Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 4
4 Þakkir Hjartans þakkir til barna, barnabarna og tengda- barna, annarra vanda- manna og vina er glöddu mig meö gjöfum, heim- sóknum og skeytum á 95 ára afmæli mínu 3. sept. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Jónsdóttir. KIENZLE Úr og klukkur hjá fagmanninum. m ——■ (§> SlKfí Hitamælar dföxnisðGffli <& (Q& Vesturgotu 16, sími 1 3280 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIjCUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 Úr myndaþættinum Sumarstúlkan, sem er á dagskrá sjónvarps í kvöld, Evy og Janne í innilegum samræðum. Sumarstúlkan er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld klukkan 20.40, og verður þá sýndur fjórði þáttur þessa sænska framhaldsmyndaflokks. í þáttunum er fjallað um unga sænska stúlku frá Stokkhólmi, sem lent hefur í erfiðleikum heima hjá sér og í skóla, og er því send til sumardvalar hjá fólki úti á landi. í þriðja þætti gerðist þetta helst markvert: Evy er orðin ánægð í sumarvistinni og hefur náð góðu sambandi við drenginn Roger. Hún hefur kynnst ungum manni, Janne, og hann er öðruvísi en unglingarnir, sem hún á í útistöðum við. Janne sækir sparifé gamals frænda síns, og Evy og Roger fara með honum, þegar hann færir gamla manninum peningana. Þýðandi er Jóhanna Jóhannsdóttir. (D) jassþáttur í útvarpi í k völd Jón Múli Árnason, út- varpsráðsmaður með meiru, verður með jass- þátt sinn í útvarpi klukk- an 22.50 í kvöld. Verða væntanlega margir þekkt- ir snillingar dregnir fram á öldur ljósvakans eins og svo oft áður í jassþáttun- um, en Jón jassar alveg fram að dagskrárlokum, klukkan 23.35, er sagðar verða stuttar fréttir fyrir háttinn. r/ Hermann lýsir leiknum í kvöld Hermann Gunnarsson íþróttafréttamaður verður með íbróttalýsingu í út- varpinu í kvöld klukkan 19.20, þegar að loknum fréttum. Lýsir Hermann þá síðari hálfleik í knatt- spyrnuleik Akurnesinga og spænska liðsins Barcelona sem fram fer á Laugar- dalsvelli í Reykjavík. Með spænska liðinu leika margir heimskunnir knattspyrnusnillingar, svo sem Daninn Allan Simon- sen og Þjóðverjinn Hansi Krankl. Geta hlustendur því fylgst með leiknum í gegnum lýsingu Her- manns, komist þeir ekki á leikinn, en áhorfendur munu skipta þúsundum ef að líkum lætur. Lýsing Hermanns hefst sem fyrr segir klukkan 19.20. Hermann Gunnarsson Þá má einnig minna á að Hermann er með íþrótta- þátt í útvarpinu í kvöld, og hefst sá þáttur klukkan 21.45, og mun væntanlega kenna margra grasa í þeim þætti að venju. Útvarp Reykjavík MIÐVIKUDAGUR 26. september A1IÐMIKUDKGUR 26. september MORGUNNINN__________________ 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tón- leikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnannæ 9.20 Tónleikar. 9.30 Til- kynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 Tónleikar. 11.00 Víðsjá Helgi H. Jónsson stjórnar þættinum. 11.15 Kirkjutónlist: Tónlist eft- ir Mozart. Karl Richter leik- ur á orgel Fantasíu í f-moll/ 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. SÍDDEGID____________________ 14.30 Miðdegissagan: Ferða- þættir erlendra lækna á ís- landi 1895. Kjartan Ragnars stjórnarráðsfulltrúi les þýð- ingu sína á þáttum eftir dr. Edvard Lauritz Ehlers; — þriðji og siðasti hluti. 15.00 Miðdegistónleikar Sinfóníuhljómsveitin í Detroit leikur „Vaises nobles et sentimentales“ eftir Maruice Ravel; Pau Paray stj. / Sinfóníuhljómsveit út- varpsins í Moskvu leikur Sinfóníu nr. 15 í A-dúr op. 141 eftir Dmitri Sjosta- kovitsj; Maxim Sjostakovitsj stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. Páll Pálsson kynnir. 17.05 Atriði úr morgunpósti 17.20 Litli barnatíminn: Regn- ið og blómin Stjórnandi: Þorgerður Sig- urðardóttir — og fiytjandi með henni Guðríður Guð- bjðrnsdóttir. 17.40 Tónleikar. 18.00 Víðsjá 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDID___________________ 19.00 Fréttir 19.20 Evrópukeppni bikarhafa Hermann Gunnarsson lýsir siðari hálfleik í knattspyrnu- keppni Akurnesinga og 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dag- skrá 20.35 Barbapapa Endursýndur þáttur frá síðastliðnum sunnudegi. 20.40 Sumarstúlkan Sænskur myndaflokkur. Fjórði þáttur. Efni þriðja þáttar: Evy er orðin ánægð í sumarvist- inni og hefur náð góðu sambandi við drenginn Rogcr. Hún hefur kynnst ungum manni, Janne, og hann er öðruvísi cn ungl- ingarnir, sem hún á í úti- stöðum við. Janne sækir sparifé gamals frænda sins, og Evy og Roger fara með honum, þegar hann færir gamla manninum pening- ana. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið). 21.15 Listmunahúsið Fjórði þáttur. Venus á villi- götum Efni þriðja þáttar: Helena ^ hittir gamian vin, Bernard Thurston, sem er forstjóri listasafns í Boston og þar á ofan vellauðugur. Hann er á leið til Skotlands í sumar- frí. Lionel Caradus finnur latneskt miðaldahandrit hjá ekkju nokkurri, og það reynist afar verðmætt. Helena vill að það lendi á safni en ekki hjá lista- verkabröskurum, sem hugsa um það eitt að græða. Hún fær Thurston til að yfirbjóða fulltrúa braskaranna. Þýðandi öskar Ingimars- son. 22.05 Börn með asma Asma er sjúkdómur í önd- unarfærum, sem heftir eðli- lega athafnaþrá margra barna. Þessi norska mynd greinir frá eðli sjúkdóms- ins og ráðstöfunum til að draga úr honum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.30 Viðtalsþáttur um asma- myndina Sigrún Stefánsdóttir ræðir við Björn Árdal, Dagbjörtu Jónsdóttur og ívar Einars- son. 22.45 Dagskrárlok spánska liðsins Barcelona, sem fer fram á Laugardags- velli í Reykjavík. (19.30 Til- kynningar). 20.00 Frá tónleikum lúðrasveit- arinnar „Svans“ í Háskóla- bíói 17. marz s.l. Einleikari: Sigurður Flosason. Stjórn- andi: Sæbjörn Jónsson. Kynnir: Guðrún Ásmunds- dóttir. 20.30 Útvarpssagan: „Hreiðr- ið“ eftir Ólaf Jóhann Sig- urðsson. Þorsteinn Gunnars- son leikari Ies (12). 21.00 Samleikur: Ana Bela Chaves og Olga Prats leika á víólu og pianó a. Sónötu nr. 1 eftir Darius Milhaud, b. „Ævintýramyndir“ op. 113 eftir Robert Schumann. 21.30 „Spámaðurinn“, óbundið ljóðmál eftir Kahlil Gibran. Gunnar Dal íslenzkaði. Bald- ur Pálmason les nokkra kafla bókarinnar. 21.45 íþróttir Hermann Gunnarsson segir frá. 22.10 Að austan Birgir Stefánsson kennari á Fáskrúðsfirði segir frá. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.50 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árnason- ar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.