Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.09.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGÚR 26. SEPTEMBER 1979 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson. Fróttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Ritstjórn og skrifstofur Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar Aóalstræti 6, sími 22480. Afgreiósla Sími 83033 Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 200 kr. eintakió. Lífskjörin versna frá degi til dags Kaupmátturinn hefur verið mældur með margvíslegum hætti og vissulega getur verið erfitt að bera hann saman frá einum tíma til annars. En eins og nú er komið högum þjóðarinnar, þarf hvorki fræðilega útreikninga né tölur frá Þjóðhagsstofnun til að finna, að það er erfiðara að láta endana ná saman í september en það var í ágúst; — venjuleg launafjölskylda var mun betur sett fyrir ári en hún er núna, eftir að áhrifa vinstri stjórnarinnar er farið að gæta að marki. Ef dregin yrði upp mynd af ástandinu, myndi línurit verðbólgunnar stefna mjög upp á við, en kaupmáttarins að sama skapi niður á við. Ríkisstjórnin sagði fyrir ári, að sitt höfuðverkefni væri að halda uppi kaupmættinum í landinu, en draga þó úr verðbólgunni. Talað var um, að þetta væri mál málanna og látið að því liggja, að grundvöllurinn fyrir stjórnar- samstarfinu væri brostinn, ef þetta tækist ekki. En nú er höfuðverkefnið orðið að höfuðverk. Verkalýðsleiðtogar úr hópi alþýðuflokks- og alþýðu- bandalagsmanna fundu upp orð eins og „peningalaun", þegar þeir réttlættu skerðingu kaupgjaldsvísitölunnar og því var á loft haldið, að nauðsynjavörur væru ódýrari en áður. Síðustu dagar hafa svo fært okkur heim sanninn um það, hvernig til hefur tekizt. September byrjaði með því, að söluskattur og vörugjald voru hækkuð verulega og fór beint út í verðlagið með samsvarandi verðbólguaukandi áhrifum. Þetta kom engum á óvart, enda í samræmi við skattpíningarstefnu ríkisstjórnarinnar, þar sem allt miðast við tilbúnar þarfir ríkissjóðs, en réttur fólksins í landinu og hins frjálsa atvinnurekstrar fyrir borð borinn. I kjölfarið kom svo ein benzínhækkunin enn og loks hækkuðu landbúnaðarvörur mjög verulega, en sú hækkun er að sjálfsögðu afleiðing stjórnarstefnu vinstri flokk- anna og ber að líta á hana í samhengi við annað. Eins og fram kemur í viðtali við Guðmund H. Garðarsson formann Verzlunarmannafélags Reykjavíkur í Morgunblaðinu í dag var kaupmáttur taxtavísitölu verkamanna kominn niður í 108,9 stig í ágúst og allar horfur á, að hann verði kominn niður í 104,9 stig í nóvember. — „Þetta er hörmuleg niðurstaða fyrir allt láglauna- og millitekjufólk í landinu, þegar haft er í huga, að í marz 1978 var kaupmátturinn 110,9 stig, en var kominn upp í 118,8 stig í júní 1978,“ segir Guðmundur H. Garðarsson. „Þá var verðbólgan um 30%, en nú er hún hvorki meira né minna en tvöfalt hærri eða um 60%.“ Þetta sýnir, að ríkisstjórninni hefur gersamiega mistekizt og er það þeim mun eftirtektarverðara þegar þess er gætt, að grunnkaupshækkanir á þessu ári hafa aðeins verið um 3% en skerðing verðbótavísitölunnar margföld borið saman við það. Það er líka komið svo, að innan verkalýðsfélaganna gætir vaxandi andúðar á ríkisstjórninni. Þannig talar Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur um það, að illar blikur séu á lofti í málefnum launþega, einkum sjómanna, svo að menn þurfi að athuga vel sinn gang um næstu áramót með betrumbót á gildandi kjarasamningum í huga. Og Bjarni Jakobsson formaður Iðju gefur frambjóð- endum við næstu Alþingiskosningar það heilræði að lofa minnu, en reyna fremur að vera menn til að efna meira. Birgir ísl. Gunnarsson: Rækileg aflijúpun S.l. fimmtudag fóru fram í borgarstjórn umræður, sem um margt voru athyglisverðar. Til- efni þeirra var það, að fulltrúar nokkurra ibúasamtaka i Breið- holti III höfðu ritað mér bréf, þar sem þeir óskuðu eftir að ég tæki málefni hverfisins upp til umræðu i borgarstjórn. Höfðu þessi ibúasamtök átt fundi með fulltrúum vinstri flokkanna í borgarstjórn fyrr í sumar, feng- ið góðar undirtektir varðandi ýmis verkefni, en siðan hafði ekkert gerst. Fyrirspurn i borgarstjórn Ég bar því fram fyrirspurn í borgarstjórn, þar sem ég óskaði svara um gang þeirra verkefna, Afkastalítið stjórnkerfi Þá var ekki síður eftirtektar- vert að heyra þann dóm, sem Guðrún Helgadóttir kvað upp yfir því stjórnkerfi, sem vinstri flokkarnir hafa komið upp hjá borginni. Allt hefði verið mun auðveldara í tíð Sjálfstæðis- flokksins, þegar borgarstjóri bar bæði embættislega og stjórn- málalega ábyrgð. Nú væri eins og allt framkvæmavald skorti og málin hreinlega týndust í kerf- inu. Með þessum ummælum er komið á daginn, að sú gagnrýni, sem við sjálfstæðismenn settum fram á stjórnkerfi vinstri flokk- anna, hefur reynst á rökum reist. Það pólitíska fram- kvæmdavald, sem við sjálfstæð- ismálum er mikilvægt að geta kennt öðrum um litlar fram- kvæmdir á því sviði. Borgarstjóri dró sjálfur úr hraða undir- búnings Þessi yfirlýsing Guðrúnar varð til þess að Davíð Oddsson beindi þeirri fyrirspurn til borg- arstjóra, af hvaða ástæðum und- irbúningur dagvistunarstofnana hefði dregist. Borgarstjóri svar- aði því, að hann hefði sjálfur stýrt hraða þessa undirbúnings vegna fjárhagserfiðleika borgar- innar. Auðvitað vissi Guðrún Helgadóttir hið sanna í málinu, sem til umræðu höfðu verið á fundinum í sumar. Svör borgar- stjóra við fyrirspurninni stað- festi álit þeirra Breiðholtsbúa, að ekkert hafði verið gert af því, sem lofað var. I framhaldi af þessu spunnust umræður, þar sem fram komu ýmis atriði, sem vert er að vekja nánari athygli á. Hafa ekki tíma Eitt af því, sem mest var haft á orði í kosningabaráttunni 1978 var, að vinstri flokkarnir ætluðu að kappkosta að hafa gott sam- band við borgarbúa. Þetta var áréttað í samstarfssamningi flokkanna. Bréf Breiðholtsbúa ber hinsvegar vott um algjört sambandsleysi, enda vakti það athygli á borgarstjórnarfundin- um, að Guðrún Helgadóttir lýsti því yfir, að borgarfulltrúar vinstri flokkanna hefðu hrein- lega ekki haft tíma til að rækja sambandið við borgarbúa. Þetta væri allt önnum kafið fólk, sem þyrfti í mörg horn að líta og því eðlilegt að eitthvað yrði útund- an. Svo einfalt var það nú. ismenn lögðum mikið upp úr, hefur horfið. Einfaldir hlutir hafa verið gerðir flóknir. Ótal ráð og nefndir sitja yfir málum mánuðum saman og skeggræða hlutina, en lítið gerist. Byggingar dagheimila dragast Enn eitt atriði kom fram hjá Guðrúnu Helgadóttur, sem vakti athygli. Hún upplýsti að á þessu ári yrði ekki unnt að fullnýta fjárveitingu til byggingar nýrra dagvistunarstofnana. Allur und- irbúningur framkvæmda hefði dregist svo mjög. Vildi Guðrún kenna um einhverri ósýnilegri hönd embættismanna, sem tefðu framgang góðra mála. Enginn vafi er á því, að með þessum ummælum var Guðrún að reyna að varpa ábyrgð af sér og öðrum borgarfulltrúum vinstri manna á eitthvert ósýnilegt, fjandsam- legt kerfi, sem legðist á góð mál. Eftir öll stóru orðin í dagheimil- en hún kaus að fara auðveldu leiðina, reyna að varpa af sér og sínum félögum ábyrgð og koma henni yfir á „kerfið". Það tókst ekki í þetta sinn. Vinstri meiri- hlutinn ber fulla pólitíska ábyrgð á slappleika í fram- kvæmd þessa málaflokks og all- ar dylgjur í garð embætt- ismanna falla niður dauðar og ómerkar eftir yfirlýsingu borg- arstjóra. Rækileg afhjúpun Borgarbúar verða svo að meta, hvort hér sé stórmannlega að farið í málflutningi eins af aðal talsmönnum vinstri meirihlut- ans. Sá dómur verður væntan- lega á einn veg, enda sagði einn af áheyrendum þeim, sem sátu á pöllunum og hlýddi á umræðurn- ar: „Það hefðu fleiri borgarbúar átt að verða vitni að þessum umræðum. Hljóðið í vinstri mönnum er sannarlega öðruvísi nú en fyrir kosningar. Ég hef sjaldan orðið vitni að rækilegri afhjúpun". Nautgripaslátrun vída helmingi meiri en í fyrra MUN FLEIRI nautgripum hefur verið slátrað í september í ár en í sama mánuði i fyrra. Viða úti um land er sá háttur hafður á, að nautgripum er slátrað i eina viku fyrir sauðf járslátrun en að lokinni sauðfjárslátrun hefst árleg stór- gripaslátrun. í sláturhúsunum i Búðardal, Blönduósi, Sauðárkróki og á Egilsstöðum hefur um helm- ingi fleiri nautgripum verið slátrað i september en i sama mánuði i fyrra. í Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi, þar sem stórgripum er slátrað allt árið, hefur verið slátrað 70 fleiri stórgripum i september i ár en i sama mánuði i fyrra. Þeir sláturhússtjórar, sem blaðið ræddi við í gær, töldu að ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu nú mætti fyrst og fremst rekja til þess að bændur vildu ekki bíða-með það til loka sláturtíðar í október að farga þeim nautgripum, sem þeir ætluðu að lóga. Hagar væru ekki alltof miklir og bændur sæju sér ekki hag í því að beita gripunum lengur og veður gæti hæglega breyst til hins verra og fæstir bændur hefðu það mikil hey að þeir treystu sér til að gefa sláturgripum í haust. Þá hefur nokkuð borið á því nú, að bændur hafi fargað kúm fyrr en undanfarin haust. Of snemmt er þó að segja til um hvort þessi aukning í nautgripa- slátruninni nú fyrir sauðfjárslátrun bendi til samsvarandi aukningar í natgripaslátrun í haust þegar á heildina er litiö. Má að hluta gera ráð fyrir, að bændur slátri nú nautgripum fyrr en undanfarin haust. í Búðardal var nautgripum slátrað í nokkra daga áður en sauðfjárslátr- un hófst og var nú alls slátrað þar 200 nautgripum en á sama tíma í fyrra var slátrað milli 70 og 80 náutgripum. Af aukningunni eru um 15% mjólkurkýr. „Þessi aukning segir ekki allt,“ sagði Jbn Karlsson sláturhússtjóri. „Veðrið hefur verið slæmt og er sennilegt, að menn hafidekki þorað að bíða með að slátra nautgripunum þar til sauð- fjárslátrun er lokið.“ Á Blönduósi var nautgripum slátrað í nokkra daga fyrir sauðfjárslátrun. Var alls slátrað þar nú 400 nautgripum en á sama tíma í fyrra var slátrað þar 205 nautgripum. „Það hefur verið meira um að bændur hafi slátrað kúm núna en í fyrra,“ sagði Gísli Garðarsson hjá sláturhúsinu á Blönduósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.