Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 11 Konur íRamma Leikfélag Reykjavíkur: KVARTETT — Dusa, Fish, Stas & Vi. Sjónleikur eftir Pam Gems. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. Leikstjóri: Guðrún Ásmundsdóttir. Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir. Leiktónar: Gunnar Reynir Sveinsson. Lýsing: Daníel Williamsson. MEÐAN á sýningu Kvartetts stendur fáum við öðru hvoru að sjá myndir eftir Edward Kienholz og fleiri listamenn, óhugnanleg verk um vélrænan og firrtan heim nútímamanns- ins. Þessar myndir ásamt áhrifaríkum leiktónum Gunn- ars Reynis Sveinssonar undir- strika myrkan boðskap höfund- Lelkllst Kvartett: Hanna Maria Karlsdóttir (Violet), Ragnheiður Steindórs- dóttir (Stas), Guðrún Alfreðsdóttir (Dusa) og Sigrún Valbergsdótt- ir (Fish). cftir JÓHANN HJÁLMARSSON arins. Það gera aftur á móti ekki þokkafull leiktjöld Guð- rúnar Svövu Svavarsdóttur. Fjórar konur búa saman og hafa allar við vanda að glíma. Dusa og Fish eiga í stríði við óstýriláta karlmenn. Stas hefur snúið sér að vændi. Violet er rugluð. Kvartett bregður upp myndum úr sambúð sem líklega er ekki óalgeng. Líf kvennanna er ekki brotið til mergjar heldur fær áhorfandinn að geta í eyður og mynda sér skoðun á þeim. Samtöl eru hverdagsleg, ekki hlaðin mikilli leikrænni spennu. Höfundurinn vill vera raunsær, lýsa venjulegu fólki, sleppir því að skapa hetjur eða einhverja ákveðna aðalpersónu. Fremur hljóðlátt líf sviðsins með dálitlum uppákomum inn á milli vekur trúnað. Allt er í jafnvægi innan ramma verks- ins. Þegar alvaran nær hámarki gerist það ekki óvænt heldur eins og sjálfsögð framvinda í verkinu. Það sannar að Pam Gems er enginn viðvaningur í leikritun, hún kann mál sviðs- Sviðsmynd úr Kvartett. ins, segir það sem hún vill segja að því er virðist áreynslulítið. Kvartett geldur þess kannski að fólk er orðið þreytt á þessum eilífu vandamálaverkum sem kvennaárið hleþpti af stað. Um- ræðan er farin að verða eins og slitin flík. Fólk hefur að vísu gott af að kynnast þessum konum þótt ekki sé til annars en að rifja upp ýmis grundvallar- atriði mannlegs lífs, sjá enn á ný hvernig manneskjur eru leiknar eða láta leika sig. Guðrún Ásmundsdóttir leik- stjóri kýs einfalda leið að marki og nær greinilega tilgangi sín- um. Leikkonurnar fjórar túlka kynsystur sínar af glögg- skyggni. Mest kvað að Ragn- heiði Steindórsdóttur í hlut- verki Stas. Guðrún Alfreðsdótt- ir sem er Dusa brást ekki í túlkun þessa að mörgu leyti vandmeðfarna hlutverks. At- hygli vakti leikur Sigrúnar Val- bergsdóttur í hlutverki Fish, persónusköpun hennar var mannleg og hlý. Hanna María Karlsdóttir fær mörg tækifæri til að stela senunni og nýtir þau vel. Violet hennar var í nánum tengslum við áhorfendur. Um þýðingu Silju Aðalsteins- dóttur er ekkert nema gott að segja. Það er ef til vill djarft tiltæki hjá Leikfélagi Reykjavíkur að hefja leikárið á þessari sýningu. En það er rétt stefna að fara hægt af stað. Mér þykir þessi sýning boða gott því að það er nokkurs virði þegar valið er til sýninga erlent verk sem á er- indi við okkur, en ekki fyrst og fremst verið að rækja skyldur við hefðir eða höfunda. Sjáið Kvartett. Chevrolet Malibu Þaó má lengi gera góóan bíl betri og nú hefur Chevrolet leikiðþaó einu sinni enn í sparaksturskeppni B.Í.K.R. í mat s.l. mældist Malibu eyða 12.16 litrum af bensini á 100 kilómetrum. Þetta erathygl- isverð útkoma nú á tímum síhækkandi bensínverðs. 12.16 lítrar á hundraðið En það er fleira sem gerir Chevrolet Malibu eftirsóknarverðan. Tæknilegur búnaður, aksturseiginleikar, rými og ytri glæsileiki ásamt góðri endingu og lágum viðhaldskostnaði eru þeir kostir sem íslenskir bílakaupendur láta í vaxandi mæli ráða vali sínu. Næst velur þú Malibu, eins og hundruðir ánægðra Malibueigenda hafa gert á undan þér. Til afgreiðslu strax. Sýningarbílar. Malibu Classic 2 dr. El Camino. Malibu Classic 4 dr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.