Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 32
Sími á afgreiöslu: 83033 JtUrgnnblnbife MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 1979 BUR kaupir tvo nýja togara: Nýsmíðar skipa hafa í för með sér fjárhagslegt hrun -LÍÚ ræður félagsmönnum sínum frá nýsmíði miðað við núverandi lánakjör BÆJARÚTGERÐ Reykjavikur hefur gert smíöasamning á nýjum skuttogara hjá Stálvík h.f. í Garðabæ og jafnframt hefur hún fest kaup á skuttogara, sem smíðaður verður í Portúgal. ögurvík h.f. hafði gert bráðabirgðasamning við Stálvik um smiði sams konar togara, en hætti við vegna þess að togarinn aflaði ekki fyrir skuldum og eftir fyrstu 3 árin hefði verið farið að halla verulega á hann og um 800 milljónir króna komnar i vanskil. Jón Sveinsson, forstjóri í Stál- vik, sagði í gær að það væru lánakjör og verðbólga, sem komið hefðu í veg fyrir samninginn við Ögurvík. Lánakjörin í þjóðfélag- inu væru að ríða atvinnuvegunum að fullu, það væru aðeins „blindir menn“, sem ekki sæju það. Þetta væri heldur ekki fyrsti smíða- samningurinn, sem rynni út í sandinn, en hann kvað BUR— samninginn hinn fyrsta, sem fyr- irtækið gerði í 5 ár. Lítil eftir- spurn eftir fiskmjöli FREMUR lítil eftirspurn er eftir mjöli á mörkuðum erlendis og verðið ekki eins hátt og menn höfðu gert sér vonir um. Verð á lýsi er einnig nokkru lægra en reiknað hafði verið með, síðustu sölur haf yfirleitt verið um 440 dollarar en verðið er þó ekki stöðugt í þeirri upphæð. Við verð- ákvörðun loðnu fyrr í sumar var reiknað með 450 dollurum fyrir lýsistonnið. Að sögn Gunnars Petersens hjá Bernharð Petersen hefur mjölverðið yfirleitt verið á bilinu 6,30 til 6,70 dollarar fyrir próteineiningu mjöls síðan í vor. Bæjarútgerð Reykjavíkur ræðst nú í smíði tveggja togara, hjá Stálvík og í Portúgal. Frá þessum samningum er gengið þrátt fyrir það að Landssamband íslenzkra útvegsmanna hafi varað útgerðar- menn við að fara út í nýsmíði skipa, þar sem nýjar lánareglur og lánakjör Fiskveiðasjóðs séu svo mjög íþyngjandi fyrir útveginn. í bréfi LIÚ segir: „Nýsmíðar skipa á þessum kjörum hljóta að hafa í för með sér fjárhagslegt hrun þeirra aðila, sem út í þær fara ...“ Á blaðsiðu 19 í Morgunblaðinu í dag er nánar fjallað um þessi mál, en þar bendir einn viðmælenda blaðsins á að Bæjarútgerð Reykja- víkur hafi stærri og meiri bak- grunn en önnur útgerðarfyrirtæki og því geti hún leyft sér þessar nýsmíðar — skattborgarinn í Reykjavík. Akraborg á siglingu i gær, eftir að verkfalli hafði verið aflýst. Akraborg- ardeilan fyrir kjaradóm SAMKOMULAG tókst í gær milli Vélstjórafélags íslands og Vinnuveitendasambands íslands vegna Akraborgar, sem legið hefur í höfn frá því annan sunnudag og þar til í fyrrakvöld, að skipið hóf áætlunarferðir að nýju. Samkomulagið felur í sér að yfirmannafélögin, sem eru aðilar að FFSÍ fallast á að deilan verði lögð fyrir kjara- dóm, er ákvarði launakjör á Akraborg, Herjólfi og Sand- ey, er varða vélstjóra, stýri- menn og skipstjóra. Þá und- irrituðu aðilar sérstaka yfir- lýsingu um stofnun nefndar, sem falið verður það verkefni að gera sérstakan ferjusamn- ing. Yfirmannafélögin draga til baka þær verkfallsboðanir, sem boðaðar höfðu verið, en á móti féllst VSÍ á að hefja mál það, er það hafði látið þing- festa fyrir Félagsdómi um skaðabætur vegna stöðvunar Akraborgar. LJÓST ER að fallþungi dilka á þessu hausti verður verulega lægri um land allt en í fyrra. Munurinn milli ára er þó mismunandi eftir landshlutum en eftir fyrstu sláturdagana virðist fallþunginn á sunnan- og vestanverðu landinu vera um einu kílói lægri en i fyrra. Fyrir norðan og austan er munurinn víða vel á þriðja kiló en viðast er munurinn þó um 2 kiló. Ýmsir telja að fallþungi dilkanna eigi þó enn eftir að lækka, því fyrstu daga sláturtíðarinnar leggi bændur frekast inn þá dilka, sem skástir þykja. Margir bændur hafa þann hátt á að ala lömh á haustin á grænfóðri en viða um land hefur það sprottið illa í sumar og verður þvi ekki til búdrýginda. Það hversu dilkarnir eru rýrir i haust hefur veruleg áhrif á afkomu bænda en fyrir hvert kiló sem fallþunginn minnkar tapa bændur rúmum 1600 krónum. Sé tekið dæmi af félagssvæði Kaupfélags Norður-Þingeyinga á Kópaskeri, þar sem fallþunginn fyrstu sláturvikuna var 2,2 kilóum lægri en fyrstu vikuna i fyrra, er tap hvers meðalbónda um 2 milljónir króna. Teikning af skipunum, sem Skipaútgerð ríkisins vill láta smíða. Skipaútgerdin vill 3 ný skip A FUNDI Kaupmannasamtaka íslands í gær um málefni dreifbýl- isverslunar lagði Guðmundur Einarsson forstjóri Skipaútgerð- ar rikisins fram teikningar af nýjum skipum fyrir skipaútgerð- ina. Gerir skipaútgerðin ráð fyrir að láta smiða þrjú skip af þessari gerð, en með þeim er áætlað að hægt sé að þjóna landsbyggðinni með allt að tveimur ferðum viku- lega. Skipin eru 1250 DWt að stærð, búin tveimur 1200 ha. aðalvélum. Hægt er að lesta og losa skipin á þrjá vegu, þ.e. með bómu um lúgu eins og venja hefur verið, með gaffallyfturum um hlið skipanna líkt og á ieiguskipi útgerðarinnar, Coaster Emmy, eða um skutop og brú sem hægt er að leggja upp á venjulega hafskipabryggju. Gang- hraði er áætlaður 14 sjómílur miðað við 85% álag. Þegar hafa verið gerðar rannsóknir á líkani hjá rannsóknastöð í Danmörku, en ailur undirbúningur að smíðinni hefur verið mjög vandaður að sögn Guðmundar. Ekki hefur enn feng- ist fjárfestingarleyfi hjá stjórn- völdum. Verið er að ganga frá áfram- haldandi leigu Skipaútgerðar ríkisins á Coaster Emmy, og er gert ráð fyrir að þrjú skip verði í flutningum eftir miðjan október. Viðræður í Moskvu: Byr juðu med fundi með sovézkum ráðherra VIÐRÆÐUM íslendinga og So- vétmanna um viðskiptasamn- inga þjóðanna lýkur í Moskvu á föstudaginn, að sögn Hannes- ar Jónssonar sendiherra íslands i Moskvu. Kvaðst Hannes ekkert geta sagt af gangi viðræðnanna, þegar Morgunblaðið hafði tal af hon- um í gær. Hannes Jónsson upplýsti í gær, að í upphafi viðræðnanna á mánudaginn hefðu hann og Þórhallur Ásgeirsson, formaður íslenzku viðræðunefndarinnar, átt fund með Alexei N. Manz- hulo aðstoðarutanríkisvið- skiptaráðherra, en hann er yfir- maður viðskipta Sovétríkjanna við Vesturlönd. Sagði Hannes, að þeir Þórhallur hefðu rætt við sovézka ráðherrann um við- skipti þjóðanna í heild. Hannes sagði, að viðræðurnar hefðu að öðru leyti verið á fyrirtækjastigi. Eru þær í þren- nu lagi, í fyrsta lagi um almenn- an viðskiptasamning, í öðru lagi um olíukaup á árinu 1980 og í þriðja lagi um viðbótarkaup Sovétmanna á freðfiski á þessu ári. Nýtt síldarverð ákveðið: Sjómenn sigla - salt- endur íhuga stöðvun SÍLDARKAUPENDUR halda með sér fund í dag þar sem þeir ákveða hvort áfram verður salt- að, eða hvort fyrirtækjunum verði lokað í kjölfar ákvörðunar yfirnefndar Verðlagsráðs sjávar- útvegsins um nýtt verð á síld til söltunar í gær, en þeir hafa lýst mikilli óánægju með verðið. Verð til sjómanna hækkar um 36%, en heildarverð til útgerðarim hækkar um 50%. Síldarseljendur hafa hins ve lýst sig tiltölulega ánægða i verðið og útvegsmenn og sjómi á Hornafirði sem neitað höfðu sigla fyrr en viðunandi verð li fyrir samþykktu á fundi sínui gær að halda til veiða. Sjá frétt bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.