Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 29
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL. 10—11 FRÁ MÁNUDEGI MUJAmwaEl'U LT góð saga getur gjörsamlega misst marks ef lesturinn er ekki góður og þar um leið túlkun og skilning- ur á sögunni sjálfri. Oft virðast vera valdir lesarar, sem ættu alls ekki að koma fram í útvarpi og þá sérstaklega þeir sem lesa sögur fyrir börnin. Að mínu mati hafa þar verið lesarar, sem eru óttaleg- ir „tuldrarar". Umfram allt þarf að vanda mjög vel lestur á barna- efni. Um þessar mundir munu vera lesnar þrjár framhaldssögur fyrir fullorðna í útvarpinu og það vill svo til að það eru allt þekktir leikarar, sem lesa þessar sögur. Allir þessir leikarar lesa mjög vel og skilmerkilega. Fyrst skal þar telja Gísla Halldórsson, sem senn fer að ljúka lestrum sínum á „Góða dátanum". Mörgum er hann búinn að skemmta á liðnum mán- uðum. Þá er Þorsteinn Gunnars- son að lesa „Hreiðrið" eftir Ölaf Jóhann og kemst efnið í þeirri ágætu bók mjög vel til skila í meðferð hans. Þá er Klemenz Jónsson leiklistarstjóri útvarpsins nýbyrjaður á lestri á mjög spenn- andi þýzkri sögu, sem nefnist á „Rínarslóðum". Lestur hans er Þessir hringdu • Hver er maðurinn? Húsvörður nokkur hringdi vegna greinar sem birtist í Vel- vakanda s.l. sunnudag og bar nafnið „Ókurteisi húsvarðar". Var húsvörðurinn mjög óánægður með þessa grein og kvað hana setja óorð á alla húsvarðastéttina. Vildi hann því biðja höfund greinarinn- ar, Eyjólf Guðmundsson, að gera nánari grein fyrir umræddu atviki og hvaða húsvörður ætti þar hlut að máli. SKAK Umsjón: Margeir Pétursson Á svæðamóti Austur-Evrópu í Varsjá fyrr á þessu ári kom þessi staða upp í skák þeirra Ghinda, Rúmeníu, sem hafði hvítt ogátti leik, _og pólska stórmeistarans Schmidt. Hvítur hefur þegar fórn- að manni, en hann lét samt ekki við svo búið standa. 26. Hxg7!! Kxg7 (Eða 26.... Bxc3 27. Hg8+! Hxg8 28. hxg8=D+ Kxg8 29. Dg5+ Kf7 30. Hfl+Bf5 31. Hxf5+o.s.frv.) 27. h8=D+ Hxh8 28. Dg5+Kf7 29. Hfl+Bf5 30. Dxf5+Kg8 (Ef 30. ... Ke7 þá 31. Rd5+) 31. Dg6+ Dh7 32. Dxe8+ Bf8 33. De6+ og svartur gafst upp. mjög skýr og áferðargóður og fylgist ég spennt með gangi sög- unnar. I sumar var lesin saga eftir Heinrich Böll. Mikið skelfing las maðurinn ógreinilega. Ég komst aldrei að því hvort þetta var góð eða hundleiðinleg saga. Slíkur var lesturinn allur. Vonandi velur útvarpið góða lesara á næstunni til þess að hægt sé að njóta þess efnis, sem á boðstólum er. Sigrún Björnsdóttir. • „Feiti rjóminn ekki betri Konan sem skrifar Heimilis- hornið minnist á það í sumar að þessi feiti rjómi, sem nú er á markaðnum, væri ekki betri en rjóminn sem áður var. Ég vil taka undir þetta með henni og vil tg fá hinn rjómann aftur. Ég hef engar húsmæður heyrt tala um að slæmt hafi verið að þeyta rjómann sem áður var til sölu. Eins finnst mér afskaplega slæmt að ekki skuli vera unnt að kaupa einn desilítra af rjóma í einu. Þar sem fátt er í heimili er allt of mikið að þurfa að kaupa ‘4 lítra í einu. Það væri gott að heyra álit fleiri húsmæðra á þessu máli. Húsmóðir. • Athugasemd Velvakanda hefur borist vísa frá G.J. þar sem fjallað er um olíukaup. Velvakandi sér sér ekki fært að birta umrædda vísu nema sendandi komi að máli við hann áður. HÖGNI HREKKVISI Lærið vélritun Ný námskeiö hefjast þriöjudaginn 2. október. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 í dag. Vélritunarskolinn Suöurlandsbraut 20 Svínakjöts- tilboð Skráð Okkar verð verd Svínahamborgarhryggir 3985.- Svínahamborgarabógar 2963- 2450.- Einstætt tækifæri þar sem nýja verðið á svínakjöti er rétt ókomið, kaupið núna og geymið til jóla. Alítíevkt kjj) /I LAUGALÆK 2. ■íml 3SOSO 33? SIGGA V/CJGÁ t, i/iVtkAN VHéW/V SfóiA £|Ttm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.