanirnar undanfar- ið eru vægast sagt hrikalegar og ógnvekjandi. Hver hækkunin kem- ur í kjölfar annarrar. Ríkisstjórn- in samþykkti m.a. á fimmtudag- inn var gífurlegar hækkanir á landbúnaðarvörum. Minnsta hækkunin var á osti 20%, en aðrar mjólkurvörur hækkuðu um 27% og um rúm 38%. Kjötvörur hækk- uðu um 22% og allt upp í 32%. Það sér hver maður, að svona nokkuð getur ekki gengið lengur. Þessar hækkanir koma til með að hafa geysileg og neikvæð áhrif á af- komu heimilanna. Ég hygg, að hverjum og einum hrjósi einnig hugur við öllum þeim hækkunum, sem orðið hafa að undanförnu á opinberri þjónustu. — Vextir hafa hækkað allveru- lega á stuttum tíma. Flestir þeirra, sem eru að berjast við að eignast íbúð, hafa verið óviðbúnir þessum háu vöxtum og þeim er því allverulega íþyngt. Húsnæðismál- astjórnarlánin og lífeyrissjóðslán- in koma til með að létta róðurinn fyrst í stað, ef ful! verðtrygging kemst á, en það mun ef að líkum lætur verða skammgóður vermir. Aftur á móti munu þeir, sem neyðzt hafa til að taka bankalán, finna mjög fljótlega fyrir okurv- öxtunum. Fyrr en síðar koma svo atvinnuvegirnir til með að fá að velta vöxtunum út í verðlagið og verður það því enn til að auka hraða óðaverðbólgunnar, þegar það gerist samhliða hinu hraða gengissigi. Það er talað um, að það sé verið að vernda fé sparifjáreig- enda, en það er öðru nær að svo sé, því að með ört vaxandi verðbólgu rýrnar það líka þrátt fyrir hærri vexti. Verða því þessar aðgerðir einar sér og án hliðarráðstafana nær eingöngu til bölvunar. — Að lokum vil ég gefa vænt- Bjarni Jakobsson anlegum frambjóðendum við næstu alþingiskosningar það ráð að lofa minnu en reyna fremur að vera menn til að efna meira. Kaupmáttur launa- fólks rýrnar Eðvarð Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrún- ar, sagði eftirfarandi: — Eg hef ekki stúderað þetta neitt nákvæmlega, en það er aldeilis augljóst, að frá því að hækkunin var á landbúnaðarvör- unum, bera launþegar þær óbætt- ar til 1. desember að öllu óbreyttu. Það er talið, að þessi hækkun nemi fast að 4% í vísitölu. Það er einnig augljóst, að 1. desember fá launþ- Eðvarð Sigurðsson egar ekki þessa hækkun alla bætta vegna ákvæðanna um, að hækkun á launalið bóndans skuli vera undanskilin, en það mun vera nálægt 1%, sem ekki verður bætt. Af þessum sökum og einnig vegna hækkunar á söluskattinum og vörugjaldinu, sem einnig verður ekki bætt fyrr en 1. desember, þá er sjáanlegt, að kaupmáttur laun- afólks rýrnar sem þessu nemur á þessu tímabili. Það er náttúrlega augljóst, að það er afleitt þegar verðbreytingar verða, þegar kaup- hækkun hefur nýlega orðið og menn verða að sitja með óbreytt kaup fast að þremur mánuðum. Launastefnan hefur stórskaðað launafólk Guðmundur H. Garðarsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sagði eftirfarandi: — Það hefur komið í ljós, að kaupmáttur taxtavísitölu verka- manna var í ágúst sl. kominn niður í 108,9 stig og allar horfur á því, að hann verði kominn niður í 104,9 stig í nóvember n.k. sam- kvæmt spám þeirra, sem gjörst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.