Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 3 PHIIIPS Húsnæðismálastofnun vantar 1700 milljónir: Félagsmálaráðherra vill leysa vandann með því að taka tvo milljarða af Framkvæmdasjóði MAGNÚS H. Magnússon félags- málaráðherra lagði til á fundi rikisstjórnarinnar i gærmorgun, að fjárhagsvandi Húsnæðismála- stofnunar yrði leystur með þvi að færa tvo milljarða króna frá Framkvæmdasjóði tii Húsnæð- ismálastofnunar. Fé þetta átti Framkvæmdasjóður að fá af sparnaðarskyldu ungmenna. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Magnús að í lánsfjár- áætluninni fyrir árið 1979 væri fyrirvari þess efnis, að heimilt væri að taka fjáröflun bygg- ingarsjóðsins til endurskoðunar á Ný gjaldeyrislöggjöf: Gjaldeyrisdeild bank- anna verður lögð niður NÝ gjaldeyrislöggjöf var sam- þykkt i siðasta mánuði. en henni hefur enn ekki verið hrint i framkvæmd. Morgunblaðið innti Björgvin Guðmundsson skrif- stofustjóra í viðskiptaráðuneyt- inu eftir þvi hverjar væru helztu Seldu í Bretlandi TVEIR íslenzkir togarar seldu afla í Bretlandi í gær. Sigurey SI seldi 60,7 tonn í Hull fyrir 35,7 milljónir króna, meðalverð 588 krónur fyrir kílóið og Guðsteinn GK seldi 153 tonn í Grimsby fyrir 81,2 milljónir króna, meðalverð 528 krónur fyrir kílóið. Togarinn mun selja 30—40 tonn í dag. Afli beggja togaranna var blandaður. breytingar á þessari löggjöf og þeirri sem i gildi er. „Helztu breytingar eru þær, að gert er ráð fyrir því að gjaldeyris- deild bankanna verði lögð niður. Þess í stað munu viðskiptabank- arnir, Landsbankinn og Útvegs- bankinn, taka við ákvörðunarvaldi í öllum smærri málum, en ákvörð- un í stærri og meiri háttar málum verður í höndum samvinnunefnd- ar, sem skipuð verður af ráðuneyt- inu, seðlabanka og viðskiptabönk- unum. Annars er þannig með þessi lög, að það eru ákaflega mörg heimild- arákvæði í þeim, og því er nú verið að semja reglugerð um útfærsl- una. Því er erfitt að úttala sig um hvernig þetta verður í fram- kvæmd." Aðspurður sagði Björgvin að reglugerðin yrði sennilega tilbúin innan tveggja til þriggja vikna, en það væri auðvitað ráðherra að ákveða hvenær hún tæki gildi. þekkja til þessara mála. Þetta er hörmuleg niðurstaða fyrir allt láglauna- og millitekjufólk í land- inu, þegar það er haft í huga, að í marz 1978 var kaupmátturinn 110,9 stig en var kominn upp í 118,8 í júní 1978. Þá var verðbólg- an um 30%, en nú er hún hvorki meira né minna en tvöfalt hærri eða um 60%. — Þetta sýnir, að launastefna vinstri flokkanna með þeirri gífurlegu verðbólgu, sem henni fylgir, hefur stórskaðað afkomu og stöðu meginþorra launafólks í landinu. Á sama tíma sem kaup- mátturinn rýrnar hafa þessir flokkar jafnframt gripið til hlið- araðgerða, sem eru mjög íþyngj- andi í heildarútgjöldum sérstak- lega ungs fólks án þess að vísital- an mæli þau sem skyldi inn í verðbótum. Nægir í því sambandi að nefna, að almennir vextir í ársbyrjun 1978 voru um 19%, en nú eru þeir komnir upp í 32%. Óráðssía og óðaverðbólgustefna núverandi valdhafa er að gera fólki ókleift að eignast eigin íbúðir og jafnvel að ráða við húsaleigu- Guðmundur Hallvarðsson greiðslur. Staða fólks er því lakari nú að flestu leyti en hún var þegar vinstri flokkarnir hófu upp vígorð sitt um samningana í gildi; — þarf ég ekki að hafa mörg orð um það. Fólkið finnur sjálfsagt fyrir því, hversu grátt það er leikið af verðbólgunni í landinu. Á þessu verður að verða skjót breyting. Ég skil ekki fyrir hverja þessir menn hanga í ráðherrastólunum. Það er skylda þeirra við þjóðina að víkja strax, því að þeir ráða ekkert við ástandið í landinu. Illar blikur í launamálunum Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði eftirfarandi: — Hver einasti maður finnur náttúrlega, að kaupmátturinn hef- ur rýrnað. Við á skrifstofu Sjó- mannafélagsins verðum áþreifan- lega vör við það af samtölum við sjómenn, hvað þeim þykja launin sín duga skammt borið saman við verðlag og kaupgetu, ef hoppað er eitt ár aftur í tímann. — Mér finnast illar blikur á lofti í kjaramálum launþega, eink- um sjómanna. Ég sé ekki annað en að menn þurfi að athuga sinn gang vel um næstu áramót með betrumbót á gildandi kjarasamn- ingum í huga. — Það er verið að koma alls konar kvótaskiptingu og veiðitak- mörkunum á í sambandi við sjávarútveginn, sem náttúrlega bitnar eingöngu á þeim mönnum, sem við hann vinna. Á sama tíma er offramleiðsla á landbúnaðaraf- urðum, en þær byrðar er allur landslýður látinn axla. Ég fæ ekki séð annað en að það yrði til hagræðis fyrir bóndann til lengri tíma litið, ef tekin yrðu upp samsvarandi afskipti stjórnvalda af landbúnaðinum sem af sjávar- útveginum, þannig að framboð og eftirspurn yrðu látin tengjast. árinu; ef sjóðurinn gæti ekki staðið við lögbundnar og venju- bundnar skuldbindingar, eða ef hætta væri á að til alvarlegs atvinnuleysis kæmi í byggingar- iðnaði. sagði Magnús að nú ætti fyrri fyrirvarinn við, því að það sem um væri að ræða væri að þeir sem væru að gera fokhelt nú í september ættu að fá fyrsta hluta lánanna fyrir áramót. Sagði fé- lagsmálaráðherra að um væri að ræða 1400 milljónir króna. Einnig vantaði fjármagn til annarra að- ila, byggingarsamvinnufélög og byggingar sveitarfélaga fyrir aldraða skorti fé, um 300 milljónir króna, þannig að samtals skorti um 1700 milljónir króna. „Ég lagði það því til í ríkisstjórninni að þessi heimild yrði notuð til end- urskoðunar á þessari fjáröflun byggingarsjóðs" sagði Magnús. „Lagði ég til að þeír tveir milljarð- ar króna sem fara áttu til Fram- kvæmdasjóðs rynnu frekar til byggingarsjóðs." Að sögn Magnúsar varð málið ekki útrætt á fundi ríkisstjórnar- innar í gær, en ráðherrar tóku undir það að nauðsynlegt væri að afla byggingarsjóði fjárins, en töldu ekki unnt að afgreiða málið fyrr en fjármálaráðherra kemur. Hann er í fríi þar til í næstu viku. Kvaðst Magnús því vonast til að málið verði afgreitt á þriðjudag- inn. Félagsmálaráðherra sagðist ekki telja að þessi ráðstöfun tekna Framkvæmdasjóðs yrði til þess að tefja aðrar framkvæmdir. Verð- bólgan hefði verið meiri og fjár- streymi í þjóðfélaginu meira en gert var ráð fyrir. þar með væri ráðstöfunarfé lífeyrissjóða meira en reiknað hefði verið með. „Því þykist ég vita, án þess að hafa sannanir fyrir því á borðinu, að Framkvæmdasjóður fái þær fjár- hæðir sem lánsfjáráætlun gerði ráð fyrir," sagði Magnús. Sagði hann það sína skoðun að taka bæri alla upphæðina, tvo milljarða króna, enda ætti hann ekkert að vera að hringla með það, og þá yrði eitthvað eftir til að hlaupa upp á á næsta ári, en sem fyrr segir er fjárhagsvandinn talinn nema að minnsta kosti 1700 millj- ónum króna. Þotuslys sett á svið á Keflavík- urflugvelli ÞOTUSLYS í nágrenni Kefla- víkurflugvallar verður sett á svið laugardaginn 6. október n.k. Það eru Almannavarnir og varnarliðið sem standa sameig- inlega að þessari björgunaræf- ingu og er meginmarkmiðið að kanna hvort áætlanir um björg- un og sjúkrahjálp i tilfellum sem þessum standast. Æfingin hefst síðdegis kl. 14.30. Samkvæmt æfingaáætl- uninni ferst þota með 300 manns við Keflavíkurvöll í að- flugi. 90 látast, 180 slasast og 30 sleppa ómeiddir. Hinir „slösuðu" verða fluttir til sjúkdómsgrein- ingar á neyðarstöð á Keflavík- urflugvelli en síðan til Reykja- víkur. INNLENT PHILIPS Philips ryksuga hef- ur 850 W mótor og mikinn sogkraft. Snúningstengsl sem gera hana lipra og þægilega í meðför- um. Hún er hljóðlát og fyrirferðalítil í geymslu og þar að auki mjög falleg í útliti. Fæst í fjórum mis- munandi gerðum og litum. Philips ryk- sugur henta bæði heimilum og vinnu- stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.