Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 vlto MORötlKr-^x KAffinu ' í ' (sfl $><■_____ igé GRANI GÖSLARI Ég er með svo háa ávisun að þú lætur mig bara fá einn Fólks- vagen til baka? Við förum nú aldrei neitt sam- an? Jæja, ég læt það nú vera. Ég ek þér i vinnuna á hverjum morgni! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Öll spil má nú gera að vanda- máli, kann þér að detta i hug þegar þú lítur á spilin í skemmti- icgri úrspilsæfingu. Austur gaf og sagði pass en allir voru á haettu. Norður S. 853 H. 10763 T. 8764 L. 76 Suður S. ÁKD109642 H. - T. ÁDG2 L. Á Þegar spilið kom fyrir voru sagnirnar einfaldar. Suður opnaði á sex spöðum og þrjú pöss fylgdu. Vestur spilaði út hjartakóng, sem suður trompaði. Hvernig ferð þú að? Á sínum tíma tók suður á trompásinn, vestur var ekki með, lét hjarta, svo að suður tók annan trompslag áður en hann spilaði sig inn á blindan á trompáttuna og svínaði síðan tíglinum. Það gekk vel en spilið tapaðist samt. COSPER 8099 Ég var nú aðeins að segja henni frá því hvar hún mætti ekki undir neinum kringumstæðum sitja hér á heimilinu! „Lífið allt er blóð- rás oglogandiund 11 Enn hafa hvalveiðar verið stundaðar hér við land á þessu sumri og af fullum krafti eins og jafnan áður. Erlend og innlend mótmæli gegn hvalveiðum hafa enn engan árangur borið. Rök gegn hvalveiðum hafa eink- um verið þau að hvalategundir séu í útrýmingarhættu vegna ofveiði. Og mun það mála sannast. Ofar- lega á baugi er það sjónarmið, að sjálfsagt sé að veiða hvali, svo framarlega, sem þeim verði ekki alveg útrýmt. Annað sjónarmið er þó e.t.v. síst veigaminna, en það er hugsjón mannúðarinnar. Vitað er, að dráp hvala fer fram á mjög ómannúð- legan hátt. Dauðastríð þeirra er að jafnaði langt og strangt. Notað- ar eru svívirðilegar drápsaðferðir, sem alls ekki mundu leyfðar vera, ef kindur eða hestar ættu í hlut, sem betur fer. Það þykir ekki tiltökumál, þótt veiðimenn séu langtímum saman að murka lífið úr þessum stóru dýrum með skutl- um sínum og sprengjum og láti hvalina draga veiðiskipið á eftir sér, uns þeim hefur blætt út, nægilega til þess, að kraftar þrjóti. Það eru þessar grimmdarlegu drápsaðferðir, sem mér finnst ein aðalástæða þess, að hvalveiðar ætti alveg að leggja niður. Þær stríða gegn samvisku hvers manns og brjóta gegn siðgæðis- og mann- úðartilfinningu allra hugsandi manna og ættu því ekki að þolast lengur. Þegar svo haft er í huga, að hvalafurðir eru heiminum alls ekki nauðsynlegar, þá eru þar enn veigamikil rök fyrir niðurfellingu hvalveiða. Lítill hluti afurðanna er notaður til manneldis, heldur sem snyrtivörur ýmiss konar, hundamatur, skósverta, smurolía o.fl. Allt eru þetta vörur, sem eins má framleiða úr öðrum efnum. Framleiðsla þessa varnings kostar fórnardýrin alltof miklar þjáning- ar til þess að eiga nokkurn rétt á sér. íslendingar ættu alveg að hætta hvalveiðum og síðan að berjast fyrir því, að aðrar hvalveiðiþjóðir gerðu slíkt hið sama. Ingvar Agnarsson. • „Vel lesnar útvarpssögur“ Ég hlusta mikið á útvarpið og þá að sjálfsögðu á lesturinn á útvarpssögunum. Valið á sögunum skiptir auðvitað miklu máli, en Vestur S. - H. KDG854 T. 9 L. DG8432 Austur S. G7 H. Á92 T. K1053 L. K1095 Spilið var auðvelt viðfangs skiptust tíglarnir 3—2. Það var því 4—1 legan, sem máli skipti. í tveim tilfellum mátti vinna spilið þrátt fyrir slíka legu. Ætti annar- hvor kónginn blankan var þetta einfalt, bara að sleppa svíningunni og taka á ásinn. Og í leiðinni kæmi þá hinn möguleikinn, sem var að vestur ætti annaðhvort níuna eða tíuna einspil. í samræmi við þetta hefði nían komið í ásinn og þá hefði næst mátt spila drottning- unni með öryggi. Hefði tían þá komið yrði eftirleikurinn auðveld- ur. En þegar vestur fylgdi ekki lit kæmi í ljós hve gott væri að eiga enn trompáttuna í blindum svo svína mætti fyrir tígultíuna. (^Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islenzku I 70 Logan hafði haft hemil á sér, en það hafði engu mátt muna að hann æpti á hann að dóttur hans væri saknað og kannski væri hún í bráðri hættu. Faðir- inn virtist engar áhyggjur hafa þótt Eileen hefði ekki komið. Logan grunaði að sá gamli hefði í nógu að snúast að spilla dótturdóttur sinni með dekri. Hann hafði lagt tólið á. Hann hafði ekki horfzt í augu við Kelly. Vonin hafði verið veik, en samt hafði hann ekki gert sér grein fyrir því hvað hann hafði haldið miklu dauðahaldi í hana þar til tengdafaðir hans hafði sagt: „Hún er ekki hér.“ Logan ók til baka um auð stræti Teheran. Seinni hluti kvöldsins stóð honum fyrir hug- skotssjónum sem ferleg mar- tröð. Kvöldið hafði vissulega byrjað vel, þau Janet höfðu átt með sér stund og hann hafði komið til veizlunnar í góðu skapi og einkar bjartsýnn. Einkalíf hans var hið dægileg- asta og erfiðleikarnir f sambandi við að ná Imshan virtust vera hverfandi eftir að Japanirnir höfðu sýnt áhuga á að koma þar til liðs. Hann hafði verið í hæsta máta vel á sig kominn þegar þau mættu til veizlunnar. Hann lokaði augun- um og sá Eileen fyrir sér. Þetta gat ekki verið satt. Það gat ekki verið að hún væri lokuð inni í einhverjum skftakiefa og upp á náð og miskunn brjálaðra ofstækismanna komin. Andlit hennar leystist upp fyrir augum honum. Hún gat ekki verið hjálparvana og hrædd, þetta var allt saman vitleysa. Og þó vissi hann að þetta var ekki martröð, hér var ntíturlegur virkileikinn. Hvað vildu þeir fá í staðinn fyrir hana? Hvaða verði myndu þeir krefjast að hann greiddi líf hennar? í tuttugu og fjórar kiukkustundir varð hann að bfða. Dagur og nótt til viðbótar og þá loks gat hann búizt við að Saiid Homsi hefði fréttir að færa. Auðvitað hlaut þetta að vera eitthvað f sambandi við Araba. ella myndu þeir ekki nota Sýrlending sem tengilið. Þegar hann kom inn í ganginn sá hann James ganga á móti sér — Viltu ekki fá þér viskíiögg. Það gæti verið betra að tala ögn um þetta. — Nei, þakka þér fyrir, sagði Logan. — Nú vitum við minnsta kosti að þetta ræksni var að segja satt. Þeir hafa hana á valdi sfnu. Ég á ekki annarra kosta völ nú en bfða átekta. James stóð í dyragættinni, hann hafði drukkið töluvert sfðan veizlunni lauk. — Hvað svo sem þeir setja upp, sagði hann, — vona ég að þú sért reiðubúinn að gjaida gjalda þeim það. — Vertu ekki þetta helvítis I fifl, sagði Logan. Hann gekk upp stigann og Kelly heyrði svefnherbergisdyrnar skella i lás. Peningar myndu ekki vera neitt mál. Hann vissi að Logan myndi ekki hika við að iáta þá hafa peningana. Imperialoliu- félagið hlypi undir bagga ef þörf krefði. En það var ekki það sem var kjarni málsins. Hann vissi það með sjálfum sér og þvi var skelfing hans svo mikil. Hann hafði að visu verið að drekka en hugsun hans var skýr. Sársaukinn vék ekki þrátt fyrir vínið. Logan var reiðubúinn til að gera allt tii að bjarga eiginkonu sinni. James hafði sagt það margsinnis við sjálfan sig, kannski ekki sizt vegna þeirra efasemdarhugs- ana, sem stöðugt skaut upp í huga hans. Logan myndi ekki iórna lifi hennar, þaö gat ekki verið — þó svo aö sú fórn yrði stór sem þeir færu fram á. Hann var kannski ófyrirleitinn og James féll hann ekki í geð sem manneskja en hann hikaði varla ef um líf konu hans væri að tefla. Hann gekk aftur inn í setustofuna og hellti sér enn i glas. Hann hafði ekki eirð i sér til þess að fara i rúmið. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.