Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 Nýi BÚR-togarinn: 800 miiljón kr. tap fyrstu prjú árin NÝLEGA var undirritaður smíða- samningur milii Stálvíkur h.f. i Garðabæ og Bæjarútgerðar Reykja- vikur um smiði tæplega 500 rúm- lesta skuttogara, sem afhenda á haustið 1980. Mun kostnaðarverð þessa togara þá verða á fjórða milljarð króna. Þá mun Bæjarút- gerð Reykjavikur einnig hafa und- irritað samning um kaup á togara frá Portúgal. Útgerðarfyrirtækið ögurvik h.f. hafði einnig hug á að láta Stálvik h.f. smíða fyrir sig sams konar togara og BÚR, en fyrirtækið varð að hverfa frá fyrir- ætlunum sinum, þar sem útreikn- ingar sýndu, miðað við núverandi lánareglur Fiskveiðasjóðs og vaxta- kjör, að enginn grundvöllur var fyrir því að togarinn gæti staðið undir sér. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa Ögurvíkur fékk fyrirtækið í febrúarmánuði leyfi frá Fiskveiða- sjóði og viðskiptabanka sínum, Út- vegsbanka íslands, til þess að ráðast í smíði nýs togara hjá Stálvík. Var unnið fram á mitt sumar í að ganga frá smiðalýsingu o.fl. Kom þá í ljós, að við útfærslu á þessu hafði skipið stórhækkað í verði, en ennfremur tóku gildi í millitíðinni nýjar reglur um ávöxtun fjár og í gildi gengu nýjar vaxtakjarareglur hjá Fisk- veiðasjóði. „Þegar við sáum þessa lokaniðurstöðu, skrifuðum við Út- vegsbankanum nýtt bréf og lögðum fyrir hann bráðabirgðasamning þann, sem gerður hafði verið við Stálvík og spurðum hann álits," sagði fulltrúi Ogurvíkur. „Álit bank- ans var að miðað við meðalveiði skipsins og miðað við ýmsa aðra þætti, myndi hallinn á rekstri skips- ins fyrstu 3 árin verða um 800 milljónir króna. Myndi slík upphæð þá hafa komizt í vanskil. Eftir 10 til 11 ár sýndi dæmið að vanskilin væru orðin stjarnfræðileg. Eftir þessa niðurstöðu tilkynntum við því Stálvík, að við yrðum að hætta við. „Það semur enginn um slík viðskipti nema sá, sem enga peninga á og getur lagt álögur á aðra,“ sagði þessi fulltrúi Ogurvíkur. • Getum ekki haft vit fyrir öðrum Hinn 18. september, skömmu eftir að Ögurvík hafði tilkynnt að hún hætti við togarasmíðina, undirritaði Bæjarútgerð Reykjavíkur smíða- samning við Stálvík um sams konar togara og Ögurvík hætti við. Fékk BÚR leyfi Fiskveiðasjóðs og við- skiptabanka síns, Landsbanka íslands, til samningsgerðarinnar. Morgunblaðið spurði Björgvin Vil- mundarson bankastjóra Landsbank- ans hvernig stæði á því að Lands- bankinn gæfi grænt Ijós á smíði slíks skips á sama tíma og Útvegs- bankinn teldi ekki neinn grundvöll fyrir rekstri skipsins. Björgvin sagði, að hið eina sem Landsbankan- um bæri að gera í slíku tilfelli sem þessu væri að kanna, hvort kaupandi togarans ætti fyrir eigin framlagi sínu í togarann, en samkvæmt regl- um ætti hann að eiga fyrir 15% af andvirði skipsins. „Við eigum ekki að segja til um það, hvort menn geti rekið skipið eða ekki og við getum ekki haft vit fyrir öðrum með þessum hætti. Geti menn sýnt fram á að þeir hafi það sem þarf til, tilkynnum við Fiskveiðasjóði að kaupandi hafi gert okkur fullnægj- andi grein fyrir framlagi sínu. Því getum við fallizt á að þeir fái þetta lán í Fiskveiðasjóði og geri þennan samning við Stálvík." • 337,5 milljóna tap á BÚR í þessu sambandi má geta þess að á síðastliðnu ári greiddi Ögurvík í opinber gjöld 72 milljónir króna, en á sama tíma tapaði Bæjarútgerð Reykjavíkur á þeim fjórum togurum, sem hún rekur, 337,5 milljónum króna, sem skattborgarinn í Reykjavík þarf síðan að standa skil á. „Það er verðbólgan og lánakjörin, sem hafa valdið því að þessi samn- ingur eins og fjöldamargir aðrir hafa dottið út,“ sagði Jón Sveinsson, forstjóri skipasmíðastöðvarinnar Stálvíkur, í samtali við Morgunblað- ið. „Ein afleiðing verðbólgunnar eru vaxta- og lánakjör, sem ekki er hægt að nota í sambandi við atvinnuveg- ina. Verðbólgan og lánakjörin eru að ríða þessu öllu að fullu — það eru hreinar línur og þeir eru blindir menn, sem ekki sjá það.“ Jón kvað Bæjarútgerð Reykja- víkur hafa samþykkt smíðasamning- inn 18. september síðastliðinn en hann hefði verið gerður í apríl og kvað hann þá stutt frá því að unnt væri að halda upp á 5 ára afmæli frá því er samningur um smíði nýs skips hefði verið gerður af Stálvík. Togar- inn, sem smíðaður verður, er 57 metra langur, rétt tæplega 500 rúmlestir. Umsamið verð togarans er 1.929 milljónir króna, en er nú komið í 2,35 milljarða króna og eru þá ekki taldar með smábreytingar, sem gerðar hafa verið á skipinu. Miðað við sama verðbólguhraða kvað Jón endanlegt verð togarans mundu verða rúmlega 3 milljarða króna. Um viðskipti Stálvíkur og Ög- urvíkur kvað Jón Útvegsbankann ekki hafa veitt leyfi til smíðinnar, en hann kvað þessa togara hafa verið mjög svipaða. Stálvík hafi síðan borizt bréf frá Ögurvík, sem dagsett hafi verið 7. september 1979, þar sem sagði: „í bréfi frá Útvegsbanka íslands, dagsettu 6. þessa mánaðar, tilkynnir bankinn, að forsendur séu að hans mati gjörbreyttar frá því, er af- greiðsla á leyfi okkur til handa til nýsmíði átti sér stað fyrr á árinu. Vegna verðbreytinga þurfi málið að takast upp á nýjan leik, en bankinn muni ekki mæla með leyfisveitingu. Það er mat bankans, að við núver- andi aðstæður sé enginn grundvöllur fyrir rekstri togarans. Það er ögurvík h.f. harmsefni að verða að tilkynna Stálvík h.f. að af samningsgerð getur ekki orðið af okkar hálfu. Við þökkum ágæta samvinnu og væntum þess að Stálvík h.f. geti fært sér í nyt eitthvað af því undirbúningsstarfi, sem unnið hefur verið. Við óskum eftir að hafa náið samband við Stálvík h.f. í fram- tíðinni, ef kostir gefast á viðskiptum okkar í milli. Með virðingu og kveðju. Fyrir hönd Ögurvíkur h.f., Gísli Jón Her- mannsson." Jón Sveinsson kvað ekkert vafa- mál, að þarna væri um lanakjör að ræða, sem komið hefðu í veg fyrir þessa samningsgerð. Þau væru hins vegar afleiðing verðbólgunnar, sem væru að eyðileggja kjör alls almenn- ings í landinu. „Það væri ekkert, ef þetta væri eini samningurinn. Þeir hafa hrunið á fjöldamörgum öðrum stöðvum, bæði smáir og stórir og við höfum misst marga samninga vegna verð- bólgunnar," sagði Jón Sveinsson að lokum. Landssamband íslenzkra útvegs- manna sendi umburðarbréf til fé- laga sinna í júlímánuði eftir að lánakjörum Fiskveiðasjóðs hafði verið breytt gegn mótmælum full- trúa LÍÚ í sjóðsstjórn Fiskveiða- sjóðs. Þar segir: „Nýsmíðar skipa á þessum kjörum hljóta að hafa í för með sér fjárhagslegt hrun þeirra aðila, sem út í þær fara, nema aflatekjur séu miklu hærri en unnt er að gera ráð fyrir.“ Síðan er í bréfinu sýnt dæmi um þróun Fisk- veiðasjóðsláns að upphæð 1,5 mill- jarðar króna eða sem samsvarar 75% af 2 milljarða króna nýsmíði innanlands. Af töflu má lesa, að á fyrsta ári verði aflatekjur togarans um 579 milljónir króna, en með afborgunum og vöxtum að upphæð 268 milljónir og 20% greiðslu í stofnfjársjóð að upphæð 115 milljónir króna verði vanskil fyrsta árið án dráttarvaxta 153 milljónir króna. Samansöfnuð vanskil á 3. rekstursári togarans með 48% dráttarvöxtum verða síðan 929 milljónir króna og á 5. ári eru þau orðin 3,3 milljarðar króna. Dæmið er reiknað fram á 11. ár og eru þá þessi samansöfnuð vanskil orðin 65,5 milljarðar króna. Síðan segir í þessu umburðarbréfi LÍÚ: „Hér eru eingöngu sýnd 11 fyrstu ár lánsins, en lánin eru, svo sem að framan segir, til 18 ára. Séu tveir öftustu dálkarnir bornir saman koma greinilega í ljós þau áhrif, sem dráttarvextirnir hafa á lánið. Það má heita útilokað miðað við núverandi dráttarvexti að ná láninu í skil, þegar vanskil hafa myndazt. í Iok 18. árs eru saman- söfnuð vanskil af þessu láni milli 700 og 800 milljarðar króna.“ „í lok bréfs LÍÚ segir síðan: „Mönnun kann að finnast fram- angreind spá ískyggileg, en það er staðreynd, að sú gengis- og vísitölu- þróun, sem verið hefur hér á landi s.l. ár, leiðir til framangreindrar niðurstöðu." Eftir þessa lesningu er ekki nema eðlilegt að menn spyrji, hvers vegna Bæjarútgerð Reykjavíkur kaupir nú tvo nýja togara, þegar arðsemi þeirra er svo hrikalega neikvæð og raun ber vitni. Einn þeirra viðmælenda Morgunblaðsins, sem þetta mál var borið undir, átti ef til vill kollgátuna, en hann sagði: „Svo náttúrulega ber að benda á það, að Bæjarútgerðin hefur kannski nokkuð stóran og breiðan bakgrunn, sem er skattborgarinn í Reykjavík." Þú byrjar daginn vel, ef þú drekkur nijólkurglas að morgni. Því ísköld mjólkin er ekki bara svalandi drykkur, heldur fæða, sem inni- heldur lífsnauðsynleg næringar- efni í ríkum mæli, svo sem kalk, prótín og vítamín. Mjólkurglas að morgni gefur þér forskot á góðan dag. 9 .Mjúlkog nijolkiiraftmiir orkttlind okkar oú heiLsngjafi Mjólk inniheldur kalk, rrnítin .vítamín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.